Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI SIGMUNDUR Guðmundsson, skiptastjóri þrotabús Slippstöðv- arinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að tveir aðilar hefðu komið að máli við sig varð- andi aðkomu að rekstri fyrirtæk- isins en vildi ekki upplýsa frekar hverjir það væru. Aðspurður hvort rétt væri að eignir á athafnasvæði Slippstöðvarinnar væru í eigu Stál- taks, sagði Sigmundur að hann hefði leitað eftir þinglýstum gögn- um um það hver ætti umræddar eignir. Hins vegar væri Stáltak móðurfélag Slippstöðvarinnar. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu mála. Þrjú stór skip hafa verið í við- haldi og viðgerðum í Slippstöðinni. Sjöfn EA frá Grenivík er í drátt- arbrautinni og við bryggju liggja tvö skip Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, Þorsteinn ÞH og Júpíter ÞH. Oddgeir Ísaksson, útgerð- armaður Sjafnar, sagði það ekki komið á hreint hvert yrði fram- haldið varðandi vinnu við skipið. „Menn þurfa umhugsunarfrest og við verðum að bíða eftir svari frá bústjóra, hvort þeir ætli að vinna þetta verk sem eftir er hjá okkur á sínum vegum eða losa sig við það. Auðvitað eru menn alltaf órólegir þegar verk gengur illa en það verður að taka því og ég vona að það fari sem stystur tími í þetta,“ sagði Oddgeir. Rafn Jónsson, útgerðarstjóri HÞ, sagði að vinnu við Júpíter ÞH væri nánast lokið og stæði til að fara með skipið í dag, miðvikudag eða á morgun. Varðandi Þorstein ÞH sé verið að bíða eftir varahlutum er- lendis frá. „Það þarf að vinna ákveðna undirbúningsvinnu í Þor- steini í þessum mánuði og ef mál leysast ekki hjá Slippnum, gera einhverjir aðrir það. Svo kemur að því upp úr mánaðamótum að taka þarf Þorstein í flotkvína til setja í skrúfuna í skipið. Ef málefni Slippsins verða ekki leyst á þeim tíma þarf að gera ráðstafanir en við erum rólegir enn,“ sagði Rafn en miðað er við að Þorsteinn verði tilbúinn til brottfarar um miðjan nóvember. Tveir aðilar ræða um aðkomu að rekstrinum Morgunblaðið/Kristján Viðgerðir Unnið hefur verið við viðhald og viðgerðir á þremur skipum í Slippstöðinni að undanförnu. Sjöfn EA er í dráttarbrautinni og Júpíter ÞH og Þorsteinn ÞH liggja við slippkantinn. FYRRVERANDI starfsmenn Slippstöðvarinnar, sem misstu vinnu sína við gjaldþrot fyrirtækisins á mánudag, komu saman í gær, í húsakynnum Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra og stéttarfélag- anna á Akureyri. Þar skráðu þeir sig á atvinnuleysisskrá og áttu fund með fulltrúum svæðisvinnumiðlun- ar, stéttarfélaganna og lögmanni þeirra. Auk þess að skrá sig á at- vinnuleysisskrá, skrifuðu starfs- mennirnir undir umboð til handa stéttarfélögum sínum og lögmanni, til að lýsa kröfum í þrotabú Slipp- stöðvarinnar vegna vangoldinna launa. Jafnframt voru starfsmenn- irnir upplýstir um rétt sinn miðað við þá stöðu sem komin er upp. Starfsmenn spurðu lögmann fé- laganna m.a. um lagalegan rétt þeirra nema sem eru/voru á iðn- samningi hjá meisturum í Slippstöð- inni. Ólafur Rúnar Ólafsson lögmað- ur sagði að staða þeirra væri í óvissu og hann ráðlagði þeim að reyna sjálfir að komast á samning aftur, þar sem óvíst væri hvenær hægt yrði að koma rekstrinum í gang á ný. Einnig var spurt um samkomulag Landsvirkjunar og Slippstöðvarinn- ar frá því fyrir helgi, er flutningabíll á vegum Landsvirkjunar var kyrr- settur í stöðinni af starfsmönnum, eftir að hann hafði verið lestaður af rafsuðuvír og fleiru, sem flytja átti á Kárahnjúka. Ólafur Rúnar sagði að lagt yrði að skiptastjóra þrotabúsins að kynna sér þann gjörning. Gjaldþrot Slippstöðvarinnar Starfsmenn á atvinnuleysisskrá Morgunblaðið/Kristján Atvinnulausir Fyrrverandi starfsmenn Slippstöðvarinnar skráðu sig á at- vinnuleysisskrá í gær og skrifuðu jafnframt undir umboð til stéttarfélag- anna til lýsa kröfum í þrotabúið vegna ógreiddra launa. UPPTÖKUMANNVIRKIN í Slipp- stöðinni eru í eigu Hafnasamlags Norðurlands en þau hafa verið leigð af Slippstöðinni. Fyrirtækið var sem kunnugt er úrskurðuð gjaldþrota sl. mánudag og þar er engin starfsemi í gangi. Hörður Blöndal hafnarstjóri sagði að höfnin ætti báðar dráttar- brautirnar, flotkvína, landið sem þessum mannvirkjum tengist og hafnarbakkana. „Við höfum ákveðið að halda rekstri þessara mannvirkja áfram og teljum okkur geta það án þess að nýta okkur eignir Slipp- stöðvarinnar til þeirra hluta.“ Hörður sagði að skiptastjóri hefði ekki haft samband við hafnayfirvöld og því getur hann ekki svarað því hvenær eðlileg starfsemi getur haf- ist á ný. Hann sagði að fyrrverandi starfsmenn Slippstöðvarinnar myndu sjá um rekstur þessara mannvirkja í eigu hafnarinnar. Hörður sagði að í erfiðleikum Slipp- stöðvarinnar hefðu hlaðist upp van- skil við höfnina. „Við munum eins og aðrir senda okkar kröfur inn til skiptastjóra þegar hann kallar eftir þeim.“ Hörður vildi ekki nefna hversu mikla peninga væri þarna um að ræða, „en þetta eru peningar sem okkur munar um“. Hörður sagðist vilja sjá að starf- semi sem snýr að skipaþjónustu verði hafin sem fyrst. „Við viljum geta boðið upp á alla þá þjónustu hér sem menn sækjast eftir. Við höfum tryggt það að mannvirkin geta geng- ið og þá er það spurningin hvað á vantar til þess að þetta fari í svip- aðan farveg og var. Aðstaðan er öll hérna og mannskapurinn líka.“ Hafnasamlag Norðurlands Rekstri upptökumann- virkja haldið áfram JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrar og Héraðsskjalasafnið á Akureyri standa saman að söfnun gagna og sýningu í tilefni af 30 ára af- mæli kvennafrídagsins. Hinn 24. október 1975 komu um 2000 konur af Eyjafjarðarsvæðinu saman í Sjallanum á Akureyri en þann dag tóku íslenskar konur sér frí frá launuðum og ólaunuðum störfum til þess að vekja athygli á baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Tíu árum síð- ar var leikurinn endurtekinn og aftur mættu um 2.000 konur til fundar á Akureyri. Nú á 30 ára afmæli kvennafrídags- ins vilja jafnréttis- og fjölskyldunefnd og Héraðsskjalasafnið komast í kynni við konur og karla sem eiga í fórum sínum gögn, skjöl og myndir, sem urðu til í tengslum við kvennafrídag- inn á Akureyri 1975 og 1985. Í Hér- aðsskjalasafninu verður síðan sett upp sýning á því sem safnast og mun hún standa fram í nóvember. Kvennafrídagarnir 1975 og 1985 Safna gögnum á sýningu Auglýst aftur | Ekki verður geng- ið að neinu af þeim fjórum tilboðum sem gerð voru í heimavistina á Dal- vík á dögunum að sögn Óskars Ás- geirssonar hjá Ríkiskaupum. Fjallað var um málið á fundi hjá stofnuninni í vikunni og var niðurstaðan sú að ekkert tilboðanna væri viðunandi. Snudd ehf. á Dalvík átti hæsta til- boðið upp á 20,5 milljónir. Heima- vistin verður því auglýst aftur ein- hvern næstu daga. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.