Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 5
www.gislimarteinn.is Ari Edwald framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins Gísli Marteinn er forystumaður til framtíðar. Reykvíkingar þurfa slíkan mann til að hrinda nýjum áherslum í framkvæmd á komandi árum. Birgir Ármannsson alþingismaður Gísli Marteinn er glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar og ég styð hann heilshugar til að leiða lista Sjálfstæðisfl okksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Brynjólfur Bjarnason forstjóri símans Kosningarnar í borginni í vor snúast um framtíðina. Gísli Marteinn er framúrskarandi fulltrúi nýrra tíma, og það er mín trú að Sjálfstæðis- fl okkurinn þurfi að gefa ungu fólki tækifæri, ætli hann sér sigur í vor. Dagný Lárusdóttir framkvæmdastjóri svs Ég kynntist Gísla Marteini fyrir meira en áratug og frá okkar fyrstu kynnum hef ég vitað að þar færi maður með gott pólitískt nef og ótvíræða hæfileika til að vinna með fólki. Reykvíkingar fá góðan mann í Gísla Marteini. Hörður Sigurgestsson fyrrv. forstjóri eimskips Það er hvarvetna að verða endurnýjun í íslensku þjóðfélagi. Nýi tíminn er að taka við. Mér finnst að Gísli Marteinn eigi að leiða borgina inní nýja og spennandi tíma. Jónas H. Haralz fyrrv. bankastjóri Ég tel Gísla Martein hafa þekkingu og skilning á málefnum Reykjavíkurborgar og hæfileika til forystu um farsæla þróun borgarinnar á komandi árum. Ólafur B. Thors fyrrv. forseti borgarstjórnar Til að ná árangri í Reykjavík í vor þarf Sjálfstæðisfl okkurinn að höfða til sem fl estra borgarbúa. Ég vil gefa forystufólki nýrrar kynslóðar tækifæri til þess. Þess vegna styð ég Gísla Martein. Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður Ég tel að forysta Gísla Marteins fyrir Sjálfstæðisfl okkinn sé vænleg til að koma á breytingum á meirihlutanum í borgarstjórn. Með Gísla Marteini kemur frjálsræðisblær nýrrar kynslóðar. Hann hefur frumkvæði, ferskleika og léttleika sem mjög hefur vantað í stjórn borgarinnar. Ég held að Gísli verði góður borgarstjóri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrv. forseti sameinaðs þings Borgarstjórar Sjálfstæðisfl okksins hafa fl estir verið ungir að árum þegar þeir hafa tekið við stjórn borgarinnar. Það hefur reynst fl okknum vel að treysta ungum leiðtogum. Ég treysti Gísla Marteini. Árni Sigfússon bæjarstjóri í reykjanesbæ Gísli Marteinn hóf afskipti sín af borgarmálum með því að leiða prófkjörsvinnu fyrir mig ásamt fl eirum, í prófkjöri fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1994. Ég þekki því vel til hæfileika Gísla Marteins, heilinda hans og eiginleika til að ná því besta fram í fólki. Ég tel tímabært að ungt fólk með leiðtogahæfileika, góða reynslu og ferskar hugmyndir leiði borgina inní framtíðina. Bjarni Benediktsson alþingismaður Reykjavík þarf á traustri forystu til framtíðar að halda. Ég styð Gísla Martein í 1. sætið. Camilla Ósk Hákonardóttir formaður hvatar Gísli Marteinn er maður með nýja og ferska sýn á borgarmálin. Ég treysti á að hann framfylgi þeirri sýn, Reykvíkingum til heilla. Elsa B. Valsdóttir læknir og fyrrv. formaður heimdallar Gísli Marteinn er sá frambjóðandi sem getur tryggt Sjálfstæðisfl okknum sigur í komandi borgarstjórnarkosningum. Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður Ég styð Gísla Martein. Þá verða skipulagsmál Reykjavíkur tekin föstum tökum. Lárus Jónsson fyrrv. alþingismaður og bankastjóri Styðjum ungan og efnilegan mann til að bæta borgina. Ragnar Tómasson lögfræðingur Gísli Marteinn er himnasending fyrir íslensk stjórnmál. Hann er einstaklega jákvæður, hugmyndaríkur og drífandi. Hann er fæddur foringi og það er gott að eldast með hann í brúnni. Þuríður Pálsdóttir söngkona Gísli Marteinn er verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar sem frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ég styð hann heilshugar í 1. sætið á listanum og veit að hann mun verða farsæll og vinna af heilindum, öllum Reykvíkingum til hagsbóta. fyrir framtíðina gísla martein í 1. sætið prófkjör sjálfstæðismanna í reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember Við styðjum Gísla Martein til forystu í Reykjavík Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans í reykjavík Reykjavík þarf nýja framtíðarsýn. Ég treysti Gísla Marteini til að stýra borginni inn í framtíðina. Ásgeir Bolli Kristinsson kaupmaður Gísli Marteinn er maður sem ég treysti. Orri Hauksson framkvæmdastjóri þróunarsviðs símans Gísli er ólseigur og gefst aldrei upp. Ég hlakka til að búa í Reykjavík undir hans stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.