Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 10
RÁÐHERRAFUNDUR BASREC-
ríkjanna var haldinn í Reykjavík í
vikunni, en BASREC er heiti á orku-
málasamtarfi ríkja í Eystrasalts-
ráðinu. Andris Piebalgs, orkumála-
stjóri Evrópusambandsins, ávarpaði
fundinn. Hann kynnti sér einnig nýt-
ingu jarðvarma hér á landi, orkuver
og vetnisverkefni Íslendinga.
Sjálfur segist Piebalgs í samtali
við Morgunblaðið vinna að verkefn-
um innan ESB sem tengjast háu ol-
íu-, gas- og orkuverði í heiminum.
Hann segir að fulltrúar ESB séu að
reyna að bregðast við því, m.a. með
því að ræða við stóru olíuríkin eins
og við Rússland, Noreg og fleiri lönd
og hvetja þau til að auka olíufram-
leiðslu sína. Hann segir að ESB þurfi
m.ö.o. að glíma við það vandamál
sem fylgi aukinni þörf fyrir orku en
minni orkuframleiðni. ESB vilji því
m.a. auka orkunýtnina.
Piebalgs fjallaði m.a. um svæða-
samstarf í orkumálum á fundi BAS-
REC, en ESB styður slíkt samtarf.
Á ráðherrafundinum var m.a. rætt
um alþjóðasamning BASREC sem
kveður á um stofnun sjóðs til að fjár-
magna aðgerðir á svæðinu á grund-
velli Kyoto-bókunarinnar. Pétur Örn
Sverrisson, lögfræðingur í iðnaðar-
ráðuneytinu, segir að með samn-
ingnum séu BASREC-löndin að
ganga á undan með góðu fordæmi,
þ.e. með samningnum fái þau fjár-
magn til að fylgja áætlunum Kyoto-
bókunarinnar eftir. Íslendingar
leggja fram fjármagn til þessa verk-
efnis.
Ráðherrar funda
vegna BASREC
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Andris Piebalgs.
10 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Helgi
Björns
laus úr viðjum
erkitöffarans
UM áramót mun göngudeild psori-
asis-sjúklinga á Akureyri verða lok-
að. Deildin hefur verið rekin af
Sjálfsbjörg en nú er svo komið að
flestöll tæki eru úrelt og því ekki
stætt á að hafa deildina áfram opna.
Segir Valgerður Auðunsdóttir, for-
maður Samtaka psoriasis- og exem-
sjúklinga (SPOEX) að þetta sé stór-
mál fyrir sjúklinga fyrir norðan þar
sem sjúkdómar taki sér ekki frí.
Samtökin hafi fundað með forsvars-
mönnum sjúkrahússins fyrir norðan
og líti þeir jákvætt á að taka að sér
göngudeildina en af því geti ekki orð-
ið fyrr en 2007. Því munu úrræði fyr-
ir sjúklinga fyrir norðan verða af
skornum skammti eftir áramótin.
Í dag er alþjóðlegi psoriasisdag-
urinn og segir Valgerður að með-
ferðarúrræði á Íslandi séu ekki
nægilega góð og berjast samtökin
fyrir því að meðferðarúrræði hér-
lendis verði þau bestu sem völ er á.
Segir hún að ný laser-meðferð sé til
dæmis ekki greidd niður af Trygg-
ingastofnun og eins þurfi að berjast
fyrir því að ferðakostnaður í Bláa
lónið sé greiddur niður því hann sé
oft mikill fyrir buddur sjúklinga. Að-
spurð um hvort sjúklingar fyrir
norðan geti notað lónið í Mývatns-
sveit segir Valgerður of snemmt að
segja til um það, reynslan verði að
leiða það í ljós.
Þá bendir Valgerður á að á Íslandi
séu um 9.000 psoriasissjúklingar og
af þeim sé um þriðjungur haldinn
psoriasis-gigt á mismunandi háu
stigi. Af þeim eru um 10% með alvar-
lega gigt og oft vill þessi þáttur
psoriasissjúkdómsins gleymast.
Tengsl psoriasis
og hjartasjúkdóma
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
sem alþjóðasamtök psoriasissjúk-
linga birta í dag benda til þess að af-
gerandi tengsl séu á milli psoriasis
og hjartasjúkdóma. Eru tengslin tal-
in erfðafræðileg og leiddi rannsókn-
in í ljós að fólk undir 40 ára aldri með
psoriasis á háu stigi reyndist vera
með kólesteról langt yfir meðallagi
og var ekki unnt að skýra ástæðu
þessa með hefðbundnum kólester-
ólvandamálum, svo sem reykingum,
hreyfingarleysi og lélegu mataræði.
Því benda niðurstöður til þess að
psoriasissjúklingar lifi við aukna
hættu á að fá hjarta- og æðasjúk-
dóma.
Alþjóðlegi psoriasis-dagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Göngudeild á Akureyri
lokað um áramótin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valgerður Auðunsdóttir, formaður SPOEX, og Albert Ingason meðstjórn-
andi kynna helstu baráttumál sem samtökin hafa á stefnuskrá sinni.
SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla
Íslands heldur árlegan minning-
arfyrirlestur Jóns Sigurðssonar í
dag, laugardag. Fyrirlesari þetta
árið er brasilíski sagnfræðing-
urinn Patricia Boulhosa sem
heldur fyrirlestur með titlinum
„Gamli sáttmáli: Staðreynd eða
tilbúningur?“ í stofu N-132 í
Öskju á Háskólalóðinni og hefst
hann kl. 15.00.
Boulhosa hefur sérhæft sig í ís-
lenskri mið-
aldasögu og
hlotið dokt-
orsgráðu frá
Cambridge-
háskóla 2003
fyrir ritgerðina
„Icelanders and
the Early Kings
of Norway: the
Evidence of
Legal and Literary Texts“. Hún
vinnur nú við kennslu í norrænni
víkingaaldarsögu í sama háskóla.
Boulhosa hefur bent á þá stað-
reynd að hvergi sé minnst á
Gamla sáttmála í lagatextum frá
13. og 14. öld, heldur spretti
hann fram alskapaður á 15. öld.
Hefur hún varpað fram þeirri
kenningu að Gamli sáttmáli sé
ekki frá 1262 heldur sé hann til-
búningur spunameistara 15. ald-
ar.
Patricia Boulhosa
Var Gamli sáttmáli tilbúningur?
edda.is
Leikandi vísur
og litríkar myndir
1. sæti
Barnabækur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
19. – 25. okt.
Fornt og frægt kvæði
Í Völuspá segir völva frá því
hvernig heimurinn var skapaður,
og síðan norrænu goðin og fyrstu
mennirnir.
Hér gera Þórarinn Eldjárn og
Kristín Ragna Gunnarsdóttir þetta
forna og fræga kvæði aðgengilegt
fyrir börn á öllum aldri í leikandi
vísum og litríkum myndum.