Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 11
FRÉTTIR
Komdu í kaffi
í kosningamiðstöð
Kjartans!
Kosningamiðstöð Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa er í
Síðumúla 13. Það eru allir velkomnir í kaffi og meðlæti milli
kl. 13.00 og 18.00 í dag og á sunnudag.
Það skiptir máli hverjir veljast í borgarstjórn og það gefst gott
tækifæri til þess að kynnast Kjartani og stefnumálum hans yfir
kaffitári. Barnahornið er svo sívinsælt hjá ungviðinu.
Kosningamiðstöð Kjartans Magnússonar, Síðumúla 13, sími 5 530 530
www.kjartan.is
SAMTÖK sveitarfélaga á Norður-
landi vestra og Svæðisráð Svæð-
isvinnumiðlunar Norðurlands
vestra standa fyrir málþingi um at-
vinnumál á Norðurlandi vestra. Yf-
irskrift málþingsins er Norðurland
vestra 2020 og verður það haldið
föstudaginn 4. nóvember í Verinu,
húsnæði Háskólans á Hólum á
Sauðárkróki kl. 10.30–17.
Á málþinginu er ætlunin að vekja
fólk til umhugsunar um hvernig at-
vinnulífið á Norðurlandi vestra
kemur til með að þróast á næstu 15
árum. Fyrirlesarar munu fjalla um
leiðir sem líklegar eru til árangurs.
Stefnumótun fer síðan fram í um-
ræðuhópum. Samhliða málþinginu
er sýning sem varpar ljósi á þróun
atvinnulífsins síðustu 15 ár. Það
getur einnig að líta framtíðarsýn
atvinnurekenda á Norðurlandi
vestra er byggist á nýrri könnun
sem gerð var í tengslum við mál-
þingið.
Skráning í síma 455 6040 eða á
ssnv@ssnv.is til 3. nóvember.
Málþing um at-
vinnumál á Norð-
urlandi vestra
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær Írana á fimmtugsaldri
í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa
fölsuðu vegabréfi hér á landi þegar
lögregla var með hefðbundið eft-
irlit á dvalarstað hælisleitenda í
Reykjanesbæ. Maðurinn játaði sök.
Í dómi héraðsdóms segir, að í
vörslum mannsins hafi fundist
falskt danskt vegabréf sem hafi
borið með sér að vera gefið út á
manninn, en vegabréfið reyndist
vera falsað með þeim hætti að skipt
hafði verið um upplýsingasíðu
vegabréfsins.
Gunnar Aðalsteinsson héraðs-
dómari dæmdi málið. Verjandi var
Ásbjörn Jónsson hdl. og sækjandi
Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli.
30 daga fangelsi
vegna falsaðs
vegabréfs
PRESTSVÍGSLA verður í Dóm-
kirkjunni, á morgun, sunnudaginn
30. október, kl. 16. Þá vígir biskup
Íslands cand. theol. Hólmgrím Elís
Bragason, sem ráðinn hefur verið
héraðsprestur í Austfjarðaprófasts-
dæmi.
Séra Davíð Baldursson, prófast-
ur Austfjarðaprófastsdæmis, lýsir
vígslu. Vígsluvottar auk hans verða
dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor,
séra Guðmundur Karl Ágústsson
sóknarprestur og séra Sigurður Kr.
Sigurðsson sóknarprestur. Séra
Karl V. Matthíasson þjónar fyrir
altari. Dómkórinn syngur, org-
anisti er Marteinn H. Friðriksson
dómorganisti.
Prestsvígsla í
Dómkirkjunni
VERSLUNIN Blómaval kveður í dag
heimkynni sín til þrjátíu og fimm ára við
Sigtún, en verslunin verður opnuð í
4.000 fermetra húsnæði við hliðina á
Húsasmiðjunni í Skútuvogi í dag kl. 9.
Hið nýja húsnæði er að sögn eigenda
Blómavals hátæknilegt og er m.a. þak-
gluggum og gardínum stýrt af tölvu sem
tekur tillit til vindáttar, kulda og ljóss.
Tengibygging verður milli Blómavals
og Húsasmiðjunnar, svo segja má að
Skútuvogur 16 verði eitt stórt versl-
unartorg. Segja forsvarsmenn fyr-
irtækjanna að nú eigi því viðskiptavinir
eftir að geta sótt nánast alla vöru og
þjónustu fyrir heimilið undir eitt þak.
Í tilefni af flutningunum hafa Steinn
Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðj-
unnar, og Magnús Jóhannesson, for-
maður Skógræktarfélags Íslands, skrif-
að undir samstarfssamning, sem gerir
Skógræktarfélaginu kleift að hefja
framleiðslu á íslenskum jólatrjám.
Í dag kl. 17 verður einnig kveikt á öll-
um jólaljósum Blómavals og einnig
verða tendruð ljósin á stærsta jólatré
landsins, sem er 17 metrar á hæð. Boðið
verður upp á heitt kakó og vöfflur og
munu barnabókahöfundar lesa upp úr
bókum sínum fyrir börnin.
Morgunblaðið/Golli
Hin nýja verslun Blómavals er nátengd Húsasmiðjunni og myndar
með henni nokkurs konar heimilisþarfatorg.
Blómaval flyst í
Skútuvoginn
Á ÁRUNUM 1996–2004 voru ætt-
leiðingar hér á landi 411 talsins. Í
174 tilvikum var um að ræða stjú-
pættleiðingu en frumættleiðingar
voru 237.
Þetta kemur fram í hefti, sem
mannfjöldadeild Hagstofu Íslands
hefur sent frá sér.
Frumættleiddir Íslendingar voru
57 en frumættleiðingar frá útlönd-
um voru 180. Undanfarin þrjú ár
hafa langflest ættleidd börn komið
frá Kína, 46 stúlkur og einn dreng-
ur.
Ef litið er til áranna 1996–2004
hafa börn frá Indlandi verið flest,
þaðan hafa á þessu níu ára tímabili
komið 60 stúlkur og 32 drengir.
Stjúpættleiddir einstaklingar eru
alla jafna eldri en frumættleiddir
og meðalaldur þeirra sem voru
stjúpættleiddir á árunum 1996–
2004 var 21,8 ár.
411 ættleiðingar
frá 1996–2004