Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
5. sæti
París. AFP, AP. | Dominique de Villep-
in, forsætisráðherra Frakklands, hét
því í gær að koma á lögum og reglu í
úthverfum Parísar eftir að óeirðir
blossuðu þar upp í fyrrinótt, sjöundu
nóttina í röð. Stjórn hans sætir vax-
andi gagnrýni fyrir að hafa brugðist
of seint og slælega við vandamálinu.
Yfir þúsund lögreglumenn beittu
kylfum og táragasi í átökum við ung-
menni í að minnsta kosti níu úthverf-
um Parísar og þrettán bæjum í
grennd við borgina. Fjórum byssu-
kúlum var skotið að lögreglu- og
slökkviliðsmönnum en enginn særð-
ist.
Ungmenni náðu lögreglustöð í
hverfinu Aulnay-sous-Bois á sitt vald
um tíma og gengu þar berserksgang.
Eldar voru kveiktir í íþróttahúsi og
bílasöluhúsi og skemmdarverk unn-
in á verslunarmiðstöð.
Óeirðirnar geisuðu í hverfum þar
sem innflytjendur og afkomendur
þeirra eru í meirihluta. Glæpastarf-
semi er mikið vandamál í hverfun-
um, atvinnuleysið er þar helmingi
meira en annars staðar í Frakklandi
og meðaltekjur íbúanna um 40%
minni en meðaltekjur allra Frakka.
Íbúar hverfanna, sem eru margir
múslímar, hafa einnig kvartað yfir
harðræði lögreglumanna.
Sarkozy sagður hafa
kynt undir spennunni
Villepin forsætisráðherra sagði að
ástandið í úthverfum Parísar væri
„óviðunandi“ og það hefði „algeran
forgang“ að binda þegar í stað enda
á óeirðirnar.
Franskir stjórnarandstæðingar
sökuðu hægristjórnina um að hafa
hunsað vandamál úthverfa Parísar.
Vinstrimenn sögðu að ríkisstjórnin
hefði brugðist of seint við óeirðunum
og hægrisinnaðir þingmenn röktu
vandann til þess að of mörgum inn-
flytjendum hefði verið hleypt til
landsins.
Franskir stjórnarandstæðingar
og evrópsk dagblöð sökuðu einnig
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra
Frakklands, um að hafa kynt undir
spennunni í hverfum innflytjenda í
París með harðorðum yfirlýsingum
sem þykja líkjast málflutningi
margra hægriöfgamanna í Frakk-
landi. Sarkozy hefur meðal annars
talað um að „hreinsa“ þurfi úthverfin
af „úrþvættum“ og hafa margir inn-
flytjendur tekið það óstinnt upp.
Franska ríkisstjórnin
sætir vaxandi gagnrýni
Sögð hafa brugð-
ist of seint við
óeirðum í París
Reuters
Lögreglumenn við brennandi bíl í úthverfi Parísar, Aulnay-sous-Bois, eftir að óeirðir blossuðu þar upp í fyrrinótt.
4
!"#
N # ! "$$# (( C <C$ "
5 C O $6- O C
# " $ C$$6O G -
4 4 1:$ # "4
1 5 4 "
N # )O$ 4 # 4 C
)& 4 6 - # &
-O 5 O -
+P00
,9K
<C$
A %)$"$*"$
> !C ! - "
4# $@#$
# 4$ "$ $O
& $ 4#$# " !C $ )G$
$ 44-$ C #4 )& 4
2" 4
0& C !C 4$ " &
!C # #
$"$*"$
Q4
! $ $ C
$# "
& C !C 4
$
%
$
%
& '() *
"+
ÞING Spánar samþykkti aðfaranótt
þriðjudags að umdeild áætlun um
aukna sjálfstjórn Katalóníu teldist
tæk til meðferðar. Hægri menn voru
einir á móti en langt ferli er nú fram
undan áður en breytingar á stöðu
Katalóníu innan spænska ríkisins
verða að veruleika.
Krafan um breytta stöðu innan
Spánar, sem felur í sér aukna sjálf-
stjórn, var samþykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða á þingi
Katalóníu 30. september. Í sam-
þykktinni er m.a. kveðið á um aukna
sjálfstjórn á sviði fjármála, ákveðið
„breytingavald“ gagnvart þeim lög-
um sem þingið í Madríd samþykkir,
og að Katalónar fái stöðu „þjóðar“
innan Spánar.
Eftir umræðu sem stóð í 12
klukkustundir var gengið til at-
kvæða um frekari meðferð tillög-
unnar. Fór svo að 197 þingmenn
reyndust tillögunni samþykkir en
146 andvígir. Í neðri deild spænska
þingsins sitja 350 fulltrúar. Þing-
menn Þjóðarflokksins (Partido
Popular, PP) voru einir andvígir en
þeir telja kröfu Katalóna fallna til að
rjúfa einingu spænska ríkisins og
því stjórnarskrárbrot.
Samþykkt spænska þingsins þýð-
ir í raun að fyrstu hindrun hefur ver-
ið rutt úr vegi. Krafa Katalóna fær
nú þinglega meðferð með tilheyr-
andi breytingatillögum. Tillögunni
verður vísað til stjórnarskrárnefnd-
ar þingsins. Munu margir mánuðir
líða þar til hún verður aftur borin
upp fyrir þingheim í Madríd. Sýnt er
að breyta þurfi henni til að hún fari
saman við spænsku stjórnarskrána.
José Luis Rodríguez Zapatero,
forsætisráðherra minnihlutastjórn-
ar Sósíalistaflokksins (PSOE), hélt
uppi vörnum fyrir samþykkt kata-
lónska þingsins en Zapatero reiðir
sig m.a. á stuðning vinstri manna og
lýðveldissinna í Katalóníu á þinginu í
Madríd. Hið sama gerðu fulltrúar
Katalóna á þinginu í Madríd og ein-
kenndist umræðan af verulegum til-
finningahita. Zapatero og fleiri
héldu því fram að krafa Katalóna
fæli ekki í sér að brotið yrði gegn
stjórnarskránni og því væri hún tæk
til þinglegrar meðferðar. Þessu mót-
mæltu þingmenn PP með leiðtogann
Mariano Rajoy í broddi fylkingar
harðlega.
Samþykkt katalónska þingsins
hefur valdið umtalsverðu tilfinninga-
legu umróti á Spáni. Katalónía er
ásamt Baskalandi ríkasta hérað
Spánar og því óttast margir að aukin
sjálfstjórn í fjár- og skattamálum
verði til að raska þeirri tekjudreif-
ingu sem fram fer á vettvangi mið-
stjórnarvaldsins í Madríd. Að auki
óttast margir, einkum hægri menn,
að einingu ríkisins verði ógnað verði
gengið að kröfum Katalóna. Svipað
ar kröfur hafa komið fram í Baska-
landi en þeim hefur verið hafnað,
einkum með tilvísun til stjórnar-
skrárinnar.
„Þjóð“ innan ríkisins
Þá hafa margir orðið til þess að
andmæla því að til standi að Kata-
lónar fái stöðu „þjóðar“ innan
spænska ríkisins. „Ég er Spánverji
og ég tel að Katalónía sé afar mikil-
vægt hérað innan Spánar,“ sagði
Rajoy m.a. í þingumræðunni og upp-
skar klapp samflokksmanna sinnar.
„Katalónar eru samlandar mínir og
ég tel að breyting á stöðu þeirra
[innan spænska ríkisins] verði nei-
kvæð fyrir þá,“ bætti hann við.
Zapatero forsætisráðherra lagði á
hinn bóginn áherslu á að aukið for-
ræði Katalóna í eigin málum væri
öldungis í samræmi við stjórnarskrá
Spánar og myndi „styrkja lýðræðið“
í landinu. Sagði hann niðurstöðu
þingsins í Madríd fela í sér að full-
trúarnir væru samþykkir kröfu
Katalóna en jafnframt vildi þing-
heimur tryggja að hún bryti ekki
gegn stjórnarskránni.
Spánn skiptist upp í 17 sjálfstjórn-
arhéruð samkvæmt stjórnarskránni
frá árinu 1978. Sjálfstjórnin eða for-
ræði í eigin málum er á hinn bóginn
mismikil, mest í Katalóníu, Baska-
landi og Galisíu. Tungumál sem töl-
uð eru í þessum héruðum, þ.e. kata-
lónska, baskneska og galisíska, hafa
sömu stöðu og ríkismálið, spænska, í
þeim sömu þremur héruðum og í
Katalóníu og Baskalandi starfa sér-
stakar lögreglusveitir heimamanna
svo dæmi séu tekin. Þá hafa þessi
héruð mikið forræði í menntamálum
sínum og er raunar svo komið að
halda má því fram að katalónska
njóti nú yfirburða lögum samkvæmt
gagnvart spænsku í Katalóníu. Í
stjórnarskránni er á hinn bóginn
tekið fram að fullveldið eigi upptök
sín hjá spænsku þjóðinni en ekki í
einstökum héruðum Spánar.
Í ræðu sinni lagði Zapatero for-
sætisráðherra til að gerðar yrðu
ýmsar veigamiklar breytingar á
samþykkt katalónska þingsins.
Stuðningur hans reyndist því skil-
yrtur. Hann forðaðist t.a.m. að nota
orðið „þjóð“ um Katalóna í ræðu
sinni en vísaði þessi í stað til „þjóð-
arsérstöðu“ eða „þjóðarvitundar“
(„identidad nacional“) þeirra.
Áfangasigur Katalóna
Spánarþing samþykkir að krafa um aukna sjálfstjórn
Katalóníu innan spænska ríkisins fái þinglega meðferð
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Reuters
Mariano Rajoy, leiðtogi Þjóðar-
flokksins, á þingfundi um kröfu
Katalóna um aukna sjálfstjórn.
París. AFP, AP. | Stjörnufræðingar
í Bandaríkjunum telja sig hafa
greint daufan bjarma frá fyrstu
stjörnunum sem mynduðust í al-
heiminum, að því er fram kemur í
grein í vísindatímaritinu Nature.
Talið er að stjörnurnar hafi
myndast úr frumgasi og geim-
ryki um 100–200 milljónum ára
eftir Miklahvell sem talið er að
hafi orðið fyrir um 13,7 millj-
örðum ára.
Vísindamenn Geimrannsókna-
stofnunar Bandaríkjanna, NASA,
notuðu innrauða myndavél í
geimsjónaukanum Spitzer til að
greina sundur geislun frá fyrstu
stjörnunum og geislun frá öðrum
stjörnum og vetrarbrautum.
Talið er að fyrstu stjörnurnar
hafi myndast úr vetni, helín og
litín. Alexander Kashlinsky, sem
stjórnaði rannsókninni, sagði að
stjörnurnar hefðu verið firna-
stórar, líklega mörg hundruð
sinnum massameiri en sólin. Tal-
ið er að þær hafi verið tiltölulega
skammlífar og brennt allt vetnið
á nokkrum milljónum ára.
Ennfremur er talið að fyrstu
stjörnurnar hafi búið til efni sem
síðar voru mikilvæg við myndun
annarra stjarna.
Avi Loeb, stjörnufræðiprófess-
or við Harvard-háskóla, sem tók
ekki þátt í rannsókninni, sagði
niðurstöðu hennar mjög áhuga-
verða. „Þetta er í fyrsta skipti
sem við sjáum hugsanlegar vís-
bendingar um hvernig og hvenær
fyrsta stjörnubirtan varð til.“
Richard Ellis, stjörnufræðipró-
fessor við California Institute of
Technology, sagði hins vegar að
aðeins minniháttar mistök við að
greina geislunina sundur kynnu
að leiða til rangrar niðurstöðu í
slíkum rannsóknum.
Bjarmi frá fyrstu
stjörnum alheimsins?