Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann BragiHermannsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 28. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Bær- ingsson vélstjóri, f. 2. desember 1908 í Keflavík við Látra- bjarg, d. 22. febrúar 1988, og Ragna Ei- ríksdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1917 í Vorsabæ á Skeiðum, d. 3. desember 1998. Bræður Jóhanns Braga eru Sigursteinn Sævar Hermannsson vélstjóri, f. 16. júní 1939, kvæntur Önnu Þórarins- dóttur, og Eiríkur Rúnar Her- mannsson vélstjóri, f. 15. október 1948, kona hans er Ragnheiður Grétarsdóttir. Fyrri kona Jóhanns Braga var Elísabet Kristjánsdóttir leik- skólakennari, f. 19. nóvember 1942. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Kristín Jóhannsdóttir, grunnskólakennari, f. 10. ágúst 1963. Hún á soninn a) Birki, f. 17. ágúst 1986, barnsfaðir Jón Þórir Frantzson, f. 9. apríl 1961. Kristín er gift Steinari B. Valssyni, f. 31. ágúst 1964, og eiga þau saman dótturina b) Elísabetu, f. 26. ágúst 1991. Fyrir á Steinar son- inn Einar Þór, f. 1. september 1983. 2) Ragna Jóhannsdóttir, grunnskólakennari, f. 18. október 1964, gift Pálmari Vig- góssyni, f. 17. apríl 1965. Þeirra börn eru: a) Birta, f. 24. maí 1989, og b) Lilja Líf, f. 13. apríl 1995. Seinni kona Jó- hanns Braga er Guðrún Ingadóttir, f. 10. ágúst 1952, hjúkrunarfræðing- ur og ljósmóðir. Þau hafa verið í sambúð síðan 1984. Dóttir þeirra er 3) Björk Bragadóttir, f. 24. janúar 1989, menntaskólanemi. Jóhann Bragi lauk gagnfræða- prófi frá Austurbæjarskóla og Héraðsskólanum á Laugarvatni. Hann lauk einnig farmanna- og fiskimannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1963 og var m.a. á skipum Eimskipafélags Ís- lands. Hann átti og rak Sælgæt- isverslunina Strandgötu 33, svo- kallaða Tobbusjoppu í Hafnar- firði, frá 1965 til 1974. Hann var ráðinn til ÍSAL 12. júní 1970 og vann lengstan starfstíma sinn í kerskála þar sem hann var flokksstjóri og síðar verkstjóri. Hann lauk prófi frá Stóriðjuskól- anum vorið 2001. Síðustu þrjú ár- in vann hann í smiðjunni hjá ÍSAL. Útför Jóhanns Braga verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Komdu margblessaður, Steinar minn,“ var sú heilsa sem Bragi tengdafaðir minn notaði alveg frá fyrsta degi er við kynntumst, hvort sem það var í gegnum síma eða með handabandi. Síðan tóku við rökræð- ur og spjall um alla mögulega hluti, hvort sem um var að ræða vélknúið farartæki, húsbyggingar eða pólitík. Var hann alltaf fastur fyrir í þeim málum, þótt við værum ekki alltaf sammála, fór það aldrei svo að við skildum ósáttir. Það var engum ofsögum sagt að hann hafi verið með tækjadellu en þar voru tölvur og myndavélar fremstar í flokki og náði hann ágætis árangri á þeim sviðum. Man ég ekki eftir honum öðruvísi en með mynda- vélina í annarri. „Jæja, allir að brosa,“ kannski aðeins oftar en við kærðum okkur um og fengum við síðan myndirnar sendar stuttu seinna á tölvutæku formi. Braga þótti ákaflega vænt um sína nánustu og mátti aldrei heyra um þá styggðarorð, þótt meira væri sagt í gríni en alvöru um dæturnar og barnabörnin. Var það nú útkljáð þannig að hann sagði: „Þú ert nú al- veg ferlegur, Steinar minn.“ Fyrir þremur árum greindist hann með mein er virtist staðbundið í fyrstu en breiddist síðan út og ári síðar var útséð hvert stefndi. Dreif Bragi þá í að gera alla þá hluti er hann átti eftir að framkvæma. Mér til undrunar keypti hann hjólhýsi og þvældist um landið, fór vestur á firði til að kveðja föðurfólkið og átti jafn- vel til að mæta óvænt norður í land á fótboltamót hjá barnabörnunum. Í sumar nefndi hann það við mig að við þyrftum að fara eina salíbunu á mót- orhjólinu til að rifja upp gamla skelli- nöðrutíma frá unglingsárunum. Einn sunnudagsmorguninn létum við verða af því og held ég að við höf- um minnt á síðbúna coca-cola jóla- sveina með tilheyrandi hlátrasköll- um og gleðiópum þegar við brunuðum um götur Reykjavíkur. Í haust þegar Birkir, elsta barna- barnið, byrjaði í flugnámi, rættist gamall draumur hjá Braga, því flug- ið hafði alltaf blundað í honum. Eitt það síðasta sem var á framkvæmda- listanum var að fljúga með Birki. Að- eins nokkrum dögum fyrir andlátið spurði hann hvort hægt væri að svindla aðeins og drífa sig í loftið, þótt full réttindi lægju ekki fyrir. Þessi flugferð verður bara að bíða betri tíma. Bragi nýtti sér þá þjónustu sem krabbameinssjúkum er boðið upp á og er mér minnisstætt er hann kom einn daginn og sagðist vera að fara í göngu um Laugardalinn með fólki sem væri í svipuðum sporum. Þetta er svo tilvalið sagði hann því ég get fengið mér kaffi hjá ykkur á Rauða- læknum áður. Daginn eftir hringdi ég og spurði hvernig hefði gengið. „Það gekk nú ágætlega, þetta voru eingöngu konur og þær virtust hálf hvumsa við að sjá mig og fannst mér um tíma eins og mér væri ofaukið. Síðan enduðum við ferðina í Glæsibæ með kaffi og kökum. Þar kom í ljós að þessi hópur var samansettur af konum er áttu við brjóstakrabba- mein að stríða og fannst þeim til- breyting að fá karlmann í hópinn.“ Göngufélagarnir áttu eftir að reynast tengdaföður mínum ómetan- legur stuðningur og mætti hann á meðan þrek leyfði. Síðustu vikurnar var Bragi á líknardeildinni í Kópa- vogi. Enda þótt við hefðum vitað í tvö ár hvert stefndi, áttum við alveg eins von á því að hann stæði upp og keyrði heim einn daginn, því hann var aldrei á leiðinni að kveðja. Til að mynda tók hann súrefniskútinn og fór fársjúkur í Skeiðaréttir tíu dög- um fyrir andlátið til að sjá móður- fólkið og sveitina í hinsta sinn. Þremur dögum fyrir andlátið var í síðasta skiptið sem ég hitti Braga með meðvitund. Lét hann þá nægja að heilsa og kveðja samtímis með að draga annað augað í pung. Hann var hættur að berjast. Steinar B. Valsson. Í dag verður tengdafaðir minn, Jó- hann Bragi Hermannsson, jarðsung- inn frá Dómkirkjunni. Það eru orðin tuttugu og þrjú ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman og má segja að fljótlega hafi hann orðið góður vinur og félagi. Jóhann Bragi var þannig gerður að hann var sérlega fjöl- skyldurækinn og fylgdist vel með sínu fólki, auðvitað sérstaklega með dætrum sínum og svo barnabörnum þegar þau komu. Hann þurfti ekkert sérstakt tilefni til að koma í heim- sókn og kíkti í kaffi jafnvel oft í viku, þess á milli tók hann stöðuna með símtölum. Jóhann Bragi var víðles- inn og fróður um ótrúlegustu hluti, var grúskari og alltaf í einhverjum pælingum sem maður áttaði sig ekki alltaf á hvernig upphófust. Þessum fróðleik þurfti hann auðvitað að koma áfram til fólksins síns og því voru oft fjörugar umræður í heim- sóknum hans. Ekki leiddist honum að tala um uppvaxtarár sín í Reykja- vík, föðurfólkið vestur á Patró og móðurfólkið sitt frá Vorsabæ á Skeiðum, það voru því ófáar frægð- arsögurnar sem hann sagði stoltur af fólkinu sínu. Jóhann Bragi þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og það sem hann tók sér fyrir hendur var ávallt vel að verki staðið. Hann ráðfærði sig við fagmenn í einu og öllu og kynnti sér málin vel áður en byrjað var á hlut- unum og bera verkin hans merki um það. Hann var ákaflega stoltur af húsinu sem hann byggði í Efstalundi og svo sumarbústaðnum sínum í Efstadal. Hann var áhugamaður um skák og stundaði einnig skíði af kappi. Jóhann Bragi var með tækjadellu og varð mjög snemma tölvuvæddur og tileinkaði sér nýjungar á flestum sviðum tengdum því. Í veikindum sínum síðustu fjögur árin komu fram hans sterku jákvæðu persónueinkenni sem má lýsa með dugnaði og seiglu því hann var bar- áttumaður sem gafst aldrei upp þó á móti blési. Fram á síðasta dag var húmorinn ekki langt undan og var honum mikið í mun að menn væru sem minnst að velta sér upp úr veik- indum sínum. Það var aðdáunarvert hvernig hann hafði einstakt lag á að taka upp þau mál sem efst voru á baugi í þjóðfélagsumræðum dagsins. Hann fékk skoðanir manna upp á yf- irborðið og ekki skipti máli þó menn væru ekki alltaf sammála því hann hafði mjög sterka réttlætiskennd og virti skoðanir annarra. Fjölskyldan mun vafalítið finna fyrir tómleika því Jóhann Bragi skil- ur eftir sig stórt skarð en við munum ylja okkur við góðar minningar sem munu áfram lifa með okkur. Pálmar Viggósson. Í dag kveðjum við hann Braga afa. Margs er að minnast enda skipaði hann stóran sess í lífi okkar allra. Hann var alltaf til staðar og fylgd- ist með því sem við vorum að gera hverju sinni. Hann hvatti okkur til að láta draumana rætast. Það skipti engu hvort það var boltinn, skólinn eða vinirnir. Það sem tengdist okkur skipti einfaldlega máli. Hann var mikill fjölskyldumaður og átti það til að kíkja daglega í heimsókn og fylgj- ast með hvernig gengi. Þá byrjaði hann vanalega á að kíkja í blöðin og þiggja kaffi hjá dætrunum, en svo var haldið á rúntinn. Á rúntinum fóru oftast fram fræðsluerindi um allt milli himins og jarðar, enda var hann inni í svo mörgum hlutum og kunni að segja sögur. Það skipti engu hvort það voru fjöll, byggingar eða Íslandssag- an og stundum vorum við jafnvel spurð út úr, þannig að það var eins gott að fylgjast vel með eins og hann. Síðan var komið við á Bæjarins bestu og því næst keyptur ís og kúlupoki frá Góu, en hann átti alltaf einn slík- an í bílnum. Yfir þessu mataræði ríkti nú engin gleði hjá mæðrunum en það skipti hann engu máli því við vorum alsæl. Með góðgætinu fylgdu sjoppusög- ur frá Hafnarfirði en þar átti hann Tobbusjoppu og hafði sjálfur selt bæjarins bestu í Firðinum og ís um árabil. Um hver jól fórum við öll saman með afa á Ísal jólaball. Jólasveinarnir kölluðu hann stundum afapabba eins og við og það þótti okkur skondið. Sumarbústaðirnir við Þingvelli og Laugarvatn skiptu afa mjög miklu máli en þangað fórum við oft. Hann var mikill náttúru- og ferðamaður og átti það til að skjótast langar vega- lengdir ef sá gállinn var á honum – jafnvel eftir að hann var orðinn fár- veikur. Minnisstæðar eru bátsferðir á Þingvallavatni og ávallt fylgdu þeim fræðsluerindi um hættur slíkra ferða – enda var afi gamall stýrimað- ur sem sigldi um heimsins höf. Hann var reyndur skíðamaður og fengum við að njóta þess að fara með honum á skíði og á leiðinni í fjöllin sagði hann okkur ófáar sögurnar. Í erfiðum veikindum lagði hann sig kannski aðeins lengur áður en haldið var á rúntinn og undir lokin hafði sá elsti úr okkar hópi tekið við stjórninni. Hann gafst samt aldrei upp enda ætlaði hann að sjá stærstu drauma okkar rætast. Við vitum að það gerir hann samt og verður með okkur á ferðum okkar í framtíðinni. Eftir liggur væntumþykjan, eljan, og dugnaðurinn og ótal minningar um besta afa í heimi sem hefði þurft að vera svo miklu lengur hjá okkur. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef í bróðurarf. (M. Joch.) Barnabörnin. Drottinn láttu mig dreyma vel sem dyggan þjón þinn Ísrael. Þegar á steini sætt hann svaf sæta værð honum náð þín gaf. Þetta gamla bænavers lærði hann Bragi, systursonur minn, ungur að árum hjá ömmu sinni hér í Vorsabæ. Þetta vers var með því síðasta sem hann fór með í lok sjúkdómsstríðs síns. Nú er hetjan okkar fallin, hann tókst á við veikindi sín með ótrúlegu æðruleysi, lífsviljinn var sterkur, en hann dó sáttur, vissi að ástvinir biðu hans í nýjum heimkynnum. Ég hugsa um Braga með söknuði og eft- irsjá. Hann kom fyrst aðeins þriggja vikna hingað að Vorsabæ. Það var á stríðsárunum og föður hans sem var í siglingum, á hættuslóðum, fannst öryggi í að vita Rögnu sína með syni þeirra hjá foreldrum hennar í sveit- inni, og hér dvaldi Bragi öll sumur fram á unglingsár, var stór og dug- legur strákur og oft hinn mesti grall- ari. Hann rifjaði síðar oft upp ým- islegt frá þeim árum. Síðan lágu leiðir hans víða, við nám og störf, á sjó og landi en það munu aðrir fjalla um. Síðast starfaði hann sem verk- stjóri hjá Álverinu í Straumsvík, þar sem hann stóð á meðan stætt var. Bragi átti alltaf rætur hér í sveit- inni og þær rætur slitnuðu ekki, hann var ættrækinn, tryggur og kom í heimsókn, Kristín dóttir hans var hér í tvö sumur. Bragi var góður heim að sækja og ég minnist þess hvað notalegt var að dvelja dagstund heima hjá honum meðan ég hálfkvíðin beið eftir að fara í aðgerð á sjúkrahúsi og auðvit- að keyrði hann mig þangað, svona var Bragi. Það var gaman að hlusta á hann segja frá, hann var búinn að fara víða og kynnast mörgum, hann var fróð- ur, minnugur og hafði góða frásagn- argáfu. Hann fylgdist vel með öllu og sinnti heimili sínu og fjölskyldu vel. Þeirra missir er mikill. Elsku Guðrún og þið öll ástvinir Braga, fyrir hönd frændfólks og skylduliðs alls frá Vorsabæ sendi ég ykkur innilegar samúðarkveðjur. Fram á hinstu stund mundi hann versið sem amma hans kenndi hon- um í æsku en versið endaði hún með þessum fallegu bænarorðum: Vertu hjá oss herra því að kvölda tekur og á daginn líður, faðir, í þínar hendur fel ég minn anda, amen. Blessuð sé minning Jóhanns Braga Hermannssonar. Helga Eiríksdóttir, Vorsabæ. Að kveðja vin sem hefur verið mjög náinn manni um áratuga skeið er mjög erfitt og margt sem fyrir hefur komið er ekki til að bera á torg. Árið 1954 er ég fluttist til Reykja- víkur kynntist ég Braga sem bjó í Barmahlíðinni eins og ég og mynd- uðust strax vinabönd sem aldrei hafa rofnað. Við gengum saman í skólann á hverjum morgni og heim að kvöldi. Hann var mér fyrirmynd og fljótlega verndari því hann var stærri og sterkari og enginn þorði að áreita vin hans sem ég nýtti mér. Eftir hefðbundið skólanám þess tíma fór Bragi á sjóinn og fylgdi ég honum eftir og vorum við samskipa um nokkurn tíma. Síðan lá leið hans í Stýrimannaskólann og auðvitað varð ég að fylgja honum. Hann valdi sér farmennsku en ég fiskimennsku og skildu leiðir því að nokkru leyti en hittumst við samt oft bæði í innlend- um höfnum sem erlendum. Er Bragi hætti á sjónum vann hann í álverinu í Straumsvík þar sem hann hefur starfað sl. 35 ár og eign- aðist hann þar marga vini. Einstaka má telja framkomu þess fyrirtækis við starfsmenn sína sem lenda í veik- indum en eftir að Bragi veiktist gat hann komið og unnið vinnu sem hon- um hæfði, þegar hann taldi sér það fært. Nú hin seinni ár höfum við vinirnir ferðast talsvert saman og notið sam- verunnar, jafnvel að þegja saman var notalegt. Við fórum fyrir nokkr- um árum til Bandaríkjanna á flug- vélasýningu og einnig fórum við til JÓHANN BRAGI HERMANNSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓNSSON frá Mannskaðahóli, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. október. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Egilsdóttir, Egill Hermannsson, Juthama Baopila, Einar Halldórsson, María Jóhannsdóttir, Jón Halldórsson, Erla Eyjólfsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Óskar Stefánsson, Björn Gísli Halldórsson, Svandís Jónsdóttir, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Bjarni Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR BJÖRN INGÓLFSSON frá Suðurvöllum, Akranesi, andaðist á líknardeild Landspítala í Kópavogi laugardaginn 1. október. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 6. október kl. 14.00. Magnús D. Ingólfsson, Kristín G. Halldórsdóttir, Erla S. Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Kristján Árni Ingólfsson, Kristjana Þorkelsdóttir, Steinunn S. Ingólfsdóttir, Magnús B. Jónsson, Guðbjört G. Ingólfsdóttir, Kristján Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.