Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 48

Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 4.SÆTIÐ www.jorunn.is SIGURÐUR Bragason baríton- söngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari koma fram á tónleikum í einu virtasta tónleikahúsi Lund- únaborgar, St. John’s á Smith Square, í kvöld kl. 19.30. Á boð- stólum er eingöngu íslensk tónlist en þeir félagar fluttu sömu efnisskrá í Corcoran-listamiðstöðinni í Wash- ington fyrir ári við góðar und- irtektir. Fengu meðal annars lof- samlega umsögn hjá Ceciliu Porter, tónlistargagnrýnanda stórblaðsins Washington Post. „Það má eiginlega segja að þeir tónleikar séu kveikjan að tónleik- unum hérna í Lundúnum,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við sendum umsögnina, ásamt öðru kynningarefni á ýmsa staði í kjölfarið og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Cecilia Porter er mjög virtur gagnrýnandi og ekki amalegt að fá svona umsögn hjá henni.“ Tónleikahaldarar í St. John’s brugðust fyrstir við. „Þeir voru mjög fljótir að bjóða okkur að koma og flytja þessa sömu efnisskrá og hingað erum við komnir,“ segir Sig- urður og bætir við að húsið standi fyllilega undir væntingum. „Þetta er stórglæsilegt hús. Við vorum hérna á tónleikum í gærkvöldi (fyrrakvöld) og hljómburðurinn er alveg með ein- dæmum góður. Ég söng í Wigmore Hall fyrir fjórum árum og þetta hús er ekki síðra.“ Sigurður segir húsið hafa kynnt tónleikana vel en um fimmtíu tón- leikar eru haldnir í Lundúnum á kvöldi hverju. Efnisskráin er þverskurður af ís- lenskri söngtónlist, allt frá Bjarna Þorsteinssyni til Tryggva M. Bald- vinssonar, sem á yngsta verkið, samið í fyrra. Af öðrum tónskáldum sem koma við sögu má nefna Sig- valda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson, Jón Ásgeirsson, Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Jónas Tóm- asson, Ríkarð Ö. Pálsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Mist Þorkels- dóttur. „Þetta er mikil kynning á ís- lenskri tónlist og við höfum látið skrifa um öll tónskáldin í efnis- skrána. Þá var Íslensk tónverkamið- stöð sérdeilis hjálpleg og lét okkur hafa kynningarefni um íslenska tón- list og nokkrar geislaplötur til að dreifa í móttöku sem haldin verður að tónleikunum loknum fyrir elítuna hérna í Lundúnum,“ segir Sigurður. Þeir Hjálmur eru um þessar mundir að hljóðrita umrætt efni og mun Íslensk tónverkamiðstöð gefa geislaplötuna út á næstu mánuðum. Tónleikarnir eru styrktir af menntamálaráðuneytinu og Reykja- vík – Loftbrú sem Sigurður segir að sé frábært framtak hjá borginni og Flugleiðum. Leipzig og Rómaborg Leið Sigurðar og Hjálms liggur víðar en til Lundúna á næstunni en fjöldi tilboða um tónleikahald liggur fyrir og rekur Sigurður það allt til umsagnarinnar í Washington Post. „Eftir rétt ár hefur okkur verið boð- ið að koma fram í Mendelssohn- salnum í Gewandhaus í Leipzig, þar sem Mendelssohn endurvakti Bach á sínum tíma. Það er einn kunnasti tónleikasalur í Evrópu. Þar munum við leggja áherslu á þrjú íslensk tón- skáld sem öll lærðu í Leipzig á sín- um tíma, Jón Leifs, Pál Ísólfsson og Sigurð Þorsteinsson.“ Af öðrum boðum sem þeir félagar hafa þegar þekkst má nefna tónleika í Auditorium-salnum í Rómaborg á næsta ári og tónleika á vegum Beethoven Society í Bandaríkjunum í september 2006, þar sem efnis- skráin verður helguð Beethoven. Þá liggur fyrir boð frá Grieg- hátíðinni í Björgvin og Robert Schu- mann Saal í Düsseldorf, auk fleiri boða frá Bretlandi, Norðurlönd- unum og Þýskalandi. „Við munum skoða þau mál betur á næstunni,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason og Hjálmur Sighvatsson á tónleikum í St. John’s í London Umsögn í Washington Post greiddi götuna Hjálmur Sighvatsson Sigurður Bragason Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is KONUM er hættara við tilfinninga- tengdu áti en körlum og þær sækja meira í orkuríkan mat og sætindi þegar þær borða í tilfinningaham. Strax í kjöl- far slíks áts sendir heilinn frá sér vellíð- unarskilaboð sem duga skammt og van- líðan á borð við samviskubit og skömmustutilfinningu ásamt öðrum óþægilegum afleiðingum getur fylgt í kjölfarið. Þetta kemur fram í viðtali við Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðing sem ný- lega lauk doktorsprófi í ráðgjafar- sálfræði frá Háskólanum í Texas í Aust- in í Bandaríkjunum. Tilfinningalegt át felur í sér að fólk borðar til að bæla niður eða forðast að takast á við neikvæðar tilfinningar á borð við streitu, þunglyndi, sorg, ein- manaleika og reiði. Gyða heldur nú fyrirlestra á vegum Streituskólans til að hjálpa fólki að fást við tilfinningar á jákvæðan hátt í stað þess að falla í ísskápsgildruna. | 20 Konum hætt við tilfinninga- tengdu áti STUND getur gefist milli stríða hjá bílstjórum og tækjastjórum rétt eins og í öðrum störfum og víst hefur bílstjórinn lítinn áhuga á grjótinu sem átti eftir að dúndrast á pallinn hjá honum. Morgunblaðinu í dag fylgir 48 síðna blað um atvinnutæki þar sem fjallað er um atvinnubíla, gröfur og búnað, framkvæmdir og fyrirtæki á þessum sviðum atvinnulífsins. Þar er m.a. sagt frá því að danska fyrirtækið KFD A/S sem hef- ur umboð fyrir Komatsu í Danmörku og er nú í eigu Kraftvéla ehf. í Kópavogi, afþakkaði sum- arið 2001 2,5 milljarða króna viðskipti við stjórn Saddams Hussein í Írak. Viðskiptin áttu að vera hluti af olíu-fyrir-mat verkefninu sem samþykkt var af Sameinuðu þjóðunum. Kom- atsu vildi ekki koma nálægt viðskiptum við Írak á þessum tíma og taldi að málið lyktaði af spillingu. Morgunblaðið/RAX Viltu stein? hafi reynst óhjákvæmilegt að loka bráða- móttökunni auk þess að draga úr innrit- unum vegna fjárskorts. „Við myndum vilja strax geta komið til móts við þá sem illa eru haldnir af áfengissýki og bráðnauðsyn- lega þurfa á sjúkrahúsvist að halda,“ segir Þórarinn og bendir á að biðlistar eftir þeirri vist séu álíka fráleitir og að hafa bið- lista á slysavarðstofu. Á fundinum var þess minnst að í ár eru 30 ár síðan hinar svonefndu Freeport-ferð- ir hófust, en Freeport var spítali í Banda- ríkjunum þangað sem Íslendingar fóru til meðferðar á sínum tíma og stofnuðu við heimkomuna SÁÁ og fluttu þar með inn í landið þá meðferð sem þeir höfðu kynnst ytra. „Freeportararnir voru hylltir, enda frumkvöðlar í þessu starfi,“ segir Þórarinn. MARGT var um manninn á baráttu- og af- mælisfundi sem Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) héldu í Háskólabíói í gærkvöldi, en SÁÁ fagnar 28 ára starfsafmæli um þessar mundir. „Við erum himinlifandi með þessar einstaklega góðu viðtökur,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum. Að- spurður segir Þórarinn tilefni fundarins að þjappa fólki saman í baráttunni við vímu- efnavandann, enda um endalausa baráttu að ræða. „Yfirskrift þessa fundar var „Bráðamóttaka eða biðlisti“ og vildum við með því beina sjónum okkar að stöðu bráðamóttökunnar við Sjúkrahúsið Vog, sem rekin hefur verið undanfarin tvö ár,“ segir Þórarinn og bendir á að í upphafi árs Morgunblaðið/ÞÖK Þórarinn Tyrfingsson ásamt Henrik Berndsen, en hann var með þeim fyrstu hérlendis til að fara til Freeport. Henrik er einn stofnenda SÁÁ og þriðji formaður samtakanna. Fjölsóttur bar- áttufundur SÁÁ ALVARLEGT umferðarslys varð á þjóðvegi 1 norðan Borgarness á tíunda tímanum í gærkvöld, þegar fólksbíll og jeppi skullu saman við afleggjarann að Hrafnakletti. Ökumaður fólksbílsins, ung kona og farþegi hennar, ungur maður, slösuðust alvarlega. Fólkið var flutt áleiðis til Reykjavík- ur, en þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LÍF, kom til móts við sjúkrabílana og flutti annað hinna slösuðu frá norð- anverðum Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku virtist ástand unga mannsins ekki eins alvarlegt og fyrst var talið, en konan er á gjörgæslu. Alvarlegur árekstur við Hrafnaklett FRAMVEGIS munu þrjár Sudoku- þrautir birtast í blaðinu á degi hverjum. Ein þeirra verður létt, önnur miðlungs- erfið og sú þriðja þung. Lausnir þrautanna þriggja birtast í blaðinu á morgun og verð- ur svo framvegis.| 38 Þrjár Sudoku- þrautir á dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.