Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU AÐALFUNDUR LÍÚ vill að stjórn- völd varði stefnu aðhalds og festu í stjórn efnahagsmála í samhentu átaki með Seðlabankanum. Hann leggur til að söluandvirði Símans verði varið til kaupa á gjaldeyri til að sporna við háu gengi krónunnar. Einnig telur fundurinn brýnt að breyta strax reglum Íbúðalánasjóðs varðandi vexti og lánshlutföll. Þetta þrennt geti orðið til að leiðrétta gengi íslensku krónunnar. Helstu ályktanir fundarins fara hér á eftir: „Fyrirtæki í sjávarútvegi glíma nú við mikla og vaxandi erfiðleika í rekstri sínum vegna þess að gengi krónunnar er allt of hátt. Þessi þró- un leiðir til þess að afkoma fyrir- tækja í sjávarútvegi er óviðunandi, fyrirtækin í taprekstri og eigið fé þeirra tapast verði haldið áfram á sömu braut. Á sama tíma hefur verðlag aðfanga farið ört hækkandi, sérstaklega olíu sem er stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar fyrir utan laun. Við þessar aðstæður verða stjórnvöld að varða stefnu að- halds og festu í stjórn efnahagsmála í samhentu átaki með Seðlabank- anum. Mikilvægt er að viðurkenna að undirliggjandi verðbólga stafar að mestu leyti af heimatilbúnum ástæðum. Seðlabankinn mun ekki ná verðbólgumarkmiðum í tæka tíð með hækkun stýrivaxta. Fyrirtæki heltast úr lestinni, fólk missir vinn- una og samfélagið allt tapar þegar upp er staðið. Undirliggjandi verð- bólgu verður einfaldlega að tappa af. Mikilvægt er að ákvörðun verði tekin nú þegar um aukin kaup á gjaldeyri og nýta til þess meðal ann- ars söluandvirði Símans. Einnig er brýnt að breyta strax reglum Íbúða- lánasjóðs varðandi vexti og lánshlut- föll. Bankarnir eru þegar farnir að lækka þessi hlutföll og er það vel. Þessar aðgerðir munu draga úr þenslunni. Fundurinn beinir því til stjórn- valda að lög nr. 24/1986 um skipta- verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og lög nr. 17/1976 um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa verði felld úr gildi. Hvalveiðar í atvinnuskyni verði hafnar Fundurinn hvetur stjórnvöld til að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni svo fljótt sem verða má og ekki síð- ar en vorið 2006, í samræmi við fyr- irvara Íslands við núllkvóta við inn- göngu í Alþjóðahvalveiðiráðið. Íslendingum ber að gæta vel að rétti sínum til nýtingar hvalastofna við landið. Grundvallaratriði er að landsmönnum verði hvorki meinað að nýta auðlindir hafsins á sjálfbær- an hátt, né að viðhalda jafnvægi milli tegunda. Hvalastofnar við Ís- landsstrendur eru ekki í útrýming- arhættu heldur í stöðugum vexti. Vísindalegra gagna verði safnað samhliða veiðum í atvinnuskyni. Loðnurannsóknir verði auknar Aðalfundurinn beinir því til sjáv- arútvegsráðherra og Hafrannsókna- stofnunarinnar að loðnurannsóknir verði auknar til mikilla muna án taf- ar. Mikilvægi rannsókna á loðnu stafar einkum af því hversu stór þáttur hennar er í fæðu botnfiska. Rannsóknir á loðnu eru sérstaklega brýnar nú vegna þess hversu mjög ástand sjávar og útbreiðsla loðnunn- ar hafa breyst á undanförnum ár- um. Rannsóknir beinist meðal ann- ars að eftirfarandi: Að leggja mat á reynslu af núgild- andi reglu við stjórn loðnuveiða, sem gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar; Að kanna magn og útbreiðslu ungloðnu og göngur hrygningar- loðnu með hliðsjón af útbreiðslu þorsks; Að rannsaka vistfræði loðnu í æt- isgöngum norður í haf að sumarlagi; Að kanna umfang möskvasmugs við veiðar í flotvörpu; Að kanna hvort veiðar í flotvörpu hafi áhrif á göngur loðnunnar og þá hvernig og í hvaða mæli. Eftirlit vegna skipaskoðunar Fundurinn samþykkir að samtök- in beiti sér fyrir því að Siglinga- stofnun verði aðeins eftirlitsaðili með skoðunarstofunum en sé ekki einnig skoðunaraðili, þ.e. að verk- svið þessara aðila skarist ekki. Sigl- ingastofnun er ekki eingöngu eft- irlitsaðili með skoðunarstofum heldur einnig samkeppnisaðili. T.d. við breytingar á skipum setur Sigl- ingastofnun skoðunarstofurnar til hliðar og fer í hlutverk skoðunar- stofu. Útgerðarmenn sitja uppi með kerfi sem er hálf-einkavætt og miklu dýrara en það kerfi sem fyrir var. Loks hvetur fundurinn sjávarút- vegsráðherra til að beita sér fyrir því að Fiskistofu verði sett ráðgef- andi stjórn, líkt og Hafrannsókna- stofnuninni, og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eigi aðild að þeirri stjórn. Aðhalds og festu verði gætt í stjórn efnahagsmála „VIÐ í Samfylkingunni viljum leggja okkar af mörkum til að sátt náist í greininni, það á að vera hlutverk stjórnmálamanna og útgerðarmanna að skapa forsendurnar fyrir henni. Til að svo verði þurfa menn að ræða sam- an og allir að gefa eitthvað eftir af sín- um ýtrustu kröfum og skoðunum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær. Ingibjörg sagðist ekki geta betur séð en að allir flokkar væru nú orðnir sammála um að binda eignarréttinn á auðlindinni í stjórnarskrá og gerði hún ráð fyrir að í því efni yrði stuðst við tillögu auðlindanefndar frá árinu 2000, en þar segir meðal annars: „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjaf- ar- og framkvæmdavalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóðarinnar. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýt- ingar á þessum auðlindum og réttind- um gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi.“ Ingibjörg Sólrún hélt síðan áfram: „Ég tel mikilvægan lið í sáttinni að menn hætti að tala um eignarréttindi á kvótanum og viðurkenni að um nýtingarrétt sé að ræða sem, eins og fyrr segir, nýtur verndar sem óbein eignarétt- indi. Ég tel líka mik- ilvægan lið í sátt- inni að menn hætti að deila um það sem gerðist árið 1984 og hvernig kvótanum var þá úthlutað. Þessari fyrstu úthlutun verður ekki breytt, margir sem þá fengu kvóta eru búnir að selja sig út úr greininni, aðrir hafa keypt mikinn kvóta háu verði og deil- ur um tap og gróða sem myndaðist fyrir 20 árum hafa litla þýðingu nema sem sagnfræðilegt viðfangsefni. Eftir stendur þá óleyst hvort og þá hvernig útgerðin eigi að greiða fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. Sú deila verður ekki leyst nema í tengslum við greiðslur fyrir afnot annarra auðlinda sem skilgreindar eru sem þjóðareign, ríkiseign eða í þjóðarumsjá svo sem fallvötn, fjarskiptarásir, jarðhiti í þjóðlendum og auðlindir á eða undir sjávarbotni. Því má segja að deiluefn- ið sé tiltölulega afmarkað þó auðvitað gæti það reynst afdrifaríkt ef stjórn- völdum dytti í hug að fara fram af of- forsi. Ég þarf þó varla að segja þess- ari samkundu það að slíkt kynni aldrei góðri lukku að stýra enda sjáv- arútvegurinn alltof mikilvæg atvinnu- grein til að nokkurt deiluefna réttlæti að hún verði sett í uppnám.“ Viljum leggja okkar af mörkum til að sátt náist „Sjávarútvegurinn alltof mikilvæg atvinnugrein til að nokkurt deiluefna réttlæti að hún verði sett í uppnám“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir AÐALBJÖRG sf. hlaut Umhverf- isverðlaun LÍÚ árið 2005. Þetta er í sjöunda sinn sem LÍÚ efnir til um- hverfisverðlauna meðal aðila innan samtakanna sem þykja hafa skarað fram úr á því sviði. Hlaut Aðalbjörg sf. hæstu einkunn tilnefndra fyr- irtækja í mati á þeim þáttum er varða ábyrga umgengni um um- hverfið. „Félagið hefur umhverfisstefnu sem það hefur kynnt starfs- mönnum. Stefnan leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda, góða umgengni og skynsamlega nýtingu aukaafurða. Innan fyrirtækisins er gott yfirlit yfir þá þætti starfsem- innar sem hugsanlega geta valdið neikvæðum áhrifum á umhverfið, þ.m.t. notkun slökkvi- og kælimiðla, botnmálning skipa og sorpförgun. Skip félagsins eru og hafa verið borgarpýði og lengi hefur verið unnið í því að fegra umhverfi fyr- irtækisins í landi. Með notkun sinni á valvirkum veiðarfærum, góðri nýtingu á aukaafurðum og öðru sem til fellur við veiðar og vinnslu sjávarfangs og viðleitni til að hreinsa sjávarbotninn í Faxaflóa af rusli þá hefur félagið sýnt að því er umhugað um umhverfið og auð- lindina,“ segir í frétt LÍÚ um verð- launaveitinguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaun Aðalbjörg sf. hlaut umhverfisverðlaun LÍÚ árið 2005, en þau voru veitt á aðalfundi samtakanna í gær. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, afhenti Aðalbjargarbræðrum, þeim Sigurði, Guðbjarti og Stefáni Einarssonum, verðlaunin í dag. Aðalbjörg sf. hlaut um- hverfisverðlaun LÍÚ Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 31.160 kr. á mánuði fyrir klukkustundarlangan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti. Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.