Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á vinnustofunni er Helgi Þor-gils að vaska upp og að þvíbúnu liggur leiðin til Ak- ureyrar, að hengja upp í Lista- safninu á Akureyri en sýning á verkum hans hefst þar í dag. Helgi segir að Hannes Sigurðsson, forstöðumaður safnsins, hafi viljað sýna ný og nýleg verk til að veita heilsteypt yfirlit yfir feril hans á síðustu árum. Til Akureyrar fóru því 12 stór málverk, nokkur minni, og sex skúlptúrar – allt verk frá síðustu árum, auk nokk- urra tuga teikninga. Í greininni Tregablandin feg- urð, sem Christian Schoen, for- stöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, skrifar um Helga Þorgils í sýningarskrána, veltir hann því fyrir sér að út frá ákveðnum hugmyndum um fag- urfræði og sundurgreinandi sýn á ástand samfélagsins hafi allur „ferill Helga Þorgils verið eins konar tímaskekkja“. Og enn- fremur að hvað áherslur varði „virðist Helgi Þorgils vera á skjön við samtíma sinn“.    Helgi hlær þegar hann erspurður hvort hann sé á skjön við samtímann, en segist þó kannski vera það að einhverju leyti. „Það eru svo margir á skjön við hann. Nóg er að líta á marga þeirra listamanna sem ég sýni iðu- lega með, þeir eru með samtím- anum að einhverju leyti en samt pínulítið sérviskulegir. Ég man að í grein um Fen- eyjabíennalinn þegar ég sýndi þar var skrifarinn frekar neikvæður en sagði þó að þarna væru nokkr- ir jákvæðir punktar. Svo taldi hann upp nokkra listamenn og endaði með að segja: og sérvitr- ingur frá Íslandi. Ég veit ekki hvort það sé bein- línis hægt að tala um tímaskekkju, þótt það sé svo sem ágætt, vegna þess að það sem sýnist ef til vill vera skekkja er kannski allt í einu það rétta. Við erum alltaf á öðrum stað en við höldum. Margir listamenn, og ég þar á meðal, vilja endurskoða þætti í módernismanum, leita kannski frekar að þessari raunverulegu frásagnarlegu fagurfræði en því sem Bauhaus-menn og fleiri voru að leita að; þó með þeirra þekk- ingu í farangrinum. Þeir strokuðu að einhverju leyti út fagurfræði frásagnarinnar. Frásagnarþátturinn í myndlist- inni hefur, almennt séð, verið frekar til hliðar í langan tíma – og jafnvel verið mönnum illskiljan- legur.“ Má halda því fram að í verkum þínum sé gegnumgangandi list- rænn mótþrói? „Ég get alveg gengist við því. Formfræði, sem ég held að eigi rætur í Bauhaus og slíkum hreyf- ingum, stimpist á við annars kon- ar fagurfræðileg átök; frásagn- arátök. Þess háttar átök hafa reglulega komið upp í listasögunni. Þegar nýklassíkin kom fram rétt fyrir 1800, þá sótti hún í Grikkina, svo virðist alltaf koma eins konar formleysisástand á milli. Eins kon- ar ný nýklassík kom fram í Evr- ópu um 1920, hreyfing sem meðal annarra de Chirico, Morandi og Picasso voru hluti af og margir minna þekktir listamenn. Upp úr því kom þessi mikla form- fræðibylgja Bauhaus-skólans.“ Samkvæmt sínum lestri virðist Schoen upplifa þig sem nokkuð einangraðan mann í íslenskri myndlist. Ertu einangraður? „Á Íslandi? Til langs tíma litið þá gæti ég trúað því. En eru ekki margir einangraðir hérna? Þetta er svo lítið land og ef þú ferð ekki alveg eftir þeim meginstraumi sem er í tísku hérna verðurðu sjálfkrafa einangraður,“ segir Helgi og hlær. „Þótt Svavar Guðnason væri á sínum tíma al- þjóðlegastur íslenskra myndlist- armanna, var hann samt ekki sá einangraðasti hérna? Einhver togstreita veldur því að ég hef alltaf gaman af að kljást við verkefni sem eru af sumum talin löngu úrelt, eins og port- rettin og landslagið. Að taka fyrir eitthvað mjög hefðbundið, sem er eiginlega orðið óhefðbundið því enginn tekur mark á því lengur, og finna hvort það eru ekki spenn- andi fletir á því. Þannig hefur listasagan alltaf virkað.“    Í sýningahaldi þínu sem sýning-arstjóri og myndlistarmaður hefurðu kannski frekar litið á verk í alþjóðlegu samhengi en ís- lensku. „Já, vinir í myndlistarumræð- unni eru oftar útlendingar en Ís- lendingar. Á mínu svæði að minnsta kosti.“ Hvað er þitt svæði? „Ég ákvað tiltölulega snemma að ég vildi á einhvern hátt taka inn nokkuð sem lýsa má sem dag- bók; frásögn sem gæti á sama tíma verið að kallast á við mynd- listarsöguna. Flétta eins konar ab- strakt skipulagi veruleikans inn í sögulegan skilning. Ég held ég sé að fást við merk- ingarmál myndlistarsögunnar og hinnar almennu sögu í senn. List- sögunnar; myndlistar og bók- mennta. Þetta er einhvers konar rann- sókn á einhverju sem við þekkjum en maður getur alltaf gefið nýtt líf, fundið nýtt sjónarhorn. Þegar nýja málverkið var sem æstast, expressjónískast og villtast féllu einhverjar af eldri mynd- unum mínum undir það, fyrir hálf- gerða tilviljun. Ég fór mjög fljót- lega í einhvers konar andspyrnu við þessar hræringar í vinnu- brögðum, fór meðal annars mikið að skoða og leita í Pre-Rafaelít- ana. Reyna að finna einhverja hógværari fegurð. Ég er í námi alinn upp af kons- eptlistamönnum, sem notuðu mikið ljósmyndir. Þeir sögðu gjarnan að ljósmyndin mætti aldrei vera „full- komin“, það mættu vera hár og ryk inni á henni, sem er á ein- hvern hátt líkt því sem nýmál- ararnir lögðu upp með. En þess í stað langar mig til að fjarlægja hárin og koma hinum megin frá, að sama mótífi, en gera það eins og það væri unnið af manni sem þekkti nokkuð til listasögunnar, fagurfræði og slíkra þátta.“    Þú talar um leit að hógværrifegurð. Fegurð er hugtak sem margir listamenn hafa forðast í seinni tíð. Þú hikar ekkert við að mála svani á flugi, fugla í móa, fiðrildi og víðáttur náttúrunnar; viðteknar ímyndir fegurðar, hluti sem sumir segja að daðri við kits. Þú óttast ekki þessa fegurð? „Nei. Í sumar sýndi ég nokkur verk í Skálholti, á hverri mynd var risastór ávöxtur og drengur. Ég held að einn gagnrýnandi hafi meint að þetta væri kits, en mál- arar sem sáu þessa seríu þegar ég sýndi hana erlendis – menn sem telja kits eitthvað það alömurleg- asta sem til er – tóku þessar myndir samt alvarlega. Þarna er einhver bláþráður sem sker úr um, og það getur oft verið undir áhorfandanum komið hvernig hann flokkar verkin. Í rauninni er ég að vinna með sögulegt merk- ingarmál, eins og ég sagði. Margir hugsa trúlega til Rafaels þegar þeir sjá þessi verk. Þessir drengir horfa angurværir til áhorfandans. Mér finnst kits yfirleitt eyða til- finningum og skilningi, ekki myndefni í sjálfu sér. Börn eða ávextir eru ekki kits í sjálfu sér. Mér finnst það mjög spennandi svæði. Ég hef marga útgangspunkta í myndunum mínum, en hvað svona verk varðar, þá velti ég því fyrir mér í upphafi hvort ég gæti unnið með svona myndefni á heiðarlegan hátt. Maður er alltaf að taka ein- hverja merkingu og setja í nýtt samhengi. Á sínum tíma, þegar ég rýndi í Pre-Rafaelítana, þá las ég ein- hvers staðar í texta eftir John Ru- skin, sem var málsvari þeirra, að í Hertogahöllinni í Feneyjum væru engir gluggar eins; þeir væru eins og blómin, öll virtust þau eins en hvert hefði sína einstöku tilveru. Þetta finnst mér skemmtileg fag- urfræði.“ ’Ég held ég sé að fástvið merkingarmál myndlistarsögunnar og hinnar almennu sögu í senn. Listsögunnar; myndlistar og bók- mennta.‘ AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson Sjálfsmynd – ungur drengur með ávaxtakörfu, 1988. Olía á striga, 100 x 95 cm. Myndin er byggð á málverki eftir Caravaggio. efi@mbl.is Sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar verður opnuð í Listasafninu á Akureyri klukkan 15 í dag. Í leit að hógværri fegurð Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Þorgils: „Einhver togstreita veldur því að ég hef alltaf gaman af að kljást við verkefni sem eru af sumum talin löngu úrelt, eins og portrettin.“ AÐ VERA „schizoid“ er ekki það sama og að vera „skitsófrenískur“, auk þess sem hið síðarnefnda vís- ar ekki til þess að vera með klof- inn persónuleika, eins og ætla mætti af tónleikaskrá Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á fimmtu- dagskvöldið. Einstaklingar með „schizoid“-einkenni eru haldnir ákveðinni persónuleikatruflun sem fyrst og fremst einkennist af sjúk- legri þörf til að einangra sig en „skitsófrenía“ er alvarlegur geð- sjúkdómur er markast af rang- hugmyndum, ofskynjunum og öðru í þeim dúr. Að vera með klofinn persónuleika er svo eitthvað allt annað og nefnist Multiple Per- sonality Disorder á ensku. Ástæðan fyrir því að ég bendi á þetta er nafnið á verki eftir Mark Anthony Turnage sem Sinfónían flutti á tónleikunum undir stjórn Rumon Gamba, en það hét Scherzoid. Í tónleikaskránni var gagnrýnislaust vísað í orð tón- skáldsins, sem gaf í skyn að nafnið væri leikur að orðunum scherzo, er þýðir gamanþáttur, og schizoid, vegna þess að það væru „þrjú scherzo í gangi í verkinu, svo þetta er svolítið „skitsófrenískt“ verk…“ – rétt eins og um væri að ræða tónverk með klofinn per- sónuleika og sjúkdómurinn rang- lega nefndur skitsófrenía. Vissu- lega VAR tónlistin klofin og margbrotin og allaveganna, en það hefur ekkert með orðið schizoid að gera, hvað þá skitsófreníu. Miklu nær væri að túlka nafn verksins út frá öðrum orðum með endinguna „oid“, t.d. humanoid, sem hefur merkinguna „með ein- kenni manns“ – því vissulega bar tónsmíðin merki gamanþáttar, a.m.k. var hún á köflum verulega fyndin, sérstaklega upphafið og endirinn. Auk þess var hún óvenjulega lífleg, jafnvel ofstopa- full, og ég gat ekki betur heyrt en að markviss leikur hljómsveit- arinnar gerði henni ágætlega skil. Ekki síðri var fiðlukonsertinn eftir Mendelssohn, sem ég satt best að segja hélt að hefði verið fluttur svo oft í gegnum tíðina að það væri búið að banna hann. Á óvart kom því hve fersk túlkun fiðluleikarans Tasmin Little hljómaði; kadensan í miðjum fyrsta þættinum var forkunn- arfögur og þegar hljómsveitin tók við var það svo hrífandi að maður komst við. Hægi þátturinn var líka einstaklega sannfærandi og má því almennt segja um frammistöðu fiðluleikarans að hún hafi verið firnagóð, yfirleitt fullkomin tækni- lega og ávallt leiftrandi af skáld- skap. Engin geðveiki þar á bæ! Síðast á dagskránni var fjórða sinfónían eftir Brahms. Fyrir utan fremur ósamtaka leik í fyrsta þættinum og dálítið óhreinan hornablástur var leikur hljóm- sveitarinnar prýðilegur og varð stöðugt betri eftir því sem á leið. Hægi kaflinn var heillandi dul- úðugur, þriðji þátturinn skemmti- lega hömlulaus og sá fjórði mark- visst byggður upp og með mögnuðum endi sem var fyllilega í anda tónskáldsins. Almennt talað var túlkunin heilsteypt, sem var eins gott því verkið hefur, þrátt fyrir lengd, sterkan heildarsvip. Ljóst er að Brahms var ekki klof- inn persónuleiki, ó nei. Geðveiki eða ekki geðveikiTÓNLISTHáskólabíó Turnage: Scherzoid; Mendelssohn: Fiðlu- konsert; Brahms: Sinfónía nr. 4. Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Einleikari: Tasmin Little. Fimmtudagur 27. október. Sinfóníutónleikar Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.