Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 37
„ÉG vil borg án biðlista, fjöl-
skylduvæna borg þar sem ekki eru
biðlistar eftir sjálfsagðri þjónustu
eins og leikskólaplássi, plássi á frí-
stundaheimilum, hjúkrunarheim-
ilum eða lóðum undir íbúðir. Ég vil
heildstæða þjónustu fyrir barna-
fjölskyldur í borginni, að tíminn á
frístundaheimilum verði nýttur
betur, að leikskólagjöld verði
lækkuð í áföngum og foreldrum
tryggð samfelld dagvistunarþjón-
usta frá því fæðingarorlofi lýkur.
Einnig að auknu fé verði veitt til
þess að lækka þátttökugjöld
grunnskólanema í íþróttastarfi.
Það er algjört forgangsmál að
tryggja nægt lóðaframboð í
Reykjavík og greiðari samgöngur
um borgina.“ Þetta sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson um sín
helstu áherslumál í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Vilhjálmur sagði að undir sinni
forystu hefði borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðisflokksins
kynnt sín stefnumál og um þau
væru enginn ágreiningur innan
flokksins, hvorki um brýnustu
verkefnin né um framtíðarsýnina.
„Ég vil fá umboð kjósenda til að
leiða flokkinn í næstu kosningum,“
sagði Vilhjálmur. Það væri ljóst að
ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að
ná meirihluta í borgarstjórn þyrfti
borgarstjóraefni hans að höfða til
sem flestra kjósenda í Reykjavík.
Sá einstaklingur þyrfti að vera lík-
legur til að laða að sér fylgi óákveð-
inna kjósenda. „Skoðanakannanir
hafa sýnt það trekk í trekk að ég
hef stuðning um það bil 70%
óákveðinna kjósenda. Auk þess
gerir reynsla mín og þekking á
málefnum borgarinnar, stjórnsýslu
hennar og borgarkerfinu almennt,
það að verkum að hægt verður að
hefjast handa strax í vor við að
framkvæma stefnu okkar sjálf-
stæðismanna. Reynsla hlýtur að
vera mikilvæg fyrir borgarstjóra.
Hann er framkvæmdastjóri fjöl-
mennasta fyrirtækis í landinu og
það hlýtur að þurfa reynslu og
þekkingu á fyrirtækinu til að geta
gengið strax til verka. Ég tel að ég
hafi það umfram minn mótfram-
bjóðanda,“ sagði Vilhjálmur.
Spurður um málefnamun sagði
Vilhjálmur að það hefði komið
fram í umræðuþáttum að ekki væri
málefnamunur á milli hans og
Gísla Marteins Baldurssonar.
Prófkjörið snerist um hverjum
sjálfstæðismenn treystu betur til
að leiða flokkinn til sigurs.
Spurður hvort hann hefði fallið
frá hugmyndum um svokallaða
Eyjabyggð sagði Vilhjálmur að svo
væri alls ekki. Um hefði verið að
ræða hugmyndir um ákveðna
framtíðarsýn sem hefði verið
kynnt íbúum og hefði fengið góðar
undirtektir á kynningarfundum. Í
framhaldinu yrðu þær teknar til
frekari meðferðar. Hugmyndirnar
gæti hugsanlega orðið að veruleika
eftir 20–40 ár.
Um Vatnsmýrina sagði hann að í
framtíðinni þyrfti að vera hægt að
nota svæðið að mestu leyti undir
íbúðabyggð. Það væri þó alveg
klárt að innanlandsflugvöllur yrði
áfram að vera í borginni eða í ná-
grenni hennar. Hann myndi ekki
samþykkja að innanlandsflugið
yrði flutt til Keflavíkur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
Vill fjölskylduvæna
borg án biðlista
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég vil borg án biðlista, fjölskylduvæna borg þar sem ekki eru biðlistar
eftir sjálfsagðri þjónustu eins og leikskólaplássi,“ segir Vilhjálmur Þ.
„ÉG held að það sé nauðsynlegt
fyrir Reykjavíkurborg að það
renni upp nýir tímar við stjórn
borgarinnar. Ég held að borgin
hafi setið eftir á meðan við-
skiptalífið og ríkið hafa nútíma-
væðst og hleypt að nýju fólki og
nýjum hugmyndum. Sjálfstæð-
isflokkurinn í Reykjavík þarf að
gera það sama til að eiga mögu-
leika á sigri næsta vor,“ sagði
Gísli Marteinn Baldursson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Ég býð mig fram sem fulltrúi
nýrrar kynslóðar sem lítur málin
öðrum augum og telur að borgin
eigi ekki að stjórna borgarbúum
eftir sínu höfðu heldur þjóna
okkur,“ sagði Gísli. Auka þyrfti
valkosti borgarbúa á öllum svið-
um. „Þetta er hugsun nýja tím-
ans og við sjálfstæðismenn eig-
um að þakka gamla tímanum
samfylgdina en horfa fram á
við.“
Aðspurður hvort hann teldi
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson vera
fulltrúa gamla tímans, sagði Gísli
að þeir litu hlutina ólíkum aug-
um enda af sitt hvorri kynslóð-
inni. „Ég er með börn á leik-
skóla- og grunnskólaaldri. Ég er
á þeim aldri sem menn kaupa
íbúðir eða sækjast eftir lóðum og
í rauninni á þeim aldri sem mað-
ur nýtir þjónustu borgarinnar
einna mest. Það er því eðlilegt
að aðrir hlutir brenni á mér en á
þeim sem eldri eru og ég held að
það séu einmitt þeir hlutir sem
við sjálfstæðismenn þurfum að
horfa í þegar við veljum okkur
leiðtoga í borginni. Auðvitað
þurfa borgarfulltrúar þó að horfa
lengra en nef þeirra nær, eins og
sést á því að ég hef lagt mikla
áherslu á úrbætur í málefnum
aldraðra þótt enn sé talsvert í að
ég komist á þann aldur sjálfur.“
Málefnamunur minnkaði
Spurður um hvort munur væri á
þeim málefnum sem hann og Vil-
hjálmur hefðu sett fram, sagði
Gísli að fyrst og fremst væri um
að ræða áherslumun. „Ég mark-
aði mér sérstöðu með einarðri
afstöðu í málefnum flugvallarins
og ég sagði raunar fyrir margt
löngu að ég teldi að við ættum
að byggja í Vatnsmýrinni en
hafa innanlandsflugvöll áfram í
eða við Reykjavík. Framan af
var málefnamunur á okkur Vil-
hjálmi í þessu en Vilhjálmur
skipti um skoðun í þessu máli og
tók undir mitt sjónarmið. Það
sama gerðist þegar ég lýsti því
yfir að Engey væri ekki bygg-
ingarland fyrir borgarbúa á
næstu áratugum, Vilhjálmur tók
undir það. Þannig að það hefur
kannski minna orðið úr mál-
efnaágreiningi en í upphafi
stefndi í,“ sagði Gísli. Spurður
hvort hann væri með þessu að
afskrifa svokallaða Eyjabyggð
benti hann á að borgin þyrfti
ekki það aukna byggingarland
sem fælist í þeirri hugmynd á
næstu áratugum. Talið væri að
mannfjölgun í borginni fram til
2045 yrði 20–30 þúsund og nægt
pláss væri fyrir þennan fjölda í
Geldinganesi og í Vatnsmýri.
Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi
Nýir tímar renni upp við
stjórn borgarinnar
Morgunblaðið/Sverrir
„Þetta er hugsun nýja tímans og við sjálfstæðismenn eigum að þakka
gamla tímanum samfylgdina en horfa fram á við,“ sagði Gísli Marteinn
Baldursson. Hann sést hér á kosningaskrifstofu sinni við Aðalstræti í gær.
KSTUR Reykjavíkurborgar er mjög
eyttur, og mikilvægt að þeir sem veljast
mboðslista Sjálfstæðisflokksins hafi jafn-
framt fjölbreytta reynslu,“
segir Júlíus Vífill Ingvars-
son, sem sækist eftir öðru
sætinu á lista flokksins í
borgarstjórnarkosning-
unum næsta vor.
Júlíus segir reynslu sína
víðtæka, hann starfaði sem
óperusöngvari á árum áð-
ur og hefur haldið
tengslum við tónlistarlífið,
verið atvinnurekandi í
eppnisrekstri í tuttugu ár og hefur und-
ið rekið eigin lögmannsstofu, auk þess
hann var borgarfulltrúi á síðasta kjör-
bili.
ykjavíkurborg þarf að endurheimta for-
lutverk sitt að mati Júlíusar, sem nefnir
dæmi að fólksfjölgun í Reykjavík sé und-
dsmeðaltali í tíð Reykjavíkurlistans í
arstjórn, fólk sæki frekar í nágranna-
arfélögin vegna viðvarandi lóðaskorts í
nni.
g vil sjá nýtt aðalskipulag sem byggist á
forsendu að það verði nóg af lóðum á
gjörnu og gegnsæju verði. En Reykja-
víkurborg hefur fleiri skyldur, borgin á að
vera mild og réttsýn, og veita skjól þeim sem
á þurfa að halda. Öldruðum sérstaklega og
þeim sem þurfa að takast á við veikindi og
heilsuleysi eða berjast við fjárhagslegar
þrengingar,“ segir Júlíus. Hann segist vilja
stuðla að aukinni samkeppni á milli skóla, við
blasi að þeir foreldrar sem kjósi að senda
börn sín á einkarekna leik- eða grunnskóla
séu í raun skattlagðir umfram aðra foreldra.
Hugsanleg nýting Engeyjar
Júlíus Vífill segir hugmyndir borgarstjórn-
arflokks sjálfstæðismanna um eyjabyggð og
landfyllingar vera í samræmi við hugmyndir
sem hann lagði fram í borgarstjórn árið 1999,
um hugsanlega nýtingu Engeyjar. Þessar
hugmyndir verði vart að veruleika strax en
áhugavert sé að skoða þær frekar. Spurður
um Reykjavíkurflugvöll segir hann að ná
þurfi sem víðtækastri sátt um framtíð flug-
vallarstarfseminnar og staðsetningu hans.
Kostnaður Júlíusar vegna prófkjörsins er
ekki kominn í ljós, hann verður trúlega ein-
hverjar milljónir, mest fjármagnað af sparifé
með einhverjum stuðningi einstaklinga og
fyrirtækja. Júlíus segist ekki munu veigra sér
við að opinbera bókhald prófkjörsins, en hann
óski þá eftir því að aðrir geri slíkt hið sama.
líus Vífill Ingvarsson
Borgin á að vera réttsýn“
Vífill
rsson
SÍÐDEGIS í gær höfðu rúmlega
18.800 manns öðlast kosningarétt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna
borgarstjórnarkosninganna 2006 og
hafði þeim fjölgað um 2.600 á rúm-
lega tveimur vikum.
Kosningarétt hafa allir fé-
lagsbundnir sjálfstæðismenn sem
eru búsettir í Reykjavík og hafa
náð 16 ára aldri þegar prófkjörið
fer fram. Hafi menn ekki gengið í
flokkinn áður en prófkjörið hefst
geta þeir öðlast kosningarétt með
því að undirrita inntökubeiðni í
Sjálfstæðisflokkinn fyrir lok kjör-
fundar og teljast atkvæði þeirra
vera utankjörfundarkosning. Þetta
gildir þó aðeins um þá sem munu
eiga kosningarétt í Reykjavík við
borgarstjórnarkosningarnar 27.
maí 2006.
Geta fallið langt niður listann
Alls eru 24 í kjöri, þar af fimm kon-
ur. Kjósa skal níu frambjóðendur,
hvorki fleiri né færri, með því að
setja tölustafina 1 til 9 fyrir framan
nöfn þeirra.
Samkvæmt prófkjörsreglum
Sjálfstæðisflokksins hlýtur sá mað-
ur efsta sætið sem flest atkvæði fær
í það sæti. Annað sætið hlýtur sá
sem ekki lendir í efsta sæti en hef-
ur hlotið flest atkvæði þegar lögð
eru saman atkvæði hans í 1. og 2.
sætið og svo koll af kolli.
Þetta þýðir m.a. að sá sem tapar
slagnum um fyrsta sætið á það á
hættu að falla niður um nokkur
sæti. Hafi frambjóðandi sem tapar
slagnum um 1. sætið fengið fá at-
kvæði í næstu sæti fyrir neðan gæti
hann því hæglega fallið niður fyrir
2. sætið og jafnvel enn neðar á
listann. Í þessu samhengi má benda
á að Kjartan Magnússon er einn í
framboði í 3. sætið. Með þessu er
að sjálfsögðu ekki verið að spá fyr-
ir um hugsanleg úrslit í prófkjör-
inu.
Fyrstu tölur kl. 18 á laugardag
Talning atkvæða hefst um klukkan
13 á laugardag og fyrstu tölur liggi
fyrir um klukkan 18. Næstu tölur
verði lesnar um klukkan 18:30 og
þar næst um klukkan 19. Vænt-
anlega muni úrslit liggja fyrir
klukkan rúmlega 23. Verði þátt-
takan mikil gæti það þó dregist
eitthvað.
Ágúst Á. Ragnarsson, starfs-
maður í Valhöll, höfuðstöðvum
Sjálfstæðisflokksins, segir að bú-
ist sé við að um eða yfir 10.000
manns muni greiða atkvæði í
prófkjörinu. Verði sú raunin
verður niðurstaðan bindandi en
helmingur manna á kjörskrá þarf
að greiða atkvæði til að svo verði.
Rúmlega
18.800 á
kjörskrá
og fer
fjölgandi
/%
/%
> $% ?> $%
9 @ A *
- / ! % *
9 ? ?
!% 3
45
1. #
,
6
1
B# %
) 71. 9 3 & / *
C . ? *
3 @ *
.
*
! %9*
* 5 *
&1. 9 3 & / *
> $% ?> $%
- / ! % *
. > C
!% 3
.
*
? %
-& > *
5
/ ? /
/ $ ** &
! %9*
; 5+ ;
5& !
9 ? .
5 5 *
= 3 5
3 9% *
/&&* 9&
/%
9
< A C
@& ,A
9 *0&
9 < A
.$ ,5
/ ) 0
,0) #
,
1
'
1.
)1
. 5&
' +
' +
+
+
+
D +
D +
DE +
+
+
+
EF
EG
EG
F +
F +
G +
G +
G +
G +
( +
H +
H +
% *
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
og
nið-
nar
aðið í
væða
kann-
rt. Í
i
ur
ósa. Í
verið
kom-
okka.
na
ru
i búnir
nir um
su
likinu.
ár fyr-
r Ólaf-
ð-
ví.“
óðu
ir
eirra
als-
urlist-
fyrir
um
þó
flokk-
fram
at-
flokk-
llt nið-
lík-
rúum
m
+