Morgunblaðið - 05.10.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Höfuðstöðvar
LG Electronics í Seoul
í S-Kóreu heimsóttar
Lífið
er gott!
á morgun
EINUNGIS einn söluskáli
við þjóðveg nr. 1 býður upp
á aðstöðu til umönnunar
ungbarna á karlasnyrtingu.
Þetta er söluskálinn Brú í
Hrútafirði.
Þetta kemur fram í könn-
un sem félagsvísinda- og
lagadeild Háskólans á
Akureyri og Jafnréttisráð
stóðu að síðastliðið sumar.
Um er að ræða sam-
starfsverkefniþessara aðila
sem lýtur að aðstöðu til
umönnunar ungra barna við
þjóðveg nr. 1.
Á fundi Jafnréttisráðs í
maí sl. var ákveðið að
styrkja könnun á staðsetn-
ingu skiptiborða á salernum
á veitingastöðum við hring-
veginn. Jafnréttisráð tók
undir þá skoðun sem fram
kom í bréfi frá HA að í kjölfar auk-
innar umræðu í þjóðfélaginu um
jafna verkaskiptingu og breytt hug-
arfar í kjölfar breytinga á fæðing-
arorlofi væri áhugavert að athuga
hvort nauðsynleg aðstöðubreyting
hefði fylgt í kjölfarið.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
sem gerði könnunina í júlímánuði
síðastliðnum sagði að henni væri
ætlað að varpa ljósi á hvort karl-
menn hefðu sama aðgang og konur
að aðstöðu til umönnunar ungbarna
á ferðalögum um landið. Breytingar
hefðu orðið á stöðu og verkaskipt-
inum kynjanna, sem hefði gert að
verkum að karlar hefðu nú meiri
möguleika á að taka þátt í umönnun
barna sinni en áður tíðkaðist. Að-
stæður væru þó stundum þannig að
karlmönnum væru settar skorður,
þeir gætu einfaldlega ekki tekið jafn
mikikinn þátt í umönnun barna
sinna og þeir vildu.
Ragnheiður Jóna ók hringveginn
og kom við í 44 söluskálum, þar sem
athugað var hvort aðstaða væri fyrir
hendi til að annast ungabörn og hvar
hún væri staðsett. Vikið var út af
þjóðveginum á einum stað, farið um
firðina austanlands, þannig að 6
skálanna sem voru kannaðir voru
þar.
Niðurstaðan var sú að í tæplega
helmingi söluskálanna var engin að-
staða til umönnunar ungbarna, eða í
21 skála. Skiptiaðstaða var einungis
á kvennasnyrtingu í 27% tilvika, 12
skálum en hvergi háttaði svo til að
slík aðstaða væri bara á karlasnyrt-
ingu. Á einum stað, Brú í
Hrútafirði var aðstaðan fyr-
ir hendi bæði á karla- og
kvennasnyrtingu, á einum
stað var opið svæði fyrir
framan snyrtingar og
ómerktar snyrtingar voru í
þremur söluskálum.
Mestu vegalengdir á milli
söluskála þar sem karlar
hafa aðgang að skiptiað-
stöðu eru frá Björkinni á
Hvolsvelli að Vesturhorni
við Höfn í Hornafirði, 359
kílómetrar. Frá Höfn er síð-
an ekki skiptiaðstaða að-
gengileg körlum fyrr en á
Hótel Mývatni í Mývatns-
sveit, eða á 634 kílómetra
leið. Konur búa við betri að-
stöðu í þessum efnum,
mesta vegalengd milli sölu-
skál þar sem skiptiaðstaða
er þeim aðgengileg er frá
Kirkjubæjarklaustri til
Hafnar, 206 kílómetrar.
„Þetta sýnir að karlar og konur
hafa ekki jafna möguleika á að ann-
ast um börn sína hvað þetta varðar,
hugarfarsbreyting hefur orðið í
þjóðfélaginu, en aðstaðan hefur ekki
breytst í samræmi við hana,“ sagði
Ragnheiður Jóna.
Jafnréttisráð hefur markað sér þá
stefnu að styrkja ekki einstaklinga,
félagasamtök eða viðburði nema að
ráðið komi með beinum hætti að
verkefninu. Einnig er vert að taka
fram að í lögum og reglugerð um
Jafnréttisráð kemur fram að ráðið á
fyrst og fremst að sinna verkefnum
sem tengjast launamun kynjanna en
ráðið getur þar fyrir utan tekið þátt í
öðrum verkum er tengjast jafnrétti
kynjanna og var það gert í þessu til-
viki.
Aðstaða til umönnunar ungbarna á karlasnyrtingum
Einn söluskáli við þjóðveg 1
býður körlum skiptiaðstöðu
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
Könnun Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir kynnti nið-
urstöður könnunarinnar. „Hugarfarsbreyting í þjóð-
félaginu en aðstaða ekki í samræmi við það.“
MARGT bendir til þess að eyrna-
heilsa barna á Héraði hafi batnað í
kjölfar aðhaldsaðgerða í sýklalyfja-
notkun á árunum 1993 til 1998. Sam-
kvæmt grein Vilhjálms Ara Arason-
ar heimilislæknis í nýjasta tölublaði
Uppeldis kom þar til aukinn skiln-
ingur á skynsamlegri notkun sýkla-
lyfja, ekki aðeins hjá læknum heldur
hjá almenningi og foreldrum. Sýkla-
lyfjanotkun á Egilsstöðum minnkaði
um tvo þriðju hluta á tímabilinu 1993
til 2003 eða úr 1,5 í 0,5 sýklameð-
ferðir á ári á hvert barn að meðaltali.
Börnum með langvinnar miðeyrna-
bólgur sem fá rör í hljóðhimnur
fækkaði marktækt úr 27% barna
1998, í 17% árið 2003. Á öðrum stöð-
um þar sem sýklalyfjanotkunin
minnkaði lítið á sama tímabili jókst
fjöldi röraísetninga hjá börnum í allt
að 44%.
Nota meira af rörum er
erlendir starfsbræður
Vilhjálmur segir að ef rýnt er í
eyrnabólguna sem slíka sé hægt að
sjá merkilega hluti og nota íslenskir
læknar talsvert meira af rörum mið-
að við nágrannaþjóðir okkar og ætti
það að vera áhyggjuefni, en næstum
annað hvert barn fær röraísetningu.
Hann segir að það hafi vel sést á
rannsóknum sínum að ígrip snar-
breytir þessu, eins og sjáist best á
niðurstöðunum frá Egilsstöðum.
Læknar þar hafi tekið alvarlega á
málinu og litið gagnrýnt á það hvern-
ig þeir notuðu sýklalyfin. Með því
hafi þeim tekist að minnka sýkla-
lyfjagjöf mikið.
Egilsstaðir fordæmisgefandi
Það athyglisverðasta við niður-
stöðurnar segir Vilhjálmur hins veg-
ar vera það að með því að draga úr
sýklalyfjanotkun vegna eyrnabólgu
hafi tekist að fækka þeim börnum
sem fái endurtekna eyrnabólgu og
þurfi að fá rör. Sýnt hafi verið fram á
að sýklalyf séu of oft notuð að óþörfu
og jafnvel of sterk sýklalyf þegar
þeirra er ekki þörf.
Niðurstöðurnar bendi til þess að
Egilsstaðir eigi að vera fordæmis-
gefandi og öðrum hvatning til að fara
sömu leið. Rannsóknin sé sú fyrsta
þar sem sýnt hafi verið fram á að
hægt sé að breyta tíðni eyrnabólgu
og röraísetninga með því að draga úr
sýklalyfjanotkun en það sem hafi þó
verið lykillinn að góðum árangri sé
að foreldrar á Egilsstöðum séu betur
upplýstir og viti út á hvað eyrna-
bólga gengur og beiti lækna því ekki
óþarfa þrýstingi.
Vilhjálmur bætir því við að lokum
að spurningar hljóti að vakna þegar
annað hvert barn þarf að fara í
kostnaðarsama svæfingu og fær rör í
eyrun.
Merkilegum árangri náð í fækkun
eyrnabólgutilfella á Egilsstöðum
Vel upplýstir
foreldrar eru
lykill að árangri
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, afhenti á sunnudaginn var
verðlaun í Nýsköpunarkeppni
grunnskólanemenda og Marels fyr-
ir árið 2005. Alls tóku fjörutíu
grunnskólar hvaðanæva af landinu
þátt í keppninni þetta árið og voru
þátttakendur 1.328, þar af 696
stúlkur og 632 drengir.
Að sögn Pauls Jóhannssonar skil-
uðu skólarnir inn um tvö þúsund
hugmyndum í alls fjórum flokkum,
en Paul er frumkvöðull að keppn-
inni sem haldin hefur verður óslitið
síðan 1991. Segir hann flestar hug-
myndir hafa komið frá Foldaskóla,
síðan Hafnarskóla á Hornafirði og
Lækjarskóla í Hafnarfirði. Í ár
voru, að sögn Pauls, veitt sérstök
verðlaun til handa skóla, en Folda-
skóli var útnefndur nýsköpunar-
skóli ársins og hlaut að launum far-
andbikar.
Flokkarnir fjórir sem keppt var í
voru uppfinning, útlit og form-
hönnun, hugbúnaður og þemaverk-
efni á vegum Landsbjargar sem
snerist um slysavarnir.
Í uppfinningaflokki urðu Þórey
Birgisdóttir og Linda Steinarsdóttir
úr Foldaskóla í fyrsta sæti. Í öðru
sæti lenti Hrönn Guðmundsdóttir úr
Melaskóla og þriðja sætinu deildu
Ivan Titov úr Hjallaskóla og Hjördís
L. Hlíðberg úr Víkurskóla. Í hug-
búnaðarflokkinum varð Hrafn Sig-
urðsson úr Hvolsskóla hlutskarp-
astur. Í öðru sæti varð Guðrún
María Johnson úr Melaskóla og í
þriðja sæti varð Grétar Þór Bjarna-
son úr Grunnskóla Húnaþings
vestra. Í flokki útlits og formhönn-
unar lentu Jóhann Einarsson og
Gunnar Pálsson úr Hvassaleitis-
skóla í fyrsta sæti. Í öðru sæti varð
Iðunn Björk Ragnarsdóttir úr Víði-
staðaskóli og þriðja sætinu deildu
Jóhanna Ýr Bjarnadóttir úr Flúða-
skóla og Helga Maren úr Selás-
skóla. Í þemaverkefnunum lenti Ísa-
bella Embla Pearl Róbertsdóttir úr
Hjallaskóla í fyrsta sæti. Í öðru sæti
var Fanney Þóra Þórsdóttir úr Set-
bergskóla og í þriðja sæti var Stef-
án Freyr Halldórsson úr Grunn-
skóla Húnaþings vestra.
Við verðlaunaafhendinguna opn-
aði forseti Íslands sýningu á hug-
myndum úr keppninni. Nú um
helgina var sýningin í Vetrargarði
Smáralindar en verður í dag flutt í
svæðið fyrir framan Hagkaup. Sýn-
ingin verður opin til 17. október.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Marels árið 2005
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verðlaunahafarnir eru hér ásamt forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff.
Alls bárust tvö þúsund hugmyndir