Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 39
UMRÆÐAN
RANNSÓKNIR sem gerðar voru
á norðurskautsísnum árið 2002 á
vegum NASA benda til þess að heim-
skautaísinn sé að bráðna um 9% á
hverjum áratug
(www.NASA.gov). Út-
breiðsla heimskautaíss-
ins náði sögulegu lág-
marki árið 2002 og árið
2003 var svipað. Josef-
ino Comiso sem starfar
við University of Col-
orado National Snow
and Ice Data Center í
Boulder í Colorado,
bendir á að sú árstíð
þegar heimskautaísinn
bráðnar sé alltaf að
lengjast og að heim-
skautasvæði Norður-
Ameríku hafi hlýnað
meira en annarsstaðar á jörðinni.
En hvernig tengist bráðnun norð-
urskautsíssins loftslagsbreytingum?
Ástæðurnar eru margar og flóknar
en ein er sú að heimskautaísinn end-
urkastar stórum hluta sólarljóssins
aftur út í geiminn (albedo). Þetta
endurkast sólarljóss hefur hingað til
komið í veg fyrir mikla hlýnun á
norðurslóðum en eftir því sem ísinn
minnkar því minna verður end-
urkastið.
Vísindamenn telja að bráðnun
heimskautaíssins orsakist að hluta af
loftslagsbreytingum af mannavöld-
um og hins vegar af breyttum loft-
þrýstingi og breytingum í vindafari
yfir Norðurskautinu.
David Rind vísindamaður við
NASA Goddard Institute for Space
Studies segir að hlýnunin sem við
sjáum núna sé merki um það að lofts-
lag jarðarinnar sé að breytast meira
en gerst hefur undanfarnar milljónir
ára.
Árstíðabreytingar á norðurslóðum
eru mælanlegar, segja bandarísku
vísindamennirnir. Sú árstíð þegar
heimskautaísinn bráðnar hefur
lengst um 10 – 17 daga
á áratug. Hitastig yfir
yfirborði íssins hefur
hækkað um meira en
1°C. Veturnir eru hins
vegar lítið eitt kaldari
en þeir eru styttri. Haf-
ísinn er einnig að
bráðna við Grænland,
þó að lítillar kólnunar
verði vart uppi á íshell-
unni.
Þótt þessar hitastigs-
breytingar eigi sér stað
á norðurskautinu er
jörðin öll samtengd og
bráðnun íssins getur
haft áhrif á suðlægari slóðum. Flest-
ar borgir standa við sjávarsíðuna og
eru mjög viðkvæmar t.d. fyrir hækk-
un sjávarmáls vegna ísbráðnunar.
David Rind hjá NASA segir að þjóð-
félög manna hafi þróast við núver-
andi loftslag og séu því illa undir það
búin að bregðast við loftslagsbreyt-
ingum.
Bráðni norðurskautsísinn munu
opnast nýjar siglingaleiðir fyrir
norðan Ísland. Hvítabirnir munu þó
líklega deyja út ef hafísinn hverfur
og auknar skipaferðir gætu valdið
eyðileggingu á lífríki t.d. ef olíuslys á
sér stað. Það er hæpið að auknar
siglingar verði æskilegar.
Hættulegasta breytingin er þó
sennilega hækkun yfirborðs sjávar,
vegna þess að sjór þenst út bæði þeg-
ar hann hlýnar og líka hækkar sjáv-
armál við bráðnun norður-
skautsísins. Þessi fyrirsjáanlega
sjávarborðshækkun kann að hafa
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
samfélög manna um allan heim, sbr.
flóðin sem urðu í kjölfar fellibylsins
Katrínar í New Orleans og flóð sem
orðið hafa í Evrópu á undanförnum
árum.
Heimild: http:\\eobgloss-
ary.gsfc.nasa.gov/Study/ArcticIce/
printall.php
Hvað verður um
norðurskautsísinn?
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
fjallar um breytingar á loftslagi
og afleiðingar þess ’Bráðni norðurskauts-ísinn munu opnast nýjar
siglingaleiðir fyrir norð-
an Ísland.‘
Ingibjörg Elsa
Björnsdóttir
Höfundur er jarðfræðingur.
ÖGMUNDI Jónassyni er tíðrætt
um skýrleika tungumálsins og hefur
oft beðið um að Sam-
fylkingin tali skýrt.
Þegar greinar hans
eru lesnar og fylgst
með málflutningi hans
notar hann lýsing-
arorðið skýrt í sinni
eigin merkingu. Þeir
sem eru sammála hon-
um og Vinstri grænum
tala skýrt, þeir sem
eru ósammála tala
óskýrt.
Nú finnst mér Ög-
mundur hvorki hugsa
né tala skýrt þegar
hann ræðir einkarekst-
ur og einkavæðingu í
heilbrigðis- og skóla-
kerfinu. Ágúst Ólafur
Ágústsson hefur gert
tilraun í ágætri grein
til að leiða Ögmundi
fyrir sjónir muninn á
einkarekstri og einka-
væðingu, en ekki tekist
eins og sjá má á síð-
ustu grein Ögmundar í
Morgunblaðinu. Ög-
mundur hefur leikið
þann leik hvað eftir
annað að rugla saman þessum hug-
tökum, vísvitandi til að blekkja fólk
og reyna að telja því trú um að Sam-
fylkingn vilji hér bandarískt ástand í
skóla- og heilbrigðismálum með
einkaskólum og einkasjúkrahúsum
þar sem nemendur og sjúklingar
greiða allan kostnað og hinir ríku
hafa forgang.
Einkavæðing grunnskólans er
ekki á dagskrá neins stjórnmála-
flokks á Íslandi svo vitað sé, sé átt við
skóla rekinn af einkaaðilum og sveit-
arfélagið hefur enga aðkomu en
skólagjöld eru himinhá. Einkareknir
skólar og leikskólar eru hins vegar til
(foreldrareknir, samvinnufélög) þar
sem sveitarfélagið hefur
gert þjónustusamning
við rekstraraðilana. Hið
sama á við um marga
þætti heilbrigðiskerf-
isins. Það getur verið
hagkvæmara fyrir ríkið
að útvista ákveðnum
verkefnum, sama þó
trúarbrögð Ögmundar
séu þau að ríkisrekstur
sé alltaf hagkvæmari.
Pólitískar átakalínur
liggja hér: á fólk að hafa
jafnan aðgang að heil-
brigðiskerfinu og jöfn
tækifæri í skólakerfinu,
eða á efnahagur að
ráða? Í þessu samhengi
er rekstrarform auka-
atriði.
Ögmundur verður að
tala skýrt um einka-
rekstur og einkavæð-
ingu. Hann hlýtur að
fylgja sannfæringu
sinni eftir á þingi og
leggja fram frumvarp
um þjóðnýtingu tann-
læknaþjónustunnar.
Hann hlýtur að vinna að
því að einkarekstur í skólakerfinu
verði bannaður og sveitarfélögin taki
við rekstri þeirra einkareknu skóla
sem nú eru starfandi. Hann verður
að berjast gegn einkareknum lækna-
stofum ef hann meinar eitthvað með
því sem hann segir. Hann verður að
tala skýrar.
Ögmundur tali
skýrt
Kjartan Valgarðsson
fjallar um greinaskrif
Ögmundar Jónassonar
Kjartan Valgarðsson
’Ögmundurhefur leikið
þann leik hvað
eftir annað að
rugla saman
þessum hugtök-
um, vísvitandi
til að blekkja
fólk …‘
Höfundur er stjórnarmaður í Sam-
fylkingarfélaginu í Reykjavík.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
!
"#
$ %
&
' & ( ) &
)'&
& &
$& * ! ( &* +
) ( ,
-
* ./ 0 123
445
4 ( 6
./ 0 & 7 6 '
&
!"###"### $
%&
'
(" )
##!
8&)'
* ./ 0
0
.) 9!)
* :
&
* 7& ; ) &)'
(
!
6 #
$ %
),* '
&
)
),* 1$ ),*
* !
),* ( -
* ./ 0 <4+2
445 4 "=
./ 0 & 7 6 '
&
"*!"###"### + ) "
(" )
##!
4.
SÆTID
JÓRUNN
Kosningaskrifstofan í Glæsibæ er opin kl. 12 - 22.
Sími 517 0 617. www.jorunn.is