Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur Erlends-son fæddist á
Jörfa í Kolbeins-
staðahreppi í
Hnappadalssýslu
24. apríl 1926.
Hann lést á sjúkra-
húsi í Tallinn í Eist-
landi hinn 17. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Erlend-
ur Ólafsson, f.
1897, d. 1994, og
Anna Jónsdóttir, f.
1904, d. 1999.
Systkini Ólafs eru Halla Guðný,
f. 1928, Pétur Ágúst, f. 1929, og
Agatha Heiður, f. 1933.
Systkinin ólust upp fyrstu árin
á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi en
árið 1935 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Eftir að skóla-
skyldu lauk vann Ólafur ýmis
störf í Reykjavík, lengst af hjá
Eimskipafélagi Íslands. Árið
1953 kynntist hann konu sinni
Helen Hannesdóttur á Húsavík
og giftu þau sig 25. júní 1955.
Árið 1962 fluttu þau til Húsavík-
ur og hann hóf þá störf hjá
sýslumannsembættinu. Hinn 1.
ágúst 1971 tók hann við starfi
framkvæmdastjóra Sjúkrahúss
Húsavíkur og vann við það þar
til hann hætti vegna aldurs 10.
júlí 1994. Eftir að hann lauk
störfum á sjúkrahúsinu tók hann
til við að rita sögu heilbrigð-
isþjónustu í Þingeyjarsýslum,
„Sjúkrahús í 60 ár“, sem gefin
var út árið 1999.
Dóttir Ólafs er Stefanía Ólafs-
dóttir, f. 1950, gift Bjarna Andr-
éssyni. Móðir hennar er Valgerð-
ur Þorvaldsdóttir. Börn Stefaníu
og Bjarna eru: Valgerður Sif
Bjarnadóttir, f.
1970, í sambúð með
Njål Bakka og eiga
þau eina dóttur,
Freydísi, f. 2005.
Búsett í Noregi.
Ólafur Örn Bjarna-
son, f. 1975, í sam-
búð með Kolbrúnu
Lind Sævarsdóttur
og eiga þau einn
son, Bjarna Þór, f.
1992. Búsett í Nor-
egi. Guðmundur
Andri, f. 1981, í
sambúð með Rann-
veigu Guðmundsdóttur. Búsett í
Grindavík.
Ólafur og Helen ættleiddu
tvær dætur. Þær eru: Hildigunn-
ur Ólafsdóttir, f. 1962, gift Auð-
uni Þorsteinssyni og eiga þau
tvær dætur, Helen, f. 1983 (sam-
býlismaður er Kenneth Vårvik,
barn þeirra er Sara Kristin, f.
2005) og Emma, f. 1987. Þau eru
búsett í Noregi. Elín Ólafsdóttir,
f. 1969, í sambúð með Hjálmari
Skarphéðinssyni. Börn þeirra
eru Dagur, f. 1996, og Eva, f.
2003. Þau eru búsett í Reykjavík.
Ólafur hafði áhuga á fé-
lagsstörfum og var hann einn af
stofnendum Lionsklúbbs Húsa-
víkur og var einnig virkur með-
limur í Frímúrarareglunni.
Hann hafði einnig áhuga á
pólitík og var meðlimur í Al-
þýðuflokknum og síðar Samfylk-
ingunni. Hann tók þátt í sveit-
arstjórnarmálum og sat í
bæjarstjórn Húsavíkur fyrir
hönd Alþýðuflokksins á árunum
1978–1982.
Ólafur verður jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Það er svo erfitt að sætta sig við
að hann pabbi sé farinn frá okkur.
Við áttum eftir að ræða svo margt og
sjá svo margt saman. Þó svo að lík-
aminn væri orðinn slitinn var hug-
urinn ferskari en hann hafði nokkurn
tíma verið. Hann naut þess að koma í
heimsókn til okkar og ferðast með
okkur og skoða slóðir víkinganna,
fræðast meira um sameiginlega sögu
Noregs og Íslands, sjá með eigin
augum hvar atburðir höfðu gerst
fyrr á öldum. Sögulegir atburðir sem
hann vissi allt um og voru hans
stærsta áhugamál. Við áttum ennþá
eftir að fara á svo marga staði.
Mín fyrsta minning af okkur sam-
an er þegar ég var lítil stúlka að
hjúkra honum pabba mínum þar sem
hann lá fótbrotinn í rúminu sínu
heima á Ketó.
Mín síðasta minning okkar saman
er þegar ég sit við rúmið hans, ekki
lengur heima, en í Tallinn. Á milli
þessara minninga er öll saga okkar
saman.
Hann var stór og styrkur, hæglát-
ur og hljóður. Viskubrunnur sem gaf
mér það öryggi sem barn þarfnast í
sínum uppvexti. Hann var ekki endi-
lega sá sem var úti að leika sér með
okkur krökkunum, þótt hann ætti
það til að sparka með okkur bolta.
Hann vildi frekar tefla og spila á spil
eða kenna manni vísur. Ég man þeg-
ar hann kynnti mig fyrst fyrir
hnyttnum vísum Káins og pabba ein-
staki húmor var hans fylgisveinn allt
lífið. Hann mátti til með að lesa upp-
hátt úr bókum þegar hann rakst á
hnyttin svör eða skemmtilegar per-
sónulýsingar söguhetjanna. Hann
var góðlátlega stríðinn og hann var
enn að stríða mér þar sem ég sat við
rúmið hans í Tallinn. Þegar ég bað
hann um að hætta því, þá leit hann á
mig með sínu ómótsæðilega glotti
sem hljóðlátt sýndi „þarna náði ég
þér“.
Ég fann aldrei annað en traust hjá
honum og öryggi, fordómaleysi og
húmor. Hann kenndi manni virðingu
fyrir öðrum með sinni hugljúfu fram-
komu. Hann tók mig með í sunnu-
dagsbíltúrana sína þegar ég var ung-
lingur og hlustaði af athygli á mínar
skoðanir. Lét mig aldrei finna að
mínar barnalegu skoðanir væru neitt
vitlausari en aðrar. Hann var þarna
og hlustaði og studdi mig á sinn
þögla og virðulega hátt.
Hann var eiginmanni mínum kær
vinur og dætrum mínum kærleiks-
ríkur afi, sem veitti þeim af visku-
brunni sínum og naut þess að fylgj-
ast með þeim marka sín spor á
lífsleiðinni.
Hans er djúpt saknað af okkur öll-
um.
Elsku pabbi. Þakka þér fyrir allt.
Þín
Hildigunnur (Dunna).
Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt
þetta jarðlíf og eftir sitjum við hin
með aðeins góðar minningar.
Undanfarna daga hef ég mikið
hugsað um allar þær góðu stundir
sem við höfum átt. Að hafa eignast
þá yndislegu barnæsku sem ég átti í
faðmi ástríkra foreldra er nokkuð
sem ég hef ávallt verið þakklát fyrir.
Þú varst faðir sem veittir okkur mik-
ið öryggi í okkar uppeldi en áttir
jafnframt mjög skemmtilegar hliðar
þar sem þú varst alltaf tilbúinn til að
slá á létta strengi og leika við okkur
þegar við vorum börn.
Ég minnist margra skemmtilegra
leikja þegar ég var barn. Til dæmis
man ég eftir því að oft þegar þú
komst heim úr vinnunni var ég búin
að fela mig á bak við hurð og stökk
fram til að láta þér bregða. Í hvert
einasta skiptið virtist þú jafnhissa og
þóttist ekki hafa hugmynd um að ég
væri að fela mig á sama staðnum
hvað eftir annað.
Þú studdir mig til náms í gegn um
menntaskóla og man ég eftir því
hvað þú varst stoltur af mér þegar
ég sagði þér frá því að ég hefði
ákveðið að fara í háskólanám. Það
var einstaklega góð tilfinning. Þú
varst faðir sem ég bar mikla virðingu
fyrir og það að finna að þú værir
stoltur af mér skipti mig mjög miklu
máli.
Eftir að ég sjálf eignaðist börn
naut ég þess að horfa á þig leika við
börnin mín. Dagur sonur minn var
mjög hændur að þér og fannst alltaf
jafn gaman að leika við afa. Margar
voru þær stundirnar sem þið tveir
sátuð saman í „stólnum hans afa“ og
horfðuð á sjónvarpið. Dagur skellihló
að allri þinni hnyttni. Það kom ber-
lega í ljós hversu nánir þið voruð
þegar þú lást fárveikur á sjúkrahúsi í
Tallinn og spurðir mikið um Dag.
Eva litla dóttir mín var um það bil að
komast á þann aldur að hafa gaman
af því að leika en hún var rétt byrjuð
að tala þegar hún var farin að þykj-
ast tala við afa í símann. Þykir mér
hún hafa misst af miklu að hafa ekki
náð að eiga fleiri ár með afa Óla.
Að hafa átt föður eins og þig sem
með stuðningi þínum gafst mér
örugga og áhyggjulausa barnæsku
er ég óendanlega þakklát fyrir. Ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
sitja hjá þér þegar þú lást á sjúkra-
húsi í Tallinn og veita þér stuðning í
þeirri erfiðu baráttu sem þú háðir í
veikindum þínum þar.
Elsku pabbi, við söknum þín öll.
Þín
Elín.
Elsku afi. En hvað ég sakna þín
mikið. Mér fannst alltaf svo gaman
að koma og heimsækja þig á Húsa-
vík og sitja hjá þér í fanginu þínu.
Mér finnst leitt að þú getur ekki ver-
ið hjá mér á jólunum og öðrum
skemmtidögum. Mér fannst alltaf
gaman að fara með þér upp á Gón-
hól. Mér fannst líka svo gaman að
fara með ömmu og þér upp að Botns-
vatni og veiða síli. Við skemmtum
okkur líka mjög vel þegar við vorum
saman úti í Portúgal með mömmu og
ömmu. Mér fannst líka alltaf svo
fyndið þegar þú tókst mig í „karp-
húsið“, en það var leikur sem við lék-
um oft.
Mér þykir svo leiðinlegt að þú sért
nú farinn frá mér.
Ég sakna þín mjög mikið.
Þinn
Dagur.
Okkur systkinin langar í fáeinum
orðum að minnast Óla, mannsins
hennar Hellu föðursystur okkar. Al-
veg frá því að við munum eftir okkur
hefur líf okkar verið samofið fjöl-
skyldunni á Ketilsbraut 17 og þar
höfum við verið reglulegir gestir.
Þangað hefur alltaf verið gott að
koma og spjalla við Óla en hann var
víðlesinn og hafsjór af fróðleik. Óli
var maður með skoðanir og fylgdist
alla tíð vel með. Ef okkur vantaði
upplýsingar um menn eða málefni
var ekki komið að tómum kofunum
hjá honum.
Óli var mikill fjölskyldumaður.
Samband hans við dætur hans og
barnabörn var náið og hann var
ákaflega stoltur af þeim. Hella og Óli
voru mjög samrýnd hjón og sjaldan
var minnst á annað þeirra án þess að
hitt væri nefnt í leiðinni. Saman hafa
þau verið þátttakendur í öllum sam-
komum í fjölskyldum okkar, sama af
hvaða tilefni. Sérstaklega eru
bernskujólin okkur systkinunum
minnisstæð, en á meðan við dvöldum
í foreldrahúsum var fjölskylda hans
og okkar saman á aðfangadagskvöld,
jóladag og á gamlárskvöld. Þetta
voru notalegar stundir sem Óli átti
stóran þátt í að skapa með sinni
þægilegu nærveru. Hann hafði ríka
kímnigáfu og gerði gjarnan góðlát-
legt grín að samferðamönnum sínum
og málefnum þeim sem efst voru á
baugi í samfélaginu hverju sinni.
Óli var glæsimenni; hár vexti og
ávallt fallega klæddur. Hann lagði
mikið upp úr vönduðum fatnaði og
hafði gjarnan orð á ef honum fannst
aðrir vel til fara. Óli var einn af fáum
nútímamönnum sem gengu með hatt
dags daglega. Hann setti svip sinn á
bæjarlífið á Húsavík og mun sann-
arlega mörgum þykja missir að hon-
um. Við söknum hans sárt.
Elsku Hella, Dunna, Ellý, Stella
og fjölskyldur; við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum góð-
an Guð að styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Anna María, Hannes og
Arna Elísabet.
Ólafur Erlendsson, vinur minn og
nágranni í áratugi, verður jarðsung-
inn frá Húsavíkurkirkju í dag.
Kynni okkar Óla, eins og hann
alltaf var kallaður, hófust fyrir 39 ár-
um, þegar við fjölskyldan fluttum til
Húsavíkur í október 1966. Húsavík
var okkur nýr heimur, ef svo mætti
segja, hvorugt okkar hjónanna átti
rætur þar. Konan mín, Katrín Ey-
mundsdóttir (Kata), vissi þó að á
Húsavík bjuggu hjónin Helen Hann-
esdóttir og Ólafur Erlendsson, en
hún hafði kynnst þeim lítillega sem
táningur í Reykjavík. Óli var nefni-
lega Snæfellingur og föðurbróðir
hans, Gunnar Ólafsson, bjó á tímabili
á Bárugötu 5, en þar var æskuheimili
Kötu. Þetta voru Snæfellingar og
þeim var tamt að gleðjast saman og
rifja upp minningar úr átthögunum.
Örlögin eru oft undarleg, enda
vildi svo til að Óli og Helen (Hella)
bjuggu í næsta húsi við okkur á
Húsavík og hélst það nágrenni í
meira en 30 ár, en þá færðum við
okkur um set. Það er mikil gæfa að
eiga góða granna og sú gæfa féll
okkur í skaut við að eignast Óla og
Hellu að nágrönnum og fá að njóta
þess í meira en þrjá áratugi. Óla og
Hellu auðnaðist ekki að eignast börn,
en í staðinn eignuðust þau tvær kjör-
dætur, Hildigunni og Elínu. Það varð
þeim öllum mikil gæfa enda dæt-
urnar mjög hændar að foreldrum
sínum. Og enginn annar en Óli og
Hella voru pabbi og mamma þó að
engu væri leynt um upprunann.
Óli var glæsilegur maður, hávax-
inn, hæglátur, höfðinglegur. Hann
hafði einstaklega aðlaðandi viðmót,
enda var viðmótið alltaf spaugsamt
og glettið á hverju sem gekk. Helen
síkát og einstaklega hlý. Það löð-
uðust allir að þeim. Börnin okkar
áttu þar öruggt athvarf, sérstaklega
Guðlaug, yngsta dóttir okkar, enda
jafngömul Elínu, dóttur Óla og
Hellu.
En vegir okkar Óla lágu ekki að-
eins saman vegna nágrennis, heldur
urðu samskiptin enn nánari eftir að
Óli varð framkvæmdastjóri Sjúkra-
hússins og heilsugæslunnar á Húsa-
vík 1971. Þar reyndi oft á diplómat-
íska hæfileika, enda ekkert grín að
stýra stórum vinnustað, sem sífellt
skorti fé, andspænis kröfuhörðum
fagstéttum og miklum væntingum
íbúanna. Þetta tókst Óla með mikilli
sæmd, enda skynjuðu allir hans góða
vilja. Þá sátu hann og Kata saman í
bæjarstjórn Húsavíkur á tímabili.
Þar eins og annars staðar einkennd-
ist framkoma Óla af hlýju og glettni
hvort heldur hann átti við samherja
eða mótherja.
Fjölskyldurnar fóru nokkrum
sinnum saman í ferðalög á sumrin.
Eftirminnilegust er hringferð um
landið 1974, árið sem hringvegurinn
var opnaður. Margt kom upp á í
þeirri ferð sem ekki verður rakið
frekar, enda „hringvegurinn“ hrein
vegleysa á köflum. En allt hafðist
þetta með góða skapinu og góðra
manna hjálp og eftir sitja ógleyman-
legar minningar.
Óli var víðlesinn og fróður. Hann
var hafsjór af fróðleik um menn og
málefni, fylgdist af áhuga með þjóð-
málum og gat alltaf varpað ljósi á
tengslanet, hvort sem þau voru fjöl-
skyldulegs, viðskiptalegs eða póli-
tísks eðlis. Þessi áhugi dvínaði aldrei
og það var því alltaf jafn gaman að
ræða þjóðmálin við Óla. Hann var
jafnaðarmaður af hugsjón og líf hans
og lífsviðhorf mótaðist af því.
En það var ekki aðeins gaman að
hitta Óla og rabba við hann um menn
og málefni, það var ekki síður gaman
að skemmta sér með honum á góðri
stund. Þá naut hann stundarinnar,
naut þess að vera hreifur og sparaði
hvorki spaugsyrðin né glettnina.
Alltaf glaður, illkvittni eða reiði voru
ekki til.
Óli gekk ekki heill til skógar síð-
ustu árin. Hann lét það þó ekki aftra
sér, naut þess að ferðast og kynnast
nýjum löndum og nýjum siðum.
Flestar urðu ferðirnar til Noregs eft-
ir að Hildigunnur, dóttir þeirra
hjóna, flutti þangað ásamt fjölskyldu
sinni.
Síðasta för hans hérna megin graf-
ar var farin nú í byrjun þessa mán-
aðar þegar hann fór með hópi Hús-
víkinga til Eistlands. Hann hafði
lengi hlakkað til þeirrar farar, enda
hafði hann á árum áður lesið sér
mikið til um Eystrasaltslöndin og
langaði til að kynnast andrúmi og að-
stæðum þessara merkilegu þjóða. Í
þeirri ferð fékk hann alvarlegt
hjartaáfall. Helen var með honum í
för og eftir áfallið fóru dæturnar
Hildigunnur og Elín til þeirra. Ég
fór út til að styðja þær við þessar
þungbæru aðstæður. Ekki tókst að
bjarga lífi Óla og hann lést eftir tíu
daga legu á sjúkrahúsi í Tallinn.
Eins og áður sagði voru þetta þung-
bærir dagar, en dýrmæt reynsla að
fylgjast með þeirri miklu ást og ein-
drægni sem ríkti í fjölskyldunni. Það
var takmarkað sem Óli gat tjáð sig í
þessum veikindum sínum. Ég skynj-
aði þá sannleikann í orðum Einars
Ben „en samt var það dýrast, sem
aldrei var talað“.
Við hjónin ásamt börnunum okkar,
Þór, Soffíu og Guðlaugu, sendum
Helen og öllum aðstandendum inni-
legustu samúðarkveðjur okkar vegna
fráfalls Ólafs. Guð blessi minningu
þess góða drengs.
Gísli G. Auðunsson.
Ólafi Erlendssyni kynntist ég fyrir
rúmum ellefu árum. Hann var þá að
ljúka farsælum 23 ára ferli sem
framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á
Húsavík og heilsugæslunnar í S-
Þingeyjarsýslu. Ég hafði verið ráð-
inn til að taka við af honum og hann
gaf sér góðan tíma til að setja mig
inn í starfið. Eins fór hann með mér
á aðalfund Félags forstöðumanna
sjúkrahúsa og kynnti mig fyrir fé-
lögum sínum í stéttinni.
Fyrir mig, rúmlega þrítugan
manninn, var ómetanlegt að fá að
njóta leiðsagnar slíks reynslubolta
sem Óli var. Við náðum strax vel
saman og fyrir utan það hversu
þekking hans var yfirgripsmikil þá
einkenndi hann öðru fremur rík
kímnigáfa og mikil hlýja. Hann var
svo vinsæll af samstarfsmönnum sín-
um og samferðafólki að ég sagði í
kveðjuhófi sem haldið var honum til
heiðurs að ég hefði þrátt fyrir tals-
verða eftirgrennslan ekki fundið
neinn sem ekki talaði vel um Óla.
„Þú talaðir nú aldrei við mig!“ var þá
kallað úr salnum. Það var auðvitað
Helen, kona Óla, sem lét í sér heyra!
Helen er eins og Óli var, full af hlýju
og glettni og það var hans gæfa að
eiga slíkan lífsförunaut sem nú sér á
eftir elskuðum eiginmanni.
Þó að Óli léti af störfum sem fram-
kvæmdastjóri voru samskipti okkar
alltaf mikil, sérstaklega fyrstu árin.
Hann var mikill grúskari og fræði-
maður í sér og var fenginn til að
skrifa sögu heilbrigðisþjónustu í
Þingeyjarsýslum. Til þess var hann
afar vel fallinn og eftir hann liggur
fróðleg og falleg bók um þetta efni.
Ég á eftir að sakna Ólafs Erlends-
sonar. Það var alltaf gaman að hitta
hann, það gerði daginn góðan. Hann
var ríkur af því sem stundum er kall-
að tilfinningagreind og gat alltaf lagt
eitthvað gott til málanna. Auðvitað
nagar maður sig í handarbökin núna
yfir því að hafa ekki látið samveru-
stundirnar verða fleiri í seinni tíð en
við eigum örugglega eftir að taka
upp þráðinn hinum megin þó síðar
verði.
Ég veit ég tala fyrir munn allra
fyrrverandi samstarfsmanna Óla hjá
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og fé-
laga í Félagi forstöðumanna sjúkra-
húsa þegar ég þakka fyrir ógleyman-
legar samverustundir og votta Helen
og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Ólafs Erlendssonar.
Friðfinnur Hermannsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga.
Spor í snjónum, frá bílnum Þ23 að
útidyrunum á „Gamla“ útskeif spor
eftir stóran mann með góða nær-
veru. Daufur vindlailmur í frostköldu
morgunloftinu kuldaskórnir í forstof-
unni og köflótti hatturinn á snaga
fyrir ofan þá. Allt sönnun þess að Óli
var mættur í vinnuna og framundan
vinnudagur þar sem allt var í föstum
skorðum. Kaffisopi og spjall klukkan
ÓLAFUR
ERLENDSSON