Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is 26. OKTÓBER síðast liðinn skilaði há- skólaráð Viðskiptaháskólans á Bifröst af sér jafnréttisáætlun fyrir skólann og deildir hans. Margt jákvætt er að finna í þessari nýju jafnréttisáætlun sem stuðlar að því að jafna möguleika kvenna og karla við að stunda nám á Bifröst. Í áætluninni er meðal annars kveðið á um að reglur skólans og túlk- un þeirra skuli fela í sér svigrúm í námi og próftöku vegna meðgöngu og barnsfæðinga. Tel ég þetta hugdjarft af skólanum og sýna jákvætt viðhorf í þessum efnum. Þó finnst sumum hins vegar halla á jafnréttið eftir gerð þess- arar jafnréttisáætlunar. Eins og segir í jafnréttisáætluninn, um aðstöðu og tækifæri til náms, í fyrstu málsgrein „Við inntöku nýrra nemenda skal þess gætt að jafnvægi sé á milli kynja í ein- stökum deildum. Miðað skal við að lág- markshlutfall hvors kyns innan ein- stakra deilda sé 40%...“ Þessi áætlun er augljóslega gerð með það að mark- miði að auka eða viðhalda hlutdeild annars hvors kynsins á ákveðnum tím- um. Annað kynið mun því frekar fá inngöngu ef það er í minnihluta, þrátt fyrir það að þar sé ekki endilega hæf- ari umsækjandi á ferð. Velta má fyrir sér réttlæti þeirra aðgerða og hvaða afleiðingar þessar aðgerðir gætu haft í för með sér. Ef þessi aðferðarfræði er hins vegar talin virka, á hún þá ekki að virka víðar en á Bifröst og ættum við þá ekki að beita þessari aðferðarfræði við stjórnun allra okkar menntastofn- ana? Tökum fyrir afgerandi dæmi um fag þar sem hlutfall karla og kvenna er mjög ójafnt, eins og í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hvað gerist ef þessi jafréttisáætlun yrði tekin upp þar? Ef við notum þessa jafnréttis- áætlun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, er nokkuð ljóst að til að rétta af hlut karla við námið þyrfti að lækka kröfur um inngöngu töluvert. Þó ein- ungis yrði krafist grunnskólaprófs er mjög ólíklegt að viðunandi hlutfall myndi nást. Einnig er nokkuð ljóst að heilbrigðiskerfið, menntakerfið, kven- kyns umsækjendur og útskrifaðir nemendur myndu ekki sættast á að lækka kröfur í þetta annars metn- aðarfulla nám. Ef við segjum að þessi aðferðar- fræði virki á einum stað en ekki öðr- um, virkar þá þessi aðferðarfræði yfir höfuð? Hvað er síðan það sem gerist ef við notum þessa aðferðarfræði í einum skóla en ekki í öðrum? Það sem gerist er það að við aukum eða viðhöldum hlutdeild þess kyns sem er í minni- hluta í ákveðnu fagi á kostnað hins kynsins. Með því að beyta þessari að- ferðarfræði í einum skóla getur það því haft mun áhrifaríkari afleiðingar í för með sér heldur en ætla má af jafrétt- isáætlun innan ákveðins skóla. Verið er að hafa bein áhrif á fjölda útskrif- aðra einstaklinga í ákveðinni grein af ákveðnu kyni úr háskólanámi á Ís- landi. Má því spyrja sig hvort þessi einstaka menntastofnun sé hreinlega að fara út fyrir valdsvið sitt? Öllum er það síðan ljóst að áhuga- svið karla og kvenna eru misjöfn og fær jafnréttisáætlun engu um það breytt hverjir sækja um nám í viðkom- andi skólum. Íslendingar eru að auki sammála um það að öllum eigi að bjóð- ast jöfn tækifæri til náms. Með þess- um aðferðum erum við hins vegar að setja mörk á hvað við eigum að út- skrifa margar konur í ákveðnu fagi og hvað marga karla. Um leið og við stíg- um skref í þá átt erum við farin að skerða möguleika einstaklinga til að velja menntun við hæfi og sem snýr að þeirra áhugasviði. Við verðum að halda möguleikum karla og kvenna jöfnum í þjóðfélaginu og því tel ég þetta vara- sama túlkun á jafnrétti. ÞÓRÐUR F. SIGURÐSSON, Hátúni, 861 Hvolsvelli (dreifbýli). Jafnréttisáætlun á Bifröst – Varasöm túlkun á jafnrétti Frá Þórði Frey Sigurðssyni, nema í viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. FYRIR stuttu kom fram í fjölmiðlum að forsetinn okkar ætti náinn ættingja sem ætti í vanda vegna fíkniefna- neyslu. Hvers vegna skyldi það vera meira fréttaefni en að einhver annar einstklingur eigi í þessum vanda? Það virðist oft gleymast í umræðunni um þessi mál að umræddur vandi er meira og minna heimatilbúinn. Þingmenn þessa lands hafa alla möguleika á að taka á þessum vanda með þeim hætti að dugi til að uppræta hann að mestu. Hins vegar vantar þá viljann og senni- lega skortir þá líka dug og þor. Forseti vor var í þeirri aðstöðu áður en hann tók við því embætti sem hann gegnir í dag að leggja sitt af mörkum til að uppræta fíkniefnavandann en hann gerði ekkert til þess. Vandi þessi verð- ur ekki upprættur með fallegum myndum í fjölmiðlum af áhuga- mannahópum um vandamálið og til- gangslausu hjali. Nýlega bárust fregn- ir af áströlskum manni sem handtekinn hafði verið í Singapore fyr- ir smygl á 300 grömmum af eitur- lyfjum. Umræddur maður hlaut dauðadóm fyrir og þrátt fyrir íhlutun ástralskra yfirvalda var dómi þessum ekki breytt. Fyrir sambærilegan glæp á Íslandi eru menn í mesta lagi dæmd- ir til vistar á betrunarheimili í þrjá mánuði, og þó oftar en ekki er dóm- urinn skilorðsbundinn. Það liggur þyngri refsing við skattsvikum en fíkniefnasmygli. Þeir sem eru á móti hörðum refsingum bera fyrir sig mannúðarsjónarmið. Sá glæpalýður sem stundar smygl og dreifingu eitur- lyfja lætur sig mannúð litlu varða og á ekkert slíkt skilið frá samfélaginu. Dauðarefsing fyrir slíkt hyski er reyndar fullmannúðleg. Kannski er það sem þarf til að vekja þingmenn landsins upp af hinum væra blundi að einhver þeim náinn verði fyrir barðinu á þessum hryllingi. Í núverandi ástandi er lögregla þessa lands að dúlla sér við að sekta neytendur fyrir vörslu fíkniefna á meðan smyglararnir halda sínu striki nánast óáreittir. ÖRN GUNNLAUGSSON, Galtalind 4, 201 Kópavogur. Fíkniefna- vandi? Frá Erni Gunnlaugssyni fram- kvæmdastjóra og háskólanema: FRÚARKIRKJAN í Dresden er risin á ný, og var endurvígð nýlega að við- stöddu miklu fjölmenni. Hún er tákn- ræn fyrir hinar ólýsanlegu hörmungar og grimmd sem óbreyttir þýzkir borg- arar urðu að þola í einum skelfilegustu loftárásum síðari heimsstyrjaldar. Þegar loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna hófust vorið 1945 var Þýzkaland í reynd gjörsigrað. Því hafa margir spurt hvaða tilgangi þessar grimmilegu loftárásir á Dresden hafi þjónað, sem ollu dauða fleiri en fórust í kjarnorkusprengjuárás Bandaríkja- manna á Hiroshima. Borgin var yf- irfull af flóttafólki þegar ósköpin dundu yfir, og var hún lögð í rúst á ör- fáum dögum. Engu var hlíft, hvorki saklausum borgurum né dýrmætum menningardjásnum eins og Frúar- kirkjunni í Dresden. Öllu var rústað sem hægt var að rústa. Endurrisin Frúarkirkjan í Dresden er því fagnaðarefni og er í raun óður til ástar þýzkrar þjóðar á stórbrotinni menningarsögu sinni. – Á slíkri stundu ber okkur Íslendingum að samfagna okkar þýzku vinaþjóð. GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36, Reykjavík. Frúarkirkjan í Dresden endurrisin Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni: ÞEGAR fjallað er um eyðingu mal- biks og rykmyndum er það oftast tengt notkun nagladekkja. Þarna eru þó að verki margir þættir s.s. mikill lofthiti, vatn, frost, salt, stærð og munstur dekkja, þyngd bíla og hraði. Allir þessir þættir ásamt nögl- unum hafa samverkandi áhrif á eyð- ingu malbiks og rykmyndun. Menn kenna nöglum um tjöru á bílum og dekkjum. Ég minnist þess að þegar fyrstu göturnar voru mal- bikaðar í Reykjavík, löngu áður en nagladekk voru til, skrifaði leigubíl- stjóri í Reykjavík í dagblaðið Vísi og kvartaði undan því að malbikið eyði- legði lakkið á bílunum og tjaran spillti dekkjunum. Ástæðan fyrir því að tjara sest utan á dekk er sú að þau hitna og bræða malbikið, jafn- framt því sem þau sletta leðjunni á lakk bílanna. Þetta er mjög áberandi í miklum hita á sumrin. Naglar hafa lítið með þetta ferli að gera. Aukinn hraði spilar stórt hlutverk í eyðingu malbiks. Þegar menn skrifa um rannsóknir á vetrardekkjum er oft vitnað í niðurstöður Svía. Þeir eru nú litlir sérfræðingar í íslensku veð- urfari. Þegar Búrfellsvirkjun var byggð stjórnuðu Svíar þar og um haustið vildum við bílstjórarnir fá nagladekk undir bílana en þeir sögðu að á Íslandi þyrfti aðeins snjó- dekk því hér væri kuldi allan vet- urinn. Þegar svo veturinn kom urðu þeir undrandi á því hversu snögg veðrabrigði voru á Íslandi og mikil svellalög á vegum og settu nagla- dekk undir bílana. Menn vilja eingöngu kenna nagla- dekkjum um rykmyndun. Þó nagla- dekk eigi vissulega þátt í henni er langt því frá að þau eigi stærstan þátt í rykmynduninni, þau eru notuð aðeins hálft árið og á þeim tíma árs sem rykmyndun er hvað minnst vegna veðurfars. Mesta rykmynd- unin er af stórum dísilbílum, þeir safna á sig mestu ryki og þyrla því hæst upp, eru með dísilvélar sem valda sótmengun er svífur auðveld- lega í andrúmsloftinu. Þeir eru líka þungir og með mörg stór dekk sem hitna mikið og bræða malbik. Þenn- an vanda er erfitt að leysa. Mjúk dekk eyðast mjög hratt og af þeim kemur mikið gúmmíryk. Athygl- isvert er að notkun nagladekkja hef- ur minnkað verulega en eyðing mal- biks og rykmyndun aukist. Það sem ætti fyrst og fremst að gera væri að banna akstur jeppa innanbæjar því þeir menga mikið, eru með dísilvél og eyða malbiki mun meira en fólks- bíll, og þeir eru að, allt árið. Það er svolítið broslegt að sjá þá sem eru að gagnrýna nagladekkin, aka á sumrin, innanbæjar á stórum dís- iljeppum. Nagladekk eru enn fjöl- hæfustu vetrardekkin og meðan svo er verður erfitt að banna þau nema á kostnað mannslífa. Við búum á Ís- landi við mjög sérstætt veðurfar. Það er vandinn. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5. Menga nagladekkin mest Frá Guðvarði Jónssyni: ÞAÐ hefur borið nokkuð á því í skrifum í fjölmiðlum, að þeirri skoðun sé hampað með ýmsu móti, að nútímamaðurinn sé vitr- ari, menntaðri, víðsýnni og nán- ast að öllu leyti betri útgáfa af Homo Sapiens en áður hefur þekkst. Það virðist sem ýmsum hætti til að líta smáum augum á til- vist fyrri kynslóða sem gengið hafa á þessari jörð og telji að þar hafi allt verið á einhverju lægra stigi. Það er kannski skiljanlegt, að margur vilji hefja sinn jarðartíma til vegs og virðingar, en ég tel engum til gildis að gera það með þeim hætti að vanvirða þá sem á undan okkur hafa gengið. Við þekkjum ekki þær aðstæður sem fyrri tíma menn urðu að glíma við, nema af afspurn, í gegnum misgóðar sögubækur. En þeir tóku áreiðanlega ekki verri próf við sín tilvistarborð en menn eru að taka í dag. Ég tel satt að segja mjög vafasamt að vitsmunaþroski manna sé meiri í dag en hann var t.d. á 18. öld. Að minnsta kosti er það sannfæring mín að vitsmuna- þroski samfara andlegu siðheil- brigði sé ekki í neinni vinnings- stöðu í dag gagnvart ýmsum öðrum tímaskeiðum í sögu mannsandans. Hið forna spak- mæli „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ á varla við í dag þegar líkamanum er hossað án afláts á kostnað sálarinnar og hinnar and- legu velferðar. Nútíminn býður upp á kappnóg af ræktunar- stöðvum fyrir efnislíkamann, en andlega ræktunin er stórum minni og að miklu leyti á villigöt- um að minni hyggju. Það finnast mörg dæmin um það í dag að kvalda sál sé að finna í sýnilega stæltum líkama. En slík staða getur ekki gengið lengi, því það dugir ekki að þjálfa líkamann stöðugt ef sálarleg heilsuvernd fylgir ekki með. Glöggskyggn maður sagði mér fyrir skömmu, að um 20% kvenna á Íslandi gengju fyrir lyfjum og allt að 13% karla væru í sömu stöðu. Það hefur verið fullyrt við mig af aðila sem þekkir vel til mála, að fjöldi fólks í Reykjavík fari varla út fyrir eigin dyr vegna þunglyndis og vanlíðunar. Ekki bendir það til þess að nútíma- mannlíf sé á einhverju háþróuðu atgervisstigi! Staðreyndin er miklu frekar sú, að maðurinn í dag sé gangandi vandamál, tif- andi tímasprengja! Ytri aðstæður hans hafa að vísu breyst gífurlega með nýrri tækni og efnalegum framförum, en and- lega hliðin hefur ekki þroskast sem því nemur, enda hefur hún gengið til baka frá því sem var. Útkoman er sálarlegt svartnætti þúsunda manna, jafnvel mitt í svokallaðri efnalegri velsæld! Atferli manna al- mennt í heiminum nú á tímum og þá ekki síður valdsmanna, virðist mér sem sagt ekki gildisbært sem einhver ávísun á end- urbætta útgáfu af Homo Sapiens. Stór- veldi nútímans hegða sér t.d. ekkert öðruvísi en fyrri tíma stórveldi. Þau telja sig þurfa ný- lendur, þurfa aðgang að löndum sem þau geta tekið til sín og nært sig á. Blóðsugu- þörfin virðist alltaf til staðar. En arðránið þarf hinsvegar að dul- búa betur í dag vegna stóraukins upplýs- ingastreymis og ótt- ans við að lýðræði eig- in lands og heimsins snúist gegn viðkom- andi. Í dag er því ný- lendukúgun og arðrán rekið undir ýmsum nöfnum, sem sum hver eru hrein andstæða þess sem þau í raun standa fyrir. Þannig getur jafnvel þróun- arhjálp stundum verið dulbúið arðrán. Það er til í dæminu að rænt sé undir því yfirskini að verið sé að hjálpa! Gullið streym- ir enn frá Afríku til auðhringa með svarta sögu og ekki er ástandið miklu skárra víða í Asíu og Suður-Ameríku. Ég tel því að við þurfum einna mest á því að halda í ölduróti samtímans, að líta til fyrri tíma og læra af þeim. Taka til okkar þær hugsanir sem göfgastar hafa sýnt sig í liðnum tíma og einkum þurfum við að fara að taka krist- indóminn alvarlega á ný, því hann er í raun máttarstoð alls þess sem við viljum áreiðanlega helst af öllu halda í. Niðurbrot krist- indóms á Vesturlöndum er dauða- dómur yfir öllum lífsgildum sem hafa byggt þessi lönd mest og best upp í liðnum tíma. Þrátt fyrir hnattvæðingu nú- tímans og skefjalausa mann- dýrkun hins æsta augnabliks, liggur það nefnilega ljóst fyrir að manninum verður aldrei stætt á því að rísa gegn Skapara sínum og gera í blindum hroka uppreisn gegn eigin sálarheill. Slíkt framferði á sér ein- stefnuleið sem getur aðeins legið til glötunar. Dýrkun augna- bliksins Rúnar Kristjánsson skrifar um sálarheill almennings og lífsgildi Rúnar Kristjánsson ’Ég tel því aðvið þurfum einna mest á því að halda í öldu- róti samtímans, að líta til fyrri tíma og læra af þeim.‘ Höfundur er ljóðskáld. smáauglýsingar mbl.is smáauglýsingar mbl.is Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.