Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 31
Fáskrúðsfjörður | Sveitarstjórn
Austurbyggðar hefur ákveðið að
ganga til samninga við Tré og
steypu ehf. um byggingu nýrrar
skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði.
Sveitarstjórn hafnaði fyrr á
árinu öllum tilboðum í miðstöðina
og hóf í kjölfarið endurskoðun á
kostnaðarþáttum byggingarinnar.
Tré og steypa var eitt þeirra fyr-
irtækja sem buðu í verkið og hefur
nú tilboði í 1. áfanga bygging-
arinnar, sem kosta á 167 milljónir
með verklokum 1. apríl árið 2007,
verið tekið.
Segir í fundargerð sveit-
arstjórnar að endurskoðun á hönn-
un og verklýsingum, sem farið hef-
ur fram á síðustu tveimur
mánuðum, sé til mikilla bóta fyrir
verkefnið í heild, þrátt fyrir að
kostnaður hafi ekki lækkað veru-
lega við þessa endurskoðun. Miðað
við spennu og álag á verktaka-
markaði eru taldar litlar líkur á
hagkvæmari tilboðum í verkið á
næstu mánuðum.
Lagt er til að lóð og sprengivinna
vegna síðari áfanga skóla-
miðstöðvar verði boðin út í febrúar
2006, og miðað við verklok 15.
ágúst 2006.
Næsti áfangi miðstöðvarinnar
verður boðinn út í janúar 2007, mið-
að við afhendingu á nýja hlutanum í
ágúst 2008 og að endurbótum á
eldra húsnæði ljúki ekki seinna en í
ágúst 2009.
Samið um byggingu
skólamiðstöðvar
LANDIÐ
Grímsnes | Gistiheimilið Brekku-
kot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut
umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs
2005 en í ár bárust sjö tilnefn-
ingar. Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra afhenti verðlaunin
á ferðamálaráðstefnu á Hótel
Sögu.
Í rökstuðningi með ákvörðuninni
segir m.a. að „Samfélagið á Sól-
heimum og öll starfsemi innan
þess er í fararbroddi og til fyr-
irmyndar fyrir fyrirtæki og sam-
félög sem vilja bæta þjónustu við
þann sístækkandi hóp fólks sem
lætur sig umhverfismál varða“.
Gistiheimilið Brekkukot er sjálf-
stætt fyrirtæki, stofnað 1997,
Brekkukot býður gistingu í tveim
húsum, Brekkukoti og Veghúsum,
auk þess sér það um rekstur og
umsjón mötuneytis Sólheima,
kaffihússins Grænu könnunnar,
veitingarekstur, funda, námskeiða
og ráðstefnuþjónustu í Sesselju-
húsi.
Brekkukot hefur markað sér
stefnu í anda Grænnar ferðaþjón-
ustu og er fyrsta gistihúsið á Ís-
landi sem fékk opinbera viður-
kenningu þar um. Brekkukot er
hluti af samfélaginu á Sólheimum í
Grímsnesi sem hefur í áratugi ver-
ið í fararbroddi í lífrænni ræktun
og umhverfismálum, segir í frétta-
tilkynningu.
Brekkukot hlaut umhverfis-
verðlaun Ferðamálaráðs
Verðlaun Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir, frá Gistiheimilinu Brekkukoti,
ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og Ísólfi Gylfa Pálmasyni,
starfandi formanni Ferðamálaráðs, við afhendingu umhverfisverðlauna.
Bláa lónið | Opið hús verður í Bláa
lóninu – lækningalind í dag, laug-
ardag, frá klukkan 10 til 15 í tilefni
af alheimsdegi fólks með psoriasis.
Gestum mun gefast kostur á að
baða sig í lóni lækningalindarinnar
og kynna sér starfsemina. Fyr-
irlestur um Bláa lóns meðferðina og
starfsemi lækningalindarinnar verð-
ur haldinn kl 14.
Bláa lóns meðferðin við psoriasis
er þekkt um allan heim og hafa gest-
ir frá 19 þjóðlöndum sótt hana. Ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld greiða með-
ferðarkostnað íslenskra
meðferðargesta.
Alheimsdagurinn er haldinn há-
tíðlegur um allan heim. Markmið
dagsins er að efla fræðslu um psori-
asis, en á Íslandi eru um níu þúsund
manns með húðsjúkdóminn.
„ Ég bor›a All Bran á hverjum
degi og mér lí›ur betur.“
fiorleifur F. Magnússon.
Prófa›u a› bor›a eina skál daglega af All-Bran Original í 10 daga og flú finnur muninn á heilsunni,
flví varla er völ á hollara morgunkorni. All-Bran Original inniheldur 50% af rá›lög›um dagskammti
af trefjum sem bæta meltingu og hla›a líkamann fullan af orku sem fleytir flér inn í daginn.
All-Bran eykur vellí›an og bætir útlit