Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 49
náðu að kjarna málsins; „þið gerið
eitthvað drengir“, sagði hann þegar
kandidatar hans stóðu ráðþrota
frammi fyrir erfiðum verkefnum. Og
hló.
Á vegferð okkar gegnum lífið
kynnumst við fólki af ólíku sauða-
húsi. Sumir gleymast, aðra eign-
umst við að vinum. Þó kynni okkar
Arnar stæðu alltof stutt var það þó
svo frá fyrstu stundu líkt og færi
gamall kunningi. Hann lagði við
hlustir, tók í nefið, brosti og var
fljótt farinn að gefa mér föðurleg
ráð þegar honum ofbauð galgopa-
hátturinn í bæjarfulltrúaefninu.
Nú frostkaldan haustmorgun er
komið að kveðjustund. Við stöndum
felmtri slegin en megnum ekki að
breyta því sem orðið er. Lífið heldur
áfram og minningin um glaðværan
mann og brosmildan lifir með okkur
það sem eftir er ólifað. Bæjarstjórn
Borgarbyggðar þakkar Erni fyrir
vel unnin störf fyrir sveitarfélagið.
Fjölskyldu hans vottum við innilega
samúð á erfiðum tímum.
Finnbogi Rögnvaldsson.
Sagt er að maður komi í manns
stað og að dauðinn sé gangur lífsins
– en þau tilvik koma sem engan veg-
inn er hægt að samþykkja með slík-
um formerkjum. Fráfall Arnar Ein-
arssonar er slíkt, svo algerlega
fyrirvaralaust og ótímabært.
Ég kynntist Erni fyrst fyrir al-
vöru sem unglingur í göngunum.
Maður taldi sig heppinn að fá að
fylgja honum upp í Snjófjöll. Hann
var hraustur harðjaxl, morgunhroll-
inum feykt burtu með spotti og spéi
og svo þrælast upp hlíðina í einum
áfanga. Uppi í urðinni var mæðinni
kastað stutta stund, látið rymja í
raddböndunum, tvinnað svolítið og
glott út um annað og svo stiklað hik-
laust áfram eftir grjótinu. Engin
hálfvelgja eða óþarfa tafir í þessu
fremur en öðru. „Ætli við höfum
þetta ekki af eins og vanalega.“
Seinna deildum við skipsrúmi á
netabát frá Ólafsvík. Unnum saman,
átum saman og sváfum saman. Þar
myndaðist sá þráður á milli okkar
sem slitnar ekki. Minn er heiðurinn
og fyrir það er ég þakklátur.
Örn var sterkur persónuleiki og
nærvera hans fór ekkert fram hjá
manni. Róttækur, mælskur, sann-
færandi og gæddur frásagnargáfu
sem blandaði fyndni og hæðni ásamt
hæfilegri skreytni inn í lýsingar
hversdagslegra atvika þannig að
maður orgaði af hlátri. Á hinn bóg-
inn var svo þessi hlýi kumpánleiki
sem tengdi hann svo auðveldlega við
annað fólk og átti sinn þátt í því að
gera heimili þeirra Siggu að mið-
punkti stórrar samheldinnar fjöl-
skyldu. Hann var líka félagsmála-
maður, hafði afgerandi skoðanir á
málefnum samfélagsins; pólitískur,
og beitti sér af sannfæringu og fullri
alvöru þegar hann taldi það skipta
máli.
Stórt skarð er nú fyrir skildi.
Góður granni, vinur og fjölskyldu-
faðir hefur skyndilega kvatt. Mikill
er missir þeirra Siggu, krakkanna
og afabarnanna. Við fjölskyldan í
Hjarðarholti vottum þeim alla okkar
samúð, Guð styrki þau og blessi.
Þorvaldur T. Jónsson.
Það er haust í Borgarfirði. Það er
þögn í Borgarfirði. Fuglarnir farnir,
grösin fallin, dagurinn styttist og
gríma haustsins fellur á. Allt er
þetta venju samkvæmt en þögnin er
þrúgandi. Sviplegt fráfall Arnar
Einarssonar hvílir þungt á sam-
félaginu, sár sem seint grær.
Það er langt síðan ég kynntist
Erni. Það var bridge og hesta-
mennska sem leiddi okkur saman og
síðar bættust samfélagsmálin við,
sem Erni voru hugleikin. Örn var
dyggur liðsmaður Bridgefélags
Borgarfjarðar og það mátti mikið
ganga á svo hann mætti ekki til
spila. Þar naut hann sín. Hann var
öflugur í íþróttinni, töluvert lesinn
og markaður af reynslu. Það nýtti
hann sér til fullnustu við spilaborðið.
Samt var hann þægilegur andstæð-
ingur og þoldi ágætlega að tapa þótt
honum líkaði betur við hitt hlut-
skiptið. Hann gladdist með and-
stæðingum þegar þeir gerðu góða
hluti, hvatti nýliða til dáða og fylgd-
ist með framgangi þeirra. Þegar BB
hélt námskeið fyrir nokkrum árum
til að efla félagið leit illa út með
mætingu. Tveimur dögum fyrir
námskeið reið Örn um hérað og fékk
nágranna sína og vini til að mæta.
Þetta lýsir Erni ágætlega. Ef þurfti
að taka á þá gerði hann það. Nýlið-
arnir sitja enn við spilaborðið en
Örn er farinn.
Örn var lengstum bóndi í föður-
leifð sinni Miðgarði í Stafholtstung-
um. Hann stundaði oft vinnu með,
fór á vertíð og vann við ýmislegt
sem til féll. Hann var skepnumaður
góður og glöggur á fé og hross. Við
höfðum einu sinni hestakaup þar
sem báðir þóttust tapa. Það skipti
engu, það var hluti af tilverunni.
Örn hætti að mestu búskap fyrir
fáum árum og gerðist verktaki við
girðingarvinnu. Hann var vandvirk-
ur og vinsæll til vinnu. Hann gekk
til verka af krafti meðan gaf, fluttist
til fjalla þegar þurfti, þar var hann
kóngur í ríki sínu. Þekkti fjöllin og
vötnin og í raun hvern pytt eftir
smalamennsku og hestaferðalög í
áratugi. Kom svo til byggða glaður
með vel unnið verk. Hann ræddi síð-
ast við mig í vor tregðu stjórnvalda
til að klára sauðfjárveikigirðinguna
á Arnarvatnsheiði, bara spotti eftir,
15 kílómetrar. Þetta var Örn, vildi
klára sín verk.
Hvanneyringar ríða gjarnan um
Reykholtsdalinn á vorin. Í vor kom
Örn með hross á kerru og reið með
okkur. Fallegt rautt hross sem bar
eiganda sínum fagurt vitni. „Hann á
eftir að batna“ var það eina sem Örn
vildi segja. Samt var augljóst að það
var von í hrossinu. Einhver hefði
sagt meira. Hann sat keikur á baki,
lagleg húfa á höfðinu, líkaði ekki við
hjálm, hélt sínum vana. Þetta var
Örn. Barst ekki með straumnum og
hélt sínu striki.
Örn var sósíalisti. Ekki ánægður
með þróun mála. Hvorki hjá sínum
flokki eða öðrum. Sífelld leit að leið-
um til að ná markmiðum í stað þess
að gera það sem þurfti. Skildi ekki
hvernig þjóðfélagið var blindað fyrir
því misrétti sem viðgekkst. Oft átt-
um við samræður um samfélagið.
Við vorum ekki í sama flokki en oft-
ar en ekki sammála. Það var auðvelt
að vera sammála Erni þegar hann
flutti sitt mál. Hann talaði af tilfinn-
ingu. Hann sat tímabundið í bæj-
arstjórn Borgarbyggðar en sóttist
ekki eftir frama á þeim vettvangi, í
það minnsta fór hann þá hljótt með
þann áhuga.
Ég kveð Örn Einarsson með
söknuði. Söknuður minn er þó vart
nema hjóm eitt hjá söknuði fjöl-
skyldunnar. Ég bið Guð að blessa
minningu Arnar Einarssonar og
vernda og styrkja Sigríði og börnin í
sinni miklu sorg.
Sveinbjörn Eyjólfsson.
Árleg skemmtiferð okkar að
Flúðum var rétt liðin og framundan
dreymdi okkur um ferð til útlanda.
En í einni svipan eru áform að engu
orðin, félagi Örn, góður vinur til
margra ára, er genginn. Því þetta
miskunnarleysi? Hvar og hvernig
eru örlög manna ráðin? Það vakna
margar spurningar en þeim reynist
okkur erfitt að svara. Minningar um
kæran vin koma upp í hugskotið.
Kynni okkar hófust við komu okk-
ar til starfa við Varmalandsskóla
haustið 1991. Í fyrstu voru þau
tengd skólagöngu barna þeirra
hjóna en smám saman þróaðist vin-
átta við hjónin í Miðgarði sem varð
meiri og dýpri. Áhugamál okkar
fóru oft saman og af því leiddi að
stundirnar urðu enn fleiri, bæði á
ferðum innanlands en ekki síður er-
lendis.
Skemmst er að minnast fyrstu ut-
anlandsferðar Arnar og Siggu til
okkar er við bjuggum eitt ár í Dan-
mörku. Þá nutum við þess að aka
um grundir Danmerkur í viku. Hvar
sem búskapur eða vinnuvélar voru
var stoppað og alltaf var Öddi jafn-
hrifinn af landbúnaði og tækni
frænda okkar. Síðan var sest aftur
inn í bílinn og áður en ökumanni
hafði tekist að setja í fyrsta gír var
tóbakspontan á lofti og hressilega
tekið í nefið. Nú verða tóbakskornin
ekki fleiri í framsætinu og þeirra er
saknað, því oft var hægt að spinna
heila sögu kringum þær athafnir og
ekki síður hvað þær skildu eftir.
Við leiðarlok er margs að minnast
en minningin um góðan dreng lifir
og það er fyrir mestu.
Elsku Sigga, börn, tengdabörn,
barnabörn, foreldrar og aðrir ætt-
ingjar.
Megi Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Kristín Ingibjörg og Flemming.
Við erum stundum minnt á það
með óþyrmilegum hætti hversu lífið
er fallvalt og jarðvistin stutt. Okkur
langar hér að minnast félaga okkar,
Arnar Einarssonar frá Miðgarði í
Stafholtstungum, með nokkrum orð-
um, en ótímabært fráfall hans skilur
eftir sig stórt skarð í borgfirsku
samfélagi.
Kynni okkar hófust að marki í
stjórnmálavafstri þar sem áhugamál
okkar lágu saman árið 1998 við
stofnun Borgarbyggðarlistans í
Borgarbyggð. Þar sameinaðist fé-
lagshyggjufólk úr ýmsum áttum í
fyrsta sinn undir einu merki. Við
undirbúning kosninganna urðum við
fljótt varir við kraftmikinn og ósér-
hlífinn mann úr „sveitinni“ sem
sagði skoðanir síðan umbúðalaust á
mönnum og málefnum. Aldrei höf-
um við kynnst eins ötulum liðsmanni
eins og Erni, sem gekk til þessa
starfs af þvílíkum dugnaði að eftir
var tekið, enda gekk hann til verks á
sama hátt og annað sem hann tók
sér fyrir hendur. Var hamhleypa til
allra verka og ávallt trúr sinni sann-
færingu. Hans verður sárt saknað.
Á þessum árum sem liðin eru,
hefur mikið vatn runnið til sjávar,
en eftir situr vináttan, virðingin og
traustið sem skapaðist okkar á milli.
Á kveðjustund sendum við Sigríði
eiginkonu Arnar og fjölskyldunni
allri hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Arnar Einars-
sonar.
Sigurður Már Einarsson
og Tryggvi Gunnarsson,
Borgarnesi.
Örn Einarsson hef ég þekkt allt
frá því að foreldrar hans, Einar Sig-
urðsson og Kristín Ottesen, komu til
þriggja ára dvalar að Kaðalsstöðum
ásamt börnum sínum vorið 1948
þegar Örn var sex mánaða gamall.
Árið 1950 byggðu Einar og Kristín
nýbýlið Miðgarð úr Kaðalsstaða-
landi og þegar fram liðu stundir
tóku Örn og Sigríður Númadóttir
þar við búsforráðum. Eftir að íbúð-
arhúsið brann í Miðgarði fengu þau
ábúð í Efra-Nesi í nokkur ár og
bjuggu síðan um skamma hríð í
Stangarholti en fluttu aftur í Mið-
garð þar sem Einar hafði þá reist
nýtt íbúðarhús.
Núna þegar Örn er kvaddur eftir
hörmulegt slys er mér efst í huga
hversu ánægjulegt var að eiga hann
og raunar Miðgarðsfólkið allt að ná-
grönnum og vil ég þakka fyrir
hversu gott samstarf var alltaf á
milli bæjanna. Einstaklega gott var
að leita til Arnar þegar aðstoðar
þurfti við. Hann var fyrsti maður
sem ég leitaði til, að lækni og heima-
fólki frátöldu, eftir andlát Steina,
bróður míns, og veitti mér mikinn
og góðan stuðning það ár sem ég bjó
ein eftir það. Ég vil þakka sérstak-
lega alla þá hjálp.
Ég færi Sigríði, börnum þeirra
Arnar og öllum öðrum aðstandend-
um hans innilegar samúðarkveðjur.
Ástríður Jónsdóttir.
Það var um hádegisbil síðasta
fimmtudag að sameiginlegur vinur
okkar Arnar hringdi í mig og sagði
mér þau tíðindi að Örn hefði þá rétt
áður lent í slysi og væri dáinn.
Mér hefur ekki í annan tíma orðið
meira um slík tíðindi.
Það voru reyndar ekki liðnir
nema tveir dagar síðan ég hitti Örn
einmitt á þessum stað. Veðrið var
dásamlegt, stillilogn og sólskin.
Þarna settumst við niður á þúfu og
ræddum málin vítt og breitt í að
minnta kosti klukkutíma. Framtíðin
og næstu skref voru umræðuefnið
og á hvorugum okkar var nokkurt
fararsnið. Þegar við kvöddumst
læddist það ekki einu sinni að mér
að þetta væri síðasti fundur okkar
Arnar.
Það var árið 1994 sem náinn
kunningsskapur tókst með okkur
Erni. Þá réðust mál þannig að við
skipuðum tvö efstu sæti á framboðs-
lista fyrir bæjarstjórnarkosningar í
Borgarbyggð. Flokkurinn sem við
vorum í framboði fyrir átti þá engan
fulltrúa í bæjarstjórninni. Við lögð-
um saman upp kosningabaráttu sem
var hreint ekki venjuleg. Við létum
til dæmis ógert að gefa út nokkurn
skapaðan hlut á prenti. Við fengum
einn fulltrúa kjörinn. Það var ekki
síst að þakka dugnaði og einurð
Arnar.
Seinna þegar í minn hlut kom að
sjá um viðhald og endurnýjun girð-
inga í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
fyrir Vegagerðina gerðist það eins
og sjálfsagður hlutur að Örn tók að
sér að vinna þessi verk. Hann var
yfirburðamaður á þessu sviði, bæði
kunnáttusamur og góður verkmað-
ur. Hann var einstaklega sanngjarn
og orðum hans mátti alltaf treysta.
Það var gott að njóta starfskrafta
slíks manns sem hægt var að
treysta eins og sjálfum sér og raun-
ar betur.
Örn hélt áfram að vinna fyrir
Vegagerðina fram á lokadaginn og
engum datt annað í hug en að þann-
ig yrði þetta um langa framtíð.
Enginn skuggi féll á vináttu okk-
ar Arnar meðan við báðir lifðum og
raunar hvarflar ekki að mér að hún
sé á enda.
Við Stella vottum Sigríði og öðr-
um ástvinum Arnar innilegustu
samúð okkar.
Jenni R. Ólason.
Kveðja frá Bridgefélagi
Borgarness
Einn af máttarstólpum í bridgelífi
Borgarfjarðarhéraðs, Örn Einars-
son, er látinn, langt um aldur fram.
Við fráfall hans setur okkur hljóð og
hugsunin um skemmtilegan mann
og góðan dreng blandast við þá
hugsun að ljóst er að hver og einn
getur þakkað fyrir hvern dag sem
lifað er í þessu lífi.
Örn í Miðgarði setti svo sannar-
lega mark sitt á bridgelífið í Borg-
arfirði, gerði það skemmtilegra og
var auk þess einn af sterkustu spil-
urum Héraðsins. Í leiftri minning-
anna sjáum við hann fyrir okkur,
oftast með makker sínum Kristjáni
Axelssyni, kátan við spilaborðið með
hnyttnar athugasemdir og víst er að
flestir hlökkuðu til að mæta þeim
við græna borðið því það var ávísun
á gleði og hlátur og eðli þess að spila
bridge sér til ánægju.
Örn spilaði reglulega á mótum
Bridgefélags Borgarness á fyrri ár-
um og svo auðvitað með Bridge-
félagi Borgarfjarðar alla tíð.
Þær eru ógleymanlegar ferðirnar
á Vesturlandsmót, til dæmis með
Katli heitnum og Halla í Munaðar-
nesi og fleirum í stórhríð frá Hellis-
sandi eða ferðirnar á Blönduós og
kjördæmamót sem mörgum eru
minnisstæðar. Og svo auðvitað hin
árlega keppni milli Borgnesinga og
Borgfirðinga sem fram hefur farið í
áratugi og er hinn eini vettvangur í
bridgeinu í Borgarfjarðarhéraði
sem enginn vill missa af. Þar verður
nú skarð fyrir skildi.
Við andlát góðs vinar og félaga
lútum við höfði í þökk fyrir allar hin-
ar góðu minningar sem hann skildi
eftir og vottum eiginkonu, börnum
og barnabörnum okkar dýpstu sam-
úð og biðjum góðan Guð að styrkja
þau og aðra vandamenn.
Fyrir hönd Bridgefélags Borgar-
ness
Kristján B. Snorrason.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 49
MINNINGAR
Það var laugardags-
morgun 10. sept., sím-
inn hringdi, Ingvar
vinur minn var í sím-
anum og sagði mér að
Friðriks vinar okkar og veiðifélaga
væri saknað, og sambýliskona hans,
Maddý, hefði látist í hörmulegu sjó-
slysi þá um nóttina.
Mig setti hljóðan, það kom tár í
auga, ég var við veiðar deginum áð-
ur, var að prufa nýju fluguna sem
Baldur bróðir Friðriks hnýtti og
skýrði Frigga, fékk tvo laxa á hana
en missti þann þriðja og stærsta, ég
vissi það ekki þá að þú værir í þann
mund að fara í þína síðustu sjóferð,
og að ég væri að missa vin, félaga og
góðan dreng.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Friðriki Hermannssyni fyrir
fjórum árum síðan er hann kom inn í
veiðiholl í Laxá í Leirársveit sem ég
FRIÐRIK ÁSGEIR
HERMANNSSON
✝ Friðrik ÁsgeirHermannsson
fæddist á Ísafirði 28.
september 1971.
Hann lést í sjóslysi
10. september síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Hallgrímskirkju 23.
september.
var upphafsmaður að,
með okkur tókst fljótt
vinátta og félagsskap-
ur sem aldrei bar
skugga á.
Það er á engan hall-
að er ég segi að Frið-
rik var einn sá
skemmtilegasti og
mesti húmoristi sem
ég hef kynnst um æv-
ina, það var oft mikið
hlegið er Friðrik fór á
flug við matarborðið
við Laxá, hann var
ávallt miðpunkturinn,
en ég komst fljótt að því er húm-
ornum sleppti, að þar fór maður
skarpgreindur, fullur að eldmóði,
fróðleik, rausnarskap og ríkri rétt-
lætiskennd.
Er við vorum saman við veiðar í
Miðfjarðará í lok ágúst vildi Friðrik
að við færum að leiði Vatnsenda
Rósu sem þar er í sveitinni, sagði
mér að hún væri uppáhalds skáldið
sitt, mig undraði hvað hann kunni
hennar sögu alla og ljóð hennar, því-
líkt minni.
Lífið er undarlegt ferðalag, og til-
veran oft miskunnarlaus, ekki óraði
mig fyrir því er við Friðrik sátum
saman á bökkum Laxár í Leirár-
sveit, rúmlega viku fyrir hið hörmu-
lega slys, að við sæjumst ekki oftar
hér á jörð, við vorum að skipuleggja
veiðiferðir næsta sumars, er hann
sagði við mig, Alli við megum aldrei
sleppa þessari á, hér er svo ynd-
islegt að vera.
Það verður ekki eins gaman, og
ekki eins mikið hlegið við Laxá á
næsta ári, en ég veit að andi þinn
mun svífa yfir vötnunum bláu, en þín
verður sárt saknað.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höfundur ók.)
Með þessum orðum viljum við
veiðifélagar við Laxá kveðja þig,
kæri vinur, Að lokum sendi ég öllum
aðstandendum mínar dýpstu samúð-
arkveðjur og megi góður guð
styrkja ykkur öll í sorg ykkar og
söknuði.
Aðalsteinn Pétursson.