Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 41 UMRÆÐAN Sýningum lýkur í nóvember! MIKILVÆGASTA prófkjör, sem sjálfstæðismenn hafa gengið til hin síðari ár, fer fram í dag og á morgun, laugardag. Verkefnið er að raða á lista Sjálfstæð- isflokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar, sem fram fara næsta vor. Hér má ekkert út af bregða. Sjálfstæð- isflokknum verður að takast að endur- heimta stjórn borg- arinnar úr höndum lítt hæfra valda- streituflokka, sem stefnt hafa í óefni flestu því er til heilla kann að horfa. Flest gengur nú á afturfótunum í mál- efnum Reykvíkinga. Borgarbúum fjölgar ekki, sem áður. Skuldafenið er uggvænlegt og hindr- ar heilbrigða og upp- byggilega þjónustu við íbúana. Dugmikið fólk á besta starfs- aldri kýs að finna sér og sínum búsetu í ná- grannasveitarfélög- unum, þar sem fjöl- skylduvænni viðhorf ríkja, hvort sem litið er til lóðaframboðs, skólastarfs, þjónustu við eldri borgara, leikskóla eða uppbyggingar atvinnulífs. Eldri borgarar, sem komnir eru út af vinnumarkaði, hafa þurft að búa við síhækkandi fasteigna- skatta, vegna aðstæðna sem borg- aryfirvöld hafa átt ríkan þátt í að skapa, með lóðaskortsstefnu sinni. Ekki tekst að manna mikilvæg þjónustustörf við umönnun ungra, sem aldinna. Í okkar samtíð er rík tilhneiging til þess að stjórn- málamenn útdeili skattfé í velferð- arskyni til hátekju- fólks, allt undir lítt skilgreindum jafn- réttisviðhorfum. Skattfé til velferð- armála á að rata til þeirra sem á þurfa að halda. Hinir geta séð um sig sjálfir. Á ríður að sjálfstæðisfólki auðn- ist að velja sigur- stranglegan lista, að öðrum kosti er allt unnið fyrir gýg og meirihluti mun ekki nást. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur alltaf lagt á það mikla áherslu að borgarstjóraefni hans sé vel menntaður og reynsluríkur ein- staklingur. Á því má engin breyting verða. Í þessu tilliti er nóg að líta til sögunnar. Það er gleðiefni að Sjálfstæðisflokknum tekst nú, sem jafnan áður, að bjóða fram til prófkjörs dugmikla sveit karla og kvenna. Gróskumikil framtíð ræðst af réttum ákvörðunum, og tæki- færin eru allt í kring- um okkur. Þau þurfum við að grípa. Velja þarf sigur- stranglegan lista Eftir Gústaf Níelsson Gústaf Níelsson ’Sjálfstæðis-flokknum verð- ur að takast að endurheimta stjórn borg- arinnar úr höndum lítt hæfra valda- streituflokka, sem stefnt hafa í óefni flestu því er til heilla kann að horfa.‘ Höfundur er útvarpsmaður og sækist eftir 8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Reykjavík Í DAG, föstudag, og á morgun, laugardag, verður kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Um leið og ég hvet allt sjálfstæð- isfólk til að taka þátt í prófkjörinu minni ég á að mestu skiptir að við sameinumst um að velja sigurstranglegan lista. Þannig tekst okkur að ná góðum ár- angri í borgarstjórn- arkosningunum í vor og búa til heimsins bestu höfuðborg. Stór verkefni bíða í Reykjavík Á undanförnum árum hef ég starfað sem borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Á þeim tíma hef ég m.a. setið í borgarráði, skipulags- ráði, menntaráði og hverfisráði Ár- bæjar. Ég hef haft mikla ánægju af öllum þessum störfum og tel það for- réttindi að fá að starfa í þágu Reyk- víkinga, enda er það eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum að styrkja stöðu höfuðborgarinnar og auka lífsgæði þeirra sem hér búa. Alltof lengi hafa tækifærin ekki ver- ið nýtt sem skyldi í Reykjavík og borgaryfirvöld verið uppteknari af því að búa til borg í anda eigin vilja en í samræmi við óskir og þarfir borgarbúa. Þessu þarf að breyta og þessu lang- ar mig að breyta með aukinni áherslu á val íbúa, lægri skatta og framúrskarandi lífs- gæði. Ósk um áframhald- andi stuðning Í þessu prófkjöri leita ég eftir áframhaldandi umboði til að vinna að öllum þeim mikilvægu málum sem bíða úr- lausnar í Reykjavík. Mig langar að fá tæki- færi til að gera góða borg enn betri og er sannfærð um að það tekst með áherslum Sjálfstæðisflokksins og aukinni trú á vilja og verk borg- arbúa sjálfra. Ég gef kost á mér í 2. sæti framboðslistans og hef fundið fyrir miklum og góðum stuðningi við þá ákvörðun mína. Það hefur verið sérlega ánægjuleg og lærdómsrík reynsla að taka þátt í prófkjörinu og ég er innilega þakklát öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa framboði mínu lið og tekið sér tíma frá fjöl- skyldu og frístundum til að vinna að þessu markmiði. Ég vona að sjálf- stæðisfólk veiti mér stuðning til að starfa áfram í þágu Reykvíkinga með því að greiða mér atkvæði í 2. sætið þegar við nú göngum til próf- kjörs – með það eitt að markmiði að stilla upp öflugu sigurliði fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. Stillum upp sigurliði Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’Mig langar að fá tæki-færi til að gera góða borg enn betri og er sannfærð um að það tekst með áherslum Sjálfstæðisflokksins og aukinni trú á vilja og verk borgarbúa sjálfra.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og óskar eftir stuðningi í 2. sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík SAGT ER að tíminn vinni með okkur, oft að minnsta kosti. Því hefur einnig verið haldið fram að hlutverk stjórnmálamanna sé að horfa fram á veginn og móta leikreglur samfélagsins þegnum þess til farsældar. Fyrir réttum tíu ár- um sat undirrituð stuttan tíma á Al- þingi Íslendinga og talaði þá fyrir þings- ályktunartillögu um að fela mennta- málaráðherra að skipa nefnd til að gera tillögu um mót- un opinberrar stefnu í fjölmiðlun. Markmið þessarar stefnu yrði að: a) Standa vörð um tjáningarfrelsi sem horn- stein lýðræðis, b) Tryggja al- menningi aðgang að alhliða, mál- efnalegum og faglegum upplýsingum, c) Efla íslenska tungu og menningu. Í tillögunni voru talin upp ellefu atriði sem þyrfti að hafa til hlið- sjónar við mótun slíkrar stefnu. Eitt þeirra var að skoða eign- arhald fjölmiðlafyrirtækja enda hafði þá þegar verið mörkuð um það stefna í mörgum löndum. Í framsögu minni með tillögunni sagði m.a.: „Eignasamruni og samþætting fjölmiðlafyrirtækja og stýring fjölmiðla í hvaða formi sem er getur haft hættuleg áhrif á tjáningarfrelsi og allt upplýs- ingaflæði í samfélaginu.“ Enn- fremur: „Það þarf m.a. að athuga eignarhald fjölmiðlafyrirtækja og koma í veg fyrir að einn eða fáir sterkir aðilar nái slíkum yfirburð- um á markaði að tjáningarfrelsi og upplýsingaflæði sé ógnað. Það ber einnig að rannsaka fjárhags- lega tengingu fjölmiðlafyrirtækja við önnur fyrirtæki því að það er augljóst að slík tenging hefur bein áhrif á tjáningarfrelsið.“ Neikvæð viðbrögð Því er ekki að leyna að ég varð allundrandi á neikvæðum við- brögðum þáverandi mennta- málaráðherra, Björns Bjarnason- ar, við þessari þingsályktunar- tillögu. Í umræðum um hana sagði hann afdráttarlaust að hann teldi „mjög varasamt að farið sé inn á þá braut að mótuð sé opinber stefna í fjölmiðlun“. Varðandi það markmið að tryggja almenningi aðgang að alhliða, málefnalegum og faglegum upplýsingum sagði ráðherra þá: „Með því að ætla sér að ríkisvaldið setji reglur um það hvernig unnt sé að tryggja al- menningi aðgang að alhliða mál- efnalegum og faglegum upplýs- ingum held ég að við séum komin inn á svið sem eigi ekki að vera á valdi löggjaf- ans eða stjórnvalda að setja reglur um.“ Alþingi þurfi því „ekki að setja niður nefnd og þurfi ekki að fjalla um þetta mál með þessum hætti þar sem þegar sé vel að því staðið“. Þar með var þessi viðleitni fyrir tíu ár- um til þess að vinna skynsama tillögu að mótun op- inberrar stefnu í fjölmiðlun létt- væg fundin af talsmanni þáver- andi stjórnvalda. Ástandið væri ágætt og allt í góðu jafnvægi. En svo breyttist hljóðið skyndilega þegar aðrir aðilar fóru að kveðja sér hljóðs á fjölmiðlamarkaði og fyrra jafnvægi raskaðist. Þá var allt í einu talið rétt að snúa við blaðinu og það svo hastarlega að allt þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi. Var þá eins og loks hefði skilist boðskapur okkar flutningsmanna níu árum áður. Skilningurinn var að vísu því galli blandinn að nú voru ekki réttu aðilarnar sem sköpuðu meint jafnvægi eða jafn- vægisleysi á fjölmiðlamarkaðnum. Þess vegna var söðlað um og fyrri afstaða til þess hvort nauðsyn væri að setja lög um fjölmiðla lögð til hliðar. Ljóst sýnist að grundvallarafstaða til leikreglna getur breyst eftir því hvaða lið eru á vellinum. Er það ekki ýmist kallað stefnuleysi eða hentistefna? Málefnaleg umræða mikilvæg Eftir þetta sjónarspil er vert að leiða hugann að því hvort við hefðum ekki sloppið við þessa dæmalausu fjölmiðlaumræðu sem fram fór á síðasta ári og öll þau leiðindi sem henni fylgdu ef Al- þingi hefði borið gæfu til að sam- þykkja umrædda tillögu fyrir tíu árum. Þá hefði stefna verið mótuð og síðan unnið faglega að und- irbúningi löggjafar um fjölmiðla. Ætli sú hvimleiða venja stjórn- valda hverju sinni að tala ávallt gegn öllu því sem frá þingmönn- um stjórnarandstöðu kemur hafi ekki sannað sig í máli þessu að vera óskynsamleg fyrir þjóðarhag. Gera verður þá kröfu til alþing- ismanna og ráðherra að þeir horfi fram á veginn og meti ekki alla hluti með hliðsjón af ríkjandi ástandi eða hver vekur máls á því sem gera þarf. Valdhroki dagsins getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína með tímanum. Farsæl sáttargjörð Það var því fagnaðarefni þegar fulltrúar allra stjórnmálaflokka settust loksins niður á síðasta vetri og unnu í anda hinnar tíu ára gömlu þingsályktunartillögu. Þá kom auðvitað í ljós að hægt var að finna sameiginlegan grund- völl að fjölmiðlalöggjöf og það var hvorki varasamt né óþarft, eins og sagt var. Fjölmiðlanefndin, sem skilaði af sér í vor, er sammála anda tillög- unnar frá 1995 þegar hún segir: „Stefnumótun á fjölmiðlamarkaði ræðst af ýmsu öðru en samkeppni á markaði. Þar eru á ferðinni grundvallarmannréttindi manna í lýðræðissamfélögum. Því verður að huga að fjölræði innan og milli fjölmiðla, fjölbreytni fjölmiðla og gæðum þeirra.“ Vonandi ber Alþingi gæfu til að afgreiða fjölmiðlalög á grundvelli tillagna nefndarinnar sem allir flokkar áttu aðild að. Þar er ítrek- að að tillögum hennar sé ekki rað- að eftir mikilvægi heldur litið á þær sem heild og æskilegast að þær komist samhliða til fram- kvæmda. Hitt yrði slys í anda gömlu þrætubókarlistarinnar að láta brjóta á hver verður há- markseignaraðild að fjölmiðlum. Gera verður þá kröfu til þeirra sem sitja á Alþingi að þeir láti slíkt ekki henda og færi þjóðinni vandaða löggjöf um fjölmiðla eins hún á löngu skilið. Síðan mun tím- inn leiða í ljós hvort löggjöfin reynist farsæl eða ekki og verður þá hægt að bregðast við enda full- víst að mannanna lög eru ekki óumbreytanleg eða meitluð í stein. Að tíu árum liðnum Lilja Á. Guðmundsdóttir fjallar um fjölmiðlalög ’Vonandi ber Alþingigæfu til að afgreiða fjölmiðlalög á grundvelli tillagna nefndarinnar sem allir flokkar áttu aðild að.‘ Lilja Guðmundsdóttir Höfundur er kennari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.