Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 49
MINNINGAR
✝ Kjartan Ólafs-son fæddist á
Strandseli í Ögur-
hreppi við Ísafjarð-
ardjúp 17. febrúar
1913. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 25.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ólafur Kr.
Þórðarson bóndi á
Strandseli, f. 19.6.
1875, d. 19.12.
1933, og Guðríður
Hafliðadóttir, f.
1.10. 1879, d. 15.12. 1958. Föð-
urforeldrar Kjartans voru Þórð-
ur b. á Hjöllum í Skötufirði,
Gíslason og Guðrún Ólafsdóttir,
b. á Skjaldfönn, Jónssonar og k.h.
Jóhönnu Egilsdóttur, b. á Bakka-
seli Sigurðarsonar réttláta í Gils-
fjarðarmúla, Jónssonar. Móður-
foreldrar Kjartans voru Hafliði
vegghleðslumaður Jóhannesson,
bróðir Hannibals, afa Hannibals
ráðherra og Þóra Rósinkrans-
dóttir, bónda á Svarthamri, bróð-
ur Sigurðar afa Jóns Baldvins-
sonar fyrsta formanns Alþýðu-
flokksins. Systkini Kjartans voru
Guðrún húsfreyja í Unaðsdal, f.
1897, d. 1987, hún eignaðist sex-
tán börn, m.h. Helgi Guðmunds-
son, bóndi þar; Hafliði, f. 1900, d.
1969, bóndi í Ögri, k.h. Líneik
Árnadóttir frá Ögri, þau áttu sjö
börn; Þórður, f. 1902, d. 2002,
hann bjó í Odda í Ögurvík, út-
gerðarmaður, k.h. Kristín S.
Helgadóttir frá Skarði í Skötu-
firði, þau áttu fjögur börn og
þau skildu, eiga þrjú börn og eitt
barnabarn; Guðríður, f. 19.11.
1948, húsmóðir í Kópavogi og
ekkja eftir Guðmund Markússon
hdl. og eignuðust þau þrjú börn,
auk þess sem hún á fjögur barna-
börn; Halldór, f. 22.11. 1951, bú-
settur í Danmörku, var kvæntur
Birnu Hilmardóttur, eiga þau
tvær dætur. Auk þess á hann
dóttur með Ósk Guðmundsdóttur
og þrjú barnabörn.
Kjartan fæddist í Strandseli og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum.
Hann lauk prófi frá Héraðsskól-
anum á Laugarvatni og síðar frá
Samvinnuskólanum 1933. Hann
var verslunarstjóri um tuttugu
ára skeið, fyrst hjá Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi og Eyrar-
bakka og síðar hjá Kaupfélagi
Hafnfirðinga. Þá var hann starfs-
maður Samvinnubanka Íslands
frá stofnun hans og síðustu árin
fulltrúi þar, en hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir 1983.
Kjartan starfaði mikið að bind-
indismálum, auk þess sem hann
var mikill áhugamaður um ferða-
lög, ferðamál og ekki síst ætt-
fræði. Hann starfaði í ungmenna-
félögum í N-Ísafjarðarsýslu og í
Árnessýslu. Kjartan átti sæti í
framkvæmdanefnd Stórstúku Ís-
lands 1961-1981. Hann varð stór-
riddari 1963 og frkvstj. Stórstúku
Íslands 1963-1978. Hann var
fulltrúi IOGT á mótum og þing-
um erlendis, auk þess sem hann
var í stjórn norræna bindindis-
sambandsins og fulltrúi Íslands í
norræna góðtemplararáðinu. Þá
sat Kjartan í stjórn reglu Must-
erisriddara í þrjátíu ár. Síðustu
æviárin hefur Kjartan átt góðan
vin í Sigríði Helgadóttur.
Útför Kjartans verður gerð frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
einn fósturson; Sól-
veig, f. 1904, d. 1997,
m.h. Hannibal Valdi-
marsson alþm. og
ráðherra, þau áttu
fimm börn; Árni,
bóndi á Strandseli,
síðar í Reykjavík, f.
1907, d. 1967, k.h.
Guðný Guðjónsdótt-
ir, þau áttu einn
kjörson; Friðfinn, fv.
forstj. Háskólabíós,
f. 1917, d. 1980, k.h.
Halldóra Sigur-
björnsdóttir frá
Grímsey, þau eignuðust sjö börn.
Tveir bræður Kjartans dóu í
bernsku, þeir Hafliði, f. og d. í
janúar 1899, og Árni, f. 1905, d.
1907. Kjartan lést síðastur systk-
ina sinna.
Kjartan kvæntist 14. maí 1935
Kristjönu Guðrún Bjarnadóttur,
f. 11.11. 1911 úr Ögurnesi, d. 5.6.
1985, dóttir Bjarna Einars Ein-
arssonar, útvegsb. í Ögurnesi og
k.h. Halldóru Sæmundsdóttur frá
Hörgshlíð í Mjóafirði, húsfreyju.
Börn Kjartans og Kristjönu eru:
1) María Erla, f. 30.1. 1936, hús-
móðir, búsett í Kópavogi, var gift
Árna Björgvinssyni, þau skildu,
eiga þau tvö börn, sex barnabörn
og eitt barnabarnabarn. 2) Bolli,
f. 31.8. 1937, fyrrv. bæjarstjóri á
Ísafirði og kennari við VÍ, var
kvæntur Hrefnu Pétursdóttur
Jacobsen, sem er látin og eign-
uðust þau tvo syni, hann á eitt
barnabarn; Einar, f. 18.10. 1941,
fyrrv. deildarstjóri hjá SÍS, var
kvæntur Hildi Kristjánsdóttur,
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Þín elskandi dóttir,
Guðríður.
Elsku hjartans afi minn. Fyrir
mér ertu sigurvegari. Þú áttir 92 fal-
leg, stórbrotin og yndisleg ár. Ævi,
fulla af minningum um góðar stund-
ir með vinum og ættingjum.
Ég veit þetta af því að þú varst
svo duglegur að segja okkur barna-
börnunum frá því sem á daga þína
hafði drifið. Þú varst mikill sögu-
maður allt fram á þinn seinasta dag.
Þú gerðir okkur hin rík. Rík af sög-
um um fyrri tíma sem við höfðum
annars ekki fengið að taka þátt í. En
við urðum þess heiðurs aðnjótandi
að endurlifa tímana í gegnum frá-
sagnarlist þína. Takk fyrir mig.
Minningarnar hrannast upp.
Brosið þitt og faðmlagið. Ævinlega
glaðlegur og sposkur til augnanna.
Tilhugsunin um að sitja með þér yfir
„uppáhelltum“ kaffibolla í Kópavog-
inum að ræða um það sem á daga
manns hafði drifið yljar mér um
hjartaræturnar. Ekkert var nota-
legra.
Burt úr skarkalanum. Þú varst
alltaf svo innilegur og hlýr. Það var
sama hvert umræðuefnið var, alltaf
sýndir þú áhuga og tókst virkan
þátt. Þú bjóst yfir svo mikilli þekk-
ingu og reynslu. Vangaveltur mínar
litu alltaf öðruvísi út eftir heimsókn
til þín. Urðu heilsteyptari.
Takk fyrir mig.
Ég minnist þess alltaf hvað það
kom annar tónn í röddina hjá
mömmu þegar hún var að tala um
þig og ömmu Kristjönu. Ég áttaði
mig ekki á því fyrr en seinna að
þetta var ekki bara blæbrigðamunur
í röddinni.
Þetta var virðingartónn, jafnvel
lotning. Ég átti eftir að kynnast því
af sjálfsdáðum seinna að mín rödd
breyttist líka með árunum þegar ég
talaði um ykkur.
Fyrir mér stóðst þú alltaf fyrir
gildi. Gildi á borð við dyggðir, rétt-
sýni og kærleik. Fyrir mér hafðir þú
allt sem góða manneskju þarf að
prýða. Fyrir mér verður þú alltaf
hvunndagshetja. Fyrir mér ert þú
og verður alltaf einn fallegasti mað-
ur sem ég hef kynnst. Fyrir mér
verður þú alltaf einstakur.
Ég mun búa að því um aldur og
ævi að hafa fengið tækifæri til að
kynnast manni eins og þér. Ég verð
þér innilega þakklátur fyrir allt sem
þú hefur gefið mér. Mikið er ég
glaður að Sandra mín og börnin,
Daníel Aron og Helena María, hafi
fengið að hitta þig og kynnast Sig-
ríði. Án efa verður það gott vega-
nesti fyrir okkur út í lífið. Takk fyrir
okkur.
Við eigum öll eftir að sakna þín en
jafnframt munum við fagna lífinu
þínu. Þú ert sigurvegari.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Davíð Guðmundsson.
Elskulegasti afi minn, ég sakna
þess að faðma þig og fá koss frá þér.
Ég fann alltaf fyrir svo mikilli
væntumþykju frá þér, það var svo
gott. Það var notalegt hvað við feng-
um góða og fallega kveðjustund með
þér á spítalanum rétt eftir að þú
kvaddir þennan heim. Mikill friður
ríkti með þér og þú varst svo fal-
legur. Mér þótti yndislegt að sjá
hversu vel fjölskyldan stóð saman
við þennan mikla missi.
Það sem kemur fyrst upp í huga
minn, þegar ég hugsa um afa, þá er
afi úti í garði með skóflu í hendi, úti-
tekinn og á hlýrabol. Þegar maður
kom niður í Birkihvamm og enginn
svaraði dyrabjöllunni þá fór ég bein-
ustu leið út í garð og þar var afi að
bogra yfir beðunum. Afi var með
hæstu trén í hverfinu og þótti hon-
um afskaplega vænt um þau, enda
gáfu þau gott skjól.
Afi var mjög ættfróður og hafði
endalausan áhuga á því. Hann gat
rakið ættir úr öllum landshlutum.
Hann var alltaf að segja manni frá
frænkum og frændum og hvernig
við vorum skyld og hefur margt sí-
ast inn, enda gaman að vita sitthvað
um ættina sína. Afi gat nefnt alla
bæi á landinu hvern á fætur öðrum,
enda búinn að ganga þetta allt í
gegnum tíðina, þvílíkt afrek! Ótrú-
legt að hlusta á hann rekja þetta
allt, það er eins og að hlusta á ein-
hvern lesa upp úr bók. En þetta var
allt vel geymt í minni hans fram á
síðasta dag.
Afi tók aldrei bílpróf en ferðaðist
þó mikið fótgangandi og með margs
kyns samgöngutækjum jafnt innan-
lands sem erlendis. Alltaf þegar ég
kom heim úr ferðalögum, hvaðan
sem það var í heiminum, þá hafði afi
alltaf komið á sömu slóðir og fræddi
mig um staðina (hann náði alltaf að
toppa mann). Hann mundi eftir
hverju smáatriði, gleymdi engu.
Mamma mín kallar það límminni og
það á ágætlega við.
Afi var ótrúlega barngóður, elsk-
aði börn, enda átti hann marga af-
komendur. Við vorum dugleg að
heimsækja afa og ömmu í Birki-
hvammi í gamla daga af því að það
var svo spennandi að leika uppi á
háalofti og fara í búðó inn á skrif-
stofunni hans afa.
Margar minningar koma upp þeg-
ar maður sest niður og skrifar orð
um elsku afa. Allar minningarnar
eru hlýjar, enda afi yndislegur mað-
ur og algjör hetja í okkar augum.
Hans verður sárt saknað, en hann
fékk að lifa stórkostlegu og við-
burðaríku lífi og það er nú afar dýr-
mætt. En eitt vitum við með sanni
þegar við fæðumst, að við deyjum.
Elsku besti afi, takk fyrir allt.
Þín
Nana.
Afi minn, elskulegur, virðulegur,
heiðarlegur, traustur, trúr, stoltur.
Allt sem prýðir góðan mann. Stór
og sterk persóna. Góð fyrirmynd.
Afi minn göngugarpurinn og
ferðalangurinn. Bar ríka virðingu
fyrir landinu, náttúrunni, blómunum
og skordýrunum.
Fíflarnir fengu uppreisn æru í
garðinum hans og köngulærnar
fengu að vinna sitt listaverk í friði.
Afi minn að laga Bragakaffið góða
með kaffiskeiðinni sem brotnaði en
fékk hlutverk sitt aftur eftir við-
gerðina með snærisspottanum, eins
og ný! Suðusúkkulaði og piparkökur
með kaffinu og að sjálfsögðu kaffi-
rjóminn.
Afi minn, langafi barnanna minna
með þau á hnjánum að segja þeim
sögur af Grámanni í Garðshorni,
kenna þeim að segja komdu sæl(l)
og vertu blessuð(aður), telja fing-
urna, klára mjólkina sína svo þau
verði stór og sterk. Óspar á hrósyrði
þeim til handa.
Afi minn stoltur af fallega hópn-
um sínum en það kallaði hann fjöl-
skylduna sína og hann ljómaði eins
og sólin þegar við komum öll saman.
Afi minn sposkur á svip og axl-
irnar hristust af hlátri Afi minn og
ég á gæðastundum í einlægu spjalli
um lífið og tilveruna.
Afi minn, elsku afi minn, takk fyr-
ir allt og allt.
Ég kveð þig eins og þú kvaddir
mig alltaf þar sem þú stóðst á úti-
tröppunum, fylgdist með mér þar til
ég hvarf úr augsýn og veifaðir:
Guð veri með þér, elsku vinurinn.
Þín
Helga.
Hann afi minn í Kópó er dáinn.
Þessi glæsilegi, heilsteypti og ynd-
islegi maður sem í mínum huga var
eilífur, klettur sem alltaf hefur verið
til staðar, hnarreistur og tignarleg-
ur. Hann var glæsilegur maður, víð-
förull og ættfróður með eindæmum.
Afi sem alltaf átti heitan lófa, hrós,
malt að drekka og var fullur af fróð-
leik um allt milli himins og jarðar.
Ég á margar góðar minningar úr
Birkihvamminum þar sem alltaf var
tekið á móti mér opnum örmum.
Tréð og hreiðrin við eldhúsglugg-
ann, leikirnir á háaloftinu og þegar
ég fór og kynnti hann fyrir kærast-
anum mínum. Hversu glaður og
hamingjusamur hann var þegar ég
fór með litlu stelpurnar mínar til
hans og hversu mikið ég minnti
hann alltaf á ömmu.
Nú hefur hann verið leystur frá
friðlausum öldum lífsins og vitjar
ævintýra á öðru tilverustigi. Hafðu
þökk fyrir allt, elsku afi minn, Guð
þér fylgi um alla eilífð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín
Fanney Dóróthe.
„Það ætla ég að vona, Guðríður
mín, að þín búskaparár hérna verði
færri en mín.“ – Svo mæltist Hall-
dóru, konu Baldvins Jónssonar, þeg-
ar hún afhenti ömmu minni búrlykl-
ana á Strandseljum, en þau höfðu
búið þar samtals í 15 ár. Amma og
afi, Guðríður Hafliðadóttir og Ólafur
Þórðarson, settu þar saman bú. Afi
dó 1933, en amma hélt áfram að búa
með syni sínum, Árna, til ársins
1944, er þau fluttu út á Ísafjörð.
Samtals urðu því búskaparár ömmu
á Strandseljum 45. Þar ólu þau
amma og afi upp sjö börn sín, sem á
legg komust, og var meðal þeirra
Sólveig, móðir mín.
Kjartan var næstyngstur, fæddur
1913. Hann var ungur gagntekinn af
ungmennafélagshugsjóninni, um að
vinna Íslandi allt, að ganga heill til
allra starfa, iðka bindindi, afla sér
þekkingar, og ekki hvað sízt að
rækta jörðina, ekki síður en huga og
hönd. Guðrún systir hans (f. 1897)
bjó í Unaðsdal ásamt manni sínum,
Helga Guðmundssyni, annáluðum
dugnaðarmanni og sjósóknara. Haf-
liði bróðir hans (f. 1900) ræktaði tún
á Garðsstöðum og kom þar upp
reisulegu húsi. Árið 1935 var gamli
bærinn á Strandseljum rifinn og
nýtt hús, steinsteypt, reist á einu
sumri. Kjartan hafði hug á að byrja
að búa, en hvarf frá því og má segja
að hann hafi helgað starfskrafta sína
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga.
Hann vann hjá Kaupfélagi Árnes-
inga (á Eyrarbakka), hjá Kaupfélagi
Hafnarfjarðar og hjá Samvinnu-
sparisjóðnum og Samvinnubankan-
um.
Eitt helzta áhugamál Kjartans
frænda var að kynna sér hagi lands
og lýðs. Hann ferðaðist um allt Ís-
land og má segja að hann hafi þekkt
hvern fjörð og vík á landinu. Síðan
fór hann oft til Norðurlanda og gekk
á fjöll á Skandinavíuskaganum, og
voru þeir ófáir staðirnir sem hann
heimsótti þar. En kröftum sínum
varði hann ekki hvað sízt í þágu
Góðtemplarareglunnar. Hann starf-
aði þar af miklum þrótti og var um
tíma áhrifamaður í Stórstúku Ís-
lands. Móðurbróðir minn tók bind-
indisheit sitt svo alvarlega, að hann
átti einkar erfitt með að deila rými
með drukknum mönnum. En þá er
eftir ótalið starf það sem hann
sinnti, einkum eftir að hann lét af
störfum hjá samvinnuhreyfingunni.
Það var ættvísi. Ég hygg að hann
hafi hafizt handa, eins og svo marg-
ir, með því að setja saman eigin ætt-
artölu. En um það er lauk hafði
hann á hraðbergi áttvísi um alla
Djúpmenn. Sumt af því mun hann
hafa ritað, og er það handrit dýr-
mætt í augum okkar sem áhuga höf-
um á ættum Djúpmanna.
Ekki verður frænda míns minnzt
svo að ekki sé nefnd kona hans, en
hún hét Kristjana Bjarnadóttir, en
faðir hennar var Bjarni Einar, út-
vegsmaður í Ögurnesi. Þau eignuð-
ust saman fimm börn, og er af þeim
kominn allfjölmennur frændgarður.
Ævi Kjartans frænda míns er
svipuð margra annarra af hans kyn-
slóð. Þegar hann var að vaxa úr
grasi, var ekki um margar leiðir að
velja til að afla sér þekkingar og
færni, en héraðsskólarnir, sem þá
voru að koma til sögunnar, breyttu
miklu hjá mörgum. Það mun hafa
vakað fyrir mörgum bændasonum
að umbylta nú öllum búskaparhátt-
um og skapa nýtt líf í sveitum. En
það höfðu ekki allir færi á að taka
þátt í þeim bardaga, og hröktust á
mölina og stofnuðu það nýja líf sem
færðist í bæi og borg. Meginhluta
ævinnar bjó hann og starfaði á suð-
urhluta landsins. En hugur hans og
hjarta var samt í heimasveitinni: í
Ögurhreppi við Djúp.
Kjartan Ólafsson hefur nú kvatt
okkur hinztu kveðju, síðastur systk-
ina sinna. Blessuð sé minning hans.
Arnór Hannibalsson.
Það var alltaf hátíð að hitta Kjart-
an Ólafsson. Hvort sem maður
mætti honum í dagsins önn eða gat
sest niður í næði og numið af honum
tíðindi forn og ný var stundin nota-
leg og hlý og björt. Hann var ramm-
íslenskur heimsborgari, víðförull og
víðsýnn, en bundinn uppruna sínum
og átthögum traustum böndum.
Kjartan Ólafsson var hugsjóna-
maður. Áratugum saman var hann í
forystusveit íslenskrar bindindis-
hreyfingar og þar munaði um hand-
tök hans. Hann var lengi fram-
kvæmdastjóri Stórstúku Íslands og
stórritari og einnig í stjórn nor-
rænna bindindissamtaka. Hann var
þaulreyndur félagsmálamaður, hon-
um voru falin erfið verk og sýndur
mikill trúnaður. Hann reyndist jafn-
an hinn nýtasti maður í hvívetna.
Ég kynntist því vel hve hæfur
maður Kjartan var, bæði í störfum
sínum heima og erlendis. Hann var
góður ræðumaður, mælti vel á tung-
ur frænda vorra norrænna og var
vinmargur og skemmtilegur. Það
sást best þegar brugðið var á leik
eftir erfiða fundi.
Kjartan Ólafsson var afar góður
ferðafélagi, fróður, margvís og ráð-
snjall. Sama var hvort farið var um
Ísland eða ferðast meðal erlendra
þjóða; alls staðar var Kjartan fróð-
leiksbrunnur. Ungur hafði hann far-
ið fótgangandi um flest héruð Ís-
lands og kunni skil á örnefnum um
allt land. Ég hygg hann hafi þekkt
með nafni flesta bæi á landinu og
getað rakið sögu þeirra margra og
ábúenda aftur í aldir. Hann hafði
einnig farið víða erlendis og kunni
skil á landsháttum og menningu
margra þjóða.
Kjartan Ólafsson hefur nú safnast
til feðra sinna. Að honum er mikill
sjónarsviptir þótt kominn væri á tí-
ræðisaldur. Hann var í rauninni
aldrei gamall. Eldur kærleikans
brann ófölskvaður í brjósti hans.
Hann trúði á sigur sannleikans.
Hann var hollur félögum sínum og
hugsjónum og drengur góður. Við
Björg söknum vinar í stað, biðjum
honum og ástvinum hans Guðs
blessunar og kveðjum með orðum
þeim sem Jónas lagði Gunnari í
munn: „Farðu vel, bróðir og vinur.“
Ólafur Haukur Árnason.
KJARTAN
ÓLAFSSON
Fleiri minningargreinar
um Kjartan Ólafsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Markús Guð-
mundsson og Guðmundur og Sig-
ríður, Birkihvammi 7.