Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Reyðarfjörður | Fjarðaálsverkefnið
hefur stofnað til samstarfs við ís-
lenska endurvinnslufyrirtækið Plast-
mótun. Samstarfið mun færa Fjarða-
álsverkefnið nær því markmiði að
setja engan úrgang í landfyllingar.
Samstarfið mun fela í sér að
Fjarðaálsverkefnið sér Plastmótun
fyrir hráefni úr plasti. Úrgangur úr
plasti frá framkvæmdasvæðinu er nú
yfir 500 kg á mánuði og áætlað er að
þessi tala muni tvöfaldast eða þre-
faldast á næstu 3–6 mánuðum um leið
og umfang verkefnisins eykst. Plast-
mótun mun endurvinna þessi hráefni
og framleiða vörur úr plasti sem
Fjarðaálsverkefnið getur notað í
sinni starfsemi. Samkvæmt þessum
samningum hefur fyrsta pöntunin
verið lögð inn hjá Plastmótun, en það
eru 800 metrar af girðingaefni úr
plasti fyrir starfsmannaþorpið. Þetta
fyrirkomulag lokar hringnum þar
sem plastefnin fara milli Fjarðaáls-
verkefnisins og Plastmótunar og til
baka. Mögulegt er að hægt verði að
breyta allt að 75% alls plastúrgangs í
verðmæti með þessu samstarfi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Plastmótun
endurvinnur
plast fyrir
Fjarðaál
Egilsstaðir | Þeim fjölgar sem velja
að kaupa lambakjöt gegnum kjöt-
söluvefinn austurlamb.is, en þar
versla menn milliliðalaust við bænd-
ur á Austurlandi.
Sigurjón Bjarnason hjá Austur-
lambi segir að þegar litið sé yfir sölu
haustsins samaborið við sölu hausts-
ins 2004 séu niðurstöðurnar þær að
selt magn hafi verið aðeins meira í
fyrra, þrátt fyrir síðbúnari byrjun í
sölu þá. Í ljós komi að kaupenda-
hópur fari hægt stækkandi og magn
hverrar pöntunar hafi aukist, sem
bendir til að fólk birgi sig upp, marg-
ar fjölskyldur skjóti saman, eða
haldnar séu sérstakar Austurlambs-
veislur, sem væri náttúrlega það
langflottasta, segir Sigurjón.
Flettingar á vefnum austur-
lamb.is voru í október 5.600 talsins,
en á sama tíma í fyrra 2.600. Á vefn-
um er að finna margvíslegan fróð-
leik, t.d. um flokkun dilkakjöts,
matreiðsluaðferðir og uppskriftir,
fyrir utan upplýsingar um fram-
leiðsluhætti einstakra Austurlambs-
bænda.
Bændur í beinni
Sigurjón segir að þeir sem verslað
hafi við Austurlamb í haust hafi
sjálfsagt tekið eftir breytingu. „Já,
nú er það bóndinn sjálfur sem selur,
ekki milliliðurinn. Háttvirtur kaup-
andi fær reikning frá þeim bónda,
sem hann hefur valið að skipta við.
Kaupverðið rennur beint til hans.
Hlutverk söluverkefnisins Aust-
urlambs er síðan að halda utan um
kostnaðinn og skipta honum milli
bænda eftir framleiddu eða seldu
magni. Ef satt skal segja hefur þessi
nýlunda ekki gengið alveg áfalla-
laust, en hér er verið að færa sig nær
þeirri framtíð, sem margir vilja sjá,
það er að bóndinn tengist hinum
endanlega neytanda án milliliða.
Örðugleikarnir eru óneitanlega ýms-
ir, einkum háir aðstöðuleysi starf-
seminni og er fyrirsjáanlegt að úr-
bætur þarf að gera áður en næsta
afurðaár rennur upp. Austurlamb
gerir sér hins vegar vonir um að
þessi nýja skipan mælist vel fyrir og
að netvæðingin hafi hér erindi sem
erfiði við það að vera viðskiptahvati
fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir.“
Bændur selja nú kjötið milliliðalaust til neytenda
Austurlamb á réttri leið
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hjörleifur segir merkilegt að af
þeim aðilum sem umsögn veittu
vegna virkjunarinnar skyldi iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið eitt telja að
virkjunin ætti að fara í mat. „Ráðu-
neytið ber í umsögn sinni við ákvæði í
Evrópurétti um viðmiðun fyrir mat,
s.s. að ef miðlun fer yfir 10 milljónir
rúmmetra þá beri að fara í mat. Það
vill svo til að miðlanir þarna í Heið-
arvatni og við Þverá, sem kemur að-
eins norðar niður hjá Efri-Staf, eru
10,5 milljónir rúmmetra. Fram hjá
þessu virðist hafa verið horft af
Skipulagsstofnun. Að hleypa svona
virkjunum fram hjá mati gefur því
mjög slæmt fordæmi.“
„Efnislega er lítið sem upp úr
stendur í þessum kærum“ segir
Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á
Seyðisfirði. „Taka ber fram að fram-
kvæmdin er skipulögð með það í
huga að þetta raski náttúrunni sem
minnst og er kannski tímamótaáætl-
Seyðisfjörður | Í ágúst sl. ákvað
Skipulagsstofnun að ný virkjun við
Seyðisfjörð, Fjarðarárvirkjun, þyrfti
ekki í umhverfismat. Kærufrestur til
umhverfisráðherra rann út um miðj-
an september og eru nú fimm kærur
til meðferðar hjá ráðherra og
ákvörðunar að vænta innan tíðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Sig-
rúnu Ágústsdóttur, lögfræðingi hjá
umhverfisráðuneyti, hefur ráðuneyt-
inu borist kæra Ingólfs Steinssonar
og Kristínar Steinsdóttur, Land-
verndar, Náttúruverndarsamtaka
Austurlands, Helga Hallgrímssonar
og Hjörleifs Guttormssonar vegna
úrskurðar Skipulagsstofnunar frá
18. ágúst 2005 um matsskyldu virkj-
unarinnar. Beðið er eftir umsögnum
um kærurnar skv. upplýsingum
ráðuneytisins.
Á skjön við Evrópurétt
Hjörleifur Guttormsson er einn
kærenda. Hann segir að þó reynt sé
að fara mildilega í sakirnar sé um að
ræða tvær virkjanir eða tvö stöðv-
arhús í þrepum, sem þræða alfara-
leiðir ofan frá Fjarðarheiði, þar sem
komi mikil miðlun í Heiðarvatni og
þrefaldi yfirborð þess. Síðan eigi að
virkja niður á milli Stafa eftir þjóð-
vegi, þar verði vatnið tekið í að-
rennslisrör niður fyrir Fjarðarsels-
virkjun og þar gerð önnur miðlun.
„Þó þetta sé nálægt þjóðvegi og nota
eigi slóðir verður þarna mikið rask
og fossar skerðast“ segir Hjörleifur.
“Þá er málið sett fram sem endur-
bætur á eldri virkjun, en það er sýnd-
armennskan ein því þetta kemur
Fjarðarselsvirkjuninni gömlu ekkert
við. Að baki liggur að fá umsvif og
vatnsréttindagjöldfyrir Seyðisfjörð.“
un að því leytinu til. Raunar hafa
náttúruverndarmenn lýst ánægju
með hvernig staðið hefur verið að
undirbúningi. Mér sýnist að þeir sem
eru að kæra telji það fyrst og síðast
prinsippatriði að þetta fari í um-
hverfismat, en ekki á efnislegum for-
sendum. Í lögum er ekki gert ráð fyr-
ir að miðlunarlónin séu lögð saman,
heldur er talað um hvert uppistöðu-
lón fyrir sig. Breytingar á vegalögn
verða væntanlega fyrst og fremst til
þess að bæta þjóðveginn.“ Eini fyr-
irvari sveitarfélagsins varðandi
framkvæmdina er að það finnist
lausn á neysluvatnsmálum okkar
Seyðfirðinga. Við höfum búið við
vatn sem gruggast á stundum og
þurfum bæði að geisla og hreinsa
það. Menn hafa skoðað ýmsar leiðir
til að finna gott vatn til drykkjar og
m.a. hefur verið hugað að því að
hægt væri að taka neysluvatn úr lón-
inu við Þverá, sem myndi þýða að
mengunarhætta af umferð um veg-
inn yrði úr myndinni. Ef mengunar-
slys á sér stað á heiðinni eða niður í
fjörðinn að austanverðu gæti eyði-
lagt drykkjarvatn bæjarins. Virkjun-
in mun væntanlega verða skilgreind
sem umhverfisvæn í framtíðinni og
innan Evrópusambandsins hefur
verið rætt um að slíkar virkjanir
muni njóta ákveðinnar ívilnunar. Það
sem stendur upp úr og hefur hvað
mest valdið áhyggjum ýmissa eru
fossarnir í Fjarðará, en rétt er að
taka fram að eftir að virkjunin og
uppistöðulón á heiðinni verða komin í
gagnið er unnt að tryggja miklu jafn-
ara og öruggara rennsli Fjarðarár.
Væntanlega verður bæði hægt að
koma í veg fyrir að hún þorni eins og
hún gerir stundum á vetrum og hefur
leitt til að bæjarbúar fá ekki vatn og
eins er líklegt að hægt sé að tempra
þau flóð sem komið hafa í ána í leys-
ingum á vorin eða um miðjan vetur.“
Fjarðarárvirkjun við Seyðisfjörð í kæruferli hjá umhverfisráðherra
Krafa um umhverfismat virkjunar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
Tveggja ára alþjóðlegt nám á háskólastigi í Tækniskóla Árósa
Smelltu á heimasíðuna okkar www.academy.ats.dk og fáðu nánari upplýsingar um námid!
.Meinatæknir / Chemical and Biotechnical Analyst
. Byggingatæknir / Building Technician
. Margmiðlunarhönnuður / Multimedia Designer
. Upplýsingatækni & Rafmagnsverkfrædi / IT and Electronics Engineer
Hægt er ad velja námid á dönsku eda ensku