Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES SENDUM Í PÓSTKRÖFU Laxalýsi fyrir stirð liðamót www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, Yggdrasil Skólavörðustíg, Fjarðakaup, Hagkaup, Lyfja Selfossi, Studio dan Ísafirði. Sérleyfi verði afnumin | Stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem samgöngu- ráðherra er hvattur til að afnema sérleyfi hópferðabifreiða á milli höf- uðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. „Það er með öllu óviðunandi að á einni af fjölförnustu samgönguæð landsins skuli ríkja einokun sem kallar einvörðungu á aukin útgjöld almennings sem nýta sér þessa þjónustu. Reykjanesbraut tengir al- þjóðaflugvöll við höfuðborgarsvæðið sem og land allt og mikill fjöldi far- þega fer þessa leið daglega. Því er eðlilegast að á þessari leið ríki eðli- leg samkeppni,“ segir í ályktuninni. Helguvík | Sorphirðu- og sorpeyð- ingargjöld íbúa Suðurnesja hækka um 10% um áramót, ef sveitarstjórn- irnar samþykkja tillögur Sambands sveitarfélaga að fjárhagsáætlun samrekinna stofnana. Ástæðan er minni afköst brennslustöðvar Kölku og stóraukið sorpmagn sem aka þarf með til eyðingar hjá Sorpu í Reykja- vík. Vandi vegna fjölgunar Enn eru byrjunarörðugleikar við rekstur sorpbrennslustöðvar Kölku í Helguvík. Þannig er útlit fyrir að þar verði brennd 10.500 tonn af sorpi í stað 12 þúsund eins og áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Magnið sem berst stöðinni eykst aftur á móti stöðugt og er meira en gert var ráð fyrir. Líklegt er talið að 18 þúsund tonn af sorpi berist í ár sem er 2 þús- und tonnum meira en á síðasta ári. Þessi mismunur þýðir að aka þarf 3.500 tonnum af sorpi til eyðingar hjá Sorpu í Reykjavík, umfram það sem áætlað var í upphafi ársins. Þar að auki er farið með töluvert af óbrennanlegu sorpi til endurvinnslu og eyðingar hjá Sorpu og víðar á höf- uðborgarsvæðinu. Í þessu felst tölu- verður auka kostnaður og er útlit fyrir halla af rekstri Sorpeyðingar- stöðva Suðurnesja, að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns stjórnar. Jón segir að í fjárhagsáætlun sem gerð var fyrir ári hafi ekki verið gert ráð fyrir þeirri miklu lóðaúthlutun í öllum sveitarfélögunum og fjölgun íbúa á svæðinu sem orðið hefur. Nefnir hann að töluvert sorp berist á gámastöðvarnar frá nýbygginga- svæðum þótt íbúar séu ekki fluttir í húsin og því komi tekjur ekki á móti. Gísli R. Eiríksson stöðvarstjóri bæt- ir því við að aukið sorp fylgi góð- ærinu í þjóðfélaginu. Hefur þetta að sögn Jóns komið bæði fram í aukinni sorphirðu frá heimilum, meðal annars vegna fjölg- unar íbúa, og ekki síður í aukningu á gámaplön fyrirtækisins. Þannig hef- ur sorpið sem komið er með á gáma- plönin aukist um meira en þriðjung. Þegar starfræksla Kölku hófst hækkuðu sveitarfélögin mjög sorp- hirðu- og sorpeyðingargjöld til að mæta auknum rekstrarkostnaði. Jón Gunnarsson segir að gjöldin dugi ekki fyrir kostnaðinum og falli því hluti hans á sveitarfélögin. Sorp- hirðu- og eyðingargjöldin hafa verið óbreytt í tvö ár, samtals liðlega 18.600 krónur. Með 10% hækkun verða gjöldin tæplega 20.500 krónur á hvert heimili. Jón segir að þessi hækkun sé í takt við hækkun vísitölu á þessum tíma. Lagt til að sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækki um 10% Aka þarf þúsund- um tonna til Sorpu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Meira rusl Kalka í Helguvík er fullkomnasta sorpbrennslustöð landsins. Hún hefur þó ekki undan nú þegar sorpið eykst. Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps hefur samþykkt að óska eftir því að sveitarfélagið verði bæjarfélag. Íbúatalan er að ná þúsund íbúa markinu um þess- ar mundir en það er einmitt skil- yrði þess að af formbreytingunni geti orðið. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, segir að til- laga um breytinguna hafi verið lögð fram í ljósi þess að fjölgað hafi í sveitarfélaginu og íbúarnir verði komnir vel yfir þúsund íbúa markið við útgáfu næstu stað- festu íbúatölu, 1. desember. Þessu fylgi að gera þurfi til- teknar breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins, svo sem um fjölda fulltrúa í hrepps- nefnd og hugsanlega einnig stofnun hreppsráðs. Talið hafi verið skynsamlegt að stíga þá skrefið til fulls og stofna bæj- arfélag. Nefnir hann að flest, ef ekki öll, sveitarfélög með yfir þúsund íbúa séu bæjarfélög. Með formbreytingunni mun bæjarstjórn og bæjarstjóri fara með stjórn sveitarfélagsins í stað hreppsnefndar og sveitarstjóra og oddviti verður forseti bæj- arstjórnar. Þá verður kosið bæj- arráð til að fara með fjármál og fleiri mál milli funda bæjar- stjórnar. Tillaga um að óska eftir breyt- ingunni var samþykkt í hrepps- nefnd með fjórum atkvæðum gegn einu. Vogar vilja verða bær Kópavogur | Gert er ráð fyrir að áætlaður rekstrarafgangur sam- stæðureiknings A og B hluta Kópavogsbæjar aukist úr 1.056 m. kr. í 2.210 m. kr. eða um rúm 100% í endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarins. Sem hlutfall af skatt- tekjum eykst því rekstrarafgang- urinn úr því að vera 13% í 28% en þetta hlutfall endurspeglar svig- rúm Kópavogsbæjar til að fjár- festa og greiða niður skuldir. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Kópavogsbæ. Rekstrarbatinn skýrist aðallega af hagnaði af úthlutun bygging- arréttar. Kópavogsbær hefur á undanförnum árum gjaldfært allan kostnað vegna landakaupa og samninga við lóðahafa á óskipu- lögðum svæðum, án þess að tekjur hafi komið á móti. Segja bæjaryf- irvöld þessar fjárfestingar nú bera ávöxt með úthlutun lóða í nýjum hverfum. Niðurgreiðsla skulda Veltufjárhlutfall stóð í 0,8 um áramót en er áætlað um 1,01 um næstu áramót. Lögð verður áhersla á að nota hinn aukna rekstrarafgang til uppgreiðslu skammtímaskulda og að einhverju leyti til greiðslu langtímaskulda. Þannig er gert ráð fyrir að heild- arskuldir Kópavogsbæjar muni lækka um 2,1 milljarða króna mið- að við upprunalega áætlun 2005 eða úr 12,8 í 10,7 milljarða króna. Þrátt fyrir góðan rekstrarbata hefur rekstrar- og framkvæmda- kostnaður hækkað umfram vænt- ingar. Launakostnaður í grunn- og leikskólum reyndist um 150 m. kr. hærri en ráð var fyrir gert, en kjarasamningagerð við leikskóla- kennara var ekki lokið þegar vinnu við fjárhagsáætlun 2005 lauk á árinu 2004. Framkvæmdakostnað- ur fór um 300 m. kr. fram úr áætl- un við einstök verk þar sem samið var um að flýta framkvæmdum vegna örrar uppbyggingar. Þetta á við um eftirfarandi framkvæmdir: Leikskólann Baugakór, Salaskóla, Kóraskóla, Sundlaug Sölum, Ung- lingahús, Gatnagerð á hafnar- svæði, breikkun Smárahvamms- vegar, gatnagerð Kórahverfi, gerð Vatnsenda- og Rjúpnavegar og innlausn lóða. Þessum frávikum hefur að hluta verið mætt með hagræðingu í rekstri og fram- kvæmdum þar sem því verður við komið en að hluta með aukafjár- veitingu. Rekstrarafgangur hjá Kópavogi 2 milljarðar Hafnarfjörður | Sérstök sýning var í Hafnar- fjarðarleikhúsinu sl. miðvikudag fyrir vel- unnara og styrktaraðila á leikverkinu hvað EF skemmtifræðslu. Höfundar texta, ljóða og tón- listar eru Einar Már Guðmundsson og Valgeir Skagfjörð. Gestir sýningarinnar voru Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra, nemendur Garðaskóla o.fl. Verkið var frumsýnt 20. október sl. og hafa þegar um 1800 ungmenni séð sýninguna í boði fyrirtækjanna Actavis, Vífilfells og Kjöríss. 540 Gólf leikhús og SÁÁ standa að sýning- unni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhús. Hægt er að sjá umsagnir um verkið á www.saa.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikverkið Hvað EF sýnt fyrir velunnara og styrktaraðila HOLRÆSAGJALD í Reykjavík lækkar á næsta ári úr 0,115 í 0,105 af fasteignamati, sem er um það bil 10% lækkun, samkvæmt tillögu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra, sem lögð var fram á fundi í borgarráði í gær. Þá er ekki gert ráð fyrir að hækkun fasteignamats í ár vegna hækkunar fasteignaverðs auki tekjur borgarinnar frá því sem var í ár. Steinunn Valdís sagði í samtali við Morgunblaðið, að samkvæmt forsend- um fjárhagsáætlunar næsta árs væri gert ráð fyrir að holræsagjaldið lækk- aði úr 0,115% í 0,105% af fasteigna- mati. Það jafngilti því að gjöld lækk- uðu um 2.000 kr. af fasteign með 20 milljón króna fasteignamati. Steinunn sagði að borginni væri kleift að gera þetta þar sem fyrir dyr- um stæði að flytja fráveituna yfir til Orkuveitunnar, en af því skapaðist ákveðið hagræði. „Þrátt fyrir að við sjáum mjög mikla uppbyggingu í frá- veitukerfinu á næstunni er okkur þetta kleift,“ sagði Steinunn Valdís. Hún sagði ennfremur að fasteigna- mat eigna frá Fasteignamatinu lægi ekki fyrir. Það kæmi aldrei fyrr en í desembermánuði, sem skapaði mikið óhagræði fyrir sveitarfélögin, þar sem undirbúningur fjárhagsáætlunar stæði yfir, en hún myndi leggja hana fram í næstu viku. Ljóst væri hins veg- ar að fasteignamatið myndi hækka og fyrir lægi að meirihlutinn ætlaði ekki að hafa auknar tekjur af fasteigna- sköttum þess vegna og því myndi álagningarprósentan væntanlega lækka sem næmi hækkun matsins. Horft yrði einungis til þess að borg- arsjóður væri jafnsettur og áður. Holræsagjald lækkar í Reykjavík Áfram uppbygging í fráveitukerfinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.