Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LIBBY SAGÐI AF SÉR
LEWIS Libby, skrifstofustjóri
varaforseta Bandaríkjanna, sagði af
sér í gær eftir að hafa verið ákærður
fyrir að hindra framgang réttvís-
innar og bera ljúgvitni við rannsókn
á upplýsingaleka í Hvíta húsinu. Tal-
ið var hugsanlegt að saksóknarinn
Patrick Fitzgerald myndi einnig
ákæra Karl Rove, nánasta stjórn-
málaráðgjafa George W. Bush for-
seta, en svo fór ekki.
Metafkoma bankanna
Afkoma viðskiptabankanna
þriggja hefur aldrei verið betri en
fyrstu níu mánuði þessa árs, sam-
anborið við fyrri ár. Hagnaður bank-
anna samanlagður er 67,2 milljarðar
króna. Hagnaður þeirra allt siðasta
ár nam um 40 milljörðum.
Rúm milljón Írana mótmælir
Rúm milljón manna tók þátt í
mótmælum gegn Ísrael á götum Te-
heran og fleiri borga í Íran í gær og
fólkið lét í ljósi stuðning við þau um-
mæli forseta landsins að þurrka
bæri Ísrael út.
Ófærð og óveður
Óveður hamlaði innanlandsflugi í
gær og olli ófærð víða. Snjóflóðavakt
Veðurstofunnar fylgdist með
ástandinu norðanlands. Strætisvagn
fauk útaf á Kjalarnesi og fjórir voru
fluttir á slysadeild eftir að jeppi valt
við Hvalfjarðargöng.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 40/45
Úr verinu 20 Kirkjustarf 58/59
Viðskipti 18 Skák 65
Erlent 22/23 Minningar 67/69
Akureyri 28 Myndasögur 64
Suðurnes 30 Dagbók 64/67
Landið 31 Víkverji 64
Árborg 29 Staður og stund 65
Daglegt líf 34/35 Velvakandi 65
Ferðalög 36/37 Ljósvakamiðlar 74
Menning 32 Staksteinar 75
Forystugrein 38 Veður 75
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið Eitt líf – njót-
um þess. Frá Betra bak.
Metsölubók
um allan heim
Allan og Barbara Pease
hafa selt yfir 19 milljón
eintaka af bókum sínum
Bókin sem varpar ljósi á
samskipti kynjanna.
Stórkostleg bók, er samdóma
álit lesenda.
Og ekki að ástæðulausu!
Vikan 19. okt. 2005
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Gildir til 30. nóvember 2005
30% afsláttur
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ er
að undirbúa frumvarp um út-
streymisheimildir, útstreymisheim-
ildabókhald og fleira. Magnús Jó-
hannesson, ráðuneytisstjóri, segir
gert ráð fyrir að umhverfisráðherra
leggi frumvarpið fram öðrum hvor-
um megin við áramót. Þær heim-
ildir sem Ísland hefur til að losa
gróðurhúsalofttegundir duga þeim
stóriðjufyrirtækjum sem nú eru að
byggja álver hér á landi, en ef ný
fyrirtæki vildu koma upp stóriðju á
Íslandi gæti komið til þess að þau
þyrftu að útvega sér losunarheim-
ildir.
Magnús sagði að umhverfisráðu-
neytið fjallaði nú um þær ráðstaf-
anir sem þyrfti að gera vegna gild-
istöku Kyoto-bókunarinnar, en hún
tekur gildi árið 2008. Öll ríki sem
undirrituðu hana ætla að staðfesta
eða hafa staðfest hana nema
Bandaríkin og Ástralía.
„Þetta snýst um að koma upp
kerfi til að halda utan um losun á
gróðurhúsalofttegundum og sömu-
leiðis möguleika á að tengjast þessu
alþjóðlega viðskiptakerfi með los-
unarkvóta sem verður rekið í
Bonn,“ sagði Magnús.
Samkvæmt hinu svokallaða ís-
lenska ákvæði hefur Ísland heimild
til þess að auka losun á koltvíoxíði
um 1.600 þús. tonn á ári að með-
altali á árunum 2008–2012 vegna
nýrrar stóriðju sem notar endur-
nýjanlega orku. Samkvæmt út-
reikningum iðnaðarráðuneytisins
eykst árleg losun koltvíoxíðs síðan
1990 frá nýrri stóriðju líklega um
1.183 þús. tonn á skuldbindingar-
tímabilinu 2008–2012. Aukningin
hjá Alcan er 130 þúsund tonn, Járn-
blendiverksmiðjunni 175, Norðuráli
392 og Alcoa Fjarðaáli 486. Þetta
þýðir að Íslendingar hafa líklega
um 417 þús. tonn af koltvísýringi á
ári til ráðstöfunar í samræmi við ís-
lenska ákvæðið fram að og með
fyrsta skuldbindingartímabilinu.
Það lætur nærri að það dugi til
byggingar á einu nýju álveri, en
það fer þó eftir stærð þess.
Ekki útlit fyrir að
gefa þurfi út kvóta
Magnús sagði að miðað við nú-
verandi stöðu væri ekki útlit fyrir
að fyrirtæki sem hér starfa þyrftu
að kaupa sér losunarheimildir.
„Samningurinn gefur hins vegar
möguleika á því. Stefnumótun okk-
ar frá árinu 2002, og í sjálfu sér
hefur ekki orðið nein breyting á
henni, gerir ráð fyrir að við þyrft-
um ekki að úthluta kvótum heldur
að við myndum ná okkar mark-
miðum með almennum aðgerðum.“
Magnús var spurður hvernig
staðan yrði ef ákvörðun yrði tekin
um að reisa stórt álver á Norður-
landi. Hann sagði að ef allar heim-
ildir sem Ísland hefði væru full-
nýttar og menn vildu koma með ný
fyrirtæki sem losuðu gróðurhúsa-
loftegundir þá reyndi á sveigjan-
leikaákvæði bókunarinnar. Fyrir-
tækin gætu þá komið með kvóta
með sér eftir að hafa keypt hann.
Eins væri hægt að vinna sér inn
kolefniskvóta hér heima með land-
græðslu og skógrækt. Sá möguleiki
væri einnig fyrir hendi að fara í
verkefni í öðrum löndum sem mið-
uðu að því að draga úr losun eða
fara í svokallaða loftslagsvæna þró-
unaraðstoð í þróunarlöndunum.
Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra gerði grein fyrir
undirbúningi ráðuneytisins í þessu
máli í svari við fyrirspurn frá Merði
Árnasyni alþingismanni á síðasta
ári. Þar kom fram að útstreymis-
og bindingarbókhald Íslands yrði
vistað hjá Umhverfisstofnun.
Frumvarp um útstreym-
isheimildir lagt fram
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn
Framkvæmdir við nýtt álver Fjarðaáls á Reyðarfirði eru í fullum gangi.
MÝFLUG og Landsflug munu sjá um
sjúkraflug næstu fimm árin, en
ákveðið var að taka tilboðum félag-
anna í flugið. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Þar kem-
ur fram að Mýflug mun sjá um norð-
ursvæðið og Landsflug Vestmanna-
eyjasvæðið og er samningstíminn frá
1. janúar 2006 og út árið 2010.
Norðursvæðið var í útboðinu
stækkað og tekur nú til Vestfjarða,
Norðurlands og Austfjarða, þ.m.t.
Hornafjarðar. Gerð var krafa um sér-
útbúna vél í sjúkraflugið og í fyrsta
skipti mun nú sérútbúin sjúkraflugvél
sinna verkefni sjúkraflugs á norður-
svæði. Mýflug mun í þessu sambandi
útvega sjúkraflugvél af gerðinni
Beechcraft King Air 200C sem stað-
sett verður á Akureyri frá vorinu
2006, en notast við aðra vél þangað til.
Sjúkraflugvélin er tveggja hreyfla,
búin hverfihreyflum og jafnþrýsti-
búnaði. Hún mun ávallt standa tilbúin
til útkalls eins og sjúkrabifreið á Ak-
ureyrarflugvelli. Í flugvélinni verður
sérhæfður búnaður til notkunar fyrir
heilbrigðisstarfsfólk. Miðstöð sjúkra-
flugsins verður áfram á Akureyri, en
við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
(FSA) er starfandi flugsveit lækna
sem fer í sjúkraflug þegar þörf er á.
Sjúkrafluginu á Vestmannaeyja-
svæðinu verður áfram þjónað frá
Vestmannaeyjum. Samið verður við
Landsflug, sem mun nota flugvél af
gerðinni Dornier DO228 til flugsins
og verður hún staðsett í Vestmanna-
eyjum. Kostnaðurinn við sjúkraflugið
á árinu sem er að líða verður um 165
milljónir króna. Samningarnir sem nú
verða gerðir kosta um 139 milljónir
króna og er þá miðað við um 370
sjúkraflugsferðir að jafnaði, en á liðnu
ári voru þær 381.
Samið um sjúkra-
flug til næstu 5 ára
LEIT úr lofti og sjó var hafin
eftir að merki frá neyðarsendi
bárust til Landhelgisgæslunnar
um gervitungl í gegnum jarðstöð
í Bodø í Noregi í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum Gæsl-
unnar virtist sem neyðarsendir-
inn væri um 5 mílur suðvestur af
Grindavík. Sendirinn sendi út á
tíðninni 121,5 Mhz og er um 10
mílna frávik á staðsetningu hans.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var send til leitar en ekk-
ert fannst.
Neyðarmerkið var dauft og
greindist ekki vel í flugturninum
í Keflavík. Hvorki var vitað í
hvaða báti sendirinn var né hvort
hann væri í báti úti á sjó. Fáir
bátar voru á sjó við Reykjanes í
gær vegna brælu. Flugvélar og
aðrir bátar voru beðin um að
hlusta eftir merkjum neyðar-
sendisins. Um klukkan 13:30 dóu
merkin út og var leit hætt í bili
síðar um daginn en málið er enn
til athugunar hjá Gæslunni.
Árangurslaus leit að neyðarsendi
ÁLFTARUNGI sem sat eftir á
Bakkatjörn þegar foreldrar hans
og systkin flugu suður á bóginn bar
sig aumlega þegar vegfarendur og
starfsmenn Seltjarnarnesbæjar
urðu varir við hann á dögunum.
Virtist unginn ekki vera fleygur
enn og var því haft samband við
Húsdýragarðinn, sem lofaði ung-
anum húsaskjóli yfir veturinn. Því
næst hófst vinna við að fanga fugl-
inn, en það reyndist strembnara en
í fyrstu var talið. Á endanum hafð-
ist það þó með dyggri aðstoð starfs-
manna Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands og báts.
Álftin unga gistir nú í góðu yf-
irlæti í Húsdýragarðinum og slepp-
ur við þau harðindi sem nú ríkja hjá
fuglum landsins. Gengur hún með
gæsum og öndum í garðinum og
fellur að sögn ágætlega í hópinn.
Vonast Seltirningar til þess að
fuglinn noti veturinn til að koma
sér upp flugfjöðrum, sem ættu að
nýtast honum til ferðafrelsis næsta
sumar.
Yfirgefinn
álftarungi
FYRIRTÆKIÐ Þormóður rammi –
Sæberg hf hefur sent níu starfs-
mönnum í Siglufirði uppsagnarbréf
vegna hagræðingar í rækjuvinnslu
fyrirtækisins í Siglufirði. Verður
framvegis unnið á einni vakt í vinnsl-
unni.
Á undanförnum vikum hefur yfir
hundrað starfsmönnum í rækju-
vinnslu víða um land verið sagt upp
störfum. Lágt afurðaverð og hátt
gengi krónunnar eiga mestan þátt í
þessum aðgerðum.
!"#
$
%
!& '(
)*$+
' ,-&
. ,-&
/&(
#%
%&&
$(
'
Uppsagnir í
rækjuvinnslu