Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆNDUR munu fá betri þjónustu með sín lán eftir að Landsbanki Ís- lands keypti Lánasjóð landbúnaðar- ins að mati Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra, en skrifað var undir samning um sölu á eignum og skuldum sjóðsins í gær. Lánasjóðurinn hafði aðsetur á Sel- fossi, en Landsbankinn ætlar að veita þá þjónustu sem sjóðurinn veitti í öllum útibúum sínum, og auk þess vera með átta sérhæfð þjón- ustuútibú í öllum landshlutum, og segir Guðni það enga spurningu að bændur muni fá betri þjónustu nú en þeir fengu hjá lánasjóðnum áður. „Ég held að þetta muni hafa mikil og góð áhrif á bændur og verða land- búnaðinum til góðs. Þetta er síðasti sjóðurinn með þessu sniði, áður voru allir atvinnuvegirnir með svona sjóði. Ég verð að segja fyrir mig að eftir að bændur vildu fella sjóða- gjöldin í burtu, sem sé að þeir sem ekki væru að framkvæma ættu ekki að borga til sjóðsins til að styrkja þá sem væru að framkvæma, þá gat sjóðurinn ekki gengið lengur,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið. 2,6 milljarðar í Lífeyrissjóð bænda Guðni sagði við undirritun samn- inga í gær að það fé sem fæst fyrir lánasjóðinn muni allt renna inn í Líf- eyrissjóð bænda. „Ég er ánægður með að þessi breyting skuli vera gerð núna vegna þess að ef sjóðagjöldin hefðu verið felld út hefði sjóðurinn gengið á eigið fé sitt á næstu fimm til tíu árum, en nú fáum við þarna 2.653 milljónir króna sem munu styrkja Lífeyris- sjóð bænda, og þeir munu njóta þess þegar þeir hætta störfum.“ Guðni segir íslenska bankakerfið hafa sýnt fram á það undanfarið að það sækist eftir viðskiptum við bændur, enda tapist yfirleitt ekki peningar hjá skilvísu fólki sem kann sér hóf í fjármálum. „Ég held að landbúnaðurinn verði í betri málum, og menn geti náð hag- stæðari vöxtum á sínar skuldir, svo þetta verði allt til farsældar fyrir bændur.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að með kaup- unum á Lánasjóði landbúnaðarins sé bankinn að styrkja stöðu sína veru- lega á landsbyggðinni. Lánaumsvif bankans á landsbyggðinni séu fyrir um 50 milljarðar króna, og sé því við- bót um 14 milljarða, eða um 28%, veruleg aukning á starfseminni. Fyrsti veðréttur í Íslandi „Það er ákaflega ánægjulegt að fá að koma með þessum hætti að þess- ari atvinnugrein, þetta er sú atvinnu- grein sem tapast minnst í, það er bæði mín reynsla og söguleg reynsla. Bændur almennt eru sá hópur sem er með skilvísustu viðskiptavinun- um, svo þetta lítur mjög vel út. Hvað þessi lán varðar eru þau öll sérstak- lega góð, því þau eru öll með fyrsta veðrétti í helstu bújörðum, og í raun lítum við svo á að við höfum hér feng- ið „fyrsta veðréttinn í Íslandi“, með þessum samningi,“ sagði Sigurjón. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þrátt fyrir að boðað hafi verið að lægstu kjör á lánum sjóðsins myndu hækka í 5,1% eftir söluna sé búið að ákveða að ekki verði hækkað svo mikið. Um 3.000 viðskiptamenn sjóðsins, sem eru með alls 10.000 lán, fái óbreytta vexti til áramóta, en starfsfólk bank- ans muni ræða við hvern einstakan lántaka í framhaldinu og fara yfir málin. Þjónustan við bændur ætti að verða betri eftir kaup Landsbankans á Lánasjóðinum, að mati Halldórs. Bankinn hefur ráðið Þorfinn J. Björnsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóra sjóðsins, og mun hann sam- hæfa þjónustu viðskiptavina lána- sjóðsins frá höfuðstöðvum bankans í Reykjavík. Samningar um kaup Landsbanka Íslands á Lánasjóði landbúnaðarins undirritaðir Betri þjónusta fyrir bændur segir ráðherra Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Bankastjórar Landsbanka Íslands undirrituðu samninginn ásamt landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra.                             !    RÚMLEGA 7.100 minkar og tæp- lega 5.700 refir voru veiddir veiði- árið 2003-04. Útgjöld vegna veið- anna voru 63 milljónir vegna refs og 45 milljónir króna vegna minks, samkvæmt upplýsingum veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofnun- ar. Veiðiárið er frá 1. september ár hvert til 31. ágúst árið eftir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda veiddra dýra veiðiárið 2004-05 sem er nýlokið, en verið er að skila inn veiðiskýrslum og fara yfir þær nú og má gera ráð fyrir að upplýsingar um veiðarnar geti legið fyrir í næsta mánuði. Greiddar eru 7.000 kr. fyrir hvern veiddan ref, 1.600 kr. fyrir hvern yrðling og 3.000 kr. fyrir hvern mink, samkvæmt viðmiðunartöxtum ríkisins um veiðar á mink og ref. Ríkið endurgreiddi sveitarfélögun- um 50% af þeirri upphæð fram til ársins 2003 að hlutfallið var lækkað í 30%, en færa á endurgreiðslurnar í fyrra horf í ár og næstu fjögur árin að því er fram kemur í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur einnig fram að gera á sérstakt átak til útrýmingar á mink á þremur svæðum á landinu og er veitt til þess talsverðum fjármunum næstu þrjú árin. Þrefaldast á þremur áratugum Áki Ármann Jónsson, forstöðu- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar, sagði að ekki væru fyrirliggjandi ábyggilegar upplýsingar um stofnstærð minks á landinu. Nú hefði minkanefnd hins vegar lagt til að stofnstærð minks yrði metin. Hins vegar væri mun meira vitað um stofnstærð refsins. Rannsóknir Páls Hersteinssonar bentu til þess að stofnstærð refsins væri 3.500-4.000 dýr að vori og hefði stofninn að minnsta kosti þrefaldast á síðustu þremur áratugum, þrátt fyrir stöðugt veiðiátak. Ekki væru fyrir hendi upplýsingar um út- breiðslu minks á landinu með sama hætti. Mikið væri af honum um allt land, en þó sennilega minnst af hon- um austast á landinu þar sem hann hefði numið land síðast eða ekki fyrr en árið 1974. Sjö þúsund krónur greiddar fyrir refinn og þrjú þúsund fyrir minkinn Um 13 þúsund dýr veidd 2004 eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ATHYGLI hefur verið vakin á held- ur óskemmtilegum læk sem rennur í túninu í Eskifirði, rétt neðan bæjarins. Er þetta opið klóakræsi og blasir við rétt hjá veginum. Að- eins er um 50 metra fjarlægð milli klóaksins og vatnsbóls við ána. Að sögn heimamanns hefur talsvert verið reynt til að vekja athygli bæj- aryfirvalda á þessu ófremdar- ástandi en ekki borið árangur og klóakið því runnið hindrunarlaust um langa hríð. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fúl lækjar- spræna „VIÐ höfum ákveðið að átta kjarnaútibú Landsbankans, sem staðsett eru í stærstu landbúnaðarhéruðunum, muni öll sinna lánveitingum til við- skiptavina sjóðsins, annast af- greiðslu og hugsanlega endur- skoðun á kjörum og fleira sem óskir geta komið um,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans sem undirritaði samninginn ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra. „Í öllum þessum útibúum er mikil og góð reynsla af við- skiptum við bændur, mikil þekking og áhugi á því að treysta þessi viðskiptasam- bönd, svo við teljum að með kaupunum munum við flytja þjónustuna nær viðskiptavin- unum. Landsbankinn er með lang- stærsta útibúanet landsins og er einstaklega vel í stakk bú- inn til þess að taka við þessum mikilvægu verkefnum og sinna þeim af áhuga og vel- vilja.“ Góð reynsla af viðskiptum við bændur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.