Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Húsasmiðjunni:
„Húsasmiðjan hf. tilkynnti sl.
mánudag 24. október, fyrst ís-
lenskra fyrirtækja, VERÐVERND
á heimilis- og byggingarvörum.
Viðbrögð helsta keppinautarins
Byko og auglýsingastofu hans
voru þau að þau sökuðu Húsa-
smiðjuna opinberlega um stuld á
hugverkaréttindum þeirra og
héldu því fram því til staðfestingar
að Húsasmiðjan hefði komist yfir
auglýsingarefni Byko með ólögleg-
um hætti og notað það sem fyr-
irmynd að auglýsingum Húsa-
smiðjunnar.
Þessi ásökun birtist í formi sér-
stakrar yfirlýsingar frá auglýs-
ingastofu Byko, Góðu fólki hf., sem
send var út rétt fyrir fréttatíma
Sjónvarpsins og um hálfri klukku-
stund fyrir útsendingu Kastljóss
þar sem fyrirhugað var að for-
stjórar Byko og Húsasmiðjunnar
skyldu ræða verðverndartilboð fé-
laganna. Ásökun um stuldinn var
síðan rakin í upphafi Kastljóss rík-
isútvarpsins og gerði forstjóri
Byko hana að sinni með því að
taka undir ásökunina í þættinum.
Forstjóri Húsasmiðjunnar
kynnti í fyrrgreindum Kastljós-
þætti gögn sem sýna fram á að
VERÐVERND Húsasmiðjunnar
var í öllum meginatriðum undirbú-
in í nóvember 2004 þar sem nafnið
VERÐVERND var ákveðið, „logo“
átaksins útbúið, helstu skilmálar
og prentmiðlaauglýsingar hannað-
ar. Frekari gögn þessu til staðfest-
ingar fylgja yfirlýsingu þessari til
fjölmiðla og er þeim boðið að sann-
reyna það enn frekar ef fjölmiðlum
þykir vanta upp á. Það skal tekið
fram að lítils háttar breytingar
voru gerðar á skilmálum og útliti
auglýsinga þegar málið var tekið
til lokaútfærslu daginn fyrir birt-
ingu. Aldrei var um það að ræða
að nokkur frá Húsasmiðjunni sem
að þessu máli kom hefði séð und-
irbúningsvinnu Byko fyrir þeirra
herferð né fengið neina lýsingu á
útliti hennar eða uppbyggingu.
Húsasmiðjan hefur frá upphafi
gert hreint fyrir sínum dyrum og
útskýrt aðdraganda þess að fyr-
irtækið hóf kynningu á VERÐ-
VERND sl. þriðjudag. Húsasmiðj-
an hefur auk þess kynnt þessi
gögn sérstaklega fyrir auglýsinga-
stofu Byko og hefur hún fengið
gögnin í hendur til að leggja fyrir
sína lögmenn.
Húsasmiðjan og lögmenn henn-
ar telja að ummæli og yfirlýsingar
forstjóra Byko og auglýsingastofu
Byko, Góðs fólks hf., feli í sér ann-
ars vegar meiðyrði og hins vegar
óréttmæta viðskiptahætti, og
skora því á báða aðila að draga
þau ummæli sín til baka sem hugs-
anlega brjóta gegn lögum, til að
forðast frekari aðgerðir af hálfu
Húsasmiðjunnar til að hreinsa sig
af þessum ásökunum. Það er vilji
stjórnenda og stjórnar Húsasmiðj-
unnar að ljúka þessu máli og ein-
beita sér að heiðarlegri og eðli-
legri samkeppni. Verði Byko og
auglýsingastofa þeirra ekki við
þessari áskorun áskilur Húsa-
smiðjan sér allan rétt í málinu.“
Yfirlýsing frá
Húsasmiðjunni
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Höfuðborgarsamtökun-
um:
„Höfuðborgarsamtökin undrast
ótrúlegt og óskammfeilið uppátæki
hagsmunasamtakanna Áfram í Dal-
víkurbyggð að hrinda af stað undir-
skriftasöfnun til að negla niður flug-
völl í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Áfram-menn ættu að vita eftirfar-
andi:
1. Bráðveikir og stórslasaðir ein-
staklingar eru fluttir með þyrlum,
ekki með vængjuðu flugi, slíkt væri
óábyrgt og hættulegt.
2. Vængjað sjúkraflug er einkum
notað til að flytja sjúklinga milli
sjúkrastofnana og samanstendur af
þremur áföngum: A. Ökuferð frá
sjúkrastofnun 1 á flugvöll, B. flug-
ferð milli flugvalla og C. ökuferð frá
flugvelli á sjúkrastofnun 2. Tíma-
lengd hvers þessara þriggja áfanga
hefur ekki áhrif á batahorfur sjúk-
linga.
3. Fórnarkostnaður 190.000 höf-
uðborgarbúa felst m.a. í því að sitja
7 sólarhringum lengur á hverju ári í
bíl en ella þyrfti ef byggð væri í
Vatnsmýri í stað flugvallar. Þetta er
hálf klukkustund af kjörtíma hvers
einasta borgarbúa hvern einasta
dag ársins, ár eftir ár.
4. Fórn borgarbúa birtist einnig í
því að kostnaður vegna aksturs er
a.m.k. þriðjungi hærri en ella væri
eða 120 milljarðar kr. á ári. Mis-
munurinn, sem sparast árlega, þeg-
ar flugvöllurinn hverfur úr Vatns-
mýri, er 40 milljarðar króna eða
570.000 kr. á hvert heimili á höf-
uðborgarsvæðinu.
5. Akstursvegalengd á höfuðborg-
arsvæðinu er þá um þriðjungi lengri
en vera þyrfti og umferðarslys að
sama skapi þriðjungi fleiri en ella,
þar með taldir látnir og stórslas-
aðir.
6. Mengun og neikvæð áhrif á
heilsufar borgarbúa vegna umferð-
ar eru þá einnig þriðjungi meiri en
ella.
7. Þjóðhagslegt verðmæti byggð-
ar í Vatnsmýri er a.m.k. 200 millj-
arðar kr. Þar af eru byggingarlóðir
fyrir 90 milljarða kr. Ríkið á þriðj-
ung þess eða 30 milljarða kr.
8. Hæglega mætti byggja nýja
miðstöð innanlandsflugs á góðum
stað utan byggðar á höfuðborgar-
svæðinu fyrir allt að 10 milljarða kr.
og skipta 20 milljörðum kr. milli
allra landsmanna og kæmu um
200.000 kr. í hlut hverrar fjölskyldu.
9. Reikna verður vexti af bundnu
fé undir Vatnsmýrarflugvellinum á
meðan ekki er byggt þar. Miðað við
6% vexti eru það 12 milljarðar kr. á
ári eða einn milljarður á mánuði,
sem samsvarar um 9.000 kr. á
hvern Reykvíking í fórnarkostnað.
Höfuðborgarsamtökin harma að
Áfram-menn efni til ósættis og ill-
deilna milli landsbyggðar og höf-
uðborgar með svo skammsýnum og
vanhugsuðum hætti.
Það er mat Höfuðborgarsamtak-
anna að Áfram-mönnum væri
sæmst að leggja fremur sitt af
mörkum til að finna megi farsæla
framtíðarlausn fyrir innanlandsflug-
ið. Það þarf varla mannvitsbrekku
til að sjá að innanlandsflug í Vatns-
mýri á sér enga framtíð, þvert gegn
hagsmunum og vilja höfuðborgar-
búa.“
Yfirlýsing frá Höfuð-
borgarsamtökunum
Neskaupstaður | Þær Sesselja Rán Hjartardóttir og
Hrönn Hjálmarsdóttir fengu lítið frí á kvennafrídag-
inn. Þann dag völdu dætur þeirra sér að koma sér í
heiminn á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað. Það er ljóst að sum kvennanna verk geta
karlmenn ekki leyst og því var ekki um annað að ræða
fyrr mæður, dætur og ljósmæður en að sleppa frídeg-
inum í þetta sinn.
Það er ekki mjög algengt að tvö eða fleiri börn fæðist
sama dag á fæðingardeild FSN, en það sem af er árinu
hafa 49 börn fæðst á deildinni, þar af 28 stúlkur. Að
sögn Hafdísar Eddu Eggertsdóttur ljósmóður hefur
fæðingum verið að fjölga hægt og sígandi undanfarin
ár þar sem aðkomukonur af Mið-Austurlandi hafa kom-
ið í auknum mæli til að fæða á deildinni. Árið 2001
fæddust 35 börn á deildinni en árið 2004 hafði fæð-
ingum fjölgað í 59.
Stúlkurnar sem völdu sér þennan táknræna dag til
að koma í heiminn heita Sigurbjörg Ósk, dóttir Hrann-
ar Hjálmarsdóttur og Gunnars Þórs Guðmundssonar
og Hafdís Huld, dóttir Sesselju Ránar Hjartardóttur og
Helga Guðmundssonar. Báðar voru þetta myndar-
stúlkur, Sigurbjörg Ósk mældist 16 og hálf mörk og 55
sentimetrar en Hafdís Huld var öllu stærri eða 19,5
merkur og 58 sentimetrar. Þær verða vonandi öflugir
liðsmenn í kvennabaráttunni.
Sum kvennaverk geta karlmenn einfaldlega ekki leyst
Fæddust á kvennafrídegi
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Sesselja Rán með Hafdísi Huld Helgadóttur og Hrönn Hjálmarsdóttir með Sigurbjörgu Ósk Gunnarsdóttur.
GARÐAR Baldvinsson hefur látið
af formennsku í Félagi ábyrgra
feðra vegna samskiptaörðugleika í
stjórn félagsins. Stefán Guð-
mundsson hefur tekið við for-
mennskunni af Garðari.
Á stjórnarfundi 24. október
gekk Garðar af fundi og og sagði
daginn eftir af sér öllum trúnaðar-
störfum fyrir félagið. Meginástæð-
an er alger viðsnúningur í stefnu
stjórnarinnar, að mati Garðars.
Sagði af sér formennsku