Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 45
UMRÆÐAN
Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00
Sendum út á land - Upplýsingasími 511 1055
í Perlunni
catmandoo
R Ö H N I S C H
AND1
Firefly
Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð:
Nike toppar 1.800 / 2000 kr. 3.990 / 5.500 kr.
Adidas sundbolir (upp í stærð 50) 1.000 kr. 2.490 kr.
Northland skíðaúlpa 5.000 kr. 17.490 kr.
Nike bakpokar 1.500 / 2.500 kr. 3000 / 4.990 kr.
Catmandoo flís sett 1.000 kr. 3.990 kr.
Adidas innanhússkór 3.000 kr. 5.990 kr.
Skíðahanskar 500 kr. 1.990 kr.
Nike dúnúlpur barna 6.000 kr. 11.990 kr.
Firefly barnaskór 1.200 kr. 3.990 kr.
Puma skór 3.500 /6000 kr. 7.900 / 12.900 kr.
Nike alhliðaskór kvenna 3.500 kr. 6.990 kr.
Jerzees bómullarbuxur 800 / 1000 kr. 2.400 / 2.800 kr.
Catmandoo úlpur fullorðins 3.980 kr. 8.990 kr.
Catmandoo skíðabuxur st. 90-170 2.200 / 2.500 kr. 6.990 / 7.990 kr.
OKKAR TAKMARK:
50 - 80% lækkun
frá fullu verði
Fótboltavörur: Góðar jólagjafir Nike, Adidas, Puma, Man.
United og Arsenal vörur í úrvali
Fótboltaskór - legghlífar - búningar - boltar,
mjög mikið úrval
Sundfatnaður: Nike, Adidas, Speedo
Sundbolir, bikini, sundskýlur, sundbuxur
(boxer), barnasundföt
Gaddaskór: Nike, Adidas - Áhugavert fyrir frjálsíþróttafólk
l : j l j i i , i , , .
i l í li
l l lí i l ,
j i i l
: i , i ,
li , i i i, l ,
,
: i , i i j l í l
vinnu, en undanfarin ár hafa sam-
fundir karlakóra færst mjög í vöxt,
allt frá því að tveir kórar komi saman
upp í að tíu kórar komi saman. Finna
má samkeppni milli kóra, en hún er
kórum holl, enda skilar hún metn-
aðarfyllri og betri kór.
Færeyski karlakórinn Torshavnar
Manskór tekur þátt í mótinu og auk
þess er þessa dagana staddur hér-
lendis finnski karlakórinn YL sem er
að koma úr söngferð til Bandaríkj-
anna. Finnarnir eru þó ekki beinir
þátttakendur í mótinu. Allt frá upp-
hafi hafa íslenskir karlakórar verið
drifnir áfram af hugsjón, af eldmóði
einstaklinga sem borið hafa fyrir
brjósti einlægan áhuga fyrir félagi
sínu.
Söngurinn er undursamlegt afl.
Hann sameinar og gleður sálina.
Hann örvar til dáða. Hann styrkir
vináttubönd og eflir löngun til friðar
og sameiningar. Á meðan kórum ber
gæfa til að starfa saman að mark-
miðum sínum, þá er víst að þróun ís-
lenskrar karlakóramenningar og
söngs mun halda áfram á þeirri sig-
urbraut sem hún hefur verið á.
Sungið í þremur húsum
Á tónleikunum í dag, laugardag, sem
verða í þremur húsum, Hásölum,
Hafnarborg og íþróttahúsinu við
Strandgötu, og hefjast kl. 14.00, má
finna fjölbreytta dagskrá, en há-
punktur söngmótsins er svo hátíð-
artónleikarnir þar sem allir þátt-
SAMBAND íslenskra karlakóra,
SÍK, var stofnað 10. mars 1928 að
frumkvæði Karlakórs Reykjavíkur,
Karlakórs KFUM og Söngfélags
stúdenta. Það var svo tveimur árum
síðar sem fyrsta söngmót SÍK var
haldið eða 2. júlí árið 1930 með þátt-
töku sex karlakóra. Nú 75 árum síðar
er haldið 7. landsmót karlakóra með
þátttöku 19 kóra. Mótið fer fram í
Hafnarfirði í dag og er stærsti við-
burður í sögu íslenskra karlakóra.
Bæði hvað varðar umfang þess,
fjölda karlakóra og ekki síst metnað,
en mikið er lagt upp úr öllum und-
irbúningi sem tekið hefur tvö ár og
hvílt hefur á herðum kórfélaga í
Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði.
Karlakórar hafa frá upphafi skip-
að veglegan sess í íslensku tónlistar-
og menningarlífi, en heita má að á
síðari hluta nítjándu aldar og framan
af þeirri tuttugustu, hafi karlakórar
verið aðaluppistaða íslensks tónlist-
arlífs.
Þá hafa karlakórar komið við sögu
á öllum stærstu stundum íslenskrar
þjóðar. Þannig söng karlakór á Þing-
völlum á Alþingishátíðinni 1930 og á
Lýðveldishátíðinni 1944.
Þróttmikið starf
Starf íslenskra karlakóra hefur jafn-
an verið þróttmikið. Gott bræðralag
hefur ríkt milli kóra sem nýst hefur
til gagnkvæmra heimsókna og sam-
tökukórarnir mynda einn hátíðarkór
sem kemur fram ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og flytur margar
af perlum íslensks karlakórssöngs í
heila öld. Það mun vera stærsti kór
sem nokkru sinni hefur verið mynd-
aður á Íslandi.
Eitt gjald er á alla tónleikana og
hægt er að fara milli húsa yfir dag-
inn, allt eftir því hvað gestir vilja sjá
og heyra, þ.e. á hvaða karlakór þeir
vilja hlýða hverju sinni. Þetta mun
einnig vera í fyrsta skipti sem Sin-
fóníuhljómsveit Íslands leikur í
Hafnarfirði.
Það verður enginn svikinn af því
að eyða þessum laugardagseft-
irmiðdegi í miðbæ Hafnarfjarð-
arbæjar við að hlusta á fjölda karla-
kóra sem koma úr öllum
landsfjórðungunum.
Góða skemmtun,
GEIR A. GUÐSTEINSSON,
blaðamaður, karlakórsfélagi og
fjölmiðlafulltrúi Þrasta.
Tónleikar karlakóra og Sinfóníu-
hljómsveitar í Hafnarfirði
Frá Geir A. Guðsteinssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MARGIR kannast við rökræður
innan veggja heimilisins um hver
á að gera hvað. Hver á að setja í
þvottavélina? Hver á
að sækja börnin?
Hver á að fara með
barnið til læknis og
hver á að slá blett-
inn? Þessi atriði sem
í reynslubanka lífsins
mega sín kannski lít-
ils við hlið stórra
áfalla á borð við frá-
fall ástvinar eða aðr-
ar erfiðar aðstæður,
geta skipt sköpum
um almenna ham-
ingju okkar og já-
kvæðni. Á meðan öll
þessi litlu atriði eru í
lagi og allir eru sáttir
er lífið einfaldara. Ef
menn eru ekki sam-
mála um svörin við
þessum spurningum
má búast við leið-
indum sem jafnvel geta endað með
alvarlegum málum á borð við
skilnað eða vinslit.
Ég stend sjálfa mig oft að því
að gera mál úr einhverju sem
skiptir litlu eða engu máli. Eitt-
hvert drasl inni í stofu sem fer í
taugarnar á mér eða óhreina tauið
sem er orðið ansi mikið. En lyk-
ilatriði í þess háttar aðstæðum er
að gera ekki stórmál úr smámáli –
úlfalda úr mýflugu. Það má til
dæmis forðast með því að hafa
verkaskiptingu heimilisins á
hreinu. Að sambúðarfólk (og allir
fjölskyldumeðlimir) geri sér grein
fyrir sínu hlutverki, beri ábyrgð á
ákveðnum verkum og inni þau
samviskusamlega af hendi.
Með því að leggja sig fram um
að halda þessum hlut-
um á hreinu verður
meiri orka til að kljást
við óvænt og alvar-
legri mál sem alltaf
koma upp og það yf-
irleitt óvænt. Sumir
dagar eru og erfiðari
en aðrir og þá er gott
að eiga orku í vara-
sjóðnum til að takast
á við þær aðstæður en
hafa ekki eytt henni
allri í smámál eins og
að kýta um uppvask
eða þrif á klósetti. Því
það eru jú einmitt
smáu og hversdags-
legu málin sem við er-
um að kljást við dag-
lega og þess vegna
mikilvægt að þau
verði ekki að okkar
stærsta og síendurtekna vanda-
máli sem flækir líf okkar verulega.
Geðorðið „flæktu ekki líf þitt að
óþörfu“ minnir okkur á að gera
okkur lífið eins einfalt og við
mögulega getum. Einn liður í því
er að gera ekki stórmál úr smá-
málum, þekkja okkar verksvið og
horfa glöð til framtíðar, tilbúin að
takast á við þau verkefni sem bíða
okkar handan við hornið.
„Flæktu ekki líf
þitt að óþörfu“
Elva Dögg Melsteð skrifar um
Geðorð nr. 6
Elva Dögg Melsteð
’Einn liður í þvíer að gera ekki
stórmál úr smá-
málum …‘
Höfundur er blaðamaður.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni