Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 16
Mývatnssveit | Markaðsráð Þingeyinga stóð fyrir fundi um vegagerð að Dettifossi og um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum í Hótel Reynihlíð um helgina. Á fundinum flutti Guðmundur Heiðreksson frá Vegagerðinni kynningu um stöðu verkefnisins og væntanlegt vegstæði. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja verkið út frá þjóð- vegi 1 á Austurfjöllum næsta sumar og að áfanginn niður að fossi, sem er um 50 km, verði unninn á þremur árum. Fjármagn er fengið til að byrja framkvæmdina en heild- arkostnaður verkefnisins er tal- inn vera á bilinu 1.000 til 1.200 milljónir króna. Mikil eindrægni kom fram á fundinum og ánægja með að nú fari brátt að rætast úr með samgöngur á þessari mik- ilvægu ferðamannaleið. Morgunblaðið/BFH Nýr Dettifossvegur í sjónmáli Vegstæði Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sviðamessa á Vatnsnesi | Árleg sviða- messa verður haldin í Hamarsbúð á Vatns- nesi á næstunni, en það er félagsskapurinn Húsfreyjurnar sem stendur fyrir þessari matarhátíð í áttunda sinn. Þar gefst gestum kostur á að úða í sig sviðalöppum og nýjum, söltum og reyktum sviðum ásamt meðlæti. Hátíðin fer fram helgina 14.–15. október, og mun veislustjóri halda uppi stemmningu. Auk þess mun gott söngfólk vera duglegt að sækja hátíðina ár hvert, og alla jafna berst söngur með harmonikkuleik vítt og breitt um nesið þegar kvölda tekur.    Frönsk Íslandshátíð | Dagana 21.–26. september tóku fulltrúar Austurbyggðar þátt í Íslandshátíðinni í Gravelines og end- urguldu með því heimsókn fulltrúa Gravel- ines á Franska daga í sumar. Fulltrúar Austurbyggðar sögðu það óneitanlega sér- staka upplifun að vera staddir í litlu þorpi í Frakklandi þar sem íslenski fáninn blaktir við hún og íslenski þjóðsöngurinn ómaði um strætin. Í heimsókninni kom fram sterkur vilji beggja aðila til þess að styrkja vina- bæjatengslin enn frekar m.a. með auknu samstarfi á sviði íþrótta- og menntamála. Frá þessu segir á vefnum austurbyggd.is. ert kaffisett kom sú hug- mynd upp að leita til heimila á staðnum, og var hvert heimili beðið að Séra Fjölnir Ás-björnsson var sett-ur inn í embætti sóknarprests fyrir Bíldu- dalsprestakall og Tálkna- fjarðarprestakall, auk þess að þjóna kirkjunum í Haga og í Brjánslækj- arsókn, um síðustu helgi. Það var séra Agnes Sig- urðardóttir, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi, sem setti séra Fjölni inn í embættið í Tálknafjarð- arkirkju, en séra Fjölnir er settur til eins árs á meðan séra Sveinn Val- geirsson er í námsleyfi. Eftir athöfnina var kirkjugestum boðið til veitinga, og voru notaðir nýfengnir kaffibollar sem fermingarbörnin á staðn- um höfðu safnað. Þar sem safnaðarheimilið átti ekk- gefa einn bolla og disk. Sú söfnun tókst mjög vel og komu um 102 bollar úr þessari söfnun. Nýr prestur settur inn í embætti Davíð Hjálmar Har-aldsson er skrif-stofumaður á Ak- ureyri. Hann er fæddur 1944 á Stóru-Hámund- arstöðum á Árskógs- strönd og ólst þar upp. Hann yrkir að hausti: Heillar æ hamslaust rokið. Haustin mér eru góð. Laufið sem féll hér fokið til fólksins á næstu lóð. Aðspurður hvort vísan mætti birtast hér svaraði hann: Haustvísu þú bæta mátt í blaðið ef beygðan hal þú lífgað færð og glatt og ýmislegt þar annað gæti staðið, óbirt – en þó bæði rétt og satt. Davíð Hjálmar yrkir pebl@mbl.is ÁHERSLA var lögð á nauðsyn þess að miðstöð innanlandsflugs yrði áfram í Vatnsmýrinni, í ályktun sem þing Alþýðu- sambands Norðurlands samþykkti um liðna helgi. Einnig er harðlega mótmælt öllum áformum um flutning flugvallarins án samráðs við þá sem þurfa að notfæra sér flugsamgöngur í landinu. Þingið vekur athygli kjörinna borgar- stjórnarmanna í Reykjavík á að borgin er höfuðborg allra landsmanna og samgöngur við hana eru ekki einkamál borgarbúa. Fjöldi farþega í innanlandsflugi skiptir hundruðum þúsunda á ári og þeir hafa fæstir verið spurðir um viðhorf til fram- tíðar flugvallarins í Vatnsmýrinni. Í ályktun segir að þau rúmlega 37% Reykvíkinga sem þátt tóku í skoðanakönn- un um framtíð flugvallarins hafi skipst nær jafnt, einungis 384 fleiri vildu völlinn burt. Ákvörðunin sé því byggð á vilja um það bil 18,4% atkvæðisbærra Reykvíkinga. Þátt- takendur hafi hvorki verið spurðir um á hvaða forsendum þeir vildu völlinn burt, né hvert þeir vildu að hann færi og því síður hvort þeir notfærðu sér innanlandsflugið. „Skoðanakönnun af þessu tagi getur ekki verið grundvöllur að jafn afdrifaríkri ákvörðun og þeirri að ætla að flytja mið- stöð innanlandsflugsins eitthvað út fyrir borgina, með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir samgöngur í landinu, sem og ör- yggi og þjónustu við landsmenn,“ sagði í ályktun þingsins. Miðstöð innan- landsflugs áfram í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Jim Smart Hveragerði | Hveragerðisbær hefur í kjöl- far auglýsingar borist 50 milljóna króna til- boð frá Ármönnum ehf. á Selfossi í bygg- ingarrétt á lóðinni Austurmörk 24. Lóðin, sem er 11.000 fermetrar að stærð, er í dag- legu tali nefnd Tívolílóð og stendur hún á fjölförnum stað gegnt Eden. Áform Ármanna ganga út á að byggja á lóðinni íbúðir fyrir 55 ára og eldri með verslun og þjónustu á neðstu hæð hússins. Bæjarráð samþykkti að gera samning við Ármenn á grundvelli tilboðsins. Tívolílóðin í Hveragerði seld ♦♦♦ Slepptu kríurnar Afríkuferð? | Þrjár kríur börðust á móti vindinum úti við Dalssjó, nánar sagt yfir Melatúninu þegar Stefán í Laxárdal í Þistilfirði vitjaði um lömbin einn morgun í vikunni. „Kríurnar flugu lágt og sýndu vinsamlegt viðmót, flugu beint að mér og lækkuðu sig niður í sirka þriggja faðma hæð. Ein þeirra leit út fyrir að vera á barnsaldri, hettan ekki almennilega svört. En hinar tvær tel ég vera fullorðnar. Hvað eigum við að halda? Í vor var kríuvarp með endemum lé- legt en einn og einn ungi var að skríða úr eggi á miðju sumri. Eru þetta ef til vill ástríkir foreldrar sem slepptu Afríkuferðinni, sem hinar fóru í snemma í ágúst, en héldu áfram að ala upp sumargotið sitt?“ segir í pistli Stefáns sem birtist á vefnum dettifoss.is.    Morgunblaðið/Ómar Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.