Morgunblaðið - 05.10.2005, Side 33

Morgunblaðið - 05.10.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Anna Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1954. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. sept- ember síðastliðinn. Anna var elsta barn hjónanna Heiðrún- ar Helgadóttur og Einars Magnúsar Þorsteinssonar, en þau eru bæði látin. Systkini Önnu eru Reynir, Ólafía Guð- rún og Valgerður Helga. Fjölskyldan flutti í Reyni- hvamm 33 í Kópavogi þegarAnna var á öðru ári. Anna giftist Gísla Antonssyni 1974. Þau skildu. Eftirlifandi eig- inmaður Önnu er Ragnar Jón Jónsson. Þau giftust 30. júní 1979. Börn þeirra eru Ragnar Helgi, f. 1978, og Heiðrún, f. 1979. Sambýliskona Ragnars Helga er Maren Kjartansdóttir, þau eiga eina dóttur, Ragnheiði Önnu. Sambýlismaður Heiðrúnar er Ragn- ar Freyr Magnús- son og eru þau bú- sett í Svíþjóð. Synir Ragnars, sem hann átti fyrir kynni þeirra Önnu, eru Hilmar, Jón Guð- mundur, Ágúst, Ólafur og Bjarni Ómar. Anna var heimavinnandi stór- an hluta starfsævinnar en 1997 réðst hún til starfa hjá Reykjavík- urprófastsdæmi eystra sem skrif- stofustjóri. Anna starfaði hjá pró- fastsdæminu til ársins 2004 að hún lét af störfum vegna veik- inda. Útför Önnu verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að skrifa fáein orð til minningar um elskulegu stóru syst- ur mína Önnu Einarsdóttur sem nú er látin eftir baráttu við hinn erfiða og ólæknandi sjúkmdóm MND. Hún var alltaf stóra systirin í minningunni. Ein af bestu minning- unum er þegar hún spilaði fyrir mig á píanó lagið Für Elise eða Dúkku- drauminn eins og ég kallaði það. Anna byrjaði snemma að læra á píanó, hún byrjaði að spila níu ára og gekk það vel eins og allt sem henni var hugleikið. Þær voru líka ófár peysurnar, og jafnvel kjólarnir sem hún prjónaði á mig þegar ég var stelpa og þegar ég varð eldri gat ég sagt: Mig langar í svona, það var nóg til að Anna prjón- aði á systur sína með gleði og hafði hún alla tíð gaman af að gera eitt- hvað fyrir mig og færa mér fallega hluti. Við vorum samrýndar þó svo að rúm sex ár væru á milli okkar. Við eignuðumst fyrsta barnið okkar sama árið og bjuggum svo í sama hverfinu fyrstu uppvaxtarár þeirra. Samgangurinn var mikill, við vorum báðar heimavinnandi ungar hús- mæður með lítil börn, gerðum mikið saman og studdum hvor aðra í sínum málum. Á sólardögum var svo farið í Reynihvamminn, legið í sólbaði og leikið allan daginn við börnin. Síðar fórum við í útilegur saman, einnig vorum við duglegar að bjóða hvor annarri í mat og þá var setið fram eftir kvöldi (nóttu) og spjallað yfir góðu víni ásamt mönnunum okkar. Þegar hún svo veiktist var það mikið áfall, maður vissi alltaf hvað koma skyldi þar sem við vorum bún- ar að missa móður okkar úr sama sjúkdómi. Eftir að hún greindist ákváðum við að gráta í smá tíma en fara svo í Pollyönnu-leikinn sem mamma kendi okkur og reyna að njóta þess tíma sem eftir væri. Þegar hún varð fimmtug í fyrra fórum við saman til Spánar og eydd- um tveimur yndislegum vikum sam- an, ég vissi þá að líklega væri þetta fyrsta og síðasta fríið okkar saman í útlöndum. Þó hún væri orðin veik þá var ferðin frábær og veisla allan daginn og fram á nótt á afmælinu hennar. En ég varð svo þeirrar gæfu að- njótandi að eyða síðustu ævidögum hennar með henni í Danmörku vik- una áður en hún dó. Við fórum sam- an á MND ráðstefnu þar sem við átt- um þátt í að stofna Norðurlanda- samtök MND sjúklinga. Þar kom í ljós að mikið var af henni dregið en við reyndum að gera gott úr því sem við höfðum og áttum yndislega ferð saman. Fórum í smá búðaráp saman en okkur systrum leiddist aldrei að versla. Ég hefði samt ekki getað trú- að að hún yrði látin aðeins viku síðar. Ég gæti eflaust skrifað heila bók um það sem við brölluðum saman en þessi fátæklegu orð verða að duga. Elsku systir, ég mun sakna þín sárt, vonandi ertu komin á betri stað þar sem þú þarft ekki að þjást. Bros- ið þitt mun fylgja mér alla tíð. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín systir Ólafía. Í dag kveðjum við ástkæra frænku okkar hana Önnu. Enn ein hetjan fallin eftir stutta en harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm MND. Við erum svo heppnar að eiga fullt af góðum minningum um Önnu, fjör- mikla, brosandi og glæsilega. Hún átti mörg áhugamál og sinnti þeim öllum geislandi af orku, hvort sem það var tónlist, handavinna eða golf. Heimilið var henni mjög mikilvægt og naut hún þess alltaf að vera með fjölskyldunni og að taka á móti gest- um. Við vorum alltaf eins og systra- dætur þó svo að mamma hennar, Rúna frænka eins og við kölluðum hana alltaf, væri ömmusystir okkar. Við hittumst í öllum afmælum og eins um jól, þá var léttleikinn í fyrir- rúmi, mikið hlegið og leikið og allir ánægðir eftir góðar stundir. Síðan um tíma skildu leiðir að miklu leyti eins og gengur og gerist, nóg að gera í barnauppeldi og slíku, þó lengra liði á milli þess að við hitt- umst, slitnuðu böndin aldrei. Þegar við síðan fréttum af veik- indum Önnu, sem voru þau sömu og mamma hennar átti við að glíma fyr- ir ekki mörgum árum, var sam- bandið endurnýjað og teljum við það forréttindi að hafa fengið að vera með henni síðasta spölinn. Þó svo að síðastliðið ár hafi verið Önnu erfitt, þá var hún samt alltaf til í að slá á létta strengi og við áttum margar góðar stundir saman. Síðast- liðið vor fórum við systurnar með Önnu og systrum í sumarbústað í Úthlíð, áttum við þar frábæra helgi, mikið hlegið og gert að gamni sínu, farið í pottinn og dekur á eftir á snyrtistofu Ólafíu sem sett var upp í bústaðnum. Minningar og myndir frá þeirri helgi eru okkur dýrmætar perlur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm, sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Stgr.) Elsku Ronni, Ragnar, Heiðrún, Ólafía og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill, en minning Önnu mun allt- af lifa í hjörtum okkar. Guð blessi minningu Önnu Ein- arsdóttur. Soffía og Sigríður Rósa. Daginn sem þú kvaddir, Anna, var ég að keyra yfir brúna hjá Hljóm- skálagarðinum. Í huga mér var myndin af þér, þar sem þú lást í sjúkrarúminu sárþjáð með ástvini þína í kringum þig. Áður en ég kom að brúnni sá ég fullt af hvítum fugl- um, máfum eða kríum. Það var rok og sviptivindar, sem feyktu fuglun- um fram og til baka eins og hvítum blöðum, séð úr fjarska. Þessi mynd af blöðum eða fuglum sem sveiflast í vindinum er núna tengd minning- unni um þig. Minningu um sterka, fallega og hressa konu sem lét mót- vind ekki feykja sér, en varð að lúta sjúkdómnum sem herjaði á hana. Þú þekktir þennan sjúkdóm, hafðir séð hann herja á móður þína og vissir að af mörgu vondu var þetta sá versti. Samt ætlaðir þú ekki að gefast upp þó að þú vissir að baráttan væri löngu töpuð. Þú reyndir að hlífa öll- um í kringum þig, brosandi og vel klædd svo okkur liði ekki óþægilega. Þú varst hetja, Anna. Mig langar að standa upp fyrir þér eins og gert er á Systrakvöldum þegar karlmennirnir standa upp og syngja minni okkar kvenna, þá langar mig að standa upp og syngja fyrir þig minni karla, ekki kvenna. Því þú varst svo sannarlega „Norðurstranda stuðlaberg“. Við Bjarni sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Ronna/ pabba, Heiðrúnar, Ragnars og systkina. Þið eins og við hafið misst mikið. Þórdís. Kveðja frá saumaklúbbnum Haustið skartar sínum fegurstu litum, þegar við kveðjum hana Önnu vinkonu okkar. Hún sem ætlaði til Þingvalla að skoða haustlitina. Frá- fall Önnu kom nokkuð snöggt, þó að við gerðum okkur grein fyrir hvert stefndi, héldum við að hún fengi lengri frest. Anna var búin að vera í sauma- klúbbi með okkur í yfir 30 ár. Við komum úr ýmsum áttum, sumar okkar unnu með Önnu, aðrar kynnt- ust henni í gegnum vinkonur. Við dáðumst að myndarskap Önnu. Hún kom kannski með prjónauppskrift í saumaklúbb og í þeim næsta mátaði hún flíkina. Ekki var hún síðri í saumaskapnum. Við biðum alltaf spenntar að fá að sjá hvernig síðkjól Anna saumaði sér fyrir árshátíðirnar. Þetta gerði hún allt ásamt því að sjá mjög mynd- arlega um heimilið fyrir þau Ronna, Ragnar Helga og Heiðrúnu. Þau Ronni voru afar samhent hjón. Þau ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og utan. Þau spiluðu saman golf og svo spilaði Anna einnig keilu, en hún var mikil keppnismanneskja og náði ágætum árangri. Þrátt fyrir þverrandi kraft keppt- ist hún við að prjóna á ættingja og vini. Í síðasta saumaklúbbi, sem haldinn var heima hjá henni, sýndi hún okkur hreykin hatt og veski sem hún heklaði fyrir barnabarnið. Höfð- um við boðið henni aðstoð við klúbb- inn en hún, eins og alltaf, vildi sjá um það sjálf. Síðustu tvö árin hafa verið Önnu erfið. Við dáðumst að dugnaði henn- ar, en alltaf mætti hún í sauma- klúbbinn. Hún lagaði sig að breytt- um aðstæðum og þegar hún gat ekki lengur talað við okkur, kom hún með tölvuna sína og skrifaði niður það sem hún vildi segja. Hún var svo dugleg og jákvæð að við gerðum okkur ekki fyllilega grein fyrir hversu veik hún var orð- in. Það haustaði of snemma í lífi Önnu. Söknuðurinn er mikill en við minnumst hennar með gleði í hjarta og þakklæti fyrir samverustundirn- ar. Elsku Ronni, Heiðrún, Ragnar Helgi og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Erla, Helga, Hildur, Jóhanna, Karín og Rósa. ANNA EINARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Önnu Einarsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Nesklúbbs- konur; Guðjón Sigurðsson; Guð- mundur Þorsteinsson; Valgerður Gísladóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDÍNU INGVARSDÓTTUR frá Höfða, Vallarbraut 2, Ytri-Njarðvík. Ólafur I. Kristjánsson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Óskar Hermannsson, Sigurgeir Kristjánsson, Pálína Gísladóttir, Kristján Kristjánsson, Þóra Harðardóttir, Edda Kristjánsdóttir, Viðar Kristjánsson, Sigríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA BERGHOLT LÚTHERSSONAR húsvarðar, Ásbraut 21, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Svana Svanþórsdóttir, Ragna Óladóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Kristín Th. Óladóttir, Óli Sævar Laxdal, Ásdís Óladóttir, Lúther Ólason, afabörn og langafabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu okkar, HUGRÚNAR KRISTINSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Þorsteinn Briem, Emil Kristinn Briem, Haukur Geir Eggert Briem, Stefán Berg Rafnsson, Sigurður Hilmar Hansen, Harpa Dögg Nóadóttir og barnabörn, Jórunn Kristinsdóttir, Sigurlaug Kristinsdóttir, Einar Eggertsson. Kærar þakkir til þeirra fjölmörgu er sýndu samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæru MATTHILDAR VICTORÍU HARÐARDÓTTUR og FRIÐRIKS ÁSGEIRS HERMANNSSONAR. Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir ómetanlega vináttu og stuðning og fyrir að vera ljósið í myrkrinu á þessum dimmu og sársauka- fullu tímum. Sérstakar þakkir hljóta allir þeir sem tóku þátt í þrotlausri leit, starfsfólk slysadeildar, sr. Sigfinnur Þorleifsson, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson og það tónlistarfólk er lagði fram lið sitt við útförina. Innilegar þakkir til allra þeirra sem minntust Maddýjar og Frigga með framlagi sínu í minningarsjóð þeirra, en sá sjóður mun stuðla að auknu öryggi til sjós. (Reikningur 1175-05-411509 hjá SPV). Vigfús Daði Vigfússon, Arnar Freyr Vigfússon, María Jóhannsdóttir, Hörður G. Albertsson, Guðný, Auður og Erla Ruth Harðardætur. Hermann Stuart Crosbie, Agnes Helga Einarsdóttir, Halldóra Málfríður, Einar Már og Baldur Hermannsbörn, Halldóra Margrét Hermannsdóttir, Filippia Kristjánsdóttir og aðrir elskandi ástvinir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.