Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Ljóðið er
lífseigt
Samræður
um ljóð
NÝR OG glæsilegur línubátur bættist í
flota Húsvíkinga nú í vikunni er Karólína
ÞH 111 kom til heimahafnar í fyrsta sinn.
Karólína ÞH 111 er af gerðinni Cleópatra
38, smíðuð hjá bátasmiðjunni Trefjum í
Hafnarfirði. Báturinn er yfirbyggður og
með línubeitningakerfi frá Mustad fyrir
15000 króka um borð auk línu- og færa-
spila frá Beiti.
Báturinn er 15 brúttótonn að stærð og
rúmar lest hans 12 660 lítra kör. Borðsalur
er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og há-
seta en svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk
eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni
og ísskáp. Þá er í bátnum innangeng upp-
hituð stakkageymsla.
Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið
Dodda ehf. en að því standa Haukur Eiðs-
son skipstjóri, Örn Arngrímsson og Jóhann
Gunnar Sigurðsson, en þeir eru í áhöfn
bátsins ásamt Gunnlaugi Karli Hreinssyni,
eiganda GPG fiskverkunar á Húsavík. Þeir
félagar keyptu einnig á haustdögum út-
gerðarfélagið Kristínu ehf. á Suðureyri og
segir Gunnlaugur Karl að með þeim kvóta
sem því fylgdi sé kvóti Karólínu ÞH um
700 þorskígildistonn í krókaaflamarkskerf-
inu. Þeir Haukur og Gunnlaugur eru
frændur og er báturinn nefndur eftir
ömmu þeirra, Karólínu Friðbjarnardóttur.
Auk þess eiga þeir báðir dætur sem bera
þetta nafn.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar
6HYM-ETE, 700 hestöfl tengd ZF gír. Þá
er báturinn einnig útbúinn með vökvadrif-
inni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýr-
ingu hans. Í brúnni eru siglingatæki af
gerðinni Furuno frá Brimrúnu og örygg-
isbúnaður hans kemur frá Ísfelli og Viking.
Þá mun Karólína vera fyrsti báturinn af
þessu tagi, þ.e.a.s. yfirbyggður smábátur
með línubeitingarvél, sem gerður er út frá
Húsavík og Norðurlandi ef menn telja ekki
aðkomubáta með.
Nýr línubátur til Húsavíkur
Á Húsavík Eigendur Karólínu ÞH 111, frá vinstri, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Örn Arngrímsson,
Haukur Eiðsson og Gunnlaugur Karl Hreinsson, sjá um veiðar og vinnslu aflans á Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Nýr bátur Karólína ÞH í heimahöfn á Húsavík, fyrsti yfirbyggði smábáturinn á Húsavík.
ÚR VERINU
ORSÖK tjóna af völdum lausagöngu
búfjár, sem aðallega er af völdum
sauðfjár og hrossa, er að búféð leikur
lausum hala á þjóðvegum landsins
þar sem meginreglan er sú að engar
sérstakar vörsluskyldur hvíla á bú-
fjáreigendum annarra en eigenda
graðpenings. Þetta kemur fram í
rannsóknaverkefni sem Ólafur Páll
Vignisson, laganemi við Háskóla Ís-
lands, vann í sumar, en hann kynnir
helstu niðurstöður þess á málþingi
sem Úlfljótur, tímarit laganema,
heldur í dag.
Í verkefninu fjallaði Ólafur Páll
um tjón af lausagöngu búfjár á þjóð-
vegum. Hann bar meðal annars sam-
an Ísland og önnur lönd og lagði
fram tillögur að úrbótum. Ólafur Páll
bendir á að slys af völdum lausa-
göngu búfjár á vegum eru um fimmt-
ungur allra umferðarslysa í dreifbýli
og því um stórt vandamál að ræða.
„Ég rakti orsökina í skýrslunni.
Meginreglan er sú að það hvíla eng-
ar sérstakar vörsluskyldur á búfjár-
eigendum. Girðingar á vegum eru oft
og tíðum ekki vörsluheldar auk þess
sem þær eru ekki samfelldar þannig
að búfé á oftar en ekki auðvelt með
að haga för sinni eftir eigin hentug-
leika. Jafnframt haga vegfarendur
akstri sínum oft ekki eftir aðstæð-
um,“ segir hann.
Ólafur Páll segir að sumar greinar
vegalaga virki ekki í raun og auki oft
á réttaróvissu. Bendir hann sérstak-
lega á 56. grein laganna, en hún
kveður á um að lausaganga búfjár sé
bönnuð þar sem girðingar eru
beggja vegna vegar. „Þar sem girð-
ingar í kringum landið eru svo kafla-
skiptar og slitróttar skiptist réttar-
staðan til dæmis 40 sinnum á
kaflanum frá Reykjavík til Horna-
fjarðar í samræmi við þessa grein.“
Ólafur Páll skoðaði stöðuna í þess-
um málum í öðrum löndum. Í ljós
kom að þar er víðast hvar lagt bann
við lausagöngu og eru búfjáreigend-
ur alfarið ábyrgir í slíkum málum.
Lögin ekki nógu skýr
Spurður um atriði til úrbóta úr
bendir Ólafur Páll á að bæta þurfi
lagasetningu um þessi mál.
„Frumathugun leiddi í ljós að lög-
in eru ekki nógu skýr og ekki þannig
úr garði gerð að menn sjái sig knúna
til þess að fara eftir þeim.
Rannsókn laganema um vegarollur og umferðaröryggi
Engar sérstakar vörslu-
skyldur hvíla á bændum
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SJÓNVARPSMAÐURINN Sigmar
Guðmundsson verður spyrill í Gettu
betur, spurningakeppni framhalds-
skólanna, í vetur. Hann tekur við
starfinu af Loga Bergmann Eiðs-
syni.
Sigmar sagðist í samtali við
Morgunblaðið mjög spenntur fyrir
nýja starfinu. „Þetta leggst mjög
vel í mig, þetta verður frábærlega
skemmtilegt,“ sagði hann.
Sigmar þekkja margir af skján-
um en hann hefur verið einn þátta-
stjórnenda Kastljóssins í Sjónvarp-
inu undanfarin ár.
Áður hefur verið tilkynnt að
Anna Kristín Jónsdóttir taki við
hlutverki dómara og spurningahöf-
undar í Gettu betur en stigavörður
verður sem fyrr Steinunn Vala Sig-
fúsdóttir.
Sigmar sagðist ekki eiga von á
því að neinar róttækar breytingar
yrðu gerðar á formi Gettu betur í
kjölfar mannabreytinga, enda væri
sami mannskapur við stjórnvölinn
bakvið myndavélarnar.
Gettu betur hefst fljótlega upp úr
áramótum en fyrstu umferðir fara
fram á Rás 2. Úrslitarimmurnar
verða svo háðar í sjónvarpssal að
vanda þar til einn skóli stendur
uppi sem sigurvegari.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýr spyrjandi, Sigmar Guðmundsson, ásamt Páli Magnússyni útvarpsstjóra og fulltrúum framhaldsskólanna.
Sigmar spyr í Gettu betur