Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 29. október sl. gat að líta furðulega yfirlýsingu frá svonefndum Höf- uðborgarsamtökum um sjúkraflug á Íslandi. Þar var sagt m.a.: „Bráðveikir og stórslasaðir ein- staklingar eru fluttir með þyrlum, ekki með vængjuðu flugi, slíkt væri óábyrgt og hættulegt. – Vængjað sjúkraflug er einkum notað til að flytja sjúklinga milli sjúkra- stofnana og sam- anstendur af þremur áföngum – tímalengd hvers þessara þriggja áfanga hefur ekki áhrif á batahorfur sjúklinga.“ Hér er á ferðinni annaðhvort ótrúleg vanþekking á sjúkra- flugi á Íslandi eða óskhyggja sem fellur að málstað þessara samtaka. Hef- ur slíku einnig verið haldið fram af læknamenntuðum talsmanni Reykjavíkurborgar sem ætti að vita betur. Sá sem þetta ritar hefur starfað við sjúkra- og björgunarflug á þyrlum á Íslandi í tæp 20 ár og var þar áður flugmaður á sjúkra- flugvélum á Vestfjörðum og Aust- urlandi og hefur því nokkra inn- sýn í sjúkraflug á Íslandi. Þyrlur eru fjölhæf tæki og hafa sannað getu sína rækilega við íslenskar aðstæður. Þær koma best að not- um þar sem flýta þarf flutningi þar sem öðrum tækjum verður ekki við komið eða eru hægfarari, svo sem af sjó eða í óbyggðum. En í samanburði við sjúkraflugvélar eru þyrlur hægfara og geta ekki farið stystu leið yfir landið í vond- um veðrum eins og sjúkraflugvél- arnar geta. Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um 120–140 hnúta (220– 250 km) hraða og yfirleitt ekki hærra en í 5–8000 feta hæð. Bili annar hreyfill þyrlunnar gæti hún ekki haldið lágmarkshæð á sumum blindflugsleiðum yfir hálendið, því þarf iðulega við slæm skilyrði að fljúga þyrlunum lengri leiðir meðfram ströndum á áfanga- stað. Sjúkraflugvél- arnar fljúga flestar a.m.k. helmingi hrað- ar en þyrlurnar og allt að þrisvar sinnum hærra og geta því oft- ast flogið ofar veðrum og stystar leiðir yfir landið, þyrlur munu því ekki geta leyst flugvélar af hólmi þar sem oft getur skilið milli lífs og dauða að flutningstími bráð- veikra og slasaðra sé sem allra stystur. Þegar sjúklingar hafa verið sóttir með þyrlu á haf út eða í óbyggðir t.d. á Norður- og Aust- urlandi hefur iðulega verið brugð- ið á það ráð að fljúga á næsta flugvöll í veg fyrir sjúkraflugvél til að flýta fyrir flutningi slasaðra og bráðveikra til Reykjavíkur. Það er beinlínis rangt í yfirlýsingu Höfuðborgarsamtakanna að sjúkraflugvélar fljúgi einungis með sjúklinga milli sjúkrastofnana þegar að flutningstími skiptir ekki máli, sjúkraflugvélar eru iðulega kallaðar út vegna alvarlegra slysa og bráðasjúkdóma á flugvelli um allt land og eins þegar að sjúkra- húsin á landsbyggðinni ráða ekki við alvarleg tilfelli slasaðra eða bráðveikra og þurfa því að senda þá með hraði með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Sjúklingar, þar sem flutningstími skiptir minna máli hjá, eru oft fluttir með áætlunar- flugi til Reykjavíkur en ekki með sjúkraflugvélum. Tilgangur Höfuðborgarsamtak- anna er auðsjáanlega sá að gera lítið úr mikilvægi flugs sjúkra- flugvéla til Reykjavíkur í því markmiði sínu að úthýsa Reykja- víkurflugvelli úr Vatnsmýrinni, það sama má segja um síhækkandi upphæðir í talnaleik samtakanna um verðmæti mýrarinnar sem hækka um tugi ef ekki hundruð milljarða króna í hvert skipti sem reiknað er. Nálægð Reykjavík- urflugvallar við bráðamóttöku Landspítalans hefur í gegnum tíð- ina bjargað hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa og hef ég í mínu starfi reglulega orðið vitni að slíku. Þannig væri í mínum huga verið að fórna mannslífum fyrir bygg- ingarland með því að flytja Reykjavíkurflugvöll og lengja þannig flutningstíma slasaðra og bráðveikra. Vatnsmýrin er ekki þess virði. Sjúkraflug til Reykjavíkur Jakob Ólafsson andmælir yf- irlýsingu Höfuðborgarsamtak- anna um sjúkraflug á Íslandi ’ Hér er á ferðinniannaðhvort ótrúleg vanþekking á sjúkraflugi á Íslandi eða óskhyggja sem fellur að málstað þessara samtaka.‘ Jakob Ólafsson Höfundur er þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og aug- lýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin hafnar hagstæðasta tilboði í flug- vallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor PRÓFKJÖR Jóna Gróa Sigurðardóttir styð- ur Kristján Guðmundsson í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hilmar Guðlaugsson styður Kristján Guðmundsson í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hrafnkell A. Jónsson styður Gísla Martein Baldursson í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sturlaugur Þorsteinsson styð- ur Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gísli Freyr Valdorsson styður Kjartan Magnússon í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í DAG og á morgun fer fram próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur haft forystu um fram- kvæmd prófkjörs hér á landi í þrjátíu og fimm ár. Hann hefur haldið þau oftar en aðrir stjórnmálaflokkar og staðið fyrir miklu fjöl- mennari prófkjörum en aðrir flokkar. Með þessu frumkvæði hefur flokkurinn haft afger- andi og mjög jákvæð áhrif á lýðræðisþróun í landinu. Áhrif sem fjöl- miðlar og stjórnmálafræðingar í há- skólum mættu gjarnan fjalla oftar um. Prófkjör hafa helst verið gagn- rýnd fyrir það að fjársterkir aðilar hafi forskot á aðra frambjóðendur. Það má vel vera að frægð og fjár- hagur hafi einhver áhrif á niður- stöður í prófkjöri. Ég held þó að slík áhrif séu yfirleitt stórlega ofmetin og kjósendur þar með vanmetnir. Hitt er þó aðalatriðið að í frjálsum kosningum bönnum við ekki ein- staklingum að bjóða sig fram á þeim forsendum að þeir séu fjársterkir, né heldur leggjum við kjósendum línurnar um það á hvaða forsendum þeir mynda sér skoðanir um menn og málefni. Við megum heldur ekki gleyma því að þættir eins og frum- leiki, frumkvæði, málefnastaða, rök- stuðningur og framsetning hafa feikilega mikil og oft úrslitaáhrif á niðurstöður í prófkjörum. Hér skipt- ir auðvitað meginmáli að allir fram- bjóðendur búa við tjáningarfrelsi og hafa þokkalegan aðgang að ýmsum fjölmiðlum. Í prófkjörum velja kjósendur frambjóðendur á fram- boðslista. Þau eru því nokkurs konar fram- hald á lýðræðislegum kosningarétti. En þau eru einnig lýðræðisleg á annan veg. Þau kalla á gróskumikla umræðu um þau málefni sem helst koma til álita, veita þannig kosning- unum sem í hönd fara meira vægi, gefa oft kost á prófkjörs- frambjóðendum með mjög breiða skírskotun þar sem um er að ræða konur og karla á öllum aldri og í hinum fjöl- breytilegustu starfstéttum, og hafa oft leitt til farsælla stjórnmálastarfa kraftmikilla einstaklinga sem ella hefðu ekki haft sig í frammi á opin- berum vettvangi stjórnmálanna. Af- ar fjölbreyttur listi prófkjörs- frambjóðenda í Reykjavík að þessu sinni er gott dæmi um þessa breiðu skírskotun og áréttar óneitanlega hið klassíska kjörorð Sjálfstæðis- flokksins: Stétt með stétt. Það er mikill misskilningur að þeir einir taki þátt í prófkjörum sem séu í framboði. Prófkjör sjálfstæð- ismanna kalla til starfa fjölda óbreyttra flokksmanna sem leggja mönnum og málefnum lið með mik- illi sjálfboðavinnu. Allt þetta starf styrkir innviði flokksins og stuðlar að sigurstranglegri liðsskipan. Fyrri tíma hrakspár um að prófkjörin sundruðu sjálfstæðismönnum hafa ekki reynst á rökum reistar. Þvert á móti hafa prófkjörin yfirleitt þrosk- að þá sem taka þátt í þeim og mynd- að ýmsar óskráðar reglur um prúð- mannlega framgöngu og virðingu fyrir meðframbjóðendum. Slíkur skóli er þeim ómetanlegur sem á endanum veljast á framboðlistann. Ég hef oft tekið virkan þátt í próf- kjörum Sjálfstæðisflokksins en þetta er í fyrsta sinn sem ég er sjálf í framboði. Ég hef notið þessarar kosningabaráttu til hins ýtrasta. Hlý orð og góðar óskir fjölda flokks- systkina ættu að hlýja okkur öllum, frambjóðendunum, um hjartarætur, hver sem niðurstaðan annars verður úr prófkjörinu. Ég vil svo þakka öll- um stuðningsmönnum mínum þeirra óeigingjarna starf og meðframbjóð- endum drengilega baráttu. Að lok- um hvet ég alla sjálfstæðismenn í Reykjavík til að gera þetta prófkjör að því fjölmennasta í íslenskri stjórnmálasögu. Leggjumst nú öll á eitt við að undirbúa vorverkin. Borg- in okkar þarf svo sannarlega á því að halda. Sjálfstæðismenn – eflum lýðræðið, kjósum í prófkjörinu Eftir Mörtu Guðjónsdóttur ’…hvet ég alla sjálf-stæðismenn í Reykjavík til að gera þetta próf- kjör að því fjölmennasta í íslenskri stjórnmála- sögu.‘ Marta Guðjónsdóttir Höfundur kennir við Tjarnarskóla og sækist eftir 6. sætinu á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.