Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 21 ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Á meðan átta ára grisling- ar á Íslandi fara í skól- ann á morgnana, leika sér á daginn og knúsa bangsann sinn á kvöld- in fara jafnaldrar þeirra í Norður- Úganda í stríð á morgnana, drepa skyldmenni sín og vini á daginn, lim- lesta lík og borða mannsheila á kvöldin og nota næturnar til örvænt- ingarfullra flóttatilrauna. Þetta er veröldin sem við búum í, – veröldin sem rúmar jafnt okkar börn og börnin í Úganda. Í rúm 18 ár hefur ríkt borg- arastyrjöld í Norður-Úganda, nán- ast án afskipta umheimsins. Þar ræna skæruliðar Andspyrnuhers Drottins, AHD, börnum, kenna þeim að drepa, og neyða þau til að myrða fólkið sitt. Um hvað snýst þetta stríð? Upphaflega snerist það um auð- lindahagsmuni, um pólitíska hags- muni, og sennilega fleiri hagsmuni líka. Í dag snýst það tæplega um nokkuð annað en það að því sé sjálfu viðhaldið, – til þess að þeir sem græða á því, haldi því áfram. Foringi Andspyrnuhers Drottins heitir Joseph Kony; – hann vill steypa ríkisstjórn Yoweris Muse- venis af stóli og stjórna landinu sam- kvæmt boðorðunum tíu úr Biblíunni. Hugmyndir sínar fær Kony frá önd- um sem tala í gegnum hann, og segja honum hvernig hann eigi að ná þess- um markmiðum sínum. Börn, sem flýja þennan illræmda Andspyrnuher Drottins, eru ekki alltaf velkomin heim aftur, takist þeim á annað borð að flýja, einfald- lega vegna þess að fólkið þeirra er hrætt við þau. Ali Samadi Ahadi og Oliver Stoltz eru ungir kvikmyndaleikstjórar sem eiga það sameiginlegt að hafa alist upp við borgarastyrjaldir í heima- löndum sínum. Þeir hafa báðir leik- stýrt fjölda heimildarmynda, og ver- ið verðlaunaðir fyrir verk sín. Þeir fóru til Úganda, til þess að kynna sér ástandið í norðurhluta landsins, og afrakstur ferða þeirra þangað er heimildamyndin Týnd börn, Lost Children, sem sýnd er nú á kvik- myndahátíð. Í þessari mynd er sögð saga fjög- urra barna, á aldrinum 8–14 ára, barna sem flúðu herinn, sneru aftur til síns heima til að verða börn aftur. Heima var þeim tekið með tor- tryggni, og fæstum þeirra var fagn- að við heimkomuna. Sagan er sögð frá sjónarhorni þeirra, og við fylgj- umst með hvernig þeim tekst að fóta sig í lífinu á ný. Týndu börnin fékk Panorama áhorfendaverðlaunin í Berlín 2005, fyrst allra heimild- armynda. Falið stríð í framfaralandi Ali Samadi Ahadi er nú staddur hér á landi til að fylgja mynd sinni úr hlaði og sitja fyrir svörum í pall- borðsumræðum um framlag kvik- mynda til mannréttinda. Blaðamað- ur átti þess kost að sjá myndina áður en farið var til fundar við Ahadi, og varð lostinn skelfingu og reiði. Á síðustu árum hefur okkur verið talin trú um að ástand mála í Úg- anda væri með besta móti, – þar væri allt á uppleið, vaxandi hag- vöxtur, átak í baráttunni við alnæm- isveiruna hefði gengið ótrúlega vel, fátækt að minnka … með öðrum orðum fréttirnar þaðan hafa verið jákvæðar og með allt öðru og betra bragði en þær voru í tíð ofbeldis- stjórnar Idis Amins og eftirmanna hans á síðustu öld. En hvernig stendur á því að ekkert er talað um þetta sérstaka stríð, þar sem fórn- arlömbin eru saklaust fólk, og þá fyrst og síðast börn; – blásaklaus börn? Ali Ahadi fór fyrst til Norður- Úganda sumarið 2003, og kveðst hafa orðið fyrir áfalli við að sjá ástandið þar með eigin augum. „Þetta var verra ástand en ég hef séð nokkurs staðar í veröldinni. Það var erfitt að koma auga á nokkuð gott á þessum slóðum. Það er rétt, að ástandið í Úganda hefur batnað umtalsvert, – en þar í endurspeglast líka vandinn við að taka á þessu skelfilega stríði. Vesturlönd horfa til landsins og sjá allt sem vel hefur verið gert í stjórnartíð Musevenis, og þess vegna hafa stjórnvöld ekki viljað tala um þetta einangraða stríð. Enn koma 80% tekna landsins frá þróunaraðstoð og erlendum styrkj- um, og ef um þetta stríð verður tal- að, óttast stjórnvöld að þjóðir heims dragi úr þessum styrkveitingum, eða hætti þeim. Á hinn bóginn eru stjórnvöld í Úganda líka að hagnast á stríðinu, því Bandaríkjamenn veita fé til stríðsrekstrarins. Stjórnvöld og stjórnarherinn, hafa því þrátt fyrir allt takmarkaðan áhuga á því að stríðinu ljúki, því þar með myndu þessir styrkir Bandaríkjamanna falla niður. Spilling er líka vandamál tengt stríðinu. Salim Salid, bróðir Musevenis forseta, er varn- armálaráðherra landsins. Hann á persónulega þyrlufyrirtæki og leigir hernum þyrlurnar sem notaðar eru í baráttunni við Andspyrnuher Drott- ins. Þannig græðir hann á hverri einustu ferð sem þyrlurnar fara í bardaga við uppreisnarmennina. Þetta er eins og leigubílastöð. Ef þú átt þyrlurnar sem mala gull á stríðs- rekstrinum, er skiljanlegt að þú haf- ir ekki áhuga á því að stríðinu ljúki. Enn eitt vandamálið tengist beint styrkveitingum Bandaríkjamanna. Fyrir hvern stjórnarhermann sem tekur þátt í baráttunni við AHD greiða Bandaríkjamenn laun. En þegar hermenn falla, eða eru leystir undan herþjónustu, er það ekki skráð, svo herinn geti haldið áfram að hirða launin þeirra. Þessum draugaher er því haldið uppi af Bandaríkjamönnum, en fjármun- irnir fara beint í vasa yfirmanna í hernum. Þannig er áhuginn fyrir að ljúka stríðinu afar takmarkaður, og mál eins og þessi eru eina ástæða þess að það heldur áfram. Þess vegna þarf heimsbyggðin einmitt frekar að þrýsta á stjórnvöld í Úg- anda um að stríðinu verði að linna. Líttu á Írak, Rúanda, Júgóslavíu – öll þessi stríð stafa af ástæðum sem eru jafnflóknar og er í Úganda. Það gerir þau svo erfið viðureignar og lausnirnar svo vandfundnar. Það sýnir okkur líka að stríð geta ekki verið og mega ekki verða lausn á samskiptum þjóðanna á 21. öld. Við þurfum að fleygja þeirri hugmynd að við eigum að jafna deilur okkar með vopnum. Eina leiðin sem okkur er fær er að setjast niður og ræða hvert við annað. Hvernig framtíð eiga stríðsbörn? Andspyrnuher Drottins er því ekki stærsta endilega vandamálið í þessu stríði í Úganda, – vandamálið er miklu stærra og flóknara. Það spillir líka fyrir að fólk í Suður- Úganda treystir ekki íbúum norður- hluta landsins, og það er gagn- kvæmt. Við þurfum að þrýsta á stjórnvöld í Úganda um að þau hjálpi sinni eigin þjóð úr þessum nauðum, og sameini þjóðina í friði og trausti.“ Það er fátt sem dregur úr skelf- ingunni að vita af börnum sem þurfa að þjást í stríði – börnum sem þving- uð eru til að vinna illvirki og glæpi gegn vilja sínum. En þjáningin verð- ur ekki minni, þótt þeim takist að flýja; – hún verður öðruvísi. „Í Úganda hafa mörg stríð verið háð, allt frá því að nýlendutímanum lauk, um miðjan sjötta áratug síð- ustu aldar, og landið varð sjálfstætt. Stríðið nú er það lengsta í sögu Afr- íku á okkar dögum. Þar eru að vaxa upp kynslóðir fullorðins fólks, sem aldrei hefur upplifað frið. Hvernig eiga slíkar kynslóðir að takast á við að stjórna landinu í friði? Þetta er mikið áhyggjuefni. Börnunum sem tekst liðhlaup úr Andspyrnuher Drottins, er ekki búin björt framtíð. Samfélagið hafnar þeim, því mörg hver hafa þurft að drepa sína eigin ættingja og jafnvel foreldra og systkini. Mörg þessara barna eiga engan kost annan en að flýja aftur á náðir uppreisnarmanna. Þau eiga enga möguleika á að geta lifað eðli- legu lífi, og þar með eiga þau sér ekki framtíð.“ Í myndinni er það aðeins eitt barn af þeim fjórum sem fylgst er með, sem fagnað er af móður sinni við heimkomuna úr stríðinu. Hinum er ýmist hafnað, eða þau flýja sjálf þann raunveruleika sem þeim er bú- inn við aðstæðurnar heima fyrir. Ahadi kveðst ekki vita hvert hlutfall þeirra barna er sem eiga sér von um eðlilegt líf með fjölskyldum sínum, – þau séu afar fá. „Fólk spyr mig gjarnan hvers vegna ættingjar þess- ara barna taki þeim ekki fagnandi þegar þau losna úr prísundinni. En þetta er ekki svona einfalt. Hvernig á gömul amma, eins og ein amman í myndinni, að sætta sig við að sofa undir sama þaki og barnabarn sem hefur kannski myrt tugi manna, og kannski hennar eigin nánustu að- standendur líka? Hver vill áfellast hana og segja að hún sé vond? En svona eru stríð. Þau eyðileggja sál- irnar, eyðileggja fólk, eyðileggja samfélagið. Ég veit með vissu að fyr- ir þetta þjást börnin. Þau koma sködduð úr stríðinu, sum full af ang- ist og reiði. Sjáðu drenginn Opio, átta ára gamlan; – hann réð fyrir hundrað manna herliði. Er einhver leið til að barn eins og hann geti nokkurn tíma lifað eðlilegu lífi? Hann kemur heim úr stríðinu til þess eins að horfa upp á föður sinn sem er þjakaður af áfengissýki – hefur engin tök á að fæða hann eða klæða. Drengsins bíður ekkert ann- að en örbirgð og volæði, og sér mun betri kost í því að vera áfram í And- spyrnuher Drottins. „Í stríðinu var ég þó að minnsta kosti eitthvað,“ segir hann þegar hann hugsar til baka til daga sinna með AHD. Þar naut hann þó ákveðinnar virðingar og fékk mat, hafði vopn til að verja sig … svona eru stríð, og þess vegna er svo erfitt að binda enda á þau.“ Ali Ahadi kveðst afar hamingju- samur með þau viðbrögð sem mynd hans hefur fengið víða um heim. Týndu börnin fékk Panorama áhorf- endaverðlaunin í Berlín 2005, fyrst allra heimildarmynda, og hefur síð- an sópað til sín margvíslegum verð- launum, og hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Það sem gleð- ur Ahadi þó ekki síður er það að stjórnmálamenn og þeir sem gætu haft áhrif, hafa líka sóst eftir að sjá hana. „Þýska utanríkisráðuneytið fékk okkur til að sýna myndina fyrir þúsund gesti – allt sendiherra og starfsmenn utanríkisþjónustu ým- issa landa. Við höfum líka tekið þátt í umræðum, – með stjórnmálamönn- um um efni myndarinnar, og fyrir liggur að hún verður sýnd fyrir Evr- ópuþingið og þýska þingið. Sendi- herra Úganda í Þýskalandi er líka búinn að sjá hana, – en sagði ekkert að sýningu lokinni – kom þó og tók í höndina á mér. Myndin verður von- andi sýnd í höfuðborg Úganda, Kampala, en ekki í norðurhluta landsins, – það yrði einfaldlega of hættulegt fyrir börnin. Ég vona það besta, – ég vona að myndin hafi ein- hver áhrif á það að stríðinu linni.“ Kvikmyndir | Ali Samadi Ahadi, leikstjóri heimildarmyndarinnar Týndra barna, er gestur AKR Í stríðinu var ég þó að minnsta kosti eitthvað Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.i TENGLAR .............................................. http://www.lost-children.de Ljósmynd/David Baltzer/Zenit Börnin sem fylgst er með í myndinni, Francis, Jennifer, Opio og Kilama. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið Ali Samadi Ahadi vonar að myndin hafi áhrif á það að stríðinu linni. Í DAG fara fram pallborðs- umræður á vegum Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Norræna húsinu þar sem fram- lag kvikmynda til mannrétt- inda verður kannað. Þátttakendur: Ali Samadi Ahadi, leikstjóri Týndu barnanna; Birna Þórarins- dóttir, framkvæmdastýra UNI- FEM á Íslandi; Ellen Flanders, leikstjóri Einskis aðskilnaðar; Heiða Jóhannsdóttir, bók- menntafræðingur; Samba Gad- jigo, aðstandandi Mooladé, og Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Ís- landi. Umræðustjóri verður Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður. Fundurinn verður í Norræna húsinu og hefst kl. 17. Fundurinn fer m.a. fram í tilefni af komu Samba Gadjigo, aðstandanda kvikmyndarinnar Moolaadé eftir Ousmane Sem- bene sem frumsýnd verður á miðvikudag kl. 19:30. Samba Gadjigo verður viðstaddur sýn- inguna og svarar spurningum. Hvert er framlag kvik- mynda til mannréttinda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.