Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 29
DAGLEGT LÍF
STEINN
KÁRASON
TRAUSTUR
ÖFLUGUR
FRAMSÆKINN
OG FERSKUR
www.steinn.is
5. sæti
Volvo YCC hefurnú verið ásýningarferðum heiminn í
á annað ár. Kvennahóp-
urinn sem hannaði bíl-
inn hlýtur hönnunar-
verðlaun Torsten og
Wanja Söderberg í ár,
en um er að ræða virt-
ustu hönnunarverðlaun
Svíþjóðar. Íslending-
urinn Sigurður Gúst-
afsson arkitekt hlaut
þessi verðlaun árið 2003
og Aðalsteinn Ingólfs-
son listfræðingur var
einn af þeim sem hlutu þau árið
1999.
„Neytendur hafa vald til að
breyta,“ segir Eva-Lisa Andersson,
verkefnisstjóri Volvo YCC (Your
Concept Car) en bíllinn er hannaður
með þarfir neytenda í huga og
gengu hönnuðirnir eins langt og
þær vildu því allt er leyfilegt í hug-
myndahönnun. Bíllinn kemur
reyndar aldrei á markað en hönn-
uðirnir vonast til þess að ýmsir eig-
inleikar hans rati í bíla í framtíðinni,
en til þess þurfa neytendur að láta
vita hvað þeir vilja.
Vá, hugsar maður með sér þegar
sest er inn í bílinn og vonar svo
sannarlega að eiginleikarnir eigi
eftir að rata í aðra bíla sem hæfa
kaupgetu almennings. Viður, leður,
ull, ál og plast eru meðal efna sem
notuð eru í innréttingu, gólf, mott-
ur, sæti og áklæði og ekkert er
hefðbundið.
„Við höfðum þrennt í huga þegar
efni voru valin í innra rýmið: Skand-
inavískt, stofuna heima hjá manni
og að auðvelt væri að skipta út efn-
um, segir Maria Uggla sem hafði
umsjón með efnisvali. Bíllinn hefur
verið á sýningarferð um heiminn í á
annað ár. Hann er nú til sýnis í
Röhsska hönnunarsafninu í Gauta-
borg, stendur þar gljáandi á miðju
gólfi og allt í kring eru teikningar
og brot úr hönnunarsögu þessa bíls
sem ekki stendur til að setja í al-
menna framleiðslu, heldur er bara
ein frumgerð sem bílaframleiðendur
geta vissulega tekið sér til fyr-
irmyndar.
Það var nú ekki alveg á hreinu
hvort blaðamennirnir
fengju að prófa að sitja í þessum
sérhannaða bíl þar sem hugsað er
fyrir öllum smáatriðum. Bíllinn
verður til sýnis fyrir almenning
fram í janúar og þarf að þola það
hnjask eins og textílhönnuðurinn
Maria Uggla benti á. Henni er auð-
vitað annt um áklæðin. Eðlisfræð-
ingurinn Elna Holmberg bauð mér
þó áhyggjulaus að setjast undir
stýri. Hún er þriggja barna móðir
sem hefur mikla reynslu af hasar á
morgnana þegar allir eru að drífa
sig út á síðustu stundu með allt sitt
hafurtask. „Þá getur þetta verið
þægilegt,“ segir hún og ýtir á hnapp
á hvítu tæki sem hún hefur í bandi
um hálsinn og líkist mest pínulitlum
farsíma og upp ljúkast bíldyrnar
eins og vængir. Bíllinn er opinn
þegar út er komið og aðgengi að
geymslurými og sætum eins og best
verður á kosið.
Þótt óskalistar kvenna hafi verið
stæði á hverjum degi en karlar. Þær
eru að keyra í og úr vinnu, skreppa
úr vinnunni í hádeginu, versla á
mismunandi stöðum, keyra börnin
og reka ýmis erindi sem oftar virð-
ast á þeirra herðum en karlanna.
Bíllinn er fyrst og fremst hugsaður
fyrir ökumann og farangur hans,
þ.e. farþegasæti aftur í eru innfelld
að öllu jöfnu og því meira pláss fyrir
farangur. Sætin leggjast svo auð-
veldlega niður ef farþegar eru með í
för, þ.e. í hugmyndaveröldinni þar
sem bíllinn er í hvers manns eigu.
HÖNNUN | Níu konur hönnuðu bíl sem hefur hlotið mikla athygli
Þægindi, geymslurými, sniðugar lausnir,
gæðaefni, gott pláss og útsýni einkenna Volvo
YCC sem níu konur hönnuðu. Steingerður
Ólafsdóttir prófaði að setjast undir stýri.
steingerdur@mbl.is
Kvennahópurinn sem hannaði bílinn hlýtur hönnunarverðlaun Torsten og Wanja Söderberg í ár.
hönnuðunum inn-
blástur er bíllinn ekki bara
konubíll heldur hannaður fyrir nú-
tímafólk af báðum kynjum. „Karlar
og konur hafa sömu óskir en konur
hafa bara lengri óskalista,“ segir
Tatiana Butovitsch Temm, ein úr
níu kvenna hópnum.
Fjallað hefur verið um bílinn í
ótal fjölmiðlum um allan heim, m.a.
Tímariti Morgunblaðsins. Sérstakur
skynjari sem hjálpar ökumanni að
leggja í stæði hefur víðast hvar vak-
ið athygli. Þröng stæði eru ekki sér-
stök vandamál kvenna en stað-
reyndin er sú eins og
verkefnisstjórinn Eva-Lisa bendir
á, að konur leggja að jafnaði oftar í
Vængjaði Volvoinn hlýtur hönnunarverðlaun
Morgunblaðið/SÓ
Sérstök áhersla var lögð á að vanda valið
á efnum sem notuð eru inni í bílnum.