Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kjartan
í 3. sætið
Veljum traustan
og öflugan
málsvara borgarbúa
í borgarstjórn!
www.kjartan.is
„MÉR þætti það með miklum ólíkindum ef það
kæmi til að samningum yrði sagt upp miðað við
þá stöðu sem nú er,“ sagði Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir
við að samtökin séu tilbúin til að vinna úr þess-
um forsenduákvæðum kjarasamninganna á svip-
aðan hátt og gert var á síðasta samningstímabili
og segir sömu forsendur hafa verið þá og nú.
„Og við erum tilbúnir til þess þrátt fyrir að stað-
an í atvinnulífinu gefi ekkert tilefni til þess að
samþykkja neinar kostnaðarhækkanir af hvaða
tagi sem vera skal.“
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær lýsti
miðstjórn Alþýðusambands Íslands yfir miklum
vonbrigðum með viðbrögð atvinnurekenda og
ríkisstjórnar við áherslum ASÍ til lausnar á
þeirri stöðu sem er í viðræðum um endurskoðun
kjarasamninga. Meðal annars kom fram í máli
Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, að mið-
stjórnin hefði metið stöðuna í viðræðunum og sé
þeirrar skoðunar að verði ekki breyting á blasi
við að reyna á uppsagnarákvæðið.
Fráleitt að segja upp samningum
Ari segir ekki um það deilt að nú sé staðið
frammi fyrir því að forsenduákvæði kjarasamn-
inga sé virkt, einkum vegna verðlagsþróunar en
engu að síður verði einnig að horfa á þá stöðu að
kaupmáttur hér er í sögulegu hámarki og hefur
verið að þróast jákvætt frá upphafi ársins 2004.
Jafnframt bendir Ari á að kaupmáttur launa hafi
vaxið um 40% á undanförnum tíu árum og kaup-
máttur ráðstöfunartekna hafi á sama tíma vaxið
um 60%. Því verði menn að horfa á heildarmynd-
ina þegar lagt er mat á hvað sé skynsamlegt í
þeirri stöðu sem nú er komin upp. Ari segir mik-
ilvægt að horfa til þess að sú nálgun að gera svo-
kallaða forsendusamninga til lengri tíma en áður
hafi skilað launafólki miklu meiri árangri en þeir
verðbólgufroðusamningar sem gerðir voru áður,
og fært landsmönnum meiri aukningu kaup-
máttar en nokkru sinni fyrr. Hann telur því að
það væri alvarlegt mál að víkja frá þeirri nálgun
og verði aftur farið í gamla farið geti tekið lang-
an tíma að ná jafnvægi á ný. Hann minnir einnig
á að það hafi ekki verið fyrr en árið 1999 að náð
hafi verið þeim kaupmætti aftur sem mældist
hér árið 1980.
„Ég tel að það væri því fráleit niðurstaða við
þessar aðstæður sem nú eru uppi að segja samn-
ingum upp og stefna vinnumarkaðnum almennt í
átök og verkföll,“ segir Ari og segir yfirlýsingu
ASÍ ekki til þess að auka bjartsýni í viðræðunum
sem staðið hafa yfir að undanförnu.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, bregst við yfirlýsingum miðstjórnar ASÍ
Kaupmáttur í sögulegu hámarki
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FÉLAGAR í Ferðaklúbbi rannsóknarlögreglumanna í
Reykjavík, FERLIR, skoðuðu í gær fornan stein sem
FERLIS-félagar hafa lengi leitað að, svonefnda Hall-
grímshellu. Í ljós kom að hellan er í varðveislu Þjóð-
minjasafns Íslands. Um er að ræða fyrrum aflanga
steinhellu á klöpp skammt norðan Þórshafnar við
Ósa. Á heimasíðu ferlir.is kemur fram að á hellunni
átti að vera áletrun (HPS), sem m.a. hefur verið
eignuð séra Hallgrími Péturssyni, presti í Hvalsnesi.
Hellan er innskráð í Þjóðminjasafnið með eftirfar-
andi hætti: „Þungur steinn aflangur sem í er klappað
stöfunum HPS og beint þar fyrir aftan er klappað
ártalið 1628. Steinn þessi var rétt vestan við Þórs-
höfn norðan Ósabotna, fast við gamla veginn. Menn
hafa viljað halda, að Hallgrímur Pétursson hafi
klappað þarna fangamark sitt, en hann kom ekki að
Hvalsnesi fyrr en 1644 og er aðeins 14 ára árið
1628.“
Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, formanns
FERLIS, ber ljósmynd af hellunni frá 1964 með sér
að ártalið sé 1638 og því séu tengslin við Hallgrím
Pétursson ekki eins augljós og ætla mætti úr því ár-
talið reynist 1628. Merkingin HPS gæti verið graf-
skrift yfir manni sem hefði orðið úti á þessum slóð-
um fyrr á öldum. Segir Ómar Smári ennfremur að
Hallgrímshellan veki spurningar um staðsetningu
fornminja, þ.e. hvort varðveita eigi þær í lokuðum
geymslum eða á heimaslóðum.
Leituðu að Hallgrímshellunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær
Rangárþing eystra af kröfum
Eggerts Haukdals, fyrrv. oddvita
V-Landeyjarhrepps, um greiðslu
4 milljóna kr. er nam mismun á
fjárhæð vegna leiðréttinga og
bakfærslna, sem hann áleit að
gera ætti í bókhaldi hreppsins
honum til tekna, og skuldar, sem
hann var í við hreppinn sam-
kvæmt bókhaldinu. Byggði Egg-
ert m.a. á því að tilteknar fjár-
hæðir hefðu verið ranglega
færðar í reikningum hreppsins
sem skuld hans við hreppinn þar
sem þær hefðu stafað frá kaupum
hreppsins á jörð en ekki verið
persónuleg skuld hans. Í dómi
Hæstaréttar var vísað til þess að
ekkert hefði verið fært í reikn-
inga hreppsins um kaup og end-
ursölu á umræddri jörð og var
Eggert ekki talinn hafa sýnt fram
á að þær skuldbindingar, sem
deilt var um að þessu leyti, hefðu
með réttu átt að falla á hreppinn.
Þá áleit Eggert að bókhalds-
mistök hefðu verið gerð, er leiddu
til þess að talið var að hann væri í
skuld við hreppinn í ársbyrjun
1996. Ekki var talið sannað að
Eggert ætti kröfu um leiðrétt-
ingu á þessu atriði. Kröfugerð
Eggerts byggðist enn fremur á
því að oddvitalaun til hans á ár-
unum 1994 til 1998 hefðu verið
vangreidd. Var á það fallist að
hann ætti vangreidd laun fyrir ár-
in 1995, 1997 og 1998 um tiltekna
fjárhæð. Þá byggði Eggert enn
fremur á því að hann ætti kröfu á
hendur hreppnum vegna þess að
hann hefði greitt hluta af skuld-
bindingu, sem hann gekkst undir
fyrir hönd hreppsins í tengslum
við viðskipti með áðurgreinda jörð.
Talið var að Eggert hefði skort
heimild til að binda hreppinn við
sjálfskuldarábyrgð á þeirri skuld-
bindingu, sem vísað var til í þessu
sambandi, og var því ekki fallist á
að umrædd greiðsla ætti að færast
honum til eignar á viðskiptareikn-
ingi hjá hreppnum.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla-
son, Gunnlaugur Claessen og Ingi-
björg Benediktsdóttir. Ragnar Að-
alsteinsson hrl. flutti málið fyrir
Eggert og Elvar Örn Unnsteins-
son hrl. og Jón Höskuldsson hdl.
fyrir Rangárþing eystra.
Sveitarfélagið sýknað af
kröfum Eggerts Haukdals
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í
gær íslenska ríkið til að greiða
Ástþóri Magnússyni 150 þús-
und krónur í bætur fyrir frels-
issviptingu en Ástþór var
handtekinn og úrskurðaður í
gæsluvarðhald í nóvember
2002 eftir að hann sendi tölvu-
póst til um 1.200 aðila, þar á
meðal lögreglu og fjölmiðla, og
varaði við hugsanlegum
hryðjuverkaárásum.
Ástþór sat í gæsluvarðhaldi
í fjóra daga vegna málsins.
Hann var í kjölfarið ákærður
fyrir að hafa dreift tilhæfu-
lausri viðvörun sem hefði verið
til þess fallin að vekja ótta um
líf, heilbrigði og velferð
manna. Ástþór var hins vegar
sýknaður bæði í héraði og í
Hæstarétti og krafðist í kjöl-
farið bóta.
Ekki komnar fram
skýringar á töfinni
Að mati Hæstaréttar var í
öndverðu tilefni til að hand-
taka Ástþór og beita gæslu-
varðhaldi yfir honum í þágu
rannsóknar málsins. Hins veg-
ar hafi ekki komið fram skýr-
ingar á þeirri töf, sem varð á
því að skýrsla yrði tekin af
vitni, sem Ástþór hafði borið
að kveikt hefði hjá sér hug-
mynd um þá ógn sem vofði yf-
ir. Þá hafi ekkert komið fram
um það hvenær lögregla hefði
kannað nægilega þau gögn,
sem fundust við húsleit, til að
staðreyna að frekari heimildir
byggju ekki að baki orðsend-
ingunni. Þótti Hæstarétti Ást-
þór því hafa sætt gæsluvarð-
haldi lengur en efni stóðu til
og var fallist á að hann ætti
rétt til bóta.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Markús Sigur-
björnsson, Garðar Gíslason og
Hrafn Bragason.
Hilmar Ingimundarson hrl.
flutti málið fyrir Ástþór og
Óskar Thorarensen hrl. fyrir
ríkið.
Bætur
vegna of
langs
varðhalds
SVÖR hafa ekki borist frá banda-
rískum stjórnvöldum um hugsanlegt
fangaflug bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA um íslenska lofthelgi og
íslenska flughelgi, að sögn Ragn-
heiðar Elínar Árnadóttur, aðstoð-
armanns utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið kom fyr-
irspurninni á framfæri eftir að
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, lagði fram fyrirspurn um
fangaflugin á Alþingi 13. október sl.
Ragnheiður sagði að upplýsingar
um fangaflugin sem birtust í gær og
fyrradag hefðu engu breytt um af-
stöðu Íslendinga. „Víð bíðum enn
eftir svörum, það hefur ennþá ekk-
ert verið staðfest um þessar vélar.“
Ekki náðist í Geir H. Haarde utan-
ríkisráðherra vegna málsins.
Engin svör og
ekkert breyst
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 19
ára pilt í 2 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir manndráp af gáleysi
fyrir vítaverðan akstur á Bíldudals-
vegi í fyrra með þeim afleiðingum
að 15 ára gömul stúlka, sem varð
fyrir bílnum, beið bana.
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi
piltinn í eins mánaðar skilorðs-
bundið fangelsi en Hæstiréttur
þyngdi dóminn, og sagði að slysið
yrði rakið til vítaverðs aksturs pilts-
ins, sem hafi sýnt af sér stórfellt gá-
leysi. Auk fangelsisrefsingar var
pilturinn dæmdur í tveggja ára öku-
leyfissviptingu og til að greiða tæp-
ar 600 þúsund krónur í málskostnað.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Guðrún Erlendsdóttir og Gunn-
laugur Claessen. Verjandi var Helgi
Jóhannesson hrl. og sækjandi Bogi
Nilsson ríkissaksóknari.
Dæmdur fyrir
manndráp af gáleysi
EKIÐ var á 15 ára gamla stúlku á
Austurvegi á Selfossi í gær. Að sögn
lögreglu er stúlkan ekki talin vera
mikið slösuð en hún hljóp í veg fyrir
bifreið sem var á ferð. Stúlkan var
flutt á slysadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss til aðhlynningar.
Ekið á stúlku
á Selfossi