Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF NÝHERJI hf. hefur undir- ritað samning um kaup á danska ráðgjafar- og hug- búnaðarfyrirtækinu Appli- Con A/S. AppliCon A/S er einn stærsti samstarfsaðili SAP í Danmörku og eitt af öflugri SAP ráðgjafarfyrirtækjum þar í landi, en SAP er alþjóðlegt hugbún- aðarfyrirtæki sem þróar og selur hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki. Í fréttatilkynningu segir að kaupin séu í samræmi við stefnu Nýherja að auka starfsemi fyrirtækisins erlendis á sviði hugbúnaðarþjónustu og upp- lýsingatækni. Samhliða kaupunum á AppliCon A/S verður stofnað sérstakt félag um starfsemi hugbúnaðarlausna Ný- herja undir nafninu AppliCon ehf. Jafnframt verður sérstakt eignar- haldsfélag stofnað undir nafninu AppliCon Holding ehf. sem starfsem- in í Danmörku og á Íslandi mun falla undir. Fyrirtækin verða dótturfélög Nýherja. Samkvæmt fréttatilkynningunni verða engar breytingar gerðar á stjórnendahópnum. Framkvæmda- stjóri félagsins í Danmörku er Martin Nørballe, en hann starfaði áður sem yfirmaður ráðgjafardeild- ar SAP í Danmörku. Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri hug- búnaðarsviðs Nýherja, tekur við nýju starfi fram- kvæmdastjóra AppliCon ehf. Markaður í örum vexti Rekstur og þjónusta viðskiptahug- búnaðar á vegum Nýherja mun því framvegis fara fram undir merkjum AppliCon. Að sögn Þórðar Sverrissonar, for- stjóra Nýherja hf., er markaðurinn fyrir viðskiptahugbúnaðarlausnir á Norðurlöndum í örum vexti. „Við telj- um AppliCon öflugt fyrirtæki til að selja þessar lausnir til danskra við- skiptavina og þekkt nafn til að þróa sem fyrirtæki á Norðurlöndum,“ seg- ir Þórður. „Með þátttöku ráðgjafa frá AppliCon A/S í verkefnum fyrir ís- lensk fyrirtæki og starfi íslenskra ráðgjafa í Danmörku næst að sam- nýta víðtæka þekkingu og reynslu ráðgjafa og veita þannig enn betri þjónustu við viðskiptavini. Sameinað fyrirtæki verður jafnframt betur í stakk búið til að takast á við stærri og flóknari verkefni en hingað til.“ Nýherji kaupir hug- búnaðarfyrirtæki ● BREYTINGAR á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fram að áramót- um verða á bilinu frá því að lækka um 1% og upp í að hækka um 4%. Þessu spáir Greining Íslandsbanka en deildin hefur sent frá sér afkomu- spá fyrir helstu félög í Kauphöllinni. Fram kemur í spá Greiningar ÍSB að deildin gerir ráð fyrir því að úrvals- vísitalan hækki um 35–42% frá byrj- un til loka þessa árs. Það jafngildir 1% lækkun til 4% hækkun til ára- móta. „Við eigum þannig einungis von á lítilsháttar hækkun hlutabréfa- verðs á fjórða ársfjórðungi, þ.e. um 2%, ef stuðst er við miðju spábilsins. Ekki er hins vegar hægt að útiloka lít- ilsháttar lækkun. Spáin er mjög háð því hvernig gengur hjá stærstu félög- unum en þau fimm stærstu vega samtals um 80% í Úrvalsvísitölunni,“ segir Greining ÍSB. Litlar breytingar til áramóta ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 17,3 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 1,2 milljarða. Mest voru viðskipti með bréf Lands- banka fyrir um 385 milljónir. Engin hlutabréf hækkuðu í verði í gær en mest lækkun varð á bréfum Flögu, 3,1%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 1,11% í gær og er nú 4.521,22 stig. Engin hlutabréf hækkuðu ● STERLING lággjaldaflugfélagið, sem er í eigu Fons eignarhaldsfélags, áætlar að fljúga til ellefu staða frá Helsinki í Finnlandi, þegar flug félags- ins þaðan hefst næsta sumar. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef danska blaðsins Politiken. Þar kemur fram að fyrirhugaðir áfangastaðir séu Barcelóna, Malaga, Bologne, Krít, Búdapest, Edinborg, Faro, Nice, Par- ís, Prag og Róm. Í frétt á finnska fréttavefnum virtu- al.finland.fi segir að Sterling sé enn eitt flugfélagið sem ætli að reyna fyrir sér með lággjaldaflug til og frá Finn- landi. Hlutdeild lággjaldaflugfélaga þar sé með því lægsta í Evrópu, eða um 6% á meðan víða annars staðar sé hlutdeildin um 20%. Haft er eftir Almari Erni Hilmars- syni, forstjóra Sterling, á virtual. fin- land.fi, að lággjaldaflugmarkaðurinn í Finnlandi sé skammt á veg kominn. Sterling stefni að því að stækka markaðinn en ekki endilega að taka farþega frá öðrum flugfélögum. Hægt sé að taka þátt í þessum markaði við hliðina á Finnair. Ellefu áfangastaðir frá Finnlandi                !"  "        !" #  !$  %& ' " %& ( %  ) ( % * +%# %  * #% $ %& ( % ' " %&  , -" .'! .  /!01- %# ( %  2  #  $%      ! /  ' " %&  /0 % 3-" %& , ! %  45-0 6#0    78! " % 7- "-/ 9:##%# / % ;%% " % &  '   () ! -"&<:0 0   $ %& =/' " %&  ."1 >" #." %&   9? ? ( *     3@<A .=   -               B B      B    B   B B B -: %#1 :    - B B B B  B B B B  B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B B CB DE CBDE CB DE CBDE B CB DE CB DE CB DE CBDE CB DE CBDE CBDE CBDE B B B B CB DE B B CB DE B B B B CB DE B B B -"&     & # % 9"(=" & # F * . "                  B B     B   B  B B B                                                     ;  =+G   9 H #% "  !0 "&          B B   B   B B B B 9 B;-#% :  "(  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ÍSLENDINGAR eru að skoða hugsanleg fyrirtækja- kaup á norðurhluta Jótlands. Danskir fjömiðlar greina frá þessu. Haft er eftir Karl Otto Nicolajsen hjá at- vinnumálaráði Álaborgar í frétt á fréttavefnum Idag – Industriens Dagblad, að viðræður standi yfir milli ráðsins og íslenskra fjárfesta og að íslensk stjórnvöld komi einnig að þeim viðræðum. Már Másson, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, segir að fulltrúar atvinnumálaráðs Álaborgar hafi haft samband við sendiráðið og óskað eftir aðstoð þess við að koma á tengslum við aðila í ís- lensku atvinnulífi. Hann segir að hann muni funda með fulltrúum atvinnumálaráðsins um miðjan þennan mánuð, þar sem farið verði yfir þessi mál. Nicolajsen segir að um sé að ræða þrjá íslenska banka og nokkur fyrirtæki, sem vilji gjarnan fjárfesta á svæðinu. „Við viljum ekki upplýsa nánar um inni- hald þessara viðræðna en við vonum, að þær geti leitt til þess að störf skapist fyrir 150–200 manns,“ segir hann. Segir í fréttinni að hugsanleg fyrirtækjakaup Ís- lendinga í Jótlandi séu a.m.k. að hluta til í mat- vælaiðnaði. Nokkur íslensk fyrirtæki eru í Álaborg, þar á meðal Larsen Seafood. Haft er eftir Nicolajsen að hann von- ist til þess að áhugi Íslendinga fyrir fjárfestingum á Jótlandi muni einnig vekja áhuga hjá dönskum fjár- festum, hugsanlega þannig að um samvinnu við Ís- lendinga gæti orðið að ræða. Nokkuð hefur verið um að fyrirtækjum á Jótlandi hafi verið lokað að undanförnu, svo sem Flextronics í Pandrup og Danish Crown í Hjørring. Íslendingar skoða fjár- festingar á Jótlandi Morgunblaðið/Þorkell Matvælaiðnaður Ostar eru meðal þeirra matvæla sem Danir hafa getið sér gott orð fyrir framleiðslu á. EIMSKIP hefur eignast allt hlutafé í norska flutninga- félaginu CTG. Í fréttatilkynn- ingu frá félaginu segir að mikil samlegðaráhrif séu á milli félaganna en CTG sér- hæfir sig í flutningum og geymslu á frystum og kæld- um sjávarafurðum. Fram kemur í tilkynning- unni að Eimskip hafi átt meirihluta í CTG frá því í upphafi árs 2004 en verðmæti félagsins er ríflega milljarður króna. Gert er ráð fyrir að velta félagsins á árinu verði um 1,5 milljarðar króna. Ennfremur hefur Eimskip gert samstarfssamning við DHL og hefur Eimskip nú að- gang að flutninganeti DHL í sjó- og flugfrakt. Segir í fréttatilkynningunni að Eim- skip geti nú boðið upp á hrað- flutningsþjónustu til viðbótar við eigin þjónustu. CTG að fullu í eigu Eimskips GASFÉLAGIÐ ehf. í Straumsvík hefur samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verið selt. Félagið hefur frá stofnun verið í eigu Olíufélagsins, Skeljungs og OLÍS en ástæða söl- unnar mun vera sú að eining ríkir ekki meðal eigenda um reksturinn í kjölfar skýrslu Samkeppnisstofn- unnar um verðsamráð þeirra. Gasfélagið var stofnað árið 1995 og skiptist eignarhaldið jafnt á milli eigendanna þriggja, þ.e. 33,3% eign- arhlutur á hvern eiganda. Félagið sérhæfir sig í innflutningi á própan- gasi og selur það til olíufélaganna sem síðan selja gasið áfram til neyt- enda og stærri viðskiptavina. Próp- angas er meðal annars notað til þess að kynda gasgrill og gashitara á ver- andir en meðal stærri viðskiptavina eru veitingastaðir og álver. Starfs- menn Gasfélagsins eru níu. Kaupverð liggur ekki fyrir en heimildir Morgunblaðsins herma að kaupandinn sé félag tengt Saxhóli sem er eignarhaldsfélag fjölskyld- unnar sem er kennd við Nóatún. Morgunblaðið/Sverrir Grillkútar Gaskútar fyrir grill eru meðal þess sem Gasfélagið selur. Gasfélagið skiptir um eigendur Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ● TILBOÐ verður lagt fram í bresku verslunarkeðjuna Somerfield áður en frestur, sem breska yfirtöku- nefndin hefur sett, rennur út 14. október næstkomandi. Reuters- fréttastofan hefur þetta eftir heim- ildamönnum innan þess hóps sem hefur verið að undirbúa tilboð. Um síðustu helgi sögðu breskir fjöl- miðlar að svo kynni að fara að ekkert tilboð yrði lagt fram í verslunarkeðj- una, eins og greint var einnig frá í Morgunblaðinu í gær. Viðræður um hugsanlega yfirtöku á Somerfield hófust í marsmánuði í kjölfar þess að Baugur lagði fram til- boð í verslunarkeðjuna upp á liðlega einn milljarð punda. Tilboð verður lagt fram í Somerfield 4 & I .J7 "#$%& $#"$' ()*& ()*+ D D !9.< KL &#%,% &#$-' ()*$ .$*$ D D @@ 6,L %#/&) ,)- .)*/ ()*- D D *!L 4 - -%- $-#+-, ()*% .$*/ D D 3@<L KM)%- %#&"$ $)#%&' ($*$ ()*+ D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.