Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þóra SteinunnStefánsdóttir
fæddist á Arnarstöð-
um í Núpasveit í
Norður-Þingeyjar-
sýslu 12. maí 1920.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
19. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ok-
tavía Stefanía Ólafs-
dóttir, f. 30. septem-
ber 1891, d. 4.
janúar 1934, og Stef-
án Tómasson, f. 4.
mars 1891, d. 19. febrúar 1967.
Systkini Þóru eru Gunnþórunn
Ingibjörg Ragnheiður, f. 1915, d.
1961, Ólafur Þorsteinn, f. 1917, d.
1999, Valgerður, f. 1919, d. 1994,
Þórunn Emelía, f. 1922, Petra Guð-
rún, f. 1922, Halldór Gunnar, f.
1923, Jón Gunnlaugur, f. 1925,
Halldór Ólafs, f. 1927, Ingibjörg
Sigríður, f. 1929, d. 2002, Bragi, f.
1931, og hálfsystir samfeðra, Ok-
tavía Erla, f. 1938.
Þóra giftist 22. júlí 1940 Karli
Helga Jónssyni, bónda í Keldunesi,
f. 13. febrúar 1904, d. 28. júní 1969.
Foreldrar hans voru Jón Kristinn
Guðmundsson frá Svertingsstöðum
og Ingibjörg Jóhannesdóttir frá
Birningsstöðum. Börn Þóru og
Helga eru: 1) Logi, f. 5. mars 1941,
Hrönn Ísleifsdóttir, f. 1952. Börn
þeirra eru: Davíð Þór, f. 1973, maki
Eyrún Halla Kristjánsdóttir, börn
þeirra eru Tristan Alex og Alexía
Líf; Sveina Berglind, f. 1978, maki
Hákon Davíð Halldórsson. Dóttir
Jóns Tryggva er Steinþóra. 6)
Helgi Þór, f. 31. mars 1960, maki
Soffía Jónsdóttir, f. 1962. Börn
þeirra eru Tómas Þór, f. 1989,
Kristín, f. 1994 og Atli Þór, f. 1996.
Þóra ólst upp í foreldrahúsum til
14 ára aldurs er móðir hennar lést.
Þá fór hún í vist í Lindarbrekku í
Kelduhverfi en þar var þá gistihús.
Árið 1940 hún hóf búskap með eig-
inmanni sínum í Keldunesi í sömu
sveit og bjuggu þau þar allt til þess
að hann lést árið 1969. Þóra vann í
mötuneyti barnaskólans í Skúla-
garði á síðustu búskaparárunum
og síðar sem ráðskona þar fram yf-
ir 1980. Hún starfaði síðan við
rækjuvinnslu á Kópaskeri, fisk-
vinnslu í Grindavík og sem ráðs-
kona við mötuneyti Þorbjarnarins í
Grindavík. Síðustu starfsárin vann
hún við heimilishjálp í Reykjavík.
Árið 1990 settist hún að í Smyrils-
hólum 2 í Reykjavík og árið 2002
fluttist hún síðan á dvalarheimili
aldraðra í Lönguhlíð 3 í Reykjavík
þar sem hún bjó síðustu æviárin.
Þóra starfaði í kvenfélagi Keld-
hverfinga og söng með kirkjukór
Garðskirkju í áratugi. Hún tók
mikinn þátt í félagsstarfi eldi borg-
ara og söng með kór Félags eldi
borgara í Gerðubergi í mörg ár.
Útför Þóru fer fram frá Garð-
skirkju í Kelduhverfi í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
maki Dagný Helga-
dóttir, f. 1944, d.
2000. Börn þeirra eru
Kristín Þorbjörg, f.
1971 og Helgi Þór, f.
1974, maki Guðrún
Vala Davíðsdóttir,
sonur þeirra er Dav-
íð. 2) Kristín Ingi-
björg, f. 25. febrúar
1943, maki Erlendur
Hauksson, f. 1947. 3)
Oktavía Stefanía, f.
26. september 1945,
maki Bergþór Engil-
bertsson, f. 1946.
Börn með fyrri eiginmanni, Jónasi
Jóni Hallssyni, f. 1946, eru: Karl
Helgi, f. 1965, maki Guðrún
Bjarnadóttir, dætur þeirra eru
Diljá Tara og Aldís Mjöll; Þóra, f.
1966, maki Guðmundur Ásgeirs-
son, börn þeirra eru Kristófer
Fannar og Ásdís Dröfn; Sandra, f.
1968, maki Eiríkur Svanur Sigfús-
son, synir þeirra eru Aron Freyr og
Arnór Daði; Hallur, f. 1978, maki
Halldóra Bragadóttir, börn þeirra
eru Embla Líf og Viktor Adam. 4)
Bryndís Helgadóttir, f. 25. janúar
1949. Sonur hennar með Ingimar
Erni Ingimarssyni, f. 1948, d. 1973,
er Ingimar Örn, f. 1967. Sonur
hans er Davíð Örn, barnsmóðir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 5) Jón
Tryggvi, f. 14. júní 1953, maki
Okkur langar að skrifa nokkur orð
um Þóru ömmu okkar. Það var alltaf
gaman að heimsækja hana og oft var
hún búin að baka handa okkur
pönnukökur. Í Smyrilshólunum var
alltaf dótakassi undir rúmi sem gam-
an var að komast í. Á meðan heilsan
leyfði var hún alltaf að prjóna á okk-
ur sokka og vettlinga og sá til þess
að við áttum alltaf nóg af slíku. Hún
var mjög dugleg að föndra og eigum
við marga fallega hluti sem hún bjó
til handa okkur. Amma hafði mikinn
áhuga á því hvernig okkur gekk í
skólanum og var alltaf að spyrja
okkur um það. Kannski var það
vegna þess að hún hafði ekki tæki-
færi til að vera mikið í skóla þegar
hún var ung. Amma var alltaf mjög
góð við okkur og eigum við margar
góðar minningar um hana.
Guð blessi minningu Þóru ömmu.
Tómas Þór, Kristín og Atli Þór.
Mér er ljúft að minnast hennar
Þóru í Keldunesi. Hún var yndisleg
kona, hlý og notaleg.
Ég átti heima í íbúðinni við hlið-
ina á henni sem barn og sat stund-
um í þvottahúsinu bara til að hlusta
á hana syngja við heimilisstörfin.
Hún kunni svo falleg lög og það var
svo róandi að sitja þarna og heyra
óminn af söngnum hennar hinum
megin við hurðina sem skildi íbúð-
irnar okkar að.
óra var konan hans Helga, sem
var bróðir afa míns Tryggva.
Barnabörnin hennar á mínum aldri
komu til hennar í Keldunes á vorin
þegar skóla lauk og dvöldu þar sum-
arlangt og áttum við góðar stundir
saman við leik og störf í sveitinni.
Þóra gaf okkur kleinur og pönnu-
kökur og mér fannst alltaf svo gott
að geta stungið mér inn til hennar í
kaffi. Eftir að Þóra flutti til Reykja-
víkur kom hún í Keldunes á sumrin.
Þegar ég síðan eignaðist mína
stráka þá sendi ég henni myndir af
þeim á jólum og í janúar hringdi
Þóra alltaf í mig til að þakka mér
fyrir að muna eftir sér og spjalla.
Það að hafa fengið að þekkja hana
Þóru hefur gert mig að betri mann-
eskju, hún var einstök og skarð
hennar verður aldrei fyllt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína.
Helga Sturludóttir
frá Keldunesi.
Elsku amma Þóra, það er svo erf-
itt að kveðja. Það vakna svo margar
góðar minningar um allar stundirn-
ar sem við áttum saman. Ég var svo
heppin að njóta þeirra forréttinda
að vera hjá þér í Keldunesi flest
sumur bernsku minnar. Þegar ég
hugsa til þessara tíma sé ég þig fyr-
ir mér svo lífsglaða, þú varst alltaf
að gera eitthvað og alltaf syngjandi.
Já, það var ekki leiðinlegt að vakna
upp við ilmandi kleinulykt og söng
snemma að morgni dags. Þrátt fyrir
nærri 60 ára aldursmun okkar náð-
um við ótrúlega vel saman, við spil-
uðum saman badminton, fótbolta,
olsen olsen, sungum, spjölluðum og
sinntum garðinum. Já, þér tókst það
sem engum öðrum hefur fyrr eða
síðar tekist, að fá mig til að hafa
áhuga á garðrækt. Þegar ég hugsa
til baka held ég að ástæða þessa
góða sambands okkar hafi verið sú
að þú komst alltaf fram við mig af
virðingu og talaðir við mig eins og
fullorðna manneskju. Ég fór líka
fljótt að líta á þig sem meira en
ömmu, þú varst líka vinkona sem
hægt var að leita til og það gerði ég
oft. Ég man að ég sagði eitt sinn við
þig að við næðum svona vel saman
því að þú værir svo ung í anda en þá
sagðir þú að ég væri bara svo gömul
sál.
Já, það var alltaf notalegt að
heimsækja þig, líka hér fyrir sunn-
an í Smyrilshólana og svo Löngu-
hlíð. Móttökurnar voru alltaf hlýleg-
ar og norðlenska gestrisnin til
staðar. Það var líka eins og allt
stress hyrfi þegar maður var kom-
inn til þín og oftar en ekki þegar
maður ætlaði rétt að kíkja inn í
miðjum önnum þá endaði það með
margra klukkutíma spjalli um allt
milli himins og jarðar.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Þú talaðir oft um dauðann og varst
þá viss um að þegar að þú færir
mundir þú hitta aftur afa og veit ég
að nú eru á einhverjum stað miklir
fagnaðarfundir eftir 36 ára aðskiln-
að.
Þín
Sveina Berglind.
ÞÓRA STEINUNN
STEFÁNSDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Kolbrún Árnadóttir, Valdimar Jónsson,
Friðrik Árnason,
Ólöf Árnadóttir,
Kári Árnason, Ásdís Þorvaldsdóttir,
Einar Árnason, Svandís Gunnarsdóttir,
ömmu-, langömmu-
og langalangömmubörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
REYNIS RÍKARÐSSONAR,
Fellsási 9a,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar
Karítasar.
Halldóra Einarsdóttir,
Einar Tryggvi Kjartansson,
Ríkarður Reynisson, Berglind Þorbergsdóttir,
Sigrún Reynisdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson,
Árný Reynisdóttir,
Stefanía Reynisdóttir, Pétur Smárason,
Inga Rós Reynisdóttir,
Ríkarður Ingibergsson,
Albert Ríkarðsson, Elín Vigfúsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, stjúpmóður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÖNNU ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Melgerði 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Öldrunarlækninga-
deildar B4 á Landspítala, Fossvogi.
Stefán Sigbjörnsson,
Jóhann Óli Hilmarsson, Signhildur Sigurðardóttir,
Guðrún F. Stefánsdóttir, Bragi Einarsson,
Ingi Kr. Stefánsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
PÁLL ÞORVARÐSSON
frá Dalshöfða, Fljótshverfi,
Holtsgötu 29,
Njarðvík,
lést á Garðvangi miðvikudaginn 26. október sl.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 4. nóvember nk. kl. 14.00.
Ragnhildur Þorvarðsdóttir,
Rannveig Þorvarðsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa
og langafa,
MÁS JÓHANNSSONAR
skrifstofustjóra
Sjálfstæðisflokksins.
Sérstakar þakkir færum við aðstandendum líkn-
arþjónustu Karítas og framkvæmdastjórn Sjálf-
stæðisflokksins.
Ómar Másson, Þóra Löve,
Sigrún Helga, Inger Tara og Þórhildur,
Birgir Jóhann Birgisson og fjölskylda.
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Ástkær sonur minn og bróðir,
SIGVALDI GÚSTAVSSON,
Klapparhlíð 11,
Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins
25. október.
Jarðsett verður frá Lágafellskirkju mánudaginn
31. október kl. 13.00.
Ása Pálsdóttir,
Jónína Gústavsdóttir,
Páll Gústavsson
og fjölskyldur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800