Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 31
Fáskrúðsfjörður | Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Tré og steypu ehf. um byggingu nýrrar skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Sveitarstjórn hafnaði fyrr á árinu öllum tilboðum í miðstöðina og hóf í kjölfarið endurskoðun á kostnaðarþáttum byggingarinnar. Tré og steypa var eitt þeirra fyr- irtækja sem buðu í verkið og hefur nú tilboði í 1. áfanga bygging- arinnar, sem kosta á 167 milljónir með verklokum 1. apríl árið 2007, verið tekið. Segir í fundargerð sveit- arstjórnar að endurskoðun á hönn- un og verklýsingum, sem farið hef- ur fram á síðustu tveimur mánuðum, sé til mikilla bóta fyrir verkefnið í heild, þrátt fyrir að kostnaður hafi ekki lækkað veru- lega við þessa endurskoðun. Miðað við spennu og álag á verktaka- markaði eru taldar litlar líkur á hagkvæmari tilboðum í verkið á næstu mánuðum. Lagt er til að lóð og sprengivinna vegna síðari áfanga skóla- miðstöðvar verði boðin út í febrúar 2006, og miðað við verklok 15. ágúst 2006. Næsti áfangi miðstöðvarinnar verður boðinn út í janúar 2007, mið- að við afhendingu á nýja hlutanum í ágúst 2008 og að endurbótum á eldra húsnæði ljúki ekki seinna en í ágúst 2009.    Samið um byggingu skólamiðstöðvar LANDIÐ Grímsnes | Gistiheimilið Brekku- kot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2005 en í ár bárust sjö tilnefn- ingar. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaráðstefnu á Hótel Sögu. Í rökstuðningi með ákvörðuninni segir m.a. að „Samfélagið á Sól- heimum og öll starfsemi innan þess er í fararbroddi og til fyr- irmyndar fyrir fyrirtæki og sam- félög sem vilja bæta þjónustu við þann sístækkandi hóp fólks sem lætur sig umhverfismál varða“. Gistiheimilið Brekkukot er sjálf- stætt fyrirtæki, stofnað 1997, Brekkukot býður gistingu í tveim húsum, Brekkukoti og Veghúsum, auk þess sér það um rekstur og umsjón mötuneytis Sólheima, kaffihússins Grænu könnunnar, veitingarekstur, funda, námskeiða og ráðstefnuþjónustu í Sesselju- húsi. Brekkukot hefur markað sér stefnu í anda Grænnar ferðaþjón- ustu og er fyrsta gistihúsið á Ís- landi sem fékk opinbera viður- kenningu þar um. Brekkukot er hluti af samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi sem hefur í áratugi ver- ið í fararbroddi í lífrænni ræktun og umhverfismálum, segir í frétta- tilkynningu. Brekkukot hlaut umhverfis- verðlaun Ferðamálaráðs Verðlaun Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir, frá Gistiheimilinu Brekkukoti, ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Ísólfi Gylfa Pálmasyni, starfandi formanni Ferðamálaráðs, við afhendingu umhverfisverðlauna. Bláa lónið | Opið hús verður í Bláa lóninu – lækningalind í dag, laug- ardag, frá klukkan 10 til 15 í tilefni af alheimsdegi fólks með psoriasis. Gestum mun gefast kostur á að baða sig í lóni lækningalindarinnar og kynna sér starfsemina. Fyr- irlestur um Bláa lóns meðferðina og starfsemi lækningalindarinnar verð- ur haldinn kl 14. Bláa lóns meðferðin við psoriasis er þekkt um allan heim og hafa gest- ir frá 19 þjóðlöndum sótt hana. Ís- lensk heilbrigðisyfirvöld greiða með- ferðarkostnað íslenskra meðferðargesta. Alheimsdagurinn er haldinn há- tíðlegur um allan heim. Markmið dagsins er að efla fræðslu um psori- asis, en á Íslandi eru um níu þúsund manns með húðsjúkdóminn. „ Ég bor›a All Bran á hverjum degi og mér lí›ur betur.“ fiorleifur F. Magnússon. Prófa›u a› bor›a eina skál daglega af All-Bran Original í 10 daga og flú finnur muninn á heilsunni, flví varla er völ á hollara morgunkorni. All-Bran Original inniheldur 50% af rá›lög›um dagskammti af trefjum sem bæta meltingu og hla›a líkamann fullan af orku sem fleytir flér inn í daginn. All-Bran eykur vellí›an og bætir útlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.