Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 35
UMRÆÐAN
LITLAR mannvitsbrekkur
kunnum við að vera, fulltrúar
ÁFRAM-samtakanna í Dalvíkur-
byggð. En ef á að taka Morgun-
blaðsgrein Höfuðborgarsamtak-
anna frá 29. október sl. alvarlega
er ljóst að lítill bratti
er á þeirri brekku,
víðar en hjá okkur.
Grein þessi ber keim
af því að hinir ýmsu
aðilar s.s. arkitektar
og fjárfestar (sem
m.a. má finna á fram-
boðslista samtak-
anna), bíði eftir að
komast í feitt og fá að
leika sér í Vatnsmýr-
inni. Varðandi áherslu
þá sem við leggjum á
sjúkraflug í umfjöllun
okkar um Reykjavík-
urflugvöll tala grein-
arhöfundar um „vængjað“ flug sem
óábyrgt og hættulegt og því séu
sjúklingar fluttir með þyrlum! Hér
hélt ég raunar að grein þessi væri
sett fram í gríni (og get ekki varist
þeirri hugsun enn). Heldur fólkið
að enn sé flogið á bakinu á risa-
fiðurfénaði eins og „the Flintston-
es“ gerðu? Eða vilja þessar mann-
vitsbrekkur ekki vinsamlegast
kynna sér staðreyndirnar áður en
svona bulli er varpað fram? Það
lætur nærri að skilgreind bráða-
tilfelli í sjúkraflugi („vængjuðu“)
séu um helmingur þeirra, en það
hlutfall hækkar þó verulega í þeim
tilfellum sem fljúga þarf til
Reykjavíkur, í stað Akureyrar. Það
þarf enga mannvitsbrekku til að
sjá að í öllum bráðatilfellum þurfa
sjúklingar að komast undir lækn-
ishendur eins fljótt og auðið er.
Það er einfaldlega staðreynd sem
ekki er hægt að hártoga, þó svo
vafi á ástandi sjúklings sé ævinlega
túlkaður honum í hag. Og flugtím-
inn utan af landi er nóg töf frá
þessu þó ekki komi til aukin akst-
ursvegalengd, eftir að
lent hefur verið utan
borgarinnar, jafnvel í
Keflavík. En „grínið“
heldur svo áfram þeg-
ar greinarhöfundar
fara að fjasa um fórn-
arkostnað höfuðborg-
arbúa, raunar án þess
að geta þess hvaða
forsendur þeir hafa
fyrir útreikningum
sínum. Engu er líkara
en að allir íbúar aust-
an Vatnsmýrarinnar
sæki sína vinnu og
þjónustu út á Sel-
tjarnarnes, og öfugt, og þarna á
milli sé þessi gígantíska torfæra
sem kostar hvert heimili 570.000
kr! Reiknuðu fulltrúar mannvits-
brekkufélagsins þetta út sjálfir?
Mannvitsbrekkuskorturinn ég leyfi
mér hins vegar að benda þessu
fólki á að akstur til og frá nýju
flugvallarstæði utan borgarinnar,
eða til Keflavíkur, í þeim mæli sem
fólk ekur til að komast í flug, hlýt-
ur að telja eitthvað þarna á móti, í
peningum, mengun og í slysatíðni.
Vilduð þið gera svo vel að reikna
þetta út líka? Látum vera að mál-
efni þessa framboðs í borginni
gangi m.a. út á að rífa sem mest af
gömlum húsum til að skapa arki-
tektunum meiri vinnu við að hanna
ný hús í staðinn (eins og lesa má
út úr dálkinum „Fyrir svörum“ á
vefsíðu þeirra), en verra er það
þegar þarf að storka lífi og heilsu
þeirra sem flytja þarf til lækn-
ismeðferðar í Reykjavík, með því
að úthýsa flugvellinum þaðan. Á
vefsíðu samtakanna má m.a. finna
þessa setningu: „Fæstir sjúklingar
sem fluttir eru með flugvélum eru
það bráðveikir að lenging flutn-
ingstíma um ½ – 1 klst skipti
nokkru um framvindu eða meðferð
þeirra“. Þótt þessi fjarstæðu-
kennda fullyrðing væri rétt, er hér
gefið að þeim „fáu“ tilfellum sem
eftir eru sé rétt að fórna fyrir
Vatnsmýrina. Svona er nú litið á
okkur landsbyggðarfólk hjá þess-
um höfuðborgarsamtökum. Lands-
menn allir, ég skora á ykkur að
íhuga vel hvað er hér í húfi. Ég hef
sjálfur starfað við sjúkraflug og
m.a. „misst“ sjúklinga á leið suður,
þar sem tíminn reyndist ekki næg-
ur. Tilfellin eru fleiri þar sem eng-
an tíma má missa og þá er nálægð
flugvallarins við sjúkrahúsin ómet-
anleg.
Nú stendur yfir undirskriftasöfn-
un til varnar Reykjavíkurflugvelli,
sem við hjá ÁFRAM stöndum fyr-
ir. Það er von okkar að fé-
lagasamtök í öllum byggðum lands-
ins komi okkur til hjálpar í þessu,
því samtök okkar geta fráleitt beitt
sér um land allt, þótt við fegin
vildum. Við höfum þegar fengið
góð viðbrögð frá nokkrum stöðum,
misjafnlega skipulögð þó, en víða
er enn ekki farið að safna, okkur
vitanlega. Við ákváðum að gera
þetta upp á gamla mátann, þ.e.
með eiginhandarundirritunum, til
að hafa niðurstöðuna traustari, þó
vissulega kalli það á meiri vinnu,
en væri þetta gert í gegn um vef-
inn. Hér er um slíka hagsmuni að
ræða sem í húfi eru að lands-
byggðin öll, að ekki sé talað um þá
íbúa höfuðborgarsvæðisins sem
nota þurfa innanlandsflug einnig
eða hafa hagsmuni af því, þurfa að
standa vel saman um að gæta
þeirra. Best væri að ganga hús úr
húsi eins og nú er verið að gera í
Dalvíkurbyggð og e.t.v. víðar þegar
þetta er ritað, og þar geta margar
hendur unnið létt verk. Eru ekki
t.d. Lions- og Kiwanisklúbbar,
framfara- og kvenfélög, björg-
unarsveitir og íþróttafélög á Norð-
ur- og Austurlandi sem og Vest-
fjörðum, sem eru tilbúin að leggja
þessu hagsmunamáli okkar allra lið
með því að setja sig í samband við
okkur á afram@afram.is, fá undir-
skriftarbréfið sent á móti og fara
síðan að safna, hvert í sinni heima-
byggð? Við stefnum að því að hafa
fengið þessa lista í hendur fyrir 1.
des. n.k. til að afhenda þá síðan
samgönguráðherra og borgar-
stjóra. Stöndum vörð um þessa ör-
yggishagsmuni okkar, hér er það
samstaða sem gildir.
Til varnar Reykjavíkurflugvelli
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
fjallar um Reykjavíkurflugvöll
og getur undirskriftasöfnunar
hagsmunasamtakanna ÁFRAM
’Stöndum vörð umþessa öryggishagsmuni
okkar, hér er það sam-
staða sem gildir.‘
Þorkell Ásgeir
Jóhannsson
Höfundur býr í Hofsárkoti,
Svarfaðardal.
GREIN minni um „eðlilegan
launamun kynjanna“ hefur verið
svarað með nokkrum greinum. Í
sumum þeirra er töluvert um
rangfærslur, misskilning og
skrýtnar staðhæfingar. Lítið hefur
borið á efnislegum athugasemdum
við einstakar fullyrðingar eða
skoðanir í grein
minni. Ekki er nokkur
leið að leiðrétta allan
misskilning eða
bregðast við því sem
mætti kalla dylgjur,
svo sem „… hefur
Snjólfur nú bæst í
hóp þessara metn-
aðarfullu spek-
inga …“.
Mig langar hér að
ræða örfá atriði, sér-
staklega vegna þess
að þeirri háskóladeild
sem ég starfa í hefur
verið blandað inn í málið.
Viðskipta- og hagfræðideild
Viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands er rúmlega sextug en
kona var fyrst fastráðin sem kenn-
ari árið 1997. Ástæðan var einföld,
það var fyrst þá sem kona sótti um
slíkt starf. Nú eru þrjár konur
lektorar við deildina, allar í við-
skiptaskor. Enn hefur engin kona
sótt um starf sem kennari í hag-
fræðiskor. Í skólanum er kynblint
framgangskerfi og því undir lekt-
orum sjálfum komið hvort og hve-
nær þeir verði dósentar og pró-
fessorar.
Reynsla mín úr háskólanum,
meðal annars sem skorarformaður
og síðan formaður stjórnar MBA-
náms, hefur sýnt mér aftur og aft-
ur hvernig ólíkt val kvenna og
karla hefur áhrif á starfsferil
þeirra og laun. Hér er ekki rúm til
að gera grein fyrir því, en í lagi að
benda á eitt dæmi úr Háskóla Ís-
lands sem er að mínu mati lýsandi
fyrir ólíkt val kvenna og karla.
Fjölmargir karlar hafa sóst eftir
að verða rektor Háskóla Íslands
en aðeins ein kona (alla vega á síð-
ustu áratugum), Kristín Ingólfs-
dóttir. Háskólasamfélagið hefur
aldrei hafnað konu sem vildi verða
rektor en mörgum körlum!
Eðlilegur launamunur
kynjanna
Mér finnst allt of mikill munur á
launum karla og kvenna á Íslandi.
Ég veit að ein af
ástæðum þess er að
misrétti kynjanna var
mikið hér áður fyrr.
Ég veit að sumar
breytingar taka tíma
og kynjamunur í at-
vinnulífinu mun sjálf-
krafa minnka á næstu
árum. Eitt lítið dæmi
er að hlutfall kvenna í
starfi prófessora við
HÍ mun hækka jafnt
og þétt næstu árin.
Annað dæmi er að
konum í stjórn-
unarstörfum mun fjölga í mörgum
fyrirtækjum á næstu árum.
Ég tel mikilvægt að margir
vinni að því að minnka launamun
kynjanna og ég þykist vita nokkuð
mikið um hvaða leiðir eru árang-
ursríkar í þeirri baráttu. Ég ætla
að fjalla um þessar leiðir á þessum
vettvangi eftir 3 mánuði, þegar ég
hef fengið skýrslur frá nemendum
sem ætla að kafa ofan í þetta mál
fyrir mig (og sig).
Ég er sannfærður um að það er
marktækur munur á því hvernig
kynin njóta lífsins, þó sá munur sé
lítill miðað við muninn á milli ein-
staklinga af sama kyni. Þetta er
afar flókið mál og margir geta út-
skýrt það betur en ég. Það er til
dæmis athyglisvert að lesa í bók-
inni „Sálfræði einkalífsins“, eftir
Álfheiði Steinþórsdóttur og Guð-
finnu Eydal, um það hvað mun-
urinn á strákum og stelpum kemur
fljótt í ljós.
Ég tel að keppni og peninga-
græðgi einkenni karla meira en
konur og að konur beri heldur
meiri umhyggju fyrir öðrum en
karlar. Ég er sannfærður um að
fleiri mæður en feður vilji mjög
gjarnan vera alveg frá vinnu
fyrstu 6 mánuðina eftir að barn
fæðist. Kannski er þetta tómur
misskilningur hjá mér. Kannski er
enginn munur á konum og körlum
hvað þetta varðar.
Ég tók reyndar ekki mjög stórt
upp í mig varðandi eðlilegan launa-
mun kynjanna í grein minni. Það
eina sem ég sagði beint um málið
var þetta: „Það að munur er á
launum karla og kvenna er að
hluta til eðlileg afleiðing af mun-
inum á starfsvali þeirra.“
Eru karlar kvenna
gæfu smiðir?
Sumt segi ég aftur og aftur,
meðal annars við nemendur mína.
Ég vitna til dæmis oft í máltækið
„Hver er sinnar gæfu smiður“
vegna þess að ég trúi því statt og
stöðugt að hver einstaklingur geti
haft mjög mikil áhrif á gæfu sína.
Ég mæli ekki með því sem bar-
áttuaðferð að kvarta og kveina og
að kenna öðrum um.
Mér finnst einstaka sinnum að
skilaboðin frá einstaka femínista
séu að karlar séu kvenna gæfu
smiðir. Karlforstjórar þurfi að
breyta hegðun sinni. Brjóta þurfi
niður karlveldið. Ungir feður þurfi
að axla meiri ábyrgð. Og svo fram-
vegis. Vonandi er þetta bara mis-
skilningur hjá mér.
Skólar og foreldrar hafa það
hlutverk að undirbúa börn og ung-
linga þannig að þau geti, hvert fyr-
ir sig, óháð kyni, fundið sína ham-
ingjuleið í lífinu. Við þurfum að
gefa börnunum tækifærin en full-
orðið fólk skapar sín tækifæri
sjálft. Það er reyndar umhugs-
unarvert að mikill meirihluti kenn-
ara í leikskólum og grunnskólum
eru konur.
Vart þarf að taka fram að það er
ótalmargt sem hefur áhrif á það
hvaða tækifæri fólk getur skapað
sér. Stundum er fótunum jafnvel
kippt undan einstaklingi. En al-
mennt séð þá ákvarðast starfsferill
og kjör mest af því hvaða tækifæri
einstaklingar grípa eða skapa sér
sjálfir og það er greinilegur munur
á því hvaða tækifæri konur og
karlar skapa sér.
Nokkrar leiðréttingar og útskýringar
Snjólfur Ólafsson fjallar
um gagnrýni sem síðasta
grein hans olli ’Mér finnst einstakasinnum að skilaboðin frá
einstaka femínista séu
að karlar séu kvenna
gæfu smiðir.‘
Snjólfur Ólafsson
Höfundur er prófessor
í Háskóla Íslands.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Lækjargata 8
Suðurlandsbraut 32
Við styðjum
EggErt Pál
lögmann og
Vin Einkabílsins í Prófkjöri
sjálfstæðismanna
í rEykjaVík
4. og 5. nóVEmbEr
ari björnsson
Stjórnarmaður í Heimdalli
atli rafn björnsson
Formaður Heimdallar 2003-2004
ásthildur sturludóttir
Stjórnarmaður í SUS 2003-2005
birgir ármannsson
Alþingismaður
bjarki már baxter
Formaður Egils, FUS í Borgarnesi
björgvin guðmundsson
Formaður Heimdallar 2000-2002
bjarney sonja ólafsdóttir
Tölvunarfræðingur
Camilla ósk Hákonardóttir
Formaður Hvatar
Daníel ingi Þórisson
Fv. form. nemendafélags FÁ
Edda björgvinsdóttir
Leikkona
Erlingur Þór tryggvason
Formaður Hugins, FUS í Garðabæ
Hafsteinn Þór Hauksson
Formaður SUS 2003-2005
Harpa Hrund berndsen
Stjórnarmaður í SUS
Helga árnadóttir
Varaformaður Heimdallar 2002-2003
Helgi sigurðsson
Hæstaréttarlögmaður
ingvi Hrafn óskarsson
Formaður SUS 2001-2003
jakob f. ásgeirsson
Rithöfundur og útgefandi
jón Hákon Halldórsson
Framkvæmdastjóri SUS 2004-2005
maría margrét jóhannsdóttir
Fv. varaformaður
jafnréttisdeildar Heimdallar
júlíus jónasson
Fv. landsliðsmaður í handbolta
ómar örn Hauksson
Tónlistarmaður úr Quarashi
Pétur gautur
Listmálari
Pétur örn sigurðsson
Form. hverfafélags sjálfstæðismanna í
Austurbæ og Norðurmýri
ragnar jónasson
Varaformaður Heimdallar 2003-2004
ríkharður Daðason
Fv. landsliðsmaður í knattspyrnu
rúnar ingi Einarsson
Fv. formaður nemendafélags VÍ
sigurður kári kristjánsson
Alþingismaður
sigþrúður ármann
Lögfræðingur
skúli gestsson
Bassaleikari í Diktu
Víðir smári Petersen
Varaformaður Týs, FUS í Kópavogi
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Hagfræðinemi
Þorsteinn Davíðsson
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Þorvaldur Davíð kristjánsson
Leiklistarnemi
Þóra Helgadóttir
Hagfræðingur
Þórólfur jónsson
Héraðsdómslögmaður
Verið velkomin í kosningamiðstöð
Eggerts Páls að sætúni 8