Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur. Ertu nokkurn tímann alveg viss? Einstakt tilboð til VISA kreditkorthafa: Miðinn í forsölu á 1.500 kr. í stað 2.600 kr. Forsala til 20. október 2005. Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar: 20., 21., 23., 27., 28. 29. október og 4. og 5. nóvember. Sala hafin – fyrstir koma – fyrstir fá. Forsala til 20. október. Tryggðu þér miða núna EINSTAKT TILBOÐ TIL VISA KREDITKORTHAFA: MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.500 KR! (ALMENNT VERÐ 2.600 KR.) Lítil afþreyingarfyr-irtæki í ferðaþjón-ustunni riða til falls vegna hás gengis krón- unnar og á meðan eru skilaboðin erlendis frá ein- hvern veginn á þann veg að fyrirtækin eru beðin að láta vita hvenær gengið lækkar því þá muni um- ferðin aukast á ný. Á með- an berjast fyrirtækin í bökkum og eiga fá svör við samkeppninni, ekki síst frá A-Evrópu. Gengi krónunnar náði líklega hámarki sínu á þessu hag- vaxtartímabili nú í vor þegar gengi Bandaríkjadollars gagnvart krón- unni var tæpar 59 krónur og evran tæpar 78 krónur. Í dag er staðan sú að dollarinn stendur í rúmlega 61 krónu og evran rúmar 73 kr. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að vitaskuld séu fyrirtækin misilla sett við þessa háu gengisskráningu enda sum þeirra með kostnað í erlendri mynt sem vegur nokkuð upp á móti ástandinu. „En síðan eru mjög mörg fyrirtæki þar sem slíku er ekki til að dreifa og því lendir höggið á þeim af fullum þunga,“ segir hún. „Þetta eru allskyns fyr- irtæki og afþreyingin á t.d. mjög undir högg að sækja.“ Þrátt fyrir að íslensk ferðaþjón- ustufyrirtæki hafi mörg hver ákveðið að hækka ekki verð hjá sér í íslenskum krónum frá 2004, er þjónustan samt sem áður 10– 15% dýrari en í fyrra. „Samkeppnin á alþjóðamarkaði hefur sjaldan verið erfiðari, “ bendir Erna á og vísar þar til Austur-Evrópulanda sem eru komin á alþjóðlegan ferðamarkað. „Þessar þjóðir bjóða upp á ýmis- legt áhugavert á afar lágu verði.“ Af þessum sökum er það viðkvæði hjá mörgum erlendum ferðaskrif- stofum sem skipt hafa við íslensku fyrirtækin að þær muni nú snúa sér til A-Evrópu. Getið haft samband þegar gengið lækkar! „Þið getið haft samband þegar krónan hefur lækkað talsvert. Við treystum okkur ekki til að koma núna. Þetta eru þau svör sem mörg fyrirtæki hafa fengið frá er- lendum ferðaskrifstofum,“ segir Erna. „Við stöndum því illa að vígi eins og öll Vesturlönd, en sérstak- lega illa á meðan gengi krónunnar er svona hátt.“ Erna segir að til séu ráð til að sporna við þessu ástandi. „Það hlýtur að vera forgangsmál hjá stjórnvöldum að verja ferðaþjón- ustugreinarnar og aðrar útflutn- ingsgreinar fyrir hruni. Mjög mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa betra rekstrarumhverfi og síðan þarf að fara í gríðarlegt markaðsátak. En stjórnvöld hafa minnkað það markaðsfé sem veitt hefur verið síðustu árin á meðan þörf er á að fara í tvíeflt markaðs- átak til að halda stöðu okkur við þetta gengisstig. Afþreyingarfyr- irtækin búa við hörmulegt rekstr- arumhverfi.“ Dæmi um þetta er að aðilar hafi verið að greiða mjög há aðflutn- ingsgjöld af jeppum og öðrum tækjum og ekki hafi verið tekið til- lit til þess að um atvinnutæki en ekki leikföng sé að ræða. Þá þurfi t.d.að greiða vegagjald af bensíni fyrir vélsleða þótt þeir fari aldrei um neina vegi. „Það er ýmislegt svona sem er að hálfdrepa afþrey- ingarfyrirtækin og það er lífs- nauðsynlegt að taka á þessu, sér- staklega núna þegar viðbúið er að einhver þeirra muni hreinlega gef- ast upp.“ Spáð 30% samdrætti hjá ÍFLM Í rekstraráætlun hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum er gert ráð fyrir 15–20% verðhækkunum á Frakklandsmarkaði og jafnframt spáð a.m.k. 30% samdrætti á þeim markaði. Þegar hefur verið fækk- að um tvö full stöðugildi á skrif- stofu félagsins. „Við erum að reyna að undirbúa okkur fyrir hrikalega erfitt ástand,“ segir Einar Torfi Finnsson, markaðs- stjóri og einn eigenda ÍFLM. „Ég á ekki von á því að þessi verð- hækkun muni ekki hafa teljandi áhrif á hópferðamarkaðinn. Neyt- endahópur okkar er vel skil- greindur sem hópur millistéttar- fólks en hann hefur úr gríðarlega mörgu að velja sem orðið er ódýr- ara en Ísland.“ 3.000 evrur ofboðslega viðkvæmt verðmark Gera má ráð fyrir að ferðir ÍFLM sem hingað til hafa verið seldar á 2.300–2.500 evrur frá Frakklandi muni fara í 3.000 evrur á næsta ári. „Það er alveg ofboðs- lega viðkvæmt verðmark,“ segir Einar Torfi. Tveggja vikna ferðir hjá ÍFLM kosta frá 7–800 evrum til 2.700 evra sem er það allra dýr- asta. „Og Ísland fer nú á toppinn núna og verður það allra dýrasta sem verður boðið. Það er síðan spurning hvort ferðaþjónustan sem slík muni ná að bæta sér upp ástandið með auk- inni sölu einstaklingsferða og bíla- leigupökkum en hópferðamarkað- urinn á örugglega eftir að þjást mest og ég spái því líka að ferða- tíminn muni styttast vegna þessa.“ Fréttaskýring | Hátt gengi krónunnar ógnar fyrirtækjum í ferðaþjónustunni Hrun blasir við sumum Fjallajepparnir eru alvöruatvinnutæki en ekki leikföng kaupendanna Íslandsferðir hækka vegna gengis krónunnar. Ísland fer á toppinn í verðlagi ferðamannalanda  Hátt gengi krónunnar ógnar verulega afkomu ferðaþjónustu- fyrirtækja sem bjóða upp á af- þreyingu á borð við fjalla- og jeppaferðir af ýmsu tagi. Ef ekki kemur til stóraukið markaðsátak er viðbúið að sum fyrirtækin gef- ist hreinlega upp á meðan gengið lækkar ekki. Ívilnanir á borð við lækkun aðflutningsgjalda á öku- tækjum og vegagjalds á bensíni gæti líka hjálpað til í þrenging- unum. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is AÐ margra mati er náttúran aldrei fegurri en á haust- in. Gróðurinn fær á sig fjölbreyttari lit og birtan verð- ur skarpari. Við þessar aðstæður er gaman að fá sér göngutúr í Heiðmörk. Fjöldi höfuðborgarbúa leggur þangað leið sína á hverjum degi. Viktor Örn Gunnars- son gekk um þessa náttúruparadís með fjölskyldu sinni og að sjálfsögðu gat hann ekki látið þennan stein framhjá sér fara án þess að klifra upp á hann. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Haustlitirnir taka völdin í Heiðmörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.