Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 51
MINNINGAR
um. Við Fríða ólumst upp hlið við hlið
hér í Bolungarvík og höguðu örlögin
því þannig að upp frá því lágu leiðir
okkar stöðugt saman. Við Dengsi
rugluðum saman reytum okkar
snemma og ekki löngu seinna fóru
Fríða og Daði bróðir hans að vera
saman. Fríða og Daði byrjuðu ung að
vera saman en hjónaband þeirra var
mjög farsælt og hefur gefið af sér sex
börn og fjölda barnabarna.
Við Fríða unnum saman til margra
ára og alltaf var hún mætt á réttum
tíma og gerði allt sem hún tók sér
fyrir hendur vel, hvort heldur var í
starfi eða á heimilinu. Það var ætíð
svo gott að heimsækja hana, heimilið
svo fallegt og snyrtilegt og aldrei
kom maður að tómum kofunum því
hún var myndarleg húsmóðir. Fríða
var mikil hannyrðakona og bar heim-
ili hennar þess merki og var vand-
virknin á þessu sviði einstök. Alltaf
var hún Fríða traust og trygg, þegar
ég þurfti að létta á hjarta mínu var
gott að tala við Fríðu, og var ég alltaf
viss um að það sem við töluðum færi
aldrei lengra.
Fríða var mjög hjálpfús kona og
ætíð til staðar fyrir fjölskylduna og
aðra sem ekki voru henni nákomnir.
Þetta breyttist ekki þó hún glímdi
við erfiðan sjúkdóm og nú síðast í vor
þegar mikið var um að vera hjá mér
tók hún ekki annað í mál en að baka
kleinur fyrir mig því hún vildi ætíð
leggja sitt af mörkum. Það lýsir því
einnig vel hve Fríða var einstök
manneskja að síðustu mánuði var
eins og hún vildi njóta hverrar stund-
ar. Þó hún væri veik var hún alltaf
tilbúin á mannamót og fór yfirleitt
með þeim síðustu heim. Samt sem
áður fann maður aldrei annað hjá
henni en von um bata.
Síðastliðið sumar ákváðum við
Dengsi að flytja úr hverfinu og þegar
Fríða frétti það talaði hún um að nú
yrði langt á milli okkar. Bilið verður
lengra en við bjuggumst við en við
sem eftir lifum eigum góðar minn-
ingar um kæra vinkonu.
Við Dengsi viljum votta Daða,
börnum hans, barnabörnum og
tengdabörnum dýpstu samúð okkar
og biðjum góðan Guð að varðveita
þau og styrkja á þessum erfiðu tím-
um.
Kveðja.
Ásdís.
Elsku Fríða frænka. Þá ert þú
horfin á braut en minning þín lifir í
hjarta mínu. Alltaf hefur mér þótt af-
skaplega vænt um þig, elsku Fríða
mín, og alltaf varst þú mér svo góð.
Ég fór ófáar sendiferðirnar til þín
fyrir mömmu þegar ég var lítil og oft
fékk ég nýbakaðar kleinur hjá þér
fyrir vikið. Það var alltaf gott og
gaman að koma til ykkar Daða og er
ég mjög þakklát fyrir að hafa hitt þig
í sumar. Ég veit að mamma saknar
þín sárt, elsku Fríða mín, og ég veit
líka hvað henni þótti rosalega vænt
um þig. Hvíldu í friði, elsku Fríða
mín, og takk fyrir allar samveru-
stundirnar.
Elsku Daði, Halli, Inga Lára,
Dæja, Jenni, Halldór, Björg Hildur
og fjölskyldur. Megi Guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Erna Jónsdóttir.
Ég horfi í ljóssins loga
sem lýsir í hugskot mitt
og sé á björtum boga
brosandi andlit þitt.
(Snjólaug Guðm.)
Elskuleg vinkona mín, hún Fríða,
er dáin langt um aldur fram. Skyndi-
lega verður allt svo tómlegt, hljótt,
dimmt og kalt en minningarnar um
þig munu ylja mér. Þú barðist eins og
hetja við þann illvíga sjúkdóm sem
sigraði þig að lokum. Þú sem alltaf
varst svo kraftmikil og rösk, allt sem
þú komst yfir að gera með stóra fjöl-
skyldu og útivinnandi að auki; þú
virtist hafa aukatíma í sólarhringn-
um. Það var sama hvenær maður
„droppaði“ inn, alltaf var eins og þú
værir nýbúin að gera helgarþrifin.
Þú varst svo traust, það var svo gott
að sitja með þér yfir kaffibolla eða
handavinnu og spjalla. Það var hægt
að treysta þér fyrir öllu.
Langt er síðan við hjónin fórum
með þér og Daða til Mallorca og
Grikklands en það voru ógleyman-
legar ferðir sem enn eru í minnum
hafðar. Alltaf var talað um að end-
urtaka Grikklandsferðina en hún
verður kannski farin síðar frá öðrum
brottfararstað.
Takk, elsku Fríða, fyrir símtölin
og heimsóknirnar í vetur. Þú hafðir
alltaf meiri áhyggjur af ættingjum
og vinum en þér sjálfri. Í lok ágúst sl.
áttum við góðan eftirmiðdag í
Kringlunni, fórum á kaffihús og nut-
um dagsins. Þá höfðu veikindin sett
mark sitt á þig en ég dáðist að þér, þú
varst alltaf svo fín og vel til höfð.
Þegar ég lít yfir farinn veg þá er
svo margs að minnast og margs að
sakna. Ég veit að það hefur verið
tekið vel á móti þér í nýjum heim-
kynnum og kveðjan mín er örugg-
lega komin til skila.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Elsku Daði, börn, tengdabörn og
barnabörn. Missir ykkar er mikill.
Megi góður guð vera með ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Elsku Fríða, hjartans þakkir fyrir
allt og allt.
Þín vinkona
Björg.
Himneski faðir ég hrópa til hæða,
heyrir þú andvörp mín sár.
Þú veist að ég geri ekki kröfu til gæða,
þó glitri í augum mér tár.
(Benedikt Vagn Guðm.)
Hve oft hefur hún Fríða ekki
„hrópað“ á hjálp af kvölum og þján-
ingu undanfarið í sínum erfiðu veik-
indum. Hún var ótrúlega dugleg að
berjast við þennan hræðilega sjúk-
dóm þar til að hún varð að láta und-
an.
Við Fríða ólumst upp á Kambin-
um, ég með ána á aðra hönd og sjóinn
á hina, hún aðeins utar á Kambinum.
Kamburinn, sjórinn, áin, árósinn og
sandurinn voru leiksvæði okkar
krakkanna. Það var verið að leika sér
þar daginn út og daginn inn. Síðar á
lífsleiðinni kynntumst við á annan
hátt. Ég minnist allra ferðanna okk-
ar til Kanarí sem eru ógleymanlegar.
Fríða var afskaplega myndarleg
og dugleg húsmóðir. Allt var hreint
og fágað, að ég tali nú ekki um hann-
yrðirnar. Henni féll aldrei verk úr
hendi hvort sem hún var á ferðalagi
eða heima, hún var alltaf með eitt-
hvað á prjónunum.
Það er búið að vera erfitt hjá Daða
og allri fjölskyldunni en nú hefur
Fríða fengið frið. Við hjónin biðjum
henni guðs blessunar og vottum
Daða og fjölskyldunni dýpstu samúð
okkar.
Megi hún hvíla í friði.
Bára Benediktsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Enn dregur fyrir sólu í okkar litla
samfélagi. Vinnufélagi okkar Fríða
Dagmar Snorradóttir hefur lotið í
lægra haldi fyrir illskeyttum sjúk-
dómi. Við minnumst Fríðu sem ljúfs,
góðs og ósérhlífins vinnufélaga.
Aldrei heyrðist frá henni kvart né
kvein, þótt oft kæmi hún sárlasin til
vinnu. Tók bara hlutina eins og þeir
voru. Þessi skapgerðareinkenni
hennar komu sterkt fram í veikind-
um hennar. Öllu tók hún með æðru-
leysi. Aðdáunarvert var að fylgjast
með, hve vel hún nýtti góðu dagana í
veikindum sínum.
Við viljum þakka Fríðu samfylgd-
ina öll árin á Skýlinu og biðjum Guð
að blessa minningu hennar. Einnig
biðjum við algóðan Guð að blessa og
styrkja Daða, börnin, tengdabörnin
og barnabörnin á þessum erfiðu tím-
um.
Starfssystur á Heilbrigð-
isstofnun Bolungarvíkur.
✝ Kristján Einars-son fæddist á
Hrjóti í Hjaltastaða-
þinghá 29. október
1921. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut aðfara-
nótt laugardagsins
8. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristbjörg
Kristjánsdóttir frá
Tókastöðum í Eiða-
þinghá, f. 8. febrúar
1884, d. 30. október
1960, og Einar Sigurður Guð-
mundsson frá Hafrafelli í Fellum,
f. 31. október 1879, d. 6. september
1922. Systkini Kristjáns eru
Sveinn, f. 3. desember 1909, d. 3.
apríl 1994, Kristjana Sesselja, f. 3.
september 1912, d. 13. desember
2002, Stefán, f. 6. september 1914,
d. 15. maí 1986, og Anna Björg, f.
27. mars 1917. Elsta systkinið,
Kristján, lést á fyrsta ári.
Hinn 5. nóvember árið 1945
kvæntist Kristján Ingunni Þor-
varðardóttur frá Fremraseli í Hró-
arstungu, f. 10. júní 1922, d. 21.
apríl 2000. Foreldrar hennar voru
Guðfinna Antoníusdóttir frá
Ingunnar eru því orðin 17 og
barnabarnabörnin eru 12.
Fósturdóttir þeirra Kristjáns og
Ingunnar er Ásta Sigurðardóttir,
f. 3. júní árið 1945. Eiginmaður
hennar er Vilhjálmur Þ. Snædal.
Eiga þau fjögur börn og sjö barna-
börn. Einnig ólst upp hjá þeim
Kristjáni og Ingunni sonur Ástu,
Haukur Arnar Árnason, f. 4. apríl
árið 1966. Hann er kvæntur Svein-
björgu Harðardóttur. Þau eiga
þrjú börn.
Kristján ólst upp hjá móður
sinni á Hrjóti og víðar á Héraði, en
faðir hans lést þegar Kristján var
á fyrsta ári. Kristján hóf búskap í
Fremraseli í Hróarstungu árið
1945 ásamt eiginkonu sinniog
bjuggu þau þar í rúm tuttugu ár,
fyrstu árin í sambýli með foreldr-
um Ingunnar. Vorið 1966 fluttu
Kristján og Ingunn frá Fremraseli
að Þórðarstöðum í Fnjóskadal þar
sem þau stunduðu blandaðan bú-
skap. Auk þess starfaði Kristján
þar að skógrækt á vegum Skóg-
ræktar ríkisins. Á Þórðarstöðum
bjuggu þau til vorsins 1979 er þau
fluttu til Akureyrar þar sem þau
áttu heimili æ síðan, á Grænugötu
12. Eftir flutninginn til Akureyrar
sinnti Kristján ýmsum störfum,
m.a. hjá Gefjun og K. Jónssyni &
Co, þar til hann lét af störfum
vegna aldurs árið 1989.
Útför Kristjáns var gerð frá Ak-
ureyrarkirkju fimmtudaginn 20.
október.
Tunguhlíð í Álfta-
firði, f. 15. maí 1881,
d. 13. september
1954, og Þorvarður
Pétursson frá Egils-
seli í Fellum, f. 13.
mars 1891, d. 4. júlí
1972. Börn Kristjáns
og Ingunnar eru: 1)
Kristbjörg, f. 23. des-
ember 1946. Eigin-
maður hennar er
Stefán Sigurðsson.
Þau eiga þrjú börn. 2)
Guðfinna, f. 6. maí
1948. Eiginmaður
hennar er Kristján Magnússon.
Þau eiga þrjú börn. 3) Þorvarður,
f. 7. nóvember 1950, d. 24. apríl
1988. Var kvæntur Sigríði K. Þór-
hallsdóttur, eignuðust þau þrjú
börn. Þau skildu. Seinni kona Þor-
varðar er Auður Garðarsdóttir og
eignuðust þau eina dóttur. 4) Ár-
vök, f. 10. september árið 1954.
Hún á einn son. 5) Einar, f. 6. októ-
ber árið 1955. Eiginkona hans er
Sólveig Guðmundsdóttir. Þau eiga
þrjú börn. 6) Ársæll, f. 1. nóvember
árið 1959. Hans kona er Dóra
Kristjánsdóttir. Þau eiga þrjú
börn. 7) Heiðrún, f. 19. febrúar ár-
ið 1962. Barnabörn Kristjáns og
„Ja, nú liggur maður lágt, frændi!“
Með þessum orðum tók afi á móti mér
þegar ég heimsótti hann á sjúkrahús
fáeinum dögum áður en hann lést.
Hann hafði fundið fyrir brjóstverk og
verið fluttur á sjúkrahús þar sem í
ljós kom að þrengingar voru í æðum
við hjartað og í kjölfarið fylgdi vottur
af lungnabólgu. Ágætt útlit var þó
fyrir að hann næði sér á ný en örlögin
höguðu því þannig að fáeinum dögum
síðar var hann allur og heimsókn mín
til hans á sjúkrahúsið þetta kvöld
varð okkar síðasti fundur. Fyrir vikið
verður samverustundin enn minnis-
stæðari en ella og samtal okkar og
samveran þessa stuttu stund er dýr-
mæt minning. Eins og oft áður áttum
við gott spjall um heima og geima
þetta kvöld. Þrátt fyrir heilsubrest-
inn var afi vel með á nótunum og
fylgdist greinilega vel með öllu eins
og hann var vanur. Hann sló á létta
strengi og sagði frá á sinn einstaka
hátt þar sem mikill orðaforði, sér-
stakar áherslur hans og góð frásagn-
argáfa nutu sín til fullnustu. Mér er
minnisstætt að þegar ég gekk út í
kvöldkulið eftir heimsóknina var ég
með bros á vör og einbeitti mér að því
að leggja á minnið skemmtilegar at-
hugasemdir hans og orð sem hann
hafði notað sem fátítt var að heyra
annars staðar. Á þeirri stundu átti ég
ekki von á því að við frændurnir ætt-
um ekki eftir að hittast oftar hérna
megin. En eins og oft áður sannaðist
að enginn ræður sínum næturstað.
Fyrstu minningar mínar um afa
eru frá þeim tíma sem ég dvaldist í
sveit hjá honum og ömmu á Þórðar-
stöðum. Ég minnist þess hve hann
var iðinn við fjölbreytt sveitastörfin
og verkefnin virtust endalaus. Eftir
að afi og amma fluttu til Akureyrar
árið 1979 urðu heimsóknir til þeirra í
Grænugötuna að föstum lið í hvert
sinn er leiðin lá um Akureyri. Stund-
um var aðeins tími fyrir stutt spjall en
aldrei varð þó undan því vikist að
þiggja einhverjar góðgerðir í mat og
drykk. Stundum var líka gist og gilti
þá einu hvað næturgestirnir voru
margir, þegar herbergin voru orðin
fullbókuð var bara búið um þá sem
eftir voru í stofunni og mátti glöggt
finna hvað allir voru hjartanlega vel-
komnir. Árið 2001, eftir að afi var orð-
inn einn, bjó ég um sex mánaða skeið
hjá honum í Grænugötunni á meðan
ég beið eftir húsnæði fyrir fjölskyld-
una á Akureyri. Á þeim tíma urðu
kynni okkar nánari en áður og minn-
ist ég góðra stunda frá þeim tíma með
þakklæti.
Afi naut ekki langrar skólagöngu á
nútíma mælikvarða en hafði hlotið
haldgóða menntun í lífsins skóla þar
sem hann stóðst hvert próf með
sóma. Hann var eðlisgreindur og
fylgdist vel með allt til hinstu stund-
ar, jafnt með sínu fólki sem og því
sem efst var á baugi í þjóðmálum og
heimsmálum hverju sinni. Hann var
náttúrubarn og hafði alla tíð mikla
unun af skepnuhaldi. Áhugi hans fyr-
ir lífinu og störfunum í sveitinni var
einlægur og brennandi og ræddi
hann þau málefni jafnan af miklum
þunga. Á búskaparárum sínum bún-
aðist honum ávallt vel enda sinnti
hann búskapnum af natni og ná-
kvæmni. Þar kom einnig til sam-
heldni þeirra afa og ömmu sem var
alla tíð mikil. Í seinni tíð fann ég að
hann hafði nokkrar áhyggjur af þró-
un mála til sveita og fannst ýmislegt
horfa þar til verri vegar. Honum féll
illa að horfa þar upp á fækkun fólks
og fénaðar.
Afi var snyrtimenni í hvívetna og
lagði alltaf upp úr því að hafa snyrti-
legt í kringum sig og vera vel til fara.
Eftir lát ömmu hélt hann heimili upp
á eigin spýtur allt til hinsta dags og
lagði sig fram um að hafa þar röð og
reglu á öllum hlutum og halda öllu
hreinu. Samviskusemi var afa í blóð
borin. Í hans huga var ekkert verk
ómerkilegt og sinnti hann öllu sem
hann tók sér fyrir hendur af alúð og
natni. Hann var heill í öllu sem hann
gerði. Afi var alla tíð framkvæmda-
maður og sat ekki við orðin tóm, hjá
honum fylgdu jafnan athafnir orðum.
Hann var hreinskiptinn ef svo bar
undir og sagði skoðanir sínar um-
búðalaust ef hann taldi ástæðu til.
Afi var glaðvær og glettinn þegar
það átti við en þó var fjarri því að
hann tæki lífinu af léttúð. Á langri ævi
hafði hann upplifað bæði gleði og
sorgir og augljóst var hve það tók á
hann ef hann vissi af erfiðleikum hjá
fólki. Gilti þá einu hvort um var að
ræða þá sem honum voru nákomnir
eða vandalausa. Hann hafði gaman af
börnum og löðuðust þau að honum.
Hann var stoltur af afkomendum sín-
um og fylgdist alla tíð vel með þeim
öllum og var alltaf með upplýsingar á
takteinum um það hvað hver og einn
var að fást við hverju sinni.
Afi var félagslyndur maður og tók
þátt í ýmsu félagsstarfi sem veitti
honum mikla lífsfyllingu. Hann hafði
sérstaka unun af tónlist og söng um
árabil með Karlakórnum Goða og
Kirkjukór Hálsprestakalls. Hann
starfaði einnig í mörg ár með Kór
eldri borgara á Akureyri. Gaman var
að njóta góðrar tónlistar með honum.
Þá setti hann sig gjarnan í sérstakar
stellingar og hreifst með.
Í heimsókn minni til afa á spítalann
nú í september fann ég glöggt á hon-
um að hann vildi komast heim í sína
íbúð sem fyrst. Hann hafði alla tíð
staðið á eigin fótum og verið sjálfum
sér nógur. Það átti því illa við hann að
vera upp á aðra kominn. Þó að hann
væri þakklátur fyrir þá góðu umönn-
un sem hann naut á sjúkrahúsinu þá
sagði hann mér að sér fyndist bara
alltaf best að vera heima. Nú er hann
afi kominn „heim“, þangað sem við öll
söfnumst að lokum. Það er mikils
virði fyrir okkur sem eftir stöndum að
hafa þá vissu að hann kvaddi þennan
heim sáttur og æðrulaus að loknu
góðu ævistarfi. Ég er þakklátur fyrir
allt það sem afi var mér og fyrir þá
skilyrðislausu væntumþykju og góð-
vild sem hann sýndi mér og mínum
alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt, frændi.
Magnús Kristjánsson.
– Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest,
– – –
(Einar Ben.)
Við vorum báðir orðnir karlar, upp-
gjafa bændur og komnir á mölina,
þegar leiðir okkar lágu saman fyrst.
Kristján var maður sem hafði þægi-
lega nærveru, höfðinglegur, gjarnan
með kímnibros á vör en kímninni
beitti hann engum til sárinda. Hann
rækti vel skyldur bóndans, að sjá bú-
smala sínum vel farborða.
Sauðfjárbúskapur mun hafa verið
hans aðalbúgrein austur í Jökulsár-
hlíð en í Fnjóskadal blandað bú. Og
fallegar voru þær og skrautlegar
kindurnar sem hann átti í hesthúsa-
hverfinu í Breiðholti ofan við Akur-
eyri en þær síðustu féllu fyrir þremur
eða fjórum árum. Hestarnir hans fóru
heldur ekki á mis við skrautlegt litróf,
sá ég hjá honum rauðskjótta, mó-
skjótta og brúnskjótta, sem voru full-
ir þokka sem fæst með fagmannlegu
taumhaldi. Mér láðist að spyrja hann
um hvernig fjárhundarnir hans voru
á litinn en heyrt hef ég að hann hafi
átt þá strútótta og kannski hafi þar
líka verið Lappi og Týri.
Við Kristján áttum samleið á ýms-
um vettvangi og það var gaman að
rabba saman við hesthússtallinn eða á
söngæfingum hjá Kór eldri borgara
og gaman var í ferðalögum með söng-
félögum, bæði erlendis og um landið
okkar.
Það fór ekki hjá því þegar við fór-
um hér yfir heiðalöndin, þá gaf maður
þeim hýrt auga, ef fyrir brá lagðprúð-
um sauðkindum sem í okkar augum
var eitthvert mesta skraut í íslenskri
náttúru. Hann ól alltaf bóndann í
brjósti sér.
Við Kristján höfðum gott samneyti
í eldrimannaklúbbnum Karli II. þar
sem mætir menn miðluðu fróðleiks-
molum og rabbað var saman yfir
kaffibollum. Svo voru farnar smá
ferðir haust og vor og þá voru kon-
urnar gjarna með. Kristján var vin-
sæll í sinni hógværu framgöngu, hans
er nú sárt saknað úr vinahópnum.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina,
heiðursmaður. Við hjónin sendum
börnum hans og ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Sigurður Jósefsson.
KRISTJÁN
EINARSSON