Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 15 ERLENT INDVERSKU systurnar Sabah og Farah eru tíu ára gamlar og sam- vaxnar á höfði. Komu þær fram á fréttamannafundi í Nýju Delhí í gær en læknar telja, að unnt sé að skilja þær að. Biðu þeir eftir að for- eldrar þeirra og þær sjálfar sam- þykktu aðgerðina. Reuters Samvaxnar á höfði MIÐALDRA fólk, sem hreyfir sig vel eða leggur á sig einhverja lík- amlega áreynslu í hálftíma tvisvar í viku, getur með því dregið veru- lega úr líkum á heilabilun síðar á ævinni. Fyrir fólk um fimmtugt minnkar þetta líkurnar um 50% og fyrir þá, sem eru erfðafræðilega líklegir til að fá Alzheimer-sjúkdóminn, um 60%. Um er að ræða niðurstöður sænskrar rannsóknar, sem sagt er frá í læknavísindatímaritinu Lan- cet. Kenningar um þetta hafa verið settar fram áður en sænska rann- sóknin er sú fyrsta þar sem fylgst hefur verið með fólki í langan tíma. Hollusta hreyfingarinnar felst meðal annars í því, að blóð- streymið eykst og þar með heil- brigði æða í heila. Hreyfingin vinn- ur líka gegn háum blóðþrýstingi og sykursýki og kann að draga úr samsöfnun sykurhvítu í heila en hún er ein af einkennum Alzheim- er-sjúkdómsins. Jafngóð fyrir alla Fólk, sem stundar einhverja lík- amsþjálfun, er oft líklegra en ann- að til að lifa heilbrigðu lífi, til dæmis að reykja ekki og drekka í hófi, en í sænsku rannsókninni voru niðurstöðurnar þær sömu, hvort sem fólk daðraði við áð- urnefnda lesti eður ei. Sem sagt, hreyfing er holl fyrir alla. Hreyfing aftrar heilabilun Morgunblaðið/Ómar Bagdad. AFP. | Sjítar og Kúrdar, sem hafa meirihluta á íraska þinginu, breyttu kosningalögunum í Írak um síðustu helgi en það þýðir, að í raun er það útilokað fyrir súnníta að fella stjórnarskrárdrögin í þjóðarat- kvæðagreiðslu 15. þessa mánaðar. Súnnítar og ýmsir óháðir stjórnmála- menn segja, að þetta jafngildi því, að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð fyr- irfram. Í lögunum sagði, að yrðu stjórn- arskrárdrögin felld með tveimur þriðju hluta atkvæða í þremur hér- uðum, væru þau þar með fallin. Súnn- ítar, sem eru mjög andsnúir ákvæð- um um sambandsríki í Írak, eru í góðum meirihluta í fjórum héruðum og voru viðbúnir því að fella drögin. Lagabreytingin felst hins vegar í því, að nú þarf tvo þriðju atkvæða „allra skráðra kjósenda“ til að fella drögin en ekki bara þeirra, sem kjósa. Það þýðir, að til að fella drögin þarf kjörsókn meðal súnníta að slaga upp í 100%, sem engar líkur eru á. Lagabreytingin var samþykkt á íraska þinginu um helgina án þess þó að hafa verið á dagskrá. Erfitt fyrir Bandaríkjamenn „Með þessu er verið að hæðast að lýðræðinu, hæðast að lögunum,“ sagði Adnan al-Janabi, einn þing- manna súnníta. „Margir súnnítar segjast hafa litla trú á þeirri lýðræð- isþróun, sem nú er sögð eiga sér stað, og ég sé ekki betur en þeir hafi rétt fyrir sér.“ Lagabreytingin getur valdið Bandaríkjamönnum alvarlegum vandræðum en þeir hafa gert mikið til að fá súnníta til að styðja stjórn- arskrárdrögin og reynt að fá þeim breytt í því skyni. Fulltrúar Samein- uðu þjóðanna hafa líka lýst vanþókn- un sinni á lagabreytingunni og sagt var, að þingið ætlaði að koma saman til að ræða málið betur. Sjítar og Kúrd- ar breyttu kosningalögum Súnnítar segja að verið sé að falsa fyrirfram úrslit þjóðaratkvæðisins Reuters Bagdad-búi við vegg með kosningaspjöldum þar sem mælt er með stjórn- arskránni sem lögð verður í þjóðaratkvæði 15. október. Margir súnnítar eru taldir munu greiða atkvæði gegn stjórnarskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.