Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 31
lífs mín þegar ég missti einkason minn átján ára. Þá tókst þú að þér allt sem þú gast í vinnunni með mér til að létta mér byrðina. Aldrei hef ég getað launað þér alla þá hjálp sem þú þá veittir mér með kærleika þínum. Þú varst, eins og ég sagði, á svo und- ursamlegan hátt alltaf við hlið mér. Við vitum það bara sjálfar, um öll þau atvik í þau mörgu ár sem við unnum saman. En okkur leið líka vel á þess- um árum og samvinnan við börnin og unglingana gekk vel og við eignuð- umst marga vini úr þeim stóra hópi. Nú eru mörg ár liðin síðan við hættum að vinna saman í Breiða- gerðisskóla, en þú varst alltaf sama góða Hrefnan mín, alltaf til taks að hjálpa gömlu vinkonunni þinni. Þeg- ar ég var greind með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum varst þú ekki lengi að bjóða mér alla þá hjálp sem þú gætir veitt mér. Þú fórst með mér í alla meðferðina og öll eftirlit líka. Þetta var ekki eins erfitt fyrir mig af því þú varst með mér. Okkur leið vel saman í bílnum þínum og allt gekk svo vel hjá okkur. Þú áttir af- mæli seinast þegar ég fór í eftirlit. Þú varst með gesti og þér þótti leiðinlegt að komast ekki með mér, en þú ætl- aðir að koma með næst. Elsku Hrefna mín. Þú varst búin að aðstoða mig mikið meira en nokkur hefði gert. Nú förum við ekki oftar saman í jólainnkaup, ekki saman í kirkju- garðinn að láta jólaljós á leiðin okkar, ekki til að gróðursetja blómin okkar. Ég veit að Guð mun launa þér fyrir öll góðverkin þín. Ég missi mikið við fráfall þitt, en synirnir þínir, Stefán og Sigmar, og öll barnabörnin missa yndislega góða móður og ömmu og systkini þín góða systur. Kæra vinkona. Þetta samtal er brátt á enda og ég veit að þú hefðir sagt sem svo að þetta hafi allt verið svo sjálfsagt, þú hafir bara haft gam- an af því að geta gert þetta fyrir mig. Ég kveð þig nú, elsku besta vinkonan mín. Guð varðveiti þig hjá sér. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt það sem þú varst mér. Sonum þínum og öllum ástvinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Þín vinkona Júlíana. Elsku Hrefna frænka. Það er svo margt sem mig langar til að skrifa og segja til að kveðja þig en mér finnst þetta ljóð lýsa öllu sem um huga minn fer: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, elsku Hrefna mín. Þín frænka Birgitta Ýr. Elskuleg föðursystir okkar verður borin til grafar í dag. Það hljómar enn svo fjarlægt að Hrefna sé farin, enda ekki langt síðan við hittum hana og heyrðum í henni. Nýkomin frá Stebba sínum í Riga, hress og leit svo vel út eins og alltaf. Hrefna var glæsileg kona og bar sig ávallt vel og var enn kattliðug þrátt fyrir að vera komin yfir sjötugt. Það var okkar merki í æsku um að það væri komið sumar, jól eða páskar að Hrefna frænka kom til afa og ömmu í Spýtu- húsið heima í Hnífsdal þar sem hún eyddi öllum sínum fríum til að hlúa að gömlu hjónunum. Hún var okkur systkinunum alltaf góð og hélst vin- áttan alveg fram á hennar síðasta dag. Hún tók alltaf vel á móti okkur og fjölskyldum okkar, enda var það alltaf mikið sport hjá börnunum okk- ar að heimsækja Hrefnu frænku í Skólagerðið og fá eitthvað gott úr skápnum. Hún var alltaf trygg fjöl- skyldunni og fylgdist með hvað hver og einn var að gera. Henni var líka mikið í mun að halda fjölskyldunni saman og eru þorrablótin í Skóla- gerðinu okkur minnisstæð. Við viljum með þessum orðum þakka Hrefnu okkar samfylgdina og vottum ykkur, elsku Stebbi, Simmi og fjölskyldur, dýpstu samúð okkar. Halldóra, Sigríður Inga, Finnbjörn og Guðmunda. Þessa dagana hugsum við stöðugt um liðna tíð sem tengist Hrefnu. Okkur brá svo að heyra að hún væri farin frá okkur. Það er erfitt þegar það gerist fyrirvaralítið. Við erum búnar að þekkjast frá barnæsku og hittast reglulega í rúm fimmtíu ár. Elsku Hrefna hefur lokið hlutverki sínu hér og er farin á vit nýrra æv- intýra þar sem eflaust bíða skemmti- leg verkefni. Við leyfum okkur að trúa því að maður hitti sína ástvini þegar maður hverfur yfir móðuna miklu, en Hrefna á marga þar. Við nefnum fyrst og fremst hann Inga Þór, eiginmanninn, sem var stóra ástin í lífi Hrefnu. Hún missti hann 37 ára gamlan frá tveim drengjum. Það var mikið áfall og þrekvirki sem hún gekk í gegnum þá, því Ingi fékk að heyja sitt dauðastríð heima í henn- ar örmum. Þetta gerðist áður en áfallahjálp kom til sögunnar, en okk- ur fannst Hrefna aldrei bíða þess bætur að missa hann Inga sinn. Við gleymum því ekki hvað Hrefna var tignarleg þegar hún gekk á eftir kist- unni, unga fallega ekkjan með dreng- ina sína tvo, sem voru hennar sól- argeislar allt hennar líf og síðar barnabörnin sem hún elskaði svo heitt. Hún Hrefna okkar var glæsileg allt frá byrjun til enda og við höfðum líka oft orð á því. Hún hélt sínum fal- lega vexti og hreyfingum og var alltaf mjög smekklega klædd. Ein okkar (B.J.) átti því láni að fagna að búa í Hnífsdal í þrjú ár (10–13 ára) en þá kynntist ég Hrefnu því við vorum jafngamlar. Hrefna er mér mjög minnisstæð frá þessum árum. Það fór ekki á milli mála, í mínum huga, að hún gæti orðið fimleikadrottning. Sjá hana klifra upp á örmjótt spýtu- grindverk og standa á einum fæti og lyfta öllum öðrum útlimum upp svo langt sem hún komst og halda jafn- vægi og ekki skaðaði tignarlegt um- hverfið, háu fjöllin í baksýn og hinum megin hafið með sínum fallega lit. Hrefna var heldur ekki í vafa um hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór, þ.e.a.s. íþróttakennari. Hún dreif líka í því strax og hún hafði ald- ur til að fara í íþróttakennaraskól- ann. Fermingarsumarið okkar vor- um við saman allan sólarhringinn. Við réðum okkur í vist að Bakka í Hnífsdal í heimilishjálp að passa fjóra kraftmikla og hugvitssama stráka (allt góðir og þjóðþekktir menn í dag). Þetta var mjög ánægju- legt sumar, mikið hlegið af litlu til- efni, sem gerðist vegna þess að við vorum saman og einnig, þökk sé strákunum, en þeirra aðaliðja var að stríða okkur, svo ekki vantaði okkur ritgerðarefni veturinn á eftir. Aðalsmerki Hrefnu var: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ Það var sama hvernig Hrefnu leið, hún sýndi aldrei annað en fágaða framkomu, jafnað- argeð og mikla hlýju. Við viljum kveðja Hrefnu með þessum ljóðlínum Unnar Bjarklind (Huldu): Nú heyri ég grasið gróa geislana undrasöng og leyndar lindir streyma um lokuð jarðargöng. Hjartaslag hafsins djúpa við heitan sandinn finn. Himneskar klukkur hringja hátíð í sál mína inn. Við sendum Stefáni, Sigmari, barnabörnum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn.  Fleiri minningargreinar um Hrefna Ingimarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Skóla- systkini Íþróttakennaraskóla Ís- lands. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 31 MINNINGAR ✝ Jens Guðmund-ur Jónsson fæddist í Hnífsdal 20. febrúar 1923. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 27. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Að- albjörg Óladóttir, f. 14. maí 1896 á Seyð- isfirði, d. 6. nóvem- ber 1982, og Jón Jó- hannesson, f. 4. september 1889 í Hnífsdal, d. 15. sept- ember 1927. Systkini Jens eru: Jó- hannes, f. 4. ágúst 1917, d. 28. mars 1974, Margrét, f. 26. septem- ber 1918, d. 11. september 1988, Steinunn, f. 15. júní 1921, Guðrún, f. 20. júní 1925, Unnur, f. 10. apríl 1927, og Maggý, f. 7. júlí 1930, d. 7. júlí 1998. Jens kvæntist 25. október 1947 Ingibjörgu Karlsdóttur, f. 5. ágúst 1926. Börn þeirra eru: 1) Karl Jensson, f. 29. júní 1949, maki Halldóra Hannes- dóttir, f. 25. ágúst 1953. Dóttir Karls er Ingibjörg Karlsdótt- ir, f. 26. ágúst 1971. 2) Kristín Jensdótt- ir, f. 25. janúar 1961. Jens var uppalinn í Hnífsdal hjá for- eldrum sínum en eft- ir fráfall föður síns ólst hann upp hjá fósturforeldrum í Hnífsdal, Halldóru Margréti Hall- dórsdóttur og Ingimar Bjarna- syni, til fimmtán ára aldurs en þá fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla tíð síðan. Jens starfaði sem bifreiðastjóri og öku- kennari í Reykjavík. Útför Jens verður gerð frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú þegar við minnumst með söknuði föður okkar, finnst okkur óraunverulegt að vist hans hér á jörðu sé lokið því fyrir aðeins fáum vikum lék hann á als oddi og var allt hans fas og framganga eins og hjá ungum manni. En skjótt skipast veður í lofti og nú syrgjum við náinn ástvin og fé- laga. Lífsganga föður okkar einkennd- ist af prúðmennsku, heiðarleika og góðvild eins og allir sem hann þekktu geta vitnað um. Á sinn hljóð- láta hátt gekk hann að viðfangsefn- um sínum og leysti úr þeim af trú- mennsku og samviskusemi. Mesta gæfa hans í lífinu var án efa þegar hann kynntist móður okk- ar fyrir sextíu árum. Hjónaband þeirra var bundið sterkum böndum ástúðar og tryggðar og samrýndari hjón var ekki hægt að hugsa sér. Heill og hamingja sinna nánustu var það mikilvægasta í lífi föður okkar og umvafði hann okkur systk- inin ást og umhyggju. Hann studdi okkur í námi og daglegu starfi, ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd og elsku hans og fórnfýsi í okkar garð voru engin takmörk sett. Sumum mönnum er gefin sú náð- argáfa að skapa gleði, hamingju og jákvæðni í kringum sig. Þannig var faðir okkar, alltaf léttur í lund, já- kvæður og bjartsýnn. Öllum leið vel í návist hans og undir hógværu yf- irborðinu var stutt í glettnina og kímnigáfuna. Honum þótti ánægju- legt og átti auðvelt með að umgang- ast fólk og var alls staðar vel liðinn bæði í vinnu og einkalífi. Faðir okkar lifir áfram í hlýjum minningum okkar um náinn og góð- an föður, eiginmann, tengdaföður, afa og vin. Það er með þakklæti og virðingu sem við blessum minningu okkar hjartkæra föður. Kristín og Karl Jensbörn. Jens Jónsson, bifreiðarstjóri og ökukennari, hefur kvatt þetta jarð- neska líf. Hann fæddist í Hnífsdal fyrir vestan og bar alltaf hlýjar minningar þaðan. Hann var dag- farsprúður og ljúfur maður í allri umgengni, vinafastur, hvers manns hugljúfi og ræktaði frændgarð sinn vel. Ég kynntist honum fyrst er hann fór að stíga í vænginn við Ingibjörgu sína, en hún er mágkona mín, fyrir um það bil 60 árum. Hafa tengslin við þau alla tíð verið góð og aldrei borið skugga á og mikið samband á milli fjölskyldnanna. Þau eignuðust tvö börn, Karl og Kristínu, sem bæði eru prúð og sómafólk eins og þau eiga ætt til. Ég kynntist Jenna enn betur á sjöunda áratugnum þegar hann hjálpaði mér á pappírslagernum og einnig við pappírsskurð í Borgar- prenti og sýndi bæði snyrtimennsku og nákvæmni í því starfi og er ég honum ávallt þakklátur fyrir þá að- stoð. Einnig sótti ég aðstoð til hans þegar hann hjálpaði mér við að velja bíl þegar ég þurfti að skipta enda ökutæki og akstur hans vettvangur um ævina. Er ég keypti sjálfskiptan bíl leiðbeindi hann mér, því ég hafði ekki átt slíkan áður, og gerði það af natni og nákvæmni eins og hans var von og vísa. Gegnum tíðina höfum við mikið heimsótt Ingu og Jenna en síðustu árin tiltölulega reglulega, á þeirra glæsilega heimili á Flókagötunni, en þær hafa verið einn af þessum föstu liðum í tilverunni. Hefur þá verið spjallað um daginn og veginn, gaml- ar minningar eins og gengur, og gert að gamni sínu en geta má þess að Jenni, eins og allir kölluðu hann, hafði góða kímnigáfu og gat gert græskulaust gaman að tilverunni. Höfum við notið þessara samvista og þökkum fyrir þær. Síðustu vikurnar sem hann lifði og dvaldi á Landspítalanum var hann sami ljúflingurinn og alltaf voru hjá honum mæðgurnar, Ingi- björg og Kristín. Þar sýndi Kristín að hún er hjúkrunarfræðingur af Guðs náð með sinni ljúfmannlegu umhyggju þessa síðustu daga föður síns. Við hjónin söknum góðs vinar og biðjum Guð að blessa minningu hans. Ástvinum öllum vottum við innilega samúð. Garðar Sigurðsson. JENS G. JÓNSSON LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför AÐALSTEINS VALDIMARS JÓNSSONAR vélstjóra, Stigahlíð 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á krabbameinslækningadeild 11E á Landspítala við Hringbraut. Bára Vigfúsdóttir, Guðrún Katrín Aðalsteinsdóttir, Stefán Stephensen, Albrecht Ehman, Birgitta M. Braun og afabörn. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, GUÐMUNDAR RAGNARSSONAR, Melgerði 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum, Ásgeirs Jónssonar hjartalæknis og Höllu Skúladóttur læknis. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Erna Jóhannesdóttir, Erna Rós Kristinsdóttir, Haraldur Smári Gunnlaugsson, Guðmundur Karel Haraldsson, Jóhanna Karen Haraldsdóttir, Ragnar Ásgeir Ragnarsson, Sigurlaug Helgadóttir. Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og systur, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR HAFLIÐADÓTTUR, Álftamýri 41. Arngrímur Jónsson, Hafliði Arngrímsson, Kristín Arngrímsdóttir, Snæbjörn Arngrímsson, Kristján Hafliðason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.