Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SAGT er, að flokkur kristilegra
demókrata, CDU/CSU, í Þýska-
landi hafi hótað að hætta stjórn-
armyndunarviðræðum við jafn-
aðarmenn, SPD, nema þeir láti af
þeirri kröfu sinni, að Gerhard
Schröder verði áfram kanslari.
Virðast kristilegir vera orðnir dá-
lítið þreyttir á yfirlýsingum jafn-
aðarmanna um þetta en eftir sigur
kristilegra demókrata í Dresden
um helgina hafa þeir 226 þing-
menn á móti 222 jafnaðarmanna.
Schröder sjálfur gaf raunar í skyn
í fyrradag, að hann kynni að sætta
sig við að verða ekki kanslari nái
stóru flokkarnir saman um önnur
mál.
Ný ákæra á
DeLay
TOM DeLay, fyrrverandi leiðtoga
repúblikana í fulltrúadeildinni
bandarísku, var í gær birt ný
ákæra og að
þessu sinni fyrir
peningaþvætti.
Eru hann og
tveir samstarfs-
menn hans sak-
aðir um að taka
við ólöglegum
framlögum frá
fyrirtækjum til
frambjóðenda
Repúblikana-
flokksins og reynt að fela slóðina
með því að senda þau gegnum
kosningaráð flokksins. Áður hafði
Delay verið ákærður fyrir að
brjóta lög um fjármögnun kosn-
ingabaráttu. DeLay og lögfræð-
ingar hans vísa ákærunum á bug
og segja þær af pólitískum rótum
runnar.
Hitinn hækkar
og flugunum
fjölgar
EF hitastigið í heiminum er að
hækka, kannski vegna gróðurhúsa-
áhrifa, þá mun flugunum fjölga. Í
Bretlandi er búist við, að þeim
muni fjölga um 250% fram til árs-
ins 2080. Er það niðurstaða vís-
indamanna við Southampton-
háskóla en þeir segja, að búast
megi við auknu sjúkdómasmiti frá
flugum.
„Tímgun flugna er mjög háð
hitastigi. Við 32 gráður á celsíus
klekst út ný kynslóð á 12 dögum
en við lægra hitastig getur það
tekið mánuð,“ sagði Dave Goulson,
einn vísindamannanna.
Engan æsing
NÝ lög gengu í gildi á Flórída á
laugardag og samkvæmt þeim má
hver sem er beita byssu eða öðru
banvænu vopni, telji hann, að sér
sé alvarlega ógnað. Vegna þess
hafa Brady-samtökin, sem berjast
gegn byssum og ofbeldi, varað
ferðafólk á Flórída við: „Forðist að
deila við fólk.
Ef einhver reiðist ykkur, gætið
þess þá að vera róleg og þið megið
alls ekki hrópa eða vera með neins
konar handapat.“
Margir óttast, að nýju lögin geti
breytt Flórída í „villta vestrið“ en
yfirvöld þar og ferðamálayfirvöld
benda á, að glæpir hafi ekki verið
færri í sambandsríkinu í 34 ár og
engin hætta sé á ferðum.
Tveir í haldi
á Balí
TVEIR menn hafa verið hand-
teknir á Balí í Indónesíu vegna
rannsóknar á hryðjuverkunum þar
síðastliðinn laugardag.
Þá sprungu þrjár sprengjur á
fjölsóttum ferðamannastöðum og
urðu þær 22 mönnum að bana og
særðu 104.
Eru öfgasamtökin Jemaah Isla-
miyah, sem tengjast al-Qaeda, talin
líklegust til að hafa skipulagt árás-
irnar.
Hótuðu að slíta
viðræðum
Tom DeLay A
ðildarviðræður eru hafn-
ar milli Evrópusam-
bandsins og Tyrkja þótt
minnstu munaði að þær
rynnu strax út í sandinn
á mánudag vegna andstöðu Austur-
ríkismanna á fundunum í Lúxem-
borg. „Við erum öll sigurvegarar: að-
ildarríki ESB, Tyrkland og alþjóða-
samfélagið,“ sagði breski utan-
ríkisráðherrann, Jack Straw,
harðánægður þegar sáttin var í höfn.
„Evrópumenn verða að kynna sér
betur Tyrkland,“ sagði Jose Manuel
Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB. „Og Tyrkir verða að
vinna hug og hjarta evrópskra borg-
ara. Það eru þeir sem þegar öllu er á
botninn hvolft munu ákveða hvort
Tyrkland fær aðild.“ Núverandi
ráðamenn Evrópusambandsins gera
sér ljóst að viðræðurnar muni taka
mörg ár eða áratugi og aðrir en þeir
muni þurfa að leysa vandann. Hann
felst ekki síst í því að í könnunum
kemur fram að liðlega helmingur
íbúa ESB er nú andvígur aðild
Tyrkja.
Nýir, framandi Evrópumenn?
Ástæðurnar fyrir þessari andúð
eru margvíslegar. Sumum óar við því
að ESB, þar sem nú búa um 450
milljónir manna, taki inn 70 milljóna
múslímaþjóð sem þar að auki er svo
miklu fátækari en þær þjóðir sem
fyrir eru og kemur úr gerólíkum
menningarheimi. Aðrir fullyrða að
það muni ríða sjóðakerfi sambands-
ins að fullu að taka upp á sína arma
tyrkneskan landbúnað. Mikið at-
vinnuleysi í Frakklandi og Þýska-
landi ýtir undir ótta þeirra sem eru í
vinnu við að ungir, fátækir Tyrkir
verði teknir fram yfir þá vegna þess
að þeir sætti sig við verri kjör. Og
evrópsk fyrirtæki gætu freistast til
að flytja starfsemina til Tyrklands.
En hvers vegna vilja svo margir
ráðamenn Evrópu fá Tyrki inn?
Tvennt er einkum nefnt. Annars
vegar að það sé brýnt fyrir framtíð
Evrópu vegna nálægðarinnar við ríki
íslams að sannfæra múslíma um að
ESB útiloki þá ekki vegna fordóma í
garð íslams. Fullyrt er að Tyrkland
geti orðið brú milli Vesturlanda og
múslímaríkja í Miðausturlöndum.
Tengslin muni draga úr hættunni á
að gagnkvæm tortryggni endi með
blóðugum árekstri tveggja menning-
arheima, milli krossins og hálfmán-
ans.
Hins vegar er bent á að skortur á
vinnuafli vegna mannfækkunar geti
valdið stöðnun í efnahagslífi Evrópu
næstu áratugi. Þess vegna sé brýnt
að fá inn fjölmenna þjóð þar sem
mannfjölgun sé mikil.
En hvað á ESB að verða, lauslegt
samband um frjáls viðskipti eða nýtt
risaveldi með sameiginlega utan-
ríkis- og varnarmálastefnu? Deilan
um Tyrkland er hluti af mun viða-
meiri ágreiningi um sjálfsvitund
sambandsins og framtíð þess. Inn-
byrðis deilur um Íraksstríðið sýndu
vel hve langt er í land áður en sam-
eiginleg utanríkisstefna lítur dagsins
ljós í ESB. Andstæðingar aðildar
Tyrkja benda á að innganga 10 nýrra
ríkja fyrir skemmstu hefur að áliti
margra gert sambandið nær ófært
um að marka sameiginlega stefnu.
Nær hefði verið að hinkra og efla
samrunann milli gömlu ríkjanna.
„Það er ekki auðvelt að ná sátt um
þegar fólk á sér ekki sameiginleg
gildi,“ segir Constanze Stelzenmüll-
er, fréttaskýrandi í Berlín. Sjón-
armið risaveldismanna, sem Bretar
hafa lengi andæft, biðu hnekki þegar
Frakkar og Hollendingar felldu
stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæði.
Þótt ástæðurnar fyrir þeim óvæntu
niðurstöðum hafi verið margar og
þversagnakenndar eru áhrifin þau
að margir eru nú ráðvilltir. Evr-
ópuvitundin eftirsótta hefur þokað
fyrir hefðbundnum þjóðarhags-
munum en einnig vonleysi.
„Stórt fríverslunarsvæði“
Einn þeirra sem berjast gegn að-
ild Tyrkja er fyrrverandi forseti
Frakklands, Valery Giscard d’Esta-
ing, sem segir að Tyrkir séu einfald-
lega ekki Evrópuþjóð, 90% þeirra
búi í Asíu. Hann segir að ESB gæti
með aðild Tyrkja breyst í „stórt frí-
verslunarsvæði“. Giscard óttast að
draumurinn um nýtt risaveldi, að
sjálfsögðu með Frakka í forystu-
hlutverki, verði erfiðari í fram-
kvæmd ef ríkjunum fjölgar enn.
Viðbrögðin í Tyrklandi voru að
mestu afar jákvæð þegar fréttist um
samkomulagið í fyrradag. Sumir
vöruðu þó við því að leiðin yrði löng
og torsótt, Tyrkir myndu verða að
sætta sig við sársaukafulla aðlögun á
mörgum sviðum. „Við höldum á vit
aðildarævintýris sem getur endað á
ýmsa vegu en við munum halda
áfram á braut sem þakin er jarð-
sprengjum!“ sagði í fyrirsögn miðju-
hægriblaðsins Hurriyet.
Abdullah Gul utanríkisráðherra
sagði daginn sögulegan enda hafa
Tyrkir bankað á dyr sambandsins í
rúma fjóra áratugi. En Tyrkir eru
stoltir og er sumum þeirra misboðið
með kröfum sem ESB-leiðtogar hafa
sett sem skilyrði fyrir aðild-
arviðræðum. Ekki síst eru margir
ævareiðir yfir kröfum um að Tyrkir
viðurkenni að þeir hafi gert tilraun
til þjóðarmorðs á Armenum árið
1915.
„Þeir taka okkur aldrei inn. Þeir
munu nota okkur og auðmýkja okk-
ur, þeir munu leika sér að okkur og
eftir 15 eða 20 ár munu þeir hafna
okkur“, sagði fréttaskýrandi í götu-
blaðinu Posta. Enn er öflugur meiri-
hluti í könnunum fylgjandi aðild, um
60% en hlutfallið var um 70% fyrir
nokkrum mánuðum.
Hagvöxtur í Tyrklandi er þessi ár-
in einhver sá mesti í heimi, var í
fyrra um 9%. Þótt flestir Tyrkir séu
sannfærðir um að efnahagurinn
muni batna við að ganga í klúbb
hinnar ríku Evrópu vara sumir hag-
fræðingar þá við. Þeir benda á að
Tyrkir njóti nú frelsis til að ákveða
reglur atvinnulífsins, skattahlutföll
og fleiri atriði sem ráði úrslitum þeg-
ar alþjóðleg risafyrirtæki kanni að-
stæður til að fjárfesta.
Stöðugt heyrast raddir í Brussel
um að samræma verði reglur af
þessu tagi en það getur haft í för með
sér að Tyrkir geti ekki boðið fjár-
festum nógu góð kjör. Of mikil sam-
ræming á vegum ESB gæti tafið fyr-
ir hagvexti í landinu – nema ESB
verði það sem Giscard d’Estaing ótt-
ast: aðeins stórt fríverslunarsvæði.
Fréttaskýring | Hafnar eru viðræður um aðild Tyrkja að Evrópusambandinu og menn eru sammála um
að þær taki mörg ár ef ekki áratugi. Kristján Jónsson kynnti sér deilurnar um aðild Tyrkja.
„Braut sem þakin er
jarðsprengjum“
AP
’Andstæðingar aðildarTyrkja benda á að inn-
ganga 10 nýrra ríkja
fyrir skemmstu hefur að
áliti margra gert sam-
bandið nær ófært um að
marka sameiginlega
stefnu.‘
AP
Tyrknesk dagblöð fjölluðu í gær mikið um aðildarviðræðurnar. „Við létum ekki undan og sigruðum“ er ein fyr-
irsögnin, í annarri segir: „Ný Evrópa, nýtt Tyrkland.“ Enn eitt blaðið býður Evrópumönnum að dansa Vínarvals.
kjon@mbl.is
Stokkhólmi. AP, AFP. | Tveir Banda-
ríkjamenn, Roy J. Glauber og John
L. Hall, og einn Þjóðverji, Theodor
W. Hänsch, fengu í gær Nóbels-
verðlaunin í eðlisfræði fyrir árið
2005. Voru þau veitt fyrir rann-
sóknir þeirra á eðli ljóssins.
Glauber, sem er áttræður að aldri
og eðlisfræðiprófessor við Harvard-
háskóla, fékk helming verðlaunanna
fyrir að leggja grunn að skammta-
fræðilegri ljósfræði en með henni er
unnt að skýra þann grundvallarmun,
sem er með ljósgjöfum, til dæmis
ljósaperu og leysitækjum. Var
Glauber einn þeirra, sem unnu að
Manhattan-áætluninni, smíði fyrstu
kjarnorkusprengjunnar í Bandaríkj-
unum á dögum síðari heimsstyrj-
aldar.
Hall og Hänsch skiptu með sér
hinum helm-
ingnum fyrir
framþróun leysi-
stýrðrar litrófs-
greiningar, sem
er afar nákvæm
og ryður brautina
fyrir næstu kyn-
slóð GPS-stað-
setningarkerfa og
ofurnákvæmra at-
ómklukkna. „Nú er unnt að kalla
fram leysigeisla með ákaflega skörp-
um litum,“ sagði í tilkynningu
sænsku vísindaakademíunnar.
Nú eru liðin 100 ár frá hinu svo-
kallaða „annus mirabilis“ Alberts
Einsteins, „hinu undursamlega ári“,
en þá setti hann fram kenningar í
eðlisfræði, sem urðu til að stórauka
þekkingu og skilning manna á efn-
isheiminum. Ljósi var fyrst lýst sem
bylgjuhreyfingu um miðja 19. öld og
í kenningu sinni talar Einstein líka
um ljósið sem öldur eða „kekki“
orkueinda, svokallaðra ljóseinda.
Fyrir það var hann sæmdur Nóbels-
verðlaununum 1921.
Tilkynnt verður um Nóbels-
verðlaunin í efnafræði í dag og um
friðarverðlaunin á föstudag.
Nóbel fyrir rannsóknir á eðli ljóssins
Theodor Hänsch Roy J. Glauber John Hall