Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 33
UMRÆÐAN
ÞESSA dagana er mikið rætt og
ritað um Reykjavíkurflugvöll. Og
manni ofbýður vitleysan, því að
mér virðist að það séu nokkrir
kaffihúsaspekingar búnir selja þá
hugmynd til pólitíkusanna að flug-
völlurinn verði að fara, og þá helst
til Keflavíkur.
Að flytja flugvöllinn til Keflavík-
ur er svona álíka
gáfulegt og að byggja
raðhús í gegnum
Hvalfjarðargöngin og
keyra bara fyrir
Hvalfjörðinn. Vill ein-
hver í alvörunni bjóða
upp á höfuðborg í
þessu landi án flug-
vallar, slíkar hug-
myndir eru fráleitar
og dónaskapur við
landsbyggðina. Þá er
spurningin: Hvar á
hann að vera? Jú
hann þarf að vera þar
sem veðurfarslegar
aðstæður til aðflugs eru að jafnaði
góðar og ekki er verra að það sé
stutt í þá þjónustu sem lands-
byggðin sækir í höfuðborgina, en
síðast en ekki síst þá þarf hann að
vera stutt frá fullkomnasta sjúkra-
húsi landsins. Hm, það skildi þó
ekki vera að Vatnsmýrin væri
besta flugvallarstæðið í borginni.
Nú, af hverju þarf þá að flytja
völlinn, jú, landið í mýrinni er svo
verðmætt að það er hægt að
byggja marga velli fyrir peninginn,
segja spekingarnir. En fyrirgefið
mér heimskuna, ef þessi rök eiga
að halda, þarf þá ekki að finna
annað land fyrir völlinn og það
land þarf þá að vera verðlaust,
ekki satt?
Hvar ætla menn að finna það?
Þetta kristallaðist í yfirlýsingu frá
ungum jafnaðarmönnum um dag-
inn þar sem þeir vildu flugið til
Keflavíkur og höfnuðu Löngu-
skerjum, af hverju – jú, ef það er
hægt að byggja flugvöll á Löngu-
skerjum þá er örugglega hægt að
setja byggð þar líka. Nei, stað-
reyndin er einfaldlega sú að mestu
verðmætin í Vatnsmýrinni eru jú
flugvöllurinn sjálfur, þar er rekin
ein blómlegasta og mikilvægasta
atvinnustarfsemi sem við eigum og
við Reykvíkingar eigum að vera
stoltir af. Af hverju halda menn að
nágrannasveitarfélögin séu þegar
byrjuð að keppa um að fá völlinn
til sín, það skyldi þó ekki vera að
þau sæju að það er eftir töluverðu
að slægjast? Nú segja sumir að
það sé óþarfi og allt of dýrt að
reka tvo flugvelli á svæðinu. Hvað
halda menn að það kosti að reka
sjö sveitarfélög í einni samfelldri
byggð, er það ekki óþarfi? Svo er
hitt að það er ekki bara þarft held-
ur nauðsynlegt, jafn-
vel lífsnauðsynlegt að
hafa tvo fullkomna
velli á svæðinu. Í
fyrsta lagi þjóna þeir
sem varavellir hvor
fyrir annan og veð-
urfarslega vega þeir
hvorn annan alveg
merkilega vel upp,
miðað við hvað stutt
er á milli, og stað-
reyndin er sú að ef
annar lokast þá er í
99% tilvika hægt að
lenda á hinum. Þessi
staðreynd er mjög
hagkvæm fyrir innanlandsflug og
stuðlar beinlínis að ódýrari far-
gjöldum. En fyrst og fremst er
þetta alveg geysilega mikið örygg-
isatriði fyrir innanlands- og
sjúkraflug í þessu landi þar sem
allra veðra er von, sem og fyrir
björgunarflugið hjá gæslunni. En
ég fullyrði að ef völlurinn fer úr
Vatnsmýrinni, þá á það eftir að
kosta mannslíf, það er ekki spurn-
ing hvort, heldur bara hversu
mörg.
Hvaða pólitíkus vill hafa það á
samviskunni – Vilhjálmur, Mar-
teinn, doktor Dagur, eða kannski
trommuleikarinn úr Keflavík?
Hvað ætlum við að segja við sjó-
manninn sem er svo óheppinn að
veikjast einni gráðu vestar heldur
en þyrlan dregur, með Egillstaði
til vara, eða við bóndann sem gef-
ur upp öndina í umferðarteppu á
Reykjanesbrautinni 30 minútum
eftir að hann hefði getað verið
kominn lifandi inn á Landspít-
alann?
Hvor verðmiðinn er hærri,
mannslífin eða landið í Vatnsmýr-
inni? Svari nú hver fyrir sig.
Vitleysunni verður að linna,hvað
ætlum við að leyfa R-listanum að
henda mörg hundruð milljónum í
marklausar kosningar og hug-
myndasamkeppnir um Vatnsmýr-
ina áður en við segjum stopp,
hingað og ekki lengra?
Þetta leyfa þeir sér að eyða út-
svarinu okkar í meðan þeir hafa
ekki skímu um hvert á að flytja
starfsemina sem er öllu landinu
nauðsynleg.
Hún er ekki meira virði en svo
að það má leyfa nágrönnunum að
bítast um hana, meðan þeir upp-
fylla einhverja bóhemska drauma
fyrir miðbæjarrottur og arkitekta
með blauta drauma.
En allt fer þetta fram á sama
tíma og flugvöllurinn er í end-
urbyggingu sem er ekki einu sinni
lokið.
Í lokin nokkur pólitísk skilaboð.
Vilhjálmur, þú segist vera búinn
að átta þig á að það verði aldrei
sátt um völlinn í Vatnsmýrinni,
staðreyndin er sú að það verður
aldrei sátt um að völlurinn fari úr
Vatnsmýrinni. Marteinn, það þarf
ekki BA-próf til að sjá að völlurinn
er lífsnauðsynlegur þar sem hann
er. Dagur, þú getur örugglega
fengið betri vinnu við að bjarga
mannslífum á Landspítalunum.
Ungir jafnaðarmenn: „Grow up“.
Hjálmar, þú ert langflottastur á
trommunum, sæktu um vinnu hjá
Rúna Júl.
Og ef við ætlum að kjósa um
málið þá skulum við leyfa öllum
landsmönnum að kjósa samhliða
alþingiskosningum, annað væri
einfaldlega rakinn dónaskapur þar
sem Reykjavík er höfuðborg lands-
ins alls.
Og að lokum, góðir landsmenn,
stöðvum þessa dauðans óvissu, rís-
um upp, verjum stolt Reykvíkinga
og landsins alls, glæsilegan flug-
völl og samgöngumiðstöð í Vatns-
mýrinni, takk fyrir.
Flugvöllurinn
Rúnar Rúnarsson fjallar um
framtíð Reykjavíkurflugvallar ’Stöðvum þessa dauð-ans óvissu, rísum upp,
verjum stolt Reykvík-
inga og landsins alls,
glæsilegan flugvöll og
samgöngumiðstöð í
Vatnsmýrinni.‘
Rúnar
Rúnarsson
Höfundur er flugstjóri.
EF ÞÉR, lesandi góður, er annt
um velferð og heilsu Reykvíkinga og
nágranna okkar, lestu þá áfram. Ef
þér er „skítsama“, ekki lesa meira.
Sveitarfélög á Íslandi standa nú
frammi fyrir kostnaðarsömum fram-
kvæmdum á sviði frá-
rennslismála og sorp-
förgunar til að
uppfylla, ekki aðeins
íslensk lög og reglu-
gerðir, heldur einnig
reglur og samþykktir
(EU) Evrópusam-
bandsins. Frárennsl-
ismál sveitarfélaga og
málefni endurvinnslu-
iðnaðar eiga sam-
kvæmt þessu að vera
komin í höfn 31. des-
ember 2005. Hins veg-
ar eru nánast engir
möguleikar á að minni sveitarfélög
hafi fjárhagslegt bolmagn til þessara
framkvæmda. Til að létta undir með
framkvæmdum hefur Alþingi sett
„Lög um stuðning við framkvæmdir
sveitarfélaga í fráveitumálum“.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu
þann 26. október sl. kemur fram að
frárennslismál nágrannasveit-
arfélaga okkar Reykvíkinga, þ.e.
Mosfellsbæjar og Seltjarnarness eru
ófullnægjandi. Og eitthvað er heldur
betur gruggugt hjá okkur í Reykja-
vík. Sorphirða og endurvinnsla í
Reykjavík er nánast á byrjunarreit.
Ég kalla sundraðan R-lista til
ábyrgðar í þeim efnum.
Í Morgunblaðinu segir: „Skólp-
mengun við Seltjarnarnes og Mos-
fellsbæ er yfir viðmið-
unarmörkum þar sem
skólpleiðslur liggja út í
sjó, samkvæmt nýrri
skýrslu heilbrigðiseft-
irlits Kjósarsvæðis um
mengunarmál. Við
Mosfellsbæ var ástand-
ið verst við Hestaþing-
hól og Langatanga en
mesta mengunin við
Seltjarnarnes mældist í
Norðurvík.“ Og áfram
heldur Morgunblaðið:
„Ekki var unnt að meta
hvort skólpmengun við
norðurströndina væri tilkomin
vegna mengunar frá skólplögninni
við Ánanaust eða vegna flæðis um
neyðarútrásir á Seltjarnarnesi.“ Til-
vitnun í Morgunblaðið lýkur.
Okkur Reykvíkingum á ekki að
standa á sama, hvort skólp og skítur
flýtur um fjörur og fýkur um stræti
og torg ef vind hreyfir á höfuðborg-
arsvæðinu. Mengunin á sér nefni-
lega engin landamæri. Þessi mál
þarf að taka föstum tökum, bæði hér
í Reykjavík og í samvinnu og sam-
ráði við nágrannasveitarfélögin.
Málefni af þessu tagi eru ekki þau
vinsælustu í prófkjörum og pólitík,
en þau varða heilbrigði allra í sam-
félaginu, barna, foreldra, ömmu og
afa, frænku og frænda. Þessi mál, og
umhverfismál af öllu tagi, varða allt
okkar líf frá vöggu til grafar. Þess
vegna eigum við að setja umhverf-
ismál á oddinn.
Verum ekki „skíthrædd“ og tök-
um til hendinni í umhverfismálum!
Ég er ekki „skíthræddur“ og er
því ófeiminn við að taka til hendinni í
umhverfismálum í þágu Reykvík-
inga fái ég til þess umboð í komandi
prófkjöri.
Er þér „skítsama“? Frá-
rennslismál sveitarfélaga
Eftir Stein Kárason ’Þessi mál, og umhverf-ismál af öllu tagi, varða
allt okkar líf frá vöggu
til grafar.‘
Steinn Kárason
Höfundur er garðyrkju-, viðskipta- og
umhverfisstjórnunarfræðingur M.Sc.
og starfar sem háskólakennari og
ráðgjafi. Steinn gefur kost á sér í 5.
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í komandi prófkjöri. Nánar
um Stein á www.steinn.is.
Prófkjör Reykjavík
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
AR
G
US
/
05
-0
73
5
STARFI
NÁM
SA M H L I ‹ A
Sálgæslufræ›i
Námskeiðin eru einkum ætlu› fólki me› háskólapróf e›a sambærilega
menntun á svi›i kirkjustarfs, heilsugæslu, kennslu, félagsfljónustu og
löggæslu. Námskei›in eru á meistarastigi og flau má meta sem hluta af
námi til MA-prófs. Sækja þarf um hvort námskeið á eyðublöðum fyrir
nám samhli›a starfi. Sjá forkröfur á www.endurmenntun.is
Umsóknarfrestur fyrir vormisseri er til 15. nóv.
Tvö námskei› vori› 2006
í samstarfi vi› gu›fræ›ideild HÍ:
Sálgæsla og öldrun
Dulú› og kristin íhugun
Kennarar:
• Dr. Pétur Pétursson, félagsfræ›ingur og gu›fræ›ingur, prófessor í
kennimannlegri gu›fæ›i vi› HÍ.
• Sigfinnur fiorleifsson, sjúkrahúsprestur og stundakennari vi› HÍ.
• Námstími: Febrúar til apríl 2006
Nánari uppl‡singar og umsóknir á
www.endurmenntun.is e›a í síma 525 4444.