Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 37 DAGBÓK Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 5. október,er níræður Sigurður B. Sig- urðsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Af því tilefni tekur hann á móti vinum og vandamönnum í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi laugardaginn 8. október milli kl. 15 og 18. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Olnbogabörn þjóðarinnar ÞANNIG er að ég er ellilífeyrisþegi og ég er mjög ósátt við þá afgreiðslu sem við fáum nú um þessi mán- aðamót, almennt. Ellilífeyrisþegum var sagt um síðustu mánaðamót að breyting yrði hjá hjónum. Þá átti að vera búið að gefa út tekjuáætlun sem við gætum áttað okkur á. Síðustu mánaðamót fékk ég greiddar 81.577 kr. og þar af var bú- ið að taka 7.130 kr. í skatta. Núna í morgun, 3. október, fæ ég greiddar 41.661 kr. Ég var ekki búin að fá þetta bréf sem Tryggingastofnun lofaði að senda svo maður gæti áttað sig á hlutunum og gert sitt greiðslu- mat fyrir þessa útborgun. Það sem ég tapa núna er tekjutrygging, 43.113 kr., tekjutryggingarauka 4.357. Ég hef haft smávegis í orlofs- uppbót sem er varla talandi um, ég á að greiða til baka af henni 745 kr., sem er kannski ekki há upphæð en nóg fyrir mig, því búið er að skerða tekjurnar um helming, án þess að mér væri tilkynnt um það fyrirfram eins og lofað var. Eiginmaðurinn, sem er enn í vinnu og hefur unnið í 9 vikur eftir veikindi, fékk í ellilífeyrislaun 21.103 kr., hann fékk núna í ellilaun 14.778 kr. Það voru teknar af honum 11.266 kr. (tekjutrygging, orlofsuppbót). Hann verður að greiða til baka 15.077 kr. allt í allt. Mér þætti gaman að fá svar frá fé- lagsmálaráðherra eða Ágústi Sig- urðssyni hjá Tryggingastofnun um hvernig þeir færu að að lifa af þess- um tekjum og þurfa meira og minna að fara til sérfræðinga til Reykjavík- ur, jafnvel 2–3 sinnum í mánuði, því ekki er aðstaða hér í Hveragerði. Ég skora á þessa menn að svara þessu. Öryrkjar hafa farið illa síð- ustu árin og nú er komið að ellilíf- eyrisþegum. Við erum olnbogabörn þjóðarinnar. Sunna Guðmundsdóttir. Flugmál og sóun VINNU minnar vegna þarf ég að fara 22 ferðir á milli Hótels Loftleiða og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að meðaltali í hverjum mánuði. 22 X 40 = 880 mínútur eða 14,6 klst. Höldum áfram í margföldunarleiknum. Tólf sinnum 14,6 er 176 klst. á ári. Deil- um í það með 24 til að fá út dagana og það gerir 7 daga og 7 klst. á ári! Ég eyði sem sagt rúmlega heilli viku á hverju ári á Reykjanesbrautinni. Minni starfsævi lýkur eftir 30 ár og það gerir þá 219,9 daga á Reykja- nesbrautinni héðan í frá! Reyndar miðast það við rútur dagsins í dag sem verða vonandi orðnar fljótari í förum þegar ég fer á eftirlaun. Ég get hugsað mér margt annað sem ég get gert við 220 daga. Fjöldi íslenskra flugáhafna sem situr daglega í rútum milli Reykja- víkur og Keflavíkur er dágóður og skv. upplýsingum flugfélaganna vinna alls um 317 flugmenn og 543 flugfreyjur og flugþjónar út frá Keflavík. Daglega þarf um 304 flug- liða til að starfrækja allt millilanda- flug. Miðað við þetta reiknast mér til að 8 vinnudagar og 11 vinnustundir fari í ferðir milli Hótels Loftleiða og Leifstöðvar á hverjum degi, eða alls 3.087 vinnudagar á ári. Þvílík sóun! Sóunin yrði ennþá meiri með innan- landsflugið í Keflavík, fyrir utan aukna bílaumferð, fleiri slys, aukið slit bifreiða, meiri mengun o.fl. Valdimar. Nýverið var opnaður nýr vefur,www.samvinna.is, en vefurinn erfrumkvæðis- og nýsköpunarverk semHalla Hrund Logadóttir, nýútskrif- aður stjórnmálafræðingur, hefur unnið und- anfarið misseri. Markmiðið með vefnum er að sögn Höllu að efla áhuga almennings á alþjóða- málum en efnið á vefsíðunni er ætlað hinum al- menna borgara en einnig sem kennsluefni innan framhaldsskólanna. Vorið 2005 var frumsýnd stuttmynd sem heitir Afrek dagsins sem Halla stóð að baki en myndin var unnin í samvinnu við Kvikmyndaskóla Íslands og var myndin styrkt af menntaáætlun ESB. Halla segir að á meðan hún hafi unnið myndina hafi hún fengið hugmyndin að vefnum, www.samvinna.is, „Þrátt fyrir að myndin hafi verið skemmtileg og frumleg hafði hún ákveðna vísun í stöðu heimsmála í dag sem vakti áhorfendur til umhugsunar. Í kjölfarið átt- aði ég mig á því að lítið er til af íslensku efni sem vekur áhuga almennings um alþjóðamál og sömu- leiðis kom í ljós að flest slíkt efni er á bókaformi sem erfitt er að uppfæra með auðveldum hætti. Afleiðingin varð sú að ég réðst í þróun verkefnis sem miðaði að því að gera eitthvað nýtt og spennandi í þessum geira. Ég ákvað eftir að hafa hugleitt málið vel og lengi að ráðast í gerð þess sem nú birtist í www.samvinna.is. Vefurinn var gerður með því markmiði að hann yrði hlut- lægur, myndrænn, aðgengilegur, áhugverður og lifandi. Og efnið á síðunni er um Ísland og al- þjóðasamvinnu.“ Halla fékk styrki víðsvegar á Íslandi við gerð vefjarins enda er þetta fyrsti vef- ur sinnar tegundar á Íslandi. „Ég fékk styrk frá forsætisráðuneytinu, Landsbanka Íslands, Ný- sköpunarsjóði námsmanna, Samtökum atvinnu- lífsins og Samtökum iðnaðarins.“ Halla vann síð- una nær alla frá A-Ö, þ.e.a.s sá um að skrifa texta, hanna útlitið á vefnum og sá um uppsetn- ingu. „Síðan er nú opin öllum sem hafa áhuga á því að skoða hana en fyrsti efnishlutinn fjallar um Ísland og Evrópusamvinnu. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið.“ Halla segir að helsti til- gangur verksins sé að miðla upplýsingum til al- mennings um tengsl Íslands við umheiminn. „Nú þegar eru á síðunni fjölmargir tenglar sem al- menningur getur nýtt sér en einnig mun þar von bráðar birtast fyrsta viðtalið sem verður við Steinar Berg Björnsson um Ísland og frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna.“ Vert er að benda á að hægt er að skrá sig sem notanda á síðunni sem gerir fólki kleift að fá tölvupóst þegar nýtt efni birtist á síðunni. Halla mun dvelja í Japan í nóvember og eftir áramót verður hún í starfsþjálfun í sendiráðinu í Brussel og ætlar hún sér að nýta þá reynslu við vinnslu á efni fyrir síðuna. Alþjóðamál | Frumkvæðis- og nýsköpunarverkefnið www.samvinna.is Eflir áhuga á alþjóðamálum  Halla Hrund Loga- dóttir er fædd í Reykja- vík 12. mars 1981. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2001. Hún hóf nám haustið 2002 í stjórnmálafræði og lauk því þremur ár- um seinna – vorið 2005. Samhliða námi hefur Halla hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, t.d. á vegum Vest Nor- disk Ungdomsforum og Háskóla Íslands. Halla stefnir á mastersnám í stjórnmálum í Asíu haustið 2006. 1. d4 f5 2. Bg5 g6 3. Rd2 Bg7 4. c3 h6 5. Bf4 d6 6. e3 e5 7. Bg3 De7 8. De2 f4 9. exf4 exd4 10. cxd4 Rc6 11. d5 Rd4 12. Dxe7+ Rxe7 13. Bd3 Bf5 14. Bxf5 Rdxf5 15. 0-0-0 Rxd5 16. Rc4 Rb6 17. Rxb6 axb6 18. Kb1 Kd7 19. Rf3 Hae8 20. Hd2 Bf6 21. h3 He4 22. Bh2 Rd4 23. Rxd4 Hxd4 24. He2 He8 25. Hhe1 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk nýverið í St. Vincent í Ítalíu. Daninn Søren Sogaard (2.191) hafði svart gegn Birni Þorfinnssyni (2.328). 25... Hd1+! og hvítur gafst upp þar sem eftir 26. Hxd1 Hxe2 er staðan að hruni komin. Þessi skák er að mörgu leyti áhugaverð þar eð lærdómsríkt er að skilja hvers vegna svartreitabiskup hvíts varð svo snemma óvirkur en skýr- ingin á því var sú að hann beit í grjót í formi síns eigin peðs á f4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos vinnustofa, kl. 10.45 bankaþjónusta fysta miðvikudag i mánuði, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt alm. kl. 9.30– 16.30, morgunstund kl. 10–11, bók- band kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Hárgreiðslu- og fótaaðgerð- arstofa opnar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Kirkjuprakk- arar kl. 15.30. – TTT kl. 17. Árbæjarkirkja | TTT – 10–12 ára starf í Selásskóla kl. 16. Söngur, sög- ur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. STN – 7–9 ára starf í Sel- ásskóla kl. 15. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borg- ara er frá kl. 13–16. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar kl. 16. TTT kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. hjúkrunarfr. frá heilsugæslunni kl. 9.30, leikfimi kl. 11, postulínsmálun og almenn handmennt kl. 13. Hallgrímskirkja | Kvenfélag Hall- grímskirkju heldur fund 6. okt. kl. 20. Gestur fundarins verður Birna Hjaltadóttir kirkjuvörður sem flytur erindi um líf íslenskrar fjölskyldu við Persaflóa og sýnir búninga. Gestir velkomnir. Ath. að gengið er inn að sunnanverðu. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin, fótaaðgerð og hárgreiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Glerskurður kl. 13. Pílukast kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaík, ullarþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Samverustund kl. 10.30. Böð- un virka daga fyrir hádegi. Ferð að Gvendarbrunnum kl. 13.15, kaffi við heimkomu. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skráning stendur yfir á fram- sagnarnámskeið. Gönguferð „Út í bláinn“ alla laugardaga kl. 10. Bók- menntaklúbbur hefst kl. 20. Sími 568 3132. Kvenfélagið Hrönn | Skemmti- fundur fim. 6. okt. kl. 20 að Borg- artúni 22, 3. hæð. Konur taki með sér gesti. Stjórnin. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin Félagsstarf Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 9 og 13. Leikfimi kl. 9, sögustund kl. 13. Ath. farið í Hagkaup, Skeif- unni, fyrsta miðvikudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð,. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Aðstaða til frjálsrar hóp- amyndunar. Postulínsnámskeið hefst 7. okt. kl. 9. Framsögn mánu- daga kl. 13.30. Skráning í Biblíuhóp stendur yfir. Sími: 588-9533. FEBÁ, Álftanesi | FEBÁ–stafgang- an. Gengið frá íþróttahúsinu mán-, mið- og föstudaga, mæting kl. 10 f.h. Athugið breyttan tíma. Guðrún sími 565 1831. Haukshús kl.13–16. Grétudagur. Postulínsmálun I. Spil- að, teflt, spjallað. Gróukaffi. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Fé- lagsvist spiluð í Gjábakka í dag kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur um nýja leiðarkerfið með forráðamönnum Strætó verður í Stangarhyl 4, í dag miðvikudag, kl. 15. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11 og bútasaumshópur kl. 13 í Kirkju- hvoli. Brids spilað í Garðabergi kl. 13. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hár- greiðsla kl. 10, fótsnyrting kl. 10, Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Samverur á mið- vikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um klukkan 15 er kaffi og þá kemur alltaf einhver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Sjá: www.kirkja.is. Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10– 12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 520 9709. Allir velkomnir. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10– 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnuni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, organisti Hörður Braga- son. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á miðvikudögum í Rima- og Hamraskóla, kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Samverur eldri borgara á miðvikudögum kl. 14. Boðið er upp á Biblíulestur og léttar veitingar. Það er kvenfélagið í kirkj- unni sem heldur utan um samver- urnar og þangað eru allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Ein- faldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Opið hús kl. 10–12. Fastur liður í dagskránni er helgi- stund í kirkjunni kl. 10.30 í umsjón séra Helgu Soffíu Konráðsdóttir. Kaffi og ýmis fróðleikur. Uppl. gefur Þórdís í síma 511 5405. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára krakkar í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Tólf spora námskeið eru í Hjallakirkju kl. 20–22. Kynningarfundur í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæn kl. 12. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudagskvöld 5. okt. kl. 20. „Ný kenning með valdi“. Ræðu- maður er Haraldur Jóhannsson. Bænastund. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir. Langholtskirkja | Hádegisbæna- gjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13–16. Söngur, tekið í spil, föndur, spjall, kaffisopi. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30 Kirkju- prakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur). Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Laugalækjarskóla. (Miðborgarstarf KFUM&K o.fl.) kl. 19.30 Fermingartími. Kl. 20.30 Ung- lingakvöld. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Opið hús kl. 15. Mynd á þili. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, ræðir um kirkjulist. Athugið að koma beint í Þjóðminjasafn kl. 15 þar sem tekið verður á móti hópn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.