Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 23
og meiri ró komin yfir samfélagið. Einnig verður vart umræðu í Fjarða- byggð um mismunandi fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna og tekju- möguleika þeirra í framtíðinni. Það er ljóst að Fjarðabyggð hefur þar mjög sterka stöðu. Þau sjónarmið eru einnig uppi að út af fyrir sig sé eðlilegt að fækka sveitarfélögum í landinu og menn þurfi að taka þátt í því verkefni. Því fyrr sem farið sé í það, því betra. Umræðan er því mjög breytileg eftir því hvar á svæðinu menn eru.“ Smári segir samstarfsnefndina hafa valið þá leið að kynna samein- inguna sem vænlegan kost, en bent með mjög skýrum hætti á að það að sameina sveitarfélög hafi ekki ein- göngu kosti, heldur einnig galla. Hann segir býsna alvarlegt ef fólk taki ekki þátt í sameiningarkosning- unum og brýnir menn til þátttöku. Fólk eigi að nota síðustu dagana til að velta fyrir sér þeim þáttum sem mál- ið snerta, mæta á kjörstað á laugar- dag og greiða atkvæði sitt. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 23 KOSIÐ UM SAMEININGU Valgarður Hilm- arsson, formaður sameiningar- nefndar í Austur- Húnavatnssýslu, telur minni líkur en meiri á að sveitarfélögin fjögur, Blönduós- bær, Áshreppur, Höfðahreppur og Skagabyggð, verði sameinuð í eitt nú að loknum kosningum á laugardag. Hann segir ekki mikla stemmningu í byggðarlag- inu fyrir kosningunum en þó sé já- kvætt að umræður hafi skapast um kosti og galla sameininga sveitarfé- laga og það muni um síðir skila sér. „Í raun má segja að ákveðinnar óánægju gæti á svæðinu, að ekki skuli vera kosið um að sameina sýsluna alla. Þá í tengslum við markmið átaksins í þá veru að kosið yrði um heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Þessi tillaga sem við nú kjósum um uppfyllir ekki þessi skilyrði,“ sagði Valgarður. Menn litu á að um væri að ræða skref í áttina, ákveðinn bata, „að það verði ef til vill tvö sveitarfélög í sýslunni í stað átta“. Valgarður sagði það sína skoðun að það væri mjög mikilvægt fyrir lands- byggðina að sveitarfélög sameinuð- ust, þau stækkuðu og efldust og væru þar með betur í stakk búin til að tak- ast á við aukin verkefni. Nú væri málum svo háttað að margs konar samningar væru í gildi um verkefni á milli sveitarfélaganna. „Þessi leið er ákaflega þung og erfið, seinvirk stjórnsýsla og þung í vöfum,“ sagði Valgarður. Skiptar skoðanir eru í héraði um sameiningu sveitarfélaganna, sumir telja að einn góðan veðurdag verði þau sameinuð, en það sé alls ekki tímabært nú að taka það skref. Þá heyrast þær raddir meðal íbúa að öll völd myndu færast á Blönduós, sem yrði miðstöð stjórnsýslunnar. „Ég finn þó fyrir auknum skilningi fólks hér um slóðir á að nauðsynlegt er að stíga þetta skref. En sumum finnst að samt liggi ekki á.“ Efnt hefur verið til kynningar- funda vegna sameiningarkosning- anna og gefin út rit þar sem helstu málefni eru reifuð. „Menn hafa skipst á skoðunum og það eru mun fleiri nú sem velta þessu fyrir sér, þannig að umræðan sem hefur skapast í aðdrag- anda kosninganna er jákvæð.“ Skólamálin hefur m.a. borið á góma og fram komið ótti varðandi grunn- skólana, en þrír slíkir eru í sveitar- félögunum fjórum, á Blönduósi, Skagaströnd og svo Húnavallaskóli. Að þeim síðastnefnda standa hrepp- arnir fjórir sem sameinast um áramót ásamt Áshreppi. „Menn eru eitthvað smeykir um að skólanum verði lok- að,“ sagði Valgarður. Stærð skólanna væri óhagstæð, eða á bilinu frá 90 og upp í 140 nemendur. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti öflugu skólastarfi, hvort heldur sem þau eru sameinuð eða ekki, nema hafa til þess peninga.“ Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu en skoðanir skiptar Aukinn skilningur á nauð- syn þess að stíga skrefið Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Valgarður Hilmarsson Í Austur-Húnavatnssýslu búa tæp- lega 2.100 manns í átta sveit- arfélögum. Tæplega helmingur íbúanna býr á Blönduósi, um fjórð- ungur á Skagaströnd í Höfða- hreppi, en tæplega þriðjungur íbú- anna skiptist milli sex dreifbýlis- sveitarfélaga sem öll hafa færri en 120 íbúa. Sameiningarnefnd leggur til að íbúar Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfðahrepps og Skagabyggðar greiði atkvæði um sameiningu þess- ara fjögurra sveitarfélaga nú á laugardag. Hinn 20. nóvember 2004 var sam- eining Sveinsstaðahrepps, Svína- vatnshrepps, Bólstaðarhlíðar- hrepps og Torfalækjarhrepps samþykkt í öllum sveitarfélög- unum. Sameiningin tekur gildi 1. janúar 2006. , ! + % <9 +**  :    !   , '' !  $  = ! + !   ,  ; ' "        !""#      9 "? 0 - . -%  - . =% % - N"  "= - ) $ 714"   * 11"  )     ' 3128     2"   %   48"   Austur- Húnavatns- sýsla Kynningarfundir hafa verið haldnir fyrir íbúa Hafn- arfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna 8. október næst- komandi. Að sögn Jóns Gunnars- sonar, alþingismanns og oddvita, sem er formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna, mættu 50 – 60 manns á kynningar- fund í Hafnarfirði. Um 160 – 170 manns mættu á fund í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. Á fund- unum fóru ráðgjafar frá ParX, við- skiptaráðgjöf IBM, yfir skýrslu um núverandi stöðu í sveitarfélögunum tveimur og hvers mætti vænta ef af sameiningu yrði. Skýrslan er að- gengileg á vefjum beggja sveitarfé- laganna. Oddvitar sveitarfélaganna, þeir Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson, höfðu framsögu um málið. Jón sagði að talsverður meirihluti þeirra sem tóku til máls á fundinum í Vogum hefði mælt gegn sameiningu. Í Hafnarfirði hefðu menn verið já- kvæðari. Hann sagði marga í Vogum hafa lýst yfir að þeir óttuðust að sveitarfélagið yrði innlimað í Hafn- arfjörð og að svæðið yrði útundan í stóru sveitarfélagi.En lýstu engir samþykki sínu við sameiningu? „Jú, það gerðu ýmsir. Sjálfur er ég sann- færður um að það sé skynsamlegt að sameina þessi sveitarfélög nú, þó ég sé oddviti hér og ætti kannski að vera neikvæður ef horft er til afstöðu margra sveitarstjórna minni sveitar- félaga,“ sagði Jón. Hann kvaðst telja að sveitarfélögin þyrftu að stækka og eflast til að geta tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. Þau hefðu sýnt í rekstri grunnskólans að þau sinntu því verkefni betur í nærþjón- ustu en ríkið á landsvísu. Jón taldi að sama myndi gilda um málefni fatl- aðra, málefni aldraðra eða jafnvel heilsugæsluna. Boðað hefur verið að reglur Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga verði endur- skoðaðar. Jón telur að ekki sé að vænta aukinna jöfnunarframlaga. „Ég óttast að minni sveitarfélög, sem fá talsvert miklar tekjur úr Jöfnunarsjóði muni sitja eftir ef gerðar verða breytingar á sjóðnum,“ sagði Jón. Þriðjungur tekna Vatns- leysustrandarhrepps kemur nú úr Jöfnunarsjóði. Ef framlög úr sjóðn- um verða skert telur Jón blasa við að sveitarfélagið þurfi að draga úr þjón- ustu á móti. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur lýst yfir stuðningi sínum við samein- ingu sveitarfélaganna. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps varð hins vegar ekki einhuga um að lýsa yfir stuðningi við sameiningu og því var ákveðið að hreppsnefndin myndi ekki mæla með eða gegn sameining- unni. Lagt er til að Hafnarfjörður og Vatnsleysustrandarhreppur sameinist í eitt sveitarfélag Grunnskólinn sýnir hvað sveitarfélögin geta Jón Gunnarsson TENGLAR .............................................. www.hafnarfjordur.is www.vogar.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Á miðsvæði Austurlands eru fjög- ur sveitarfélög með tæplega 4.100 íbúa í sex byggðakjörnum og nokkru dreifbýli. Fjölmennasta sveitarfélagið er Fjarðabyggð, en hið fámennasta Mjóafjarð- arhreppur, sem jafnframt er fá- mennasta sveitarfélag landsins, með tæplega 40 íbúa. Á svæðinu er enn fremur eitt yngsta sveitar- félag landsins, Austurbyggð, sem varð til við sameiningu Búða- hrepps og Stöðvarhrepps í árslok 2003. Lagt er til að Mjóafjarð- arhreppur, Fjarðabyggð, Aust- urbyggð og Fáskrúðsfjarð- arhreppur sameinist í eitt sveitarfélag, sem yrði um 1.200 ferkílómetrar að stærð og með stjórnsýslulegt aðsetur á Reyð- arfirði. Samstarfsnefnd um sam- einingu svæðisins leggur til að nafn hins nýja sveitarfélags verði Fjarðabyggð. 9  %  ,  :+  9 +**  !+**  + .!    :!    +/    >+ *   .    0+/    $        :+  " = * !  +     $         ,-             !""# )     ' 3184 +      85"   . * 548"   / * 814"   / -     1"  Mið- Austurland Á höfuðborgarsvæðinu búa um 184.000 manns í átta sveitarfélögum og í hópi þeirra eru fjölmennustu sveitarfélög landsins. Svæðið nær frá botni Hvalfjarðar í norðri að Straumsvík í suðri og er starfssvæði Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Ekki er gerð tillaga um sameiningu Reykjavíkurborgar, Kópavogs- bæjar, Kjósarhrepps, Seltjarnarneskaupstaðar, Garðabæjar, Álftaness eða Mosfellsbæjar við önnur sveitarfélög að svo stöddu. Sameiningarnefndin telur öll þessi sveitarfélög, fyrir utan Kjósarhrepp sem er fámennasta sveitarfélagið á svæðinu, vera nægilega öflug til þess að geta sinnt helstu verkefnum sveitarfélaga. Sameiningarnefnd leggur til að íbúar Hafnarfjarðarkaupstaðar og Vatnsleysustrandarhrepps, þar sem búa samtals 22.129 manns, greiði at- kvæði um sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt hinn 8. október næstkom- andi. ,     ?  " ;!          !""# '  *     787"        117"   )     ' 317 Höfuðborgarsvæðið Horft yfir Voga og Vatnsleysu- strandarhrepp. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.