Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 65
DAGBÓK
Námskeið um rithöfundana GunnarGunnarsson og Þórberg Þórðarsonhefst á vegum Endurmenntunar-stofnunar Háskóla Íslands á miðviku-
dag. Á námskeiðinu verður litið á afmarkaða þætti
úr ævi og verkum þessara höfunda.
Það er Halldór Guðmundsson bókmenntafræð-
ingur sem stýrir námskeiðinu en einnig koma við
sögu gestafyrirlesarar sem ræða um kynni sín af
verkum Gunnars og Þórbergs. Halldór dvelur um
þessar mundir í Kaupmannahöfn þar sem hann
vinnur að bók um þessa tvo jöfra í íslenskum 20.
aldar bókmenntum en spurt er engu að síður
hvers vegna hann hafi valið að fjalla um þá tvo
sérstaklega.
„Í fljótu bragði held ég að íslenskir lesendur
geti ekki hugsað sér ólíkari höfunda en þá Gunnar
Gunnarsson og Þórberg Þórðarson, og þeir eru
líka alls ólíkir í formi. Þeir voru kannski þekkt-
ustu prósahöfundar Íslendinga á 20. öld, að Hall-
dóri Laxness frátöldum.
Gunnar helgaði sig nær alfarið skáldsagnagerð
en Þórbergur var meistari ævisögunnar, og
kannski öðru fremur sjálfsævisögunnar. Gunnar
skrifaði öll sín helstu verk á dönsku en Þórbergur
var íslenskari en allt sem íslenskt er. Þeir voru
gerólíkir en engu að síður er fróðlegt að bera þá
saman: Þeir voru báðir sveitastrákar að austan,
lifðu sama tíma, voru fæddir með árs millibili,
1888 og 1889, og létust með árs millibili, 1974 og
1975. Báðir urðu snemma alteknir „skrifsýki“,
sem Þórbergur kallaði svo, og fóru að heiman á
unglingsaldri með stóra drauma. Annar gerðist
höfundur á erlendu máli og varð um tíma afar vin-
sæll höfundur erlendis, hinn gerðist allra manna
íslenskastur og sérvitrastur. Báðir voru hug-
sjónamenn að upplagi, en þeir gerðu sér dælt við
verstu einræðisherra sögunnar, annar við Hitler
en hinn við Stalín. En báðir skrifuðu kannski sín
bestu verk um æsku og mótunarár sín, annar í
skáldsöguformi en hinn sem sjálfsævisögur.“
Halldór segir að ótal hlutir skilji þá að en líka sé
margt sem sameini þá. „Rétt eins og þegar ég
skrifaði um Halldór Laxness finnst mér ekki síst
gaman að pæla í sköpunargleðinni og örlögum
hugsjónamanna á 20. öldinni, öld öfganna.
Næsta bók sem ég hyggst skrifa á að fjalla um
þá Gunnar og Þórberg, og námskeiðið er hugsað
hjá mér til að prófa ýmsar hugmyndir og kenn-
ingar – en læra líka af því sjálfur. Það er reynsla
mín af námskeiðahaldi hjá Endurmennt-
unarstofnun að þar kemur fólk sem er víða heima,
óhrætt við að spyrja góða spurninga og lætur ekki
fræðin íþyngja sér um of. Af þessu spretta oft
skemmtilegar samræður og svo er ekki verra að
vera með nokkra gestafyrirlesara, þau Jón Yngva
Jóhannsson, Pétur Gunnarsson og Soffíu Auði
Birgisdóttur.“
Námskeið | Fjallar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson
Gerólíkir höfundar en þó líkir
Halldór Guðmunds-
son er fæddur í Reykja-
vík 1956. Hann lauk
mag. art. í almennri
bókmenntafræði frá
Kaupmannahafnarhá-
skóla 1984. Eftir það
starfaði hann lengst af
sem útgáfustjóri Máls
og menningar, en hefur
undanfarin ár unnið við
ritstörf og sendi í fyrra
frá sér bókina Halldór
Laxness – ævisaga. Hann er kvæntur Önnu
Vilborgu Gunnarsdóttur og eiga þau fimm
börn.
HM í Portúgal.
Norður
♠G64
♥K873 A/Enginn
♦93
♣ÁG102
Vestur Austur
♠10 ♠D97
♥D109 ♥ÁG654
♦D7642 ♦G10
♣D976 ♣K85
Suður
♠ÁK8532
♥2
♦ÁK85
♣43
Hinir dimmbláu Ítalir mættu rauð-
gulum Hollendingum í þriðju umferð
HM í Estoril – en þessar þjóðir léku til
úrslita á ólympíumótinu á síðasta ári
og þar höfðu Ítalir betur, eins og marg-
ir muna. Svo var einnig nú.
Ítalir unnu 10 stig í spilinu að ofan
og munaði þar mestu um tillag Lor-
enzo Lauria, enn eina ferðina. Fjórir
spaðar voru spilaðir á báðum borðum.
Vestur Norður Austur Suður
Verhees Duboin Jansma Bocchi
-- -- Pass 1 spaði
Pass 1 grand * Pass 2 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Verhees kom út með hjartatíu, sem
Bocchi dúkkaði. Hjartadrottning kom
næst og Bocchi trompaði og spilaði
strax laufi á gosann og kóng austurs.
Jansma svaraði með tígli og Bocchi tók
þar tvo efstu og stakk tígul með gosa
blinds.
Það er í sjálfu sér sama hvað austur
gerir, en Jansma kaus að henda hjarta
í slaginn. Bocchi tók þá tvo efstu í
spaða og sendi Jansma inn á þriðja
trompið. Þar með varð austur annað
hvort að fría hjartakónginn eða spila
laufi upp í gaffalinn. Tíu slagir.
Lauria kom líka út með hjartatíu á
hinu borðinu og spilaði hjarta áfram í
öðrum slag, sem sagnhafi trompaði og
spilaði laufi. Alls eins, nema nú breytti
Lauria dæminu með því að rjúka upp
með laufdrottningu!
Þetta er snillingur. Þannig er blind-
ur samgangslaus og þótt vinna megi
spilið á opnu borði, fór sagnhafi
skiljanlega niður þegar hann drap á
laufás og reyndi að stinga tígul.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Íslenskt kvennafrí
í Mósambík
ÞRJÁR konur sem starfa hjá
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
(ÞSSÍ) í Mósambík tóku sér frí á
mánudaginn í tilefni af kvennafrí-
deginum líkt og konur á Íslandi
gerðu. Þær lögðu niður vinnu upp úr
14.08 að staðartíma og gengu að
Kvennatorginu í höfuðborginni
Mapútó til að sýna samstöðu með ís-
lenskum konum. Í Mósambík er
kvennafrídagurinn haldinn hátíðleg-
ur 7. apríl ár hvert og er almennur
frídagur. Er þá mikið um hátíðahöld
um land allt og konur koma saman
og fjalla um málefni kvenna með það
að markmiði að styrkja rétt sinn í
samfélaginu. „Okkur fannst ekki
annað hægt en að fara á Kvenna-
torgið í tilefni dagsins líkt og konur
gera hér árlega í Mósambík,“ segir
Elín R. Sigurðardóttir, umdæmis-
stjóri ÞSSÍ í Mósambík.
Meðfylgjandi mynd er tekin á
Kvennatorginu og á henni eru, f.v.:
Hulda Biering verkefnastjóri, Elín
R. Sigurðardóttir umdæmisstjóri og
Þórunn Sigurðardóttir starfsnemi.
Myndina tók João Martins.
Þórunn Sigurðardóttir,
viðskiptafræðingur og
starfsnemi hjá ÞSSÍ í Mósambík.
Miðfjarðará
EINU sinni var
Falleg álftafjölskylda
Rétt við þjóðveginn
Fimm börn foreldrar þrátt fyrir
Vorhret
Hvítasunnuhret
Trukkaumferð
Rafmagnslínur
Tófu
Sluppu þau öll
Kom október
Tveir dagar í rjúpu
Veiðimenn á ferð
Jeppagluggi rennur niður. Byssa.
Eftir eru
Foreldrar annað vængbrotið
Einn ungi grár
Hvers konar villimenn voru þetta?
Hræddir við fuglaflensu?
Varla.
Gudrun M.H. Kloes,
Laugarbakka í Miðfirði.
Farsími tapaðist
FARSÍMI af gerðinni Sony-Erics-
son tapaðist í Hólahverfi í Breiðholti
miðvikudaginn 26. október síðastlið-
inn. Finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 861 4595. Hófleg
fundarlaun í boði.
Dagbjört.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5.
Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Rgf3 g6 8. 0-0 Bg7
9. He1 Db6 10. dxc5 Rxc5 11. Rb3 Rxd3
12. Dxd3 0-0 13. h4 Da6 14. De3 b6 15.
Rbd4 Rxd4 16. Rxd4 Bd7 17. Dg3 h6
18. Bf4 Kh7 19. a3 Ba4 20. He3 Hae8
21. Hae1 Dc8 22. Dg4 Bd7 23. Hg3 Dd8
24. Rf3 h5 25. Rg5+ Kh8 26. De2 Bc6
27. Rf3 d4 28. Rxd4 Ba8 29. Bg5 Dd5
30. Bf6 Hg8 31. Hd1 Bxf6 32. exf6 Hd8
33. He1 Hge8 34. f4 Dc5 35. De3 Df8
36. Hg5 Kh7 37. De5 Dh8 38. c4 Hc8 39.
b4 Hed8 40. He3 Df8 41. Heg3 Dh6
Staðan kom upp í B-flokki minning-
armóts Tigrans Petrosjans sem lauk
fyrir skömmu í Nagorno Karabakh í
Armeníu. Raj Tischbierek (2.466)
hafði hvítt gegn Manuel Lopez Mart-
inez (2.505). 42. f5! Tryggir framgang
hvítu sóknarinnar. 42. ... Hxc4 42. ...
exf5 gekk ekki upp vegna 43. Rxf5. 43.
fxg6+ fxg6 44. Hxg6 og svartur gafst
upp.
Lokastaða mótsins varð þessi:
1.–3. Tigran L. Petrosjan (2.564),
Sergey Grigoriants (2.539) og
Erwin L’Ami (2.541) 6½ vinning
af 9 mögulegum.
4. Arsen Yegiazarjan (2.537) 5½ v.
5. Meniamin Galstian (2.474) 5 v.
6. Raj Tischbierek (2.466) 4½ v.
7. Artur Chibukhchian (2.397) 3½ v.
8. Evgeny Sveshnikov (2.507) 3 v.
9. Manuel L. Martinez (2.505) 2½ v.
10. Kateryna Lahno (2.509) 1½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
90 ÁRA afmæli. 1.nóvember nk. erníræður Albert Jónasson, fv.
bifreiðastjóri, Nökkvavogi 44. Albert
og fjölskylda taka á móti gestum
sunnudaginn 30. október í Gyllta saln-
um, Hótel Borg klukkan 15–19. Blóm
og gjafir afþakkaðar.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
NÝ sýning verður opnuð í dag í
Minjasafninu á Akureyri: Af norsk-
um rótum. Sýningin fjallar um göm-
ul timburhús í Noregi og á Íslandi.
Dagurinn hefst með gönguferð kl.
14 undir leiðsögn Finns Birgissonar
arkitekts. Á leiðinni verða skoðuð
norsk timburhús og íslensk hús
byggð undir norskum áhrifum.
Gangan hefst við Sigurhæðir, hús
Matthíasar Jochumssonar, og verð-
ur m.a. komið við í gamla Mennta-
skólahúsinu. Göngunni lýkur í
Minjasafninu við Aðalstræti 58 þar
sem sýningin verður formlega opnuð
kl. 16.
Sýningin var upphaflega sett upp í
Noregi af Akerhus Fylkesmuseum,
Oslo Bymuseum og Fortidsminne-
foreningen í Osló og Akerhús árið
2003.
Aðgangur er ókeypis á opnunar-
daginn.
Af norskum
rótum
á Akureyri
SÖNGMASTERCLASS með
Cathrine Sadolin verður hald-
inn í dag og á morgun kl. 10–16
í sal FÍH, Rauðagerði 27.
Námskeiðið fer fram undir
heitinu „Complete Vocal
Technique“ og eru allar stílteg-
undir söngs teknar fyrir (klass-
ík, popp, rokk, R&B, djass,
söngleikjatónlist).
Árið 2006 verður boðið upp á
Diplómanám í „Complete Vocal
Technique“ fyrir atvinnu-
söngvara á Íslandi með Cath-
rine Sadolin. Námið fer fram í
6 lotum yfir árið, þrír dagar í
senn. Námskeiðið nú er einnig
tækifæri fyrir þá sem óska eftir
að sækja um þetta nám.
Söngnám-
skeið
Sadolin
www.fis/masterclass
á www.sadolin.net
NÓI, Jóhann Ingimarsson, opnar
sýningu í húsgagnaversluninni
Mublu við Nýbýlaveg 17 í Kópavogi
í dag kl. 14. Þar sýnir hann ný mál-
verk og mun sýningin standa fram í
nóvembermánuð. Hún er opin á
sama tíma og verslunin.
Nói sýnir í Mublu
WWW.NOWFOODS.COM
Góð heilsa gulli betri
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Íbúð við Kirkjusand
óskast - staðgreiðsla
Traustur kaupandi óskar eftir 110-160 fm íbúð við
Kirkjusand. Staðgreiðsla í boði. Rýming samkomulag.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson,
löggiltur fasteignasali.
Klippistofa
Jörgens
Hef opnað Klippistofu Jörgens,
Bæjarlind 1-3, Kópavogi, bláa
húsið á móti Löðri. (Var áður
á Hársnyrtistofu Dóra.)
Sérhæfi mig í klippingum á herrum á öllum aldri.
Opið mán.-fös. kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-13.
Sími 554 1414.