Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 45 MINNINGAR ✝ Þóra BirnaBrynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 30. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Brynjólfur Eiríks- son símaverkstjóri, f. 22. mars 1887, d. 1. nóvember 1957, og Guðný Bjarna- dóttir, f. 24. október 1879, d. 8. nóvember 1928. Árið 1935 giftist Þóra Alfreð Dan Sigurbjörnssyni, kaupmanni, f. 21. janúar 1911, d. 30. júlí 1947. Þau slitu samvistir árið 1936. Son- ur þeirra er Baldur Dan, f. 10. jan- úar 1935. Hann ólst upp hjá Brynj- ólfi afa sínum og konu hans Pálinu. Sonur Baldurs er Þórir Dan Við- arsson, f. 18. febrúar 1969. Kjör- foreldrar Þóris eru Viðar Óskars- son og Sigríður Friðþjófsdóttir. Kona Þóris er Jóhanna Stella Bald- vinsdóttir. Dóttir hennar er Soffía Lára Þórarinsdóttir, f. 19. desem- ber 1993. Sonur Þóris er Þorlákur Dan, f. 14. ágúst 1992. Sonur Þóru og Gústafs Elí Páls- sonar, f. 21. janúar 1907, d. 30. júlí 1977, er Magnús Már Sævarr, f. 13. september 1941. Hann ólst upp í Hlíðardal hjá hjónunum Guðrúnu um 1950 til 1954. Árið 1957 giftist hún Snæbirni Kaldalóns, f. 21. febrúar 1910, d. 12. júlí 1975. Þau skildu árið 1963. Þóra fluttist ársgömul að Blika- stöðum í Mosfellssveit þegar móðir hennar réð sig þar sem vinnukonu. Hjónin á Blikastöðum, þau Magnús Þorláksson og Kristín Jósafats- dóttir, reyndust þeim mæðgum mjög vel. Dæturnar Sigurbjörg og Helga og fósturbörnin Þór, Hjört- ur, Lalli og Ípa urðu henni sem systkini. Tíu ára gömul fluttist Þóra út í Viðey með móður sinni og bjó þar fram yfir fermingu þegar hún eftir móðurmissinn flutti á Seyðisfjörð til föður síns. Að loknu námi í Eiðaskóla hélt Þóra til náms við hússtjórnarskólann í Sorö í Danmörku. Eftir heimkomuna hóf hún störf hjá Landssímanum 1933, fyrst á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík þar sem hún vann fram til ársins 1949. Þá hélt hún til Sví- þjóðar þar sem hún lærði konfekt- gerð. Hún stofnaði og rak sælgæt- isgerðina Aladín á Vesturgötu 14 í Reykjavík í áratug, eða þar til hún fluttist til Siglufjarðar 1957, þar sem hún rak apótek með þáverandi manni sínum Snæbirni. Þóra flutti aftur til Reykjavíkur 1963 og starf- aði seinna á skrifstofu Raforku- málastofnunar fram til ársins 1982, er hún lét af störfum. Þóra bjó lengst af í Skeiðarvogi 85 í Reykjavík, en fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1999 og þar bjó hún við góða umönnun allt til dauðadags. Útför Þóru Birnu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Halldórsdóttur og Sigfúsi Magnússyni ásamt börnum þeirra, Guðnýju, Mögnu, Jónu og Ólafi. Magnús kvænt- ist árið 1963 Margréti Sigríði Pálsdóttur, f. 3. júní 1941. Þau skildu árið 1989. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Björn, f. 18. september 1966, eig- inkona hans er Dag- björt Ósk Steindórs- dóttir. Börn þeirra eru: a) Árni Guðjón, f. 9. desember 1986, b) Magnús Már, f. 11. sept- ember 1989, d. 27. janúar 1991, c) Sigfús Már, f. 24. nóvember 1991, d) Jórunn Sóley, f. 18. nóvember 1993. 2) Sigfús, f. 8. maí 1968, d. 10. janúar 1970. 3) Einar, f. 21. desem- ber 1970, sambýliskona hans er Ás- laug Jónsdóttir. Sonur þeirra er Tómas Páll, f. 25. september 2000. 4) Jórunn, f. 7. desember 1972, eig- inmaður hennar er Haukur Þór Bragason og dóttir þeirra Margrét Lilja, f. 16. júlí 2003. Árið 1995 giftist Magnús Eddu Birnu Kjart- ansson, f. 16. febrúar 1958. Dóttir hennar er Helga Pálsdóttir, f. 26. júní 1979, d. 12. október 1983. Dóttir Magnúsar og Eddu er Birna, f. 4. ágúst 1995. Þóra var í sambúð með Ragnari Guðmundssyni skipstjóra á árun- Ég var alltaf í uppáhaldi hjá ömmu og undi því vel, að öðrum ömmum ólöstuðum var hún amman í lífi mínu. Mér fannst voða gott að koma til hennar og láta dekra við mig; hún var í mínum huga einsleit persóna sem hafði það best hlut- verkið að hugsa um mig. Það var ekki fyrr en síðar meir að ég fór að meta hana sem þá miklu persónu sem hún var því þegar ég fór að eld- ast komu í ljós fleiri hliðar á marg- ræðri persónu hennar. Ég sá það að hún var manneskja sem ekkert aumt mátti sjá og engan mannamun mátti gera. Ég sá það líka að hún var manneskja sem gerði alveg skil- yrðislausan greinarmun á okkur systkinunum og talaði ekki orð um eða við þá sem henni voru á móti skapi, hvernig svo sem aðstæður hjá viðkomandi voru. Ég sá hana á þeim endanum að hjartað í henni brast við tilhugsunina um að spör- fugl félli til jarðar og ég sá mann- eskju sem var alveg gallhörð og laus við tilfinningasemi þó öðrum fyndist ástæða til. Hún gat borið höfuðið hátt og látið sem ekkert væri hvernig svo sem aðstæður voru, ekki að sýna nein veikleika- merki. Svo á hinn bóginn gat hún verið alveg óskaplega lítil og við- kvæm, svo varnarlaus að það skar í hjartað. Það er oft að ömmur henta barninu á ákveðnu æviskeiði, síðan breytist barnið en amman ekki og eftir situr amman hissa á þessari ókunnu mannveru. Amma var nú aldeilis ekki á þeim buxunum. Hún hjalaði við mig og dekraði þegar ég var lítill. Þegar ég fór að síga inn í unglingsárin var hún með á nótun- um og alveg laus við að hneykslast á framferði unglings. Svo fannst mér að ég væri að komast til manns og þá tók hún mig í trúnað sinn og ræddi við mig á jafnréttisgrund- velli. Mér fannst ég vel sigldur mað- ur og geta talað skynsamlega um allt mögulegt sem og ég gerði en eftir á að hyggja er það alveg ótrú- lega flott hjá henni að hafa setið með mér og hlustað á þvæluna sem mér fannst vera svo mikil lífspeki þegar haft er í huga að hún hafði yf- ir 50 árum meiri reynslu. Það verð- ur líka að átta sig á því að hennar lífsreynsla var miklu meiri en árin ein sögðu til um. Samskiptamáti hennar var alveg einstakur. Það hefur verið sagt um suma að þeir geti notað þögnina til að segja meira en mörg orð. Það átti svo sannarlega við um ömmu en það sem meira var, hún hafði mis- munandi stig þagnar. Ef umræðan snerist um eitthvað sem henni fannst ekki umræðuvert þá kom létt þögn sem svona benti kurteislega á að það væri betra að ræða önnur mál. Stundum var þögnin kómísk sem gerði það að verkum að um- ræðan varð að miklum brandara þó að það hefði ekki verið meiningin í upphafi. Ein þögn er það sem ég man eftir en það var ákaflega áherslumikil þögn sem eingöngu var beitt ef komið var á það stig að önnur úrræði dygðu ekki. Ég bjó hjá henni eitt sumar og hafði gert henni mjög á móti skapi þannig að ég átti von á miklum skömmum. Það vildi ég óska þess að hún hefði skammað mig því að ég þóttist mað- ur með mönnum og geta tekið hverju sem var en nei, aldeilis ekki. Hún þagði algjörlega, ekki eitt aukatekið orð, og þögnin var hnaus- þykk og blýþung. Ég varð náttúru- lega alveg að gjalti og játaði allar mínar syndir umsvifalaust, síðan var það gleymt og aldrei til umræðu meir. Það er samt eitt sem alltaf var og það var húmorinn. Það var aldrei svo að ekki væri stutt í gamansem- ina. Hún gat laumað út úr sér alveg óborganlegum gullkornum um menn og málefni grafalvarleg á svip. Á sama hátt gat hún komið með grínið skellihlæjandi og verið ófeiminn við að benda á að þetta væri nú bara ansi sniðugt hjá sér. Amma var manneskja sem ég gat alltaf leitað til og hún hlustaði á mig án þess að vera með yfirlæti þess sem veit klárlega betur. Það var síðan mitt að átta mig á því að hún hefði auðveldlega getað bent mér á hitt og þetta en gerði það ekki held- ur leyfði mér að átta mig á því sjálf- ur. Björn Magnússon. Í dag kveðjum við Þóru ömmu sem nú hvílist, södd lífdaga eftir langa og litríka ævi. Amma var glæsileg kona og stórbrotinn per- sónuleiki. Hún bar með sér sigldan heimskonubrag og var ólík öðrum ömmum – þegar ég var aðeins farin að stálpast bauð hún gjarnan upp á sherrystaup og vindling. Einhvern tíma vildum við ekki þiggja í glas af því ég væri á bíl en þá fussaði nú amma, hvurslags smámunasemi þetta væri, hún ætti fínt pipar- myntutyggjó! Amma átti um margt sérstaka ævi og gaman var að hlýða á litríkar frásagnir hennar af mönnum og at- burðum liðinna tíma. Rík kímnigáfa einkenndi oft þessar lýsingar sem voru ótrúlega nákvæmar, jafnvel eftir að amma var orðin háöldruð og farin að ruglast í einstaka hvers- dagsatriðum. Amma hafði mikla útgeislun og átti auðvelt með að laða að sér menn og dýr. Oft voru óborganleg- ar frásagnir hennar af „samræðun- um“ við heimilisköttinn hans pabba, en amma var sannfærð um að hún ein skildi hann öllum öðrum betur! Með eftirfarandi ljóðlínum kveðj- um við ömmu: Því minningin um morgunlandið bjarta um myrka vegu lýsir þínu hjarta í veröld þá, sem ósýnileg er, en Aladdín í minni sínu ber. (Tómas Guðm.) Jórunn og Haukur. Þóra frænka er látin. Síðast þeg- ar ég heimsótti hana var hún orðin mikið veik og lá alveg fyrir. Þá var ég hættur að færa henni sherrý en sat bara og hélt í hönd hennar. Hún gaut til mín auga svona eins og til að átta sig á því hvur ég væri og fór svo að tala um árin þegar þær voru óaðskiljanlegar, hún og mamma. Hún talaði nokkra stund með inn- skotum sem ég ekki skildi. Svo klykkti hún út eins og oft áður: „Uss, hún mamma þín dó alltof ung!“ Ég heyrði oft talað um Þóru frænku þegar ég var krakki. Hún var dóttir Brynjólfs ömmubróður míns og fór austur á Seyðisfjörð til pabba síns þegar móðir hennar dó. Hún var bara unglingur og vissi lít- ið um áfangastaðinn. Skipið sigldi upp að bryggju í kalsarigningu og þar stóð Arnþrúður móðir mín. Hún var ein að taka á móti þessari nýju frænku sinni, þrem árum yngri. Kannski hafði skipinu seinkað og aðrir gefist upp á að bíða og mamma var bæði blaut og köld. Þetta þótti Þóru vænt um og gleymdi ekki. Hún dvaldi á Seyð- isfirði fram yfir tvítugt. Þá flutti hún suður og bjó lengst af í Reykja- vík, utan nokkurra ára á Siglufirði og tveggja í Svíþjóð þar sem hún nam konfektgerð. Mamma talaði oft um Þóru frænku og sagði mér frá því þegar þær voru að gera einhver prakk- arastrik, voru of lengi úti og fóru á ball í leyfisleysi. Það var einhver ljómi yfir nafni þessarar konu. Hún átti konfektgerð á Vesturgötunni og seldi landsins besta konfekt. Mér þótti ævintýralegt að frænka okkar kynni að búa til konfekt og seldi það í búð. Aldrei smakkaði ég þetta konfekt sjálfur enda fóru smábörn ekki til Reykjavíkur á þeim árum nema til lækninga, helst mikið veik. Seinna, eftir lát móður minnar, kom ég til Þóru á Skeið- arvoginn en þá var hún því miður hætt í konfektinu. Svo liðu árin og ég hitti Þóru lítið. Seinna settist ég að í höfuðborginni og fór að heimsækja hana reglu- lega. Oft barst tal okkar að Seyð- isfirði. Hún hafði lítið farið austur en þessi tími leitaði á hana. Ég komst að því að Þóra var oft sárlas- in, féll í yfirlið óforvarendis og var þá bagalegt að vera ein. Ekki kvart- aði hún en fannst fyndið að vera að ranka við sér hér og þar í íbúðinni. Hún hló að þessari vitleysu eins og hún kallaði það og sagðist ekki vita hvar hún mundi vakna næst eða hvort hún vaknaði yfirleitt nema þá á himnum – vonandi! Við hlógum að þessu öllu þótt auðvitað væri þetta grafalvarlegt mál. Hún átti auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á líf- inu. Svo hresstist Þóra smám sam- an og yfirliðum fækkaði. Eftir að Þóra flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði heimsótti ég hana reglulega. Við sátum við gluggann, horfðum út á hraunið og hún sagði mér sögur að heiman, af afa og ömmu, langömmu Jónínu og Fríðu frænku, öllu þessu fólki sem var allt dáið, nema amma, þegar ég fæddist. Hún talaði svo vel um alla. Amma hafði nánast gengið henni í móður- stað og kannski var mamma syst- irin sem hana dreymdi um að eign- ast. Hún talaði um lævirkja- söngrödd ömmu, hvað afi hefði verið fróður og greindur maður, Jónína mikið gæðablóð og mamma skemmtileg. Um fátækt þeirra þeg- ar þau komu til Seyðisfjarðar og pabbi hennar leigði þeim íbúð í Járnhúsinu en Síma-Brynki var vel stæður enda í góðri vinnu. Hann og Þóra dóttir hans bjuggu hinum megin í húsinu og borðuðu hjá ömmu öll þessi ár. Svo fór Þóra á flug í frásögnum af sér og mömmu þegar þær voru að klæða sig upp og ganga úti á Aust- urveg í fínu kápunum sínum og gefa herramönnum auga. Fyrrum sagði mamma mér sögur af þeim Þóru, löngu seinna sagði Þóra mér sögur af þeim mömmu, stundum sömu sögurnar. Fyrir tveimur árum varð Þóra ní- ræð. Þá var haldin veisla á Hótel Sögu og hún eins og drottning í skartkjólnum sínum, vantaði ekkert nema kórónuna. Þar sat níræð hefð- arkona, bráðhugguleg og með á öll- um nótum. Við sungum fyrir hana nokkur dönsk lög, ég og systur mín- ar, svona til að minna á árið á Sórö þegar hún var á húsmæðraskólan- um. Ég heimsótti Þóru sumarið 2003. Ég var þá á leið austur á Seyðis- fjörð á ættarmót. Hún sat í mat- salnum og drakk kaffi í flauelsgalla og flauelsslopp. Ég fann að hana langaði með okkur austur en heils- an leyfði ekki langferðir. „Skilaðu góðri kveðju til allra frá Þóru frænku. Bara ef ég hefði orðið níræð fyrr, þá hefði ég kannski ver- ið búin að jafna mig og getað komið með ykkur austur! En skilaðu kveðju til allra og komdu aftur fljót- lega, þá geturðu skrifað eitthvað niður eftir kerlingunni, ég er orðin alveg óskrifandi aftur! Ef þú skrif- ar, þá skal ég reyna að muna eitt- hvað!“ Því miður skrifaði ég ekki nóg en margt man ég þó. Og minningin lifir um lady Þóru sem fór sínar eigin leiðir og var stór í sniðum. Vonandi hefur hún nú hitt litlu frænku sína sem beið hennar á bryggjunni forð- um en fór allt of fljótt. Sjálfur þakka ég allar góðu stundirnar og sögurnar af fólkinu mínu sem ég náði aldrei að hitta. Blessuð sé minning Þóru Brynj- ólfs. Ingólfur Steinsson. Þóra frænka var glæsileg og fal- leg kona sem tekið var eftir. Hún hafði dillandi hlátur og tindrandi augu sem geisluðu af kímnigáfu. Litlir fætur príla upp steinhöggn- ar tröppur á Vesturgötunni og mikil er tilhlökkunin og þessi yndislegi ilmur berst á móti okkur mömmu. Það er mikið lagt á sig til að fá að heimsækja Þóru frænku í konfekt- gerðina hennar, algjör ævintýra- heimur fyrir nokkurra ára snót. Ég sit við gluggann heima á Hverfisgötunni og horfi niður að Nóa-Siríusar húsinu, það er ekki langt til páska og ég á von á að Þóra frænka komi við á leiðinni heim með löskuð páskaegg, eins og hún orðaði það, en þau voru sko ekki löskuð í mínum huga. Ég held að frænka hafi sérstaklega valið þau handa okkur systrunum og þau voru ófá í gegnum árin. Helga frænka á Blikastöðum kallar saman stórfjölskylduna og þar situr Þóra frænka, hrókur alls fagnaðar, og geislandi hlátur henn- ar fyllir betri stofuna og ég dáist að henni úr fjarlægð. Heimsókn í Skeiðarvoginn þar sem Þóra er að koma sér upp rað- húsi, þetta var draumahús á tveim- ur hæðum, svona hús ætla ég að eignast. Ég heyri rödd Þóru fulla vand- lætingar: „Elsku Gunna mín, barnið er bröndótt.“ Ég er sár og reið, en Þóra frænka hlær að viðkvæmninni í nýbakaðri móðurinni með barnið sitt í röndóttum nýprjónuðum sam- festingi. Síminn hringir, Þóra frænka er að hugsa sér til hreyfings. Hún vill fara að komast inn á vistheimili þar sem hún getur fengið aðstoð þegar fram í sækir, og málin eru rædd. Við sitjum saman, frænkurnar, eitt fagurt sumarkvöld á svölunum á Hrafnistu í Hafnarfirði með blóm- in hennar Jónu frænku allt í kring- um okkur. Við horfum á spegilslétt- an hafflötinn og fiskibátana sigla í rólegheitum fram hjá. Útsýnið er óviðjafnanlegt, fjöllin í blámóðu fjarlægð og við ræðum saman um gamla daga, fólkið sem hefur orðið okkur samferða, og við fáum okkur sérry-lögg og konfekt. Með virðingu og þökk kveð ég frænku mína Þóru Birnu Brynjólfs- dóttur og Guð blessi ástvini hennar alla. Guðrún Kr. Þórsdóttir. Þóra frænka er dáin. Þetta verða bara fáein orð frá mér um þessa miklu konu. Það eru þvílík býsn sem maður eignast af frænkum um ævina. Bæði ungum og gömlum. Líklega kemst maður ekki yfir að kynnast þeim öllum að neinu ráði. Sumar þekkir maður þó alveg inn að beini og umgengst oft, aðrar hitt- ir maður sjaldnar en veit að hafa alltaf verið til og þekkir mjög vel. Sumar eru bara hverdagslegar frænkur sem maður veit allt um en aðrar eru dularfullar og sveipaðar einhverri dulúð en samt alltaf ná- lægar. Þóra frænka var seinni tegundin. Ég hitti hana sjaldan hin seinni ár en þekkti hana samt mjög vel. Hún var alltaf þessi dularfulla frænka en líka þessi sem afgreiddi hlutina ákveðið, oft með stuttri setningu og röggsemi og ekki orð um það meir. En alltaf svo flott. Dóttir Síma- Brynka sem var bróðir hennar Guð- rúnar ömmu. Þóra var aldrei eins. Hún bjó á Skeiðarvogi. Svo var hún á Siglufirði. Og svo bara guð veit hvað. Ég man eftir Þóru á Siglufirði. Ég var átta ára með mömmu í heim- sókn hjá henni og Snæbirni. Þóra hafði rekið konfektgerð í Reykjavík og hafði því nef fyrir sælgæti og vissi hvað börn geta hesthúsað mik- ið af slíku. Og ég hugsa að sjaldan eða aldrei hafi lítill drengur fengið jafnmikið nammi hjá einni frænku á jafnfáum dögum og ég þessa daga á Siglufirði. Meira að segja peninga- lyktin vék fyrir nammilyktinni. Og svo fór hún með mig í bíó. Og þar voru Gaui og Gokki í aðalhlutverk- um. Siglufjörður var þá stórborg. Síðast hitti ég Þóru í samkvæmi hjá Guðrúnu frænku minni – enn ein frænkan. Þar sat Þóra í öndvegi. Hún var drottningin í veislunni. Þannig man ég hana. Þannig vil ég muna hana. Hún var nefnilega svo- leiðis. Eiríkur Brynjólfsson. ÞÓRA BIRNA BRYNJÓLFSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.