Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Suðurnes | „Þegar ég var að ráða
mig til starfa sem tónmenntakenn-
ari í Akurskóla hafði Jónína
Ágústsdóttir skólastjóri samband
við mig og lýsti yfir áhuga að fá
kór í skólann. Hún vissi að ég hafði
verið í miklu kórastarfi bæði hér
heima og erlendis,“ sagði Elín Hall-
dórsdóttir, kórstjórnandi með
meiru, í samtali við Morgunblaðið,
en Elín stjórnar þremur skóla-
barnakórum á Suðurnesjum, í Ak-
urskóla og Njarðvíkurskóla í
Reykjanesbæ og Gerðaskóla í
Garði og hefur hug á að stofna
gospelkór.
Það er auðvelt fyrir tónana að
fljóta óheftir um hina opnu skóla-
byggingu Akurskóla. Þegar blaða-
maður leit inn á æfingu hjá skóla-
kórnum í liðinni viku mátti heyra
óma lagsins „Ég er vinur þinn“ úr
góðri fjarlægð. Dyrnar á tón-
menntastofunni voru líka opnar
enda andrúmsloftið á æfingunni af-
slappað. Kórinn er nú að æfa fyrir
messu í Innri-Njarðvíkurkirkju 23.
október nk. sem helguð verður
minningu Jóns Þorkelssonar Thor-
killí, þar sem kórinn hefur verið
beðinn að syngja. Stjórnandi kórs-
ins er Elín Halldórsdóttir, sópr-
ansöngkona og píanóleikari, en
hún flutti til Íslands frá Þýskalandi
fyrr á árinu og hóf störf sem tón-
menntakennari í Akurskóla þegar
skólinn tók til starfa í ágúst sl., auk
þess að kenna í nokkrum tónlist-
arskólum á Suðurnesjum.
Það má með sanni segja að Elín
hafi komið eins og hvítur storm-
sveipur inn í menningarlífið á Suð-
urnesjum, búin að koma á fót þrem-
ur skólakórum og er með
gospelkór í bígerð. „Þegar ég var
að ráða mig til starfa sem tón-
menntakennari hér í Akurskóla
lýsti Jónína skólastjóri því yfir að
hana langaði til að hér í skólanum
yrði öflugur barnakór. Hún vissi að
ég hafði mikla reynslu í kórstjórn
og þegar ég hafði tekið ákvörðun
um að flytja hingað suðureftir
höfðu hinir skólarnir samband svo
nú eru kórarnir orðnir þrír,“ sagði
Elín í samtal við blaðamann.
Ólíkar áherslur í kórunum
Skólakórarnir þrír sem Elín hef-
ur stofnað samanstanda af 10 til 15
nemendum í hverjum skóla. Hún
segir að kjarninn sé um 10 krakkar
og hún vill gjarnan fá fleiri drengi í
kórinn, en vegna skorts á drengja-
kóramenningu eru þeir ragari við
að syngja í kórum. Þó er ekki útséð
með það enda stutt síðan skóla-
starfið hófst og alltaf má eiga von á
fleirum. Elín er þó það langt á veg
komin að hún er farin að huga að
sameiginlegum tónleikum kóranna
á aðventu. „Já, mig dreymir um að
halda tónleika með öllum kórunum
þremur, þar sem þeir myndu bæði
syngja saman og hver í sínu lagi.
Það eru nokkur lög sem kórarnir
eru allir að æfa en vegna þess
hversu ólíkir þeir eru er lagavalið
mismunandi. Ég legg inn eftir
áhugasviði.“
Elín sagði að það væri gaman að
sjá ólík einkenni kóranna og í
hvaða átt þeir hefðu þróast á stutt-
um tíma. „Krakkarnir í Gerðaskóla
eru mjög frökk og kát þegar þau
eru að syngja en mér sýnist kórinn
í Njarðvíkurskóla ætla að þróast út
í poppkór. Þar eru nokkrir efnileg-
ir bassar þannig að við getum sung-
ið tvíraddað. Þau hafa sjálft nefnt
sig Sönghópinn Engels. Kórinn hér
í Akurskóla er hins vegar dæmi-
gerður einradda barnakór enda að-
eins skipaður nemendum í 1.–6.
bekk. Hinir kórarnir tveir eru skip-
aðir nemendum eldri bekkjanna.“
Gospelkór draumurinn
Í störfum sínum með kórum,
bæði hér heima og erlendis, hefur
Elín komið víða við. Hún stjórnaði
um tíma kór Leikfélags Akureyrar
og raddþjálfaði Kór Glerárkirkju.
Þegar Elín fluttist til Þýskalands
stýrði hún gospelkórnum Spirit of
Joy og stofnaði kvennasönghópinn
Femmes Fatales. Af dómum má sjá
að hún náði mjög góðum árangri
með kórana. Nú elur Elín þann
draum í brjósti að stofna gospelkór
fyrir fullorðna á Suðurnesjum.
„Margir hafa haft samband við
mig, bæði hér og á höfuðuborg-
arsvæðinu, en ég vil staðsetja kór-
inn hér vegna búsetu minnar.“
Elín segir að viðhorf sitt til gosp-
eltónlistar hafi breyst eftir að hún
tók að sér að stjórna einum slíkum í
Regensburg í Þýskalandi. „Fyrst
hugsaði ég: Iss, gospel hvað er nú
það – en svo kynntist ég gospel og
heillaðist. Gospel er ekkert annað
en tilbeiðsla í rytmískri tónlist og
fer ekki bara fram í sértrúarsöfn-
uðum eins og svo margir halda,
sérstaklega hér á Íslandi. Gospel-
kórinn sem ég stjórnaði tilheyrði
evangelísku kirkjunni og slíkt á við
um marga gospelkóra.“
Elín er nú komin á fullt í að
kanna möguleikana á að stofna
gospelkór á Suðurnesjum og því
um að gera fyrir áhugasama að
setja sig í samband við hana.
„Draumurinn er að vera búin að
stofna hann fyrir jól,“ sagði Elín að
lokum.
Elín Halldórsdóttir kemur eins og stormsveipur í menningarlífið á Suðurnesjum
Búin að stofna þrjá skólabarnakóra
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Skólakór á æfingu Eitt af því sem þarf að æfa er að standa teinrétt framan við stjórnandann, þótt Elín Halldórs-
dóttir stjórnandi hafi hér brugðið sér á meðal barnanna. Skólakór Akurskóla var að æfa fyrir minningarmessu.
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
BORGIN
MÁLEFNI einstakra hverfa í
Reykjavík verða tekin til umfjöllunar
á næstu borgarstjórnarfundum. Til-
laga þess efnis var samþykkt á borg-
arstjórnarfundi í gær.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu fram tillögu um að á næstu
átta fundum borgarstjórnar yrði
fjallað um málefni einstakra hverfa í
borginni. Lagt var til að á fundi borg-
arstjórnar 18. október yrði fjallað um
málefni Breiðholtshverfa, 1. nóvem-
ber um málefni Grafarvogs og Kjal-
arness, 15. nóvember um málefni Ár-
bæjar-, Ártúns-, Selás-, Grafarholts-
og Norðlingaholtshverfis, 6. desem-
ber um málefni Langholts-, Laugar-
ness- og Vogahverfis, 20. desember
um málefni Hlíða- og Holtahverfis, 3.
janúar um málefni Háleitis-, Foss-
vogs- og Bústaðahverfis, 17. janúar
um málefni Vesturbæjar og 7. febr-
úar um málefni miðbæjarins.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
ýtti tillögunni úr vör. Hann sagði
ástæðuna þá að mikilvægt væri að
málefni einstakra hverfa fengju sér-
staka umfjöllun á vettvangi borgar-
stjórnar. Rétt væri að fram færi
heildstæð umfjöllun um málefni ein-
stakra hverfa, þjónustu borgarinnar
og umhverfið sem íbúunum væri búið
af hálfu borgarinnar. Uppbygging í
miðborginni mætti ekki verða til þess
að málefni einstakra hverfa yrðu lát-
in reka á reiðanum.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði að
góð samstaða ætti að vera um málið.
Mikil mannrækt færi fram í hverf-
unum og auka þyrfti rekstrarlegt
sjálfstæði þeirra. Umræðan væri
þörf og hann sagði að borgarfulltrúar
hlytu að geta sameinast um að mál-
inu yrði vísað til frekari meðferðar
forsætisnefndar.
Tillögunni fagnað
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans, fagnaði
einnig tillögunni og sagði löngu tíma-
bært að borgarstjórn fjallaði um mál-
efni einstakra hverfa. Hins vegar
mætti umræða um fjárhagsáætlun
ekki bitna á þessari umfjöllun og því
lagði hann fram breytingartillögu
þess efnis að borgarstjórn samþykkti
að málefni einstakra hverfa yrðu tek-
in til umfjöllunar á næstu borgar-
stjórnarfundum en forsætisnefnd
tæki nánari ákvörðun um tímasetn-
ingar, röð og fyrirkomulag umræð-
unnar.
Auk fyrrnefndra tóku til máls Guð-
laugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, Stefán Jóhann
Stefánsson, varaborgarfulltrúi
Reykjavíkurlista, og Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi Frjáls-
lynda flokksins, og fögnuðu þeir til-
lögunni. Umræða um málið tók 45
mínútur og að henni lokinni var
breytingartillagan samþykkt sam-
hljóða með öllum greiddum atkvæð-
um.
Málefni einstakra hverfa
tekin fyrir í borgarstjórn
Morgunblaðið/ÞÖK
Tillaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, ýtir úr vör
tillögu um að borgarstjórn fjalli um málefni einstakra hverfa í Reykjavík.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
GARÐABÆR og félagið Urriðaholt
ehf. hafa gert með sér samkomulag
um samstarf við uppbyggingu
Kauptúns í Urriðaholti. Kauptúnið
liggur við Reykjanesbraut í fæti
Urriðaholts og er þar gert ráð fyrir
röð stórra verslana í ótengdum
byggingum. Urriðaholt ehf. er eig-
andi landsins og mun annast allar
framkvæmdir þar, s.s. gatnagerð,
gerð gangstétta og göngustíga og
frágang opinna svæða.
Samningur um samkomulagið
var undirritaður í kjölfar þess að
úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála vísaði frá kæru
Landverndar vegna málsins.
Í kæru Landverndar kom fram
að svæðið sem fer undir fram-
kvæmdir hefði verndargildi og að
ekki hefði verið gætt ákvæða nátt-
úruverndarlaga við meðferð máls-
ins. Þá hefði þurft að leita hentugri
staðar fyrir þá starfsemi sem fyr-
irhuguð væri á svæðinu. Hið
minnsta krafðist Landvernd þess
að leitast yrði við að draga úr áhrif-
um mannvirkja og minnka umfang
þeirra, t.d. með bílastæðakjallara í
stað þess að leggja víðfeðmt svæði
undir bílastæði.
Í niðurstöðu úrskurðarnefndar
var m.a. vísað til fyrri úrskurða
nefndarinnar þar sem kæmi fram
að ákvörðun ráðherra um staðfest-
ingu aðalskipulags eða breytingu á
því væri lokaákvörðun æðra stjórn-
valds og yrði hún því einungis bor-
in undir dómstóla en ekki skotið til
hliðsetts stjórnvalds.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir
ennfremur að Landvernd sé land-
græðslu- og umhverfisverndarsam-
tök sem m.a. hafi það hlutverk að
fylgjast með og taka þátt í ákvörð-
unum stjórnvalda er varða nátt-
úruvernd. Hins vegar verði ekki
fallist á að samtökin eigi hagsmuna
að gæta sem taldir séu skilyrði að-
ildar að kæru til æðra stjórnvalds.
Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, segir að miðað
við þær forsendur sem úrskurð-
arnefnd gefur sér í þessu máli virð-
ist aðeins tveir aðilar geta átt hags-
muna að gæta, þ.e.a.s. land-
eigendur og Garðabær. „Mér
virðist þessi úrskurður hljóða
þannig að útilokað sé fyrir nokkra
aðra aðila en landeigendur og
Garðabæ að eiga aðild að þessu
máli,“ segir Tryggvi og bætir við
að túlkun nefndarinnar sé mjög
þröng og geri samtökum eins og
Landvernd ákaflega erfitt að
starfa. „Maður hlýtur að spyrja sig
hvort það sé virkilega þannig sem
Alþingi ætlast til að skipulagsmál
séu unnin á Íslandi, að þegar skipu-
lagsmál varða mikla náttúruvernd-
arhagsmuni, eins og er óumdeilt í
þessu máli, fái náttúruverndarsam-
tök sem hafa starfað hér á landi í
þrjátíu og sex ár ekki efnislega um-
fjöllun um sína kæru vegna aðild-
arskorts.“
En hver á samkvæmt þessu að
gætahagsmuna náttúrunnar?
„Í þessu tilfelli virðist það vera
bæjarfélagið sem á að gera það,
enda ekki um aðra aðila að ræða
miðað við þessa niðurstöðu. Að
okkar áliti hefur bæjarfélagið ekki
staðið sig í því hlutverki. En það
virðist vera erfitt að láta á það
reyna hjá þar til bærum aðilum,
vegna þess að við erum ekki talin
eiga aðild að málinu,“ segir
Tryggvi.
Semja um Kauptún
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Garðabær og Urriðaholt ehf.