Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ertu viðbúinn vetrinum? Glæsilegt sérblað um veturinn fylgir Morgunblaðinu í dag ÞAÐ er eftirminnilegt að hafa tekið þátt í kvennafrídeginum fyrir 30 árum ung móðir í hlutastarfi með eitt barn. Það sama mátti segja nú árið 2005 þriggja sona móðir og amma. Baráttan hefur skilað konum langan veg þó svo að margt sé eftir utan sem innan heimilis. Kvennafrídagarnir eða kvennaverkföllin hefðu aldrei náð fót- festu ef einhverjar fá- ar konur hefðu ekki fengið þessa hug- mynd, rætt hana og hrint henni í fram- kvæmd. Umræðan smitaðist síðan áfram og fleiri og fleiri urðu þátttakendur þar til gífurlegum fjölda fólks þótti eðlilegt að taka þátt í atburðunum og jafnvel að gefa frí frá vinnu til þess arna. Drögum fram hið jákvæða Að mínu mati er tímabært að hefja jafnréttisbaráttuna upp á nýtt plan og nýta sér það afl í þjóð- félaginu sem verður þegar umræðan nær að snúa við- horfi meirihlutans. Framvegis myndi ég vilja sjá fjöl- miðla og aðra áhrifavalda í þjóð- félaginu leita uppi jákvæðu hlutina við jafnréttisbaráttuna og hampa þeim þar til umræðan hefur snúið viðhorfinu og fólki þyki eðlilegt að sjá bæði konur og karla í hinum ýmsu hlutverkum. Til dæmis mætti finna þau fyrirtæki þar sem kyn- bundinn launamunur er ekki til staðar (sumir forsvarsmenn fyr- irtækja halda þessu fram) og fá fram svart á hvítu viðhorf þessa fólks gagnvart vinnustaðnum og hvaða áhrif það hefur í fjölskyldum. Ræða við karla og konur þar sem bæði kynin eru andlit fyrirtækisins eða í forsvari og fá fram kosti þess að fá samhliða fram í dagljósið karl- læg og kvenlæg sjónarmið við ákvarðanatökur. Fleira mætti nefna. Samhliða nýjum áherslum í jafn- réttisbaráttunni tel ég mikilvægt að við tökum upp baráttu fyrir börnin, því ef fullorðna fólkið gerir það ekki, hver gerir það þá? Vitað er að stór hluti vinnandi fólks eyðir mikilli orku í að berjast fyrir viðurkenningu á sjálfum sér, eigin starfsframa og við- urkenningu á að menntun þess nýtist þjóðfélaginu. Einnig er vitað að oft fer þessi eiginhagsmunabarátta ekki saman við barna- uppeldi, einkum ef báð- ir foreldrarnir berjast á sama tíma við að ná þessu marki, þar sem vinnutíminn vill verða of langur til að eðlilegt fjölskyldulíf takist sem skyldi. Of langur vinnu- tími og þar með of lang- ar fjarvistir foreldra frá börnum sínum eru í flestum tilvikum baga- legar – og er efni í sér- staka grein. Að mínu mati þurfum við einnig að ná um- ræðunni á það stig að það sé eðlilegt að pabb- ar vinni hlutastörf ef þeir vilja vera sam- vistum við börn sín meira en örfáa tíma á dag. Það á ekki að vera sjálfgefið að konan sé sú sem tekur fjölskylduábyrgðina vilji foreldrar taka barnauppeldi alvarlega. Fjölmiðlar gætu leitað uppi feður sem njóta þess að sinna börnum og heimili, foreldra sem hafa aðlagað vinnutíma sinn þannig að börnin finna til þess að þau eigi bæði mömmu og pabba sem vilja vera samvistum við þau, þeir gætu leitað uppi fyrirtæki sem tekur jákvætt í að hafa hlutastarfsfólk, þeir gætu hampað því fjölskyldumynstri sem fær börnin til að líða vel o.s.frv. Á kvennafrídaginn 1975 var ekki algengt að karlar sæju um matseld- ina þótt það þekktist. Nú 30 árum síðar þykir ekki tiltökumál þótt karlar reiði fram dýrindismáltíðir enda eru fjölmiðlar stöðugt að fjalla um þá. Við áorkum miklu við að leggja niður nöldurtóninn um það sem hefur ekki áorkast en í staðinn að vekja athygli á því þar sem jafn- réttisbaráttan hefur náð árangri, hvort sem er á vinnumarkaði eða í fjölskyldum. Að 30 árum liðnum verður gaman að sjá að eðlilegt þyki að foreldrar komi sér saman um hver ætli að ná fyrr frama í atvinnulífinu og hver ætli að ná árangri með uppeldið – eða að dregið hafi úr vinnutíma og lífsgæðakaupphlaupið sé orðið úrelt tískufyrirbæri en börnin séu þau sem við berum mestan hag fyrir brjósti. Breytum áhersl- unni næstu 30 árin Hildur Friðriksdóttir skrifar í tilefni af nýafstöðnum kvennafrídegi Hildur Friðriksdóttir ’Að mínu matier tímabært að hefja jafnrétt- isbaráttuna upp á nýtt plan og nýta sér það afl í þjóðfélaginu sem verður þeg- ar umræðan nær að snúa við- horfi meiri- hlutans.‘ Höfundur er MA í félagsfræði og hefur stundað rannsóknir á vinnustreitu og samþættingu fjölskyldulífs og atvinnu. Best er að vera bráður í raun og býta illt við marga, véla af öðrum verkalaun og voluðum lítið bjarga. Jafnréttissinni? Öfugmæli komu fyrst í hugann við lestur á grein Snjólfs Ólafssonar prófess- ors um „eðlilegan launamun kynjanna.“ Fyrsta öfugmælið tel ég felast í fullyrð- ingu mannsins um að sjálfur sé hann „mik- ill jafnréttissinni.“ Til að sanna mál sitt setur Snjólfur m.a. fram fullyrð- ingar um sjálfsagða hluti og ekki eins sjálfsagða, eins og: „…ein- staklingar eiga að hafa sama rétt óháð kyni, kynhneigð og mörgu öðru.“ Hvernig rök eru þetta hjá prófessor við Háskóla Íslands? Allir eiga að hafa sama rétt, punktur og basta! Það merkir hins vegar alls ekki að allir búi við sama eða sams konar misrétti. Almenn mannfyrirlitning („ras- ismi“) er meginorsök launamis- réttis, kynhneigð kemur þar ekk- ert sérstaklega við sögu. Eða athugasemd eins og: „Kyn- in eru ólík og það væri út í hött ef stjórnvöld, nú eða einhverjir aðrir, reyndu að gera þau eins.“ Hvaða kenning er þetta? Hvað felst í því að gera kynin eins? Skil ekki. Enginn eðlislægur munur er á kynjunum sem skýrir launamisréttið. Konur eru eins ólíkar innbyrðis og þær eru margar og það sama gildir um karla. Ekki er því hægt að skýra launamisrétti með „eðlislægum mun“. Enn óskiljanlegra en ella er því að konum skuli gert að taka lægri laun á grundvelli kyn- ferðis eða fyrir það eitt að sinna störfum sem skilgreind hafa verið sem „kvennastörf“ á sama tíma og karlar eru verð- launaðir fyrir að vinna „karlastörf.“ Óskiljanlegt og óá- sættanlegt misrétti. Karlar vinna almennt meira en konur – er það svo? Þegar kemur að frekari skýringum á hærri launum karla en kvenna er mat Snjólfs: „…að karlar vinna almennt meira en konur (í launaðri vinnu).“ Veit maðurinn ekki að óútskýrði launamunurinn er óútskýrður af því að allir aðrir þættir eins og m.a. mismunandi vinnutími karla og kvenna hafa verið teknir til greina og jafnaðir út? Og mér er spurn, veit hann ekkert um alla ólaunuðu vinnuna inni á heim- ilunum – verkin sem aldrei sjást nema þegar þau eru óunnin og eru ekki tekin með í hagvaxt- artölur þjóðarinnar? Þá á ég t.d. við framleiðslu-, hjúkrunar- og umönnunarstörf á heimilum og í stórfjölskyldunni sem hvergi koma fram, leggjast einungis ofan á önnur störf kvenna. Á fólk þá að fórna öllu fyrir framann? Eftir því sem lengra leið á lest- urinn jókst undrun mín. Óút- skýrður launamunur telur Snjólf- ur að skýrist af tvennu: „Fyrri þátturinn er heildartími sem við- komandi hefur fengið í undirbún- ing fyrir viðkomandi starf, með vinnu við svipuð störf eða á ann- an hátt.“ Hér gleymir prófess- orinn að minnast á þá staðreynd að konur fá ekki jafnskjótan framgang og karlar sem skýrist meðal annars af ójafnri verka- skiptingu inni á heimilunum en ekki síður af mismunun á grund- velli kynferðis. Konur fá því ekki sömu tækifæri og karlar til að „undirbúa“ sig fyrir störf á vinnumarkaði. Seinni þáttinn telur hann vera „…hve vinnan er framarlega í forgangsröðuninni þegar eitthvað annað en vinnan kallar á tíma starfsmannsins, einkum þörf ætt- ingja fyrir að viðkomandi sinni honum á einn eða annan hátt.“ Ja, hérna. Á bara að fórna mömmu, ömmu og afa og krakka- skömmunum fyrir hærri laun og frama? Snýst ekki jafnréttið m.a. um að deila ábyrgð þar sem unnt er? Nefni ég þar leyfi vegna veik- inda barna og fæðingarorlof for- eldra sem komið hefur verið á fyrir harðfylgi jafnréttissinna. Og enn bítur Snjólfur höfuðið af skömminni þegar hann nefnir nokkra landsfræga karla sem dæmi um vinnusama hátekju- menn og fylgir eftir með eftirfar- andi ummælum: „Flestir þeirra sem hafa mjög há laun fá svo há laun vegna þess að þeir vinna mikið og þegar vinnan kallar þá hefur hún mjög mikinn forgang, t.d umfram það að sinna börnum eða foreldrum.“ Það var og! Sjónarmið eins og þau sem bor- in eru á borð í téðri grein ganga þvert á áratugalanga, þrotlausa baráttu fyrir launajafnrétti og samábyrgð á heimilishaldi, starfs- frama og jöfnum tækifærum beggja kynja til félagslegrar þátt- töku í samfélaginu. Skrif af þessi tagi eru eins og blaut tuska framan í alla jafnrétt- issinna, konur og karla. Öfugmælavísa – „Eðlilegur launamunur kynjanna“! Elín G. Ólafsdóttir svarar grein Snjólfs Ólafssonar um launa- mun kynjanna ’Sjónarmið eins og þausem borin eru á borð í téðri grein ganga þvert á áratugalanga, þrot- lausa baráttu fyrir launajafnrétti og sam- ábyrgð á heimilishaldi, starfsframa og jöfnum tækifærum beggja kynja.‘ Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennalistans. Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.