Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RALPH LAUREN POLO JEANS iðunn tískuverslun Lagersala 50-70% afsláttur Seltjarnarnesi s. 561 1680 FYRSTU bráðabirgðatölur benda til þess að 53.500 laxar hafi veiðst á stöng í íslenskum ám í sumar. Er það um 7.600 löxum meiri veiði en var á árinu 2004 og um 52,4% meiri en meðalveiði áranna 1974–2004. Að sögn starfsmanna Veiðimálastofn- unar er stangveiði á laxi sumarið 2005 sú mesta sem skráð hefur verið í íslenskum ám en fyrra met var 1978 þegar 52.679 laxar veiddust. Laxveiði í net á árinu 2005 stefnir í að verða um 7.000 laxar og er það svipuð veiði og var á árinu 2004, þeg- ar netaveiðin var 6.742 laxar. Mestur hluti netaveiðinnar er í Þjórsá, en einnig í Ölfusá og Hvíta í Árnes- sýslu. Lítil netaveiði á laxi er stund- uð í öðrum ám. Í heild stefnir lax- veiðin sumarið 2005 því í að verða nærri 60.500 laxar en að um 52.000 þeirra hafi verið landaður afli. Veiðimálastofnun segir, að þeir laxar sem tekið hafi agn og verið sleppt aftur séu skráðir sem veiddir í veiðibækur og taldir með en þessi veiðiaðferð tók að ryðja sér til rúms hér á landi eftir 1995. Hluti þeirra laxa sem sleppt er veiðist aftur og hækkar þannig veiðitölur margra áa. Segir stofnunin að hlutfall laxa, sem sleppt sé, hafi farið hækkandi á undanförnum árum og voru þeir um 16% á árinu 2004. Reikna megi með að sú þróun haldi áfram. Í veiðitölum 2005 eru einnig laxar ættaðir úr sleppingum gönguseiða en þar mun- ar mest um góðan árangur í Rang- ánum þar sem um 6.900 laxar hafa veiðst á stöng. Uppbygging þeirrar veiði hófst eftir 1990. Samkvæmt bráðabirgðatölum kom hlutfallslega mest aukning fram í laxveiði á Vesturlandi en met- veiði varð þar í nokkrum veiðiám. Langmest var veiðin í Eystri-Rangá, 4.153 laxar, og í Þverá-Kjarrá, 4.151 lax og er veiðin í Rangá Íslandsmet. Morgunblaðið/Einar Falur Lukkulegir veiðifélagar dást að laxi sem þeir drógu í Eystri-Rangá. Sam- kvæmt bráðabirðgatölum náði áin Íslandsmetinu á síðustu dögum. Veiðimálastofnun staðfestir metveiði veidar@mbl.is VERK íslenskra myndlistarmanna munu koma við sögu á uppboði hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í vikunni. Þar verða meðal annars seld verk eftir Snorra Arinbjarnar, Guðmund frá Miðdal, Ólaf Elíasson, Eggert Guð- mundsson, Svavar Guðnason, Krist- ínu Jónsdóttur, Ragnar Jónsson, Jón Stefánsson og Júlíönu Sveins- dóttur. Jón Stefánsson og Svavar Uppboðið hófst í gær og stendur til morguns, og eru myndlistarverk í ólíkum flokkum boðin upp á hverj- um degi. Í gær voru boðin upp verk í flokknum Cobra og nútímalist. Einn íslenskur málari er í þeim hópi, frumkvöðullinn Svavar Guðna- son sem var hluti af hinni fjöl- þjóðlegu Cobra-hreyfingu, en nafn hennar er dregið af þremur borg- um; Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam. Verk Svavars þykja einna verðmest af íslensku verk- unum á uppboðinu að mati Bruuns Rasmussen, ef undanskilin eru verk Ólafs Elíassonar og Jóns Stef- ánssonar. Tvö málverk Svavars voru til sölu og var verð þeirra sett á 75.000 danskar krónur, 750.000 ís- lenskar, en verk Jóns aftur á móti sett á 75.000-100.000 danskar krón- ur, eða allt að milljón íslenskar. Að öðru leyti eru verk Íslending- anna á uppboðinu misdýr, allt frá 6.000-8.000 dönskum krónum fyrir olíumálverk Guðmundar frá Miðdal til 25.000 - 35.000 fyrir verk Júlíönu Sveinsdóttur. Verk flestra Íslendinganna eru í flokknum klassískur módernismi sem boðinn verður upp í dag. Alls verða átta verk eftir Ólaf Elí- asson boðin upp, og eru þau af ólík- um toga. Þar er að finna fjögur olíu- málverk frá upphafi 10. áratugarins og þrjú nýleg ljósmyndaverk, þar af eitt úr Jöklaseríunni sem metið er á 300.000 danskar krónur, þrjár millj- ónir íslenskar. Einnig verður boðið upp grafíkverk eftir Ólaf, sem kost- ar mun minna eða 3.000 danskar krónur, 30.000 íslenskar. Picasso og Cindy Sherman Á uppboðinu eru líka í boði verk ýmissa stórlaxa listasögunnar. Átta verk Joans Miró verða boðin upp, fjögur verk eftir Marc Chagall og fjögur verk Picasso, auk myndarað- ar eftir Andy Warhol, sem byggist á H.C. Andersen og verkum hans. Ennfremur má finna á uppboðinu verk eftir Roy Lichtenstein, Willem de Koonig og þrjá járnskúlptúra eftir Salvador Dalí, þar af einn með hinni einkennandi bráðnuðu klukku. Uppistaðan í uppboðinu eru þó dönsk verk. Þar á meðal er að finna verk danskra myndlistarmanna sem eru til sýnis um þessar mundir á sýningunni Hraunblóm í Listasafni Sigurjóns; Carl-Henning Pedersen og Else Alfeld, auk annara lista- manna af sömu kynslóð, til dæmis Robert Jacobsen, Richard Morten- sen og Asger Jorn. Dýrustu verkin á uppboðinu virð- ast einmitt vera verk hins síðast- nefnda, olíumálverk sem metið er á 2.500.000-3.500.000 danskar krónur eða um 30 milljónir íslenskar, sem og olíumálverk Belgans Pierre Alechinsky, sem metið er á 3.200.000 - 3.800.000, eða 32 - 38 milljónir íslenskra króna. Báðir voru þeir hluti af Cobra-hreyfing- unni svonefndu. Íslensk verk boðin upp hjá Bruun Rasmussen Ólafur Elíasson dýrastur Þessi mynd Jóns Stefánssonar verður boðin upp í næstu viku. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt rúmlega þrítugan Albana í 45 daga fangelsi fyrir skjalafals með því að framvísa fölsuðu vegabréfi við komuna til landsins 20. september. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli ákærði manninn og krafðist refsing- ar en í millitíðinni gekk maðurinn laus vegna óskar sinnar um pólitískt hæli hér á landi. Í ljós kom ennfrem- ur að maðurinn var grunaður um morð í Grikklandi. Þegar í ljós kom við vegabréfa- skoðun að vegabréf hans var falsað, óskaði maðurinn eftir hæli og var settur í umsjón félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ á meðan umsókn hans var til skoðunar. Honum var synjað um hæli viku eftir komuna og tók þá sýslumaður upp þráðinn við að rann- saka meint skjalafalsbrot hans. Með aðstoð alþjóðadeildar ríkislögreglu- stjóra var send út beiðni um upplýs- ingar um manninn og kom þá í ljós að gríska lögreglan var að leita hans vegna rannsóknar á morðmáli þar í landi. Vissu ekki um hvern var að ræða Málið í heild veldur sýslumanni áhyggjum og segir Eyjólfur Krist- jánsson sýslufulltrúi að hér hafi það gerst að manni hafi verið hleypt inn í landið án þess að yfirvöld hefðu hug- mynd um það hvern væri um að ræða. Þetta hefði gerst ósjaldan áð- ur með því að útlendingar bæðu um hæli og kæmust þannig inn í landið og gætu dvalið þar án gæslu á meðan verið væri að skoða hælisumsókn þeirra. Í Reykjanesbæ væru t.d um 20 útlendingar sem biðu niðurstöðu Útlendingastofnunar. Að sögn Eyj- ólfs varðar það hagsmuni ríkisins og almennings að yfirvöld viti hverjum þau séu að hleypa inn í landið. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur tilkynnt grískum yfirvöldum um stöðu mála og jafnramt bent þeim á að krefjast þurfi framsals og leggja fram nauðsynleg gögn, að sögn Smára Sigurðssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns. Hafi grísku við- takendurnir komið þessum upplýs- ingum á framfæri við rétt yfirvöld þar í landi. Grunaður morðingi gekk laus í viku hérlendis STÆRSTA flugvél í heimi, Antonov AN-225 lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt á leið sinni frá Grikklandi til flóðasvæðanna í Bandaríkjunum með risavaxnar rafstöðvar. Vélin er sannarlega risavaxin, 84 metrar á lengd, 18 metrar á hæð og með 88,5 metra vænghaf, og er hún stærri en risaþotur sem bæði Boeing og Air- bus eru nú með í smíðum. Fulllestuð er vélin um 600 tonn í flugtaki, og þarf sex þotuhreyfla til að koma henni á loft. Hjólabúnaður vélarinnar er allsérstakur, hún er með samtals 32 dekk, fjögur að framan og 28 á sjö öxlum að aftan. Ekki veitir af, enda getur vélin bor- ið um 250 tonna farm í 280 fer- metra farangursrými. Antonov AN-225 vélin var upp- haflega smíðuð í Úkraínu til að bera Buran-geimferju Sovétríkj- anna. Flugvélin flaug með geim- ferjuna einu sinni, árið 1989, en var svo endurbyggð til þess að flytja þunga hluti um heiminn. Flugþol hennar er um 15.400 km án farms, en fulllestuð hefur hún um 4.500 km drægi. Upphaflega var smíðuð ein Antonov AN-225 vél, og önnur var kláruð að hluta, og árið 2002 var ákveðið að klára síðari vélina. Ljósmynd/Víkurfréttir Antonov-þotan er stærri en þær risaþotur Boeing og Airbus eru að smíða. Stærsta flugvél í heimi í Keflavík STANGVEIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.