Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 50

Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórður Guðjóns-son fæddist á Ökrum á Akranesi 10. október 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 27. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingiríður Bergþórsdóttir frá Bergþórshvoli á Akranesi, f. 1889, d. 1958, og Guðjón Þórðarson frá Vega- mótum á Akranesi, f. 1885, d. 1941. Systk- ini Þórðar eru: Bergþór, f. 1913, d. 2000, Ingileif, f. 1916, Jóhannes, f. 1920, d. 1999, og Helga, f. 1928. Þórður kvæntist 1. júní 1951 Marselíu Guðjónsdóttur frá Hreppsendaá í Ólafsfirði, f. 1. febr- úar 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Herdís Sigurjónsdóttir frá Hamri í Stíflu, f. 1893, d. 1987, og Guðjón Jónsson frá Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði, f. 1890, d. 1964. Börn þeirra eru: 1) Inga Jóna, viðskipta- fræðingur, f. 24. sept. 1951, gift Geir H. Haarde, utanríkisráðherra. Dætur þeirra eru a) Helga Lára, háskólanemi, f. 1984; b) Hildur María, menntaskólanemi, f. 1989. Sonur Ingu Jónu og stjúpsonur Geirs er c) Borgar Þór Einarsson, lögfræðingur, f. 1975, maki Unnur Svava Jóhannsdóttir. Börn þeirra eru Breki Þór, f. 1998, og Marselía Bríet, f. 1999, stjúpdóttir Borgars og dóttir Unnar er Sigrún Líf, f. 1994; stjúpdætur Ingu Jónu og dæt- ur Geirs: d) Ilia Anna, flugfreyja og maki Anna María Gísladóttir. Börn þeirra eru Helga María, f. 2002, og Jóhannes Kristinn, f. 2005; f) Jó- hannes Karl, knattspyrnumaður, f. 1980, maki Jófríður María Guð- laugsdóttir. Synir þeirra eru Ísak Bergmann, f. 2003, og Jóel Þór, f. 2005. Þórður stundaði nám í Stýri- mannaskólanum, lauk þaðan minna fiskimannaprófi 1943 og meira fiskimannaprófi 1951. Sjómennska og útgerð var hans ævistarf. Hann var fyrst lögskráður á skip ferm- ingarárið sitt og tók við skipstjórn á Öldunni 1944. Árið eftir réðst hann skipstjóri á Sigurfara AK, var með hann til ársins 1956 er hann tók við Sigurvon AK. Vorið 1961 tók hann við skipstjórn á Önnu SI og nokkr- um árum síðar réðst hann í félagi við annan í að láta smíða skip í Hol- landi, Sigurborgu, sem kom til landsins vorið 1965. Þórður var skipstjóri þar til hann seldi sinn hlut og lét smíða nýtt skip í Skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf. 1972 með sama nafni. Eftir það stundaði hann útgerð og fiskverk- un, en hætti útgerð 1986 og rak fiskverkun áfram um nokkurra ára skeið. Þórður tók virkan þátt í fé- lagsstarfi skipstjóra og útgerðar- manna og var í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Hafþórs, formaður Útvegsmannafélags Akraness og í samninganefnd LÍÚ. Hann starfaði í hafnarnefnd Akra- ness um árabil. Hann hlaut heiðurs- viðurkenningu Slysavarnafélags Ís- lands fyrir björgunarstörf og heiðursmerki sjómannadagsins. Þórður starfaði í Oddfellow-regl- unni um áratugaskeið. Útför Þórðar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. grunnskólakennari, f. 1977, maki Ágúst Fjeldsted. Dóttir þeirra er Ingibjörg Anna, f. 2005; e) Sylvía, sjúkraliði, f. 1981, maki Gunnar Bjarnason. Sonur þeirra er Róbert Bjarni, f. 2004. 2) Her- dís, sjúkraliði og fisk- verkandi, f. 31. janúar 1953, gift Jóhannesi S. Ólafssyni, útgerð- armanni. Börn þeirra eru a) Þórður Már, f. 1973, forstjóri, maki Nanna Björg Lúðvíksdóttir. Börn þeirra eru Kristófer Orri, f. 1997, Herdís Lilja, f. 2001, og Katrín Rós, f. 2004; b) Lára, hárgreiðslumeistari, f. 1974. Dóttir hennar og Skarphéðins Magnússonar er Svanhildur, f. 1998, sonur hennar og Harðar Ólafssonar er Jóhannes Breki, f. 2004; c) Ingunn Þóra, háskólanemi, f. 1981 d) Guðjón, framhaldsskóla- nemi, f. 1985. 3) Guðjón, knatt- spyrnustjóri, f. 14. sept. 1955, kvæntur Hrönn Jónsdóttur, kenn- ara. Synir þeirra: a) Atli, mennta- skólanemi, f. 1988 b) Tjörvi, nemi, f. 1990. Stjúpsonur Guðjóns og sonur Hrannar c) Leó, iðnaðarmaður, f. 1981. Synir Guðjóns og fyrri konu hans Bjarneyjar Þ. Jóhannesdóttur: d) Þórður, knattspyrnumaður, f. 1973, maki Anna Lilja Valsdóttir. Dætur þeirra eru Valdís Marselía, f. 1994, Veronica Líf, f. 1997, og Victoria Þórey, f. 2005; e) Bjarni Eggert, knattspyrnumaður, f. 1979, Eftir langa og erfiða sjúkdómslegu er Þórður tengdafaðir minn lagður upp í sína hinstu för. Hann lést 27. október sl. á Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hann hafði notið frábærrar umönnunar í veikindum sínum. Her- dís dóttir hans var honum ómetanleg stoð og stytta og annaðist hann einn- ig af mikilli ósérhlífni hvernig sem á stóð. Þrátt fyrir að líkamlegir kraftar væru þrotnir hélt hann andlegri reisn sinni fram undir það síðasta og fylgd- ist grannt með málefnum sinna nán- ustu. Varð eitt og annað í þeim efnum til að gleðja hann síðustu vikurnar. Raunar lifði Þórður lengur en nokkur gat gert sér vonir um miðað við þau veikindi sem hann þurfti að takast á við síðustu misserin. Hann var bar- áttumaður alla tíð og stóð meðan stætt var. Handtakið hans var alltaf jafn þétt og hlýtt, allt fram á sjálfan dánardaginn. Síðustu mánuðina var hann mikið til rúmliggjandi en leið best þegar hann gat verið heima á Skólabrautinni. Á liðnu sumri og hausti áttum við margar góðar stund- ir saman þar sem hann rifjaði upp gamla tíma á Akranesi. Dagspart í ágústmánuði fórum við ánægjulega ferð vestur í Fáskrúð í Dölum þar sem hann hafði veitt á hverju ári í um 60 ár og þekkti hvert fótmál. Eftir að Þórður hætti öllum at- vinnurekstri helgaði hann fjölskyld- unni alla sína krafta. Hann var mikið á sjónum og fjarri heimilinu á upp- vaxtarárum sinna eigin barna en gaf barnabörnunum í staðinn þeim mun meiri tíma. Hann fylgdist vel með öllu sínu fólki í námi og starfi, nær og fjær. Knattspyrnan var honum mikið áhugamál og hann var stoltur af ár- angri afkomenda sinna í knatt- spyrnuheiminum. Heimili þeirra Marselíu stóð jafnan öllum opið og var um tíma eins og félagsmiðstöð margra ættliða. Var jafnan notalegt að hreiðra um sig í eldhúskróknum á Skólabraut og drekka þar kaffi eða kíkja í pottana hennar Mörsu sem aldrei tæmdust. Þegar ég kom þar fyrst bjó Herdís tengdamóðir Þórðar einnig á heimilinu og síðustu árin hafa langafabörnin einnig átt þar at- hvarf. Marsa hefur undanfarin ár átt við mikil veikindi annarrar gerðar að stríða en dvelur nú umvafin hlýju á öldrunardeild SHA. Þórður og Marselía tóku mér opn- um örmum frá fyrstu tíð sem og eldri dætrum mínum tveimur og hafa allt- af reynst mér og allri fjölskyldu minni frábærlega vel. Gestrisnara og gjafmildara fólki hef ég ekki kynnst um dagana. Þau ólu upp Borgar Þór dótturson sinn í miklum kærleika, þar til hann fluttist til okkar Ingu, og dætrum okkar voru þau ávallt öruggt skjól þegar á því þurfti að halda. Ég lærði margt af tengdaföður mínum á þeim ríflega 20 árum sem leiðir okkar lágu saman, m.a. um stjórnmál. Þau hjón höfðu bæði mikla pólitíska sann- færingu og ríka réttlætiskennd, trúðu á gildi einstaklingsframtaks og atvinnufrelsis en gerðu sér jafnframt glögga grein fyrir samhengi frelsis og ábyrgðar og skyldu samfélagsins til að styðja við þá sem eiga undir högg að sækja. Tóku þau bæði virkan þátt í flokksstarfi sjálfstæðismanna á Akranesi, en Þórður gegndi jafn- framt trúnaðarstörfum fyrir útvegs- menn, bæði á Akranesi og innan LÍÚ. Hann var einnig um árabil í hafnar- nefnd bæjarins. Marselía sýndi hug sinn til minni máttar í verki með ára- löngu starfi sínu í barnaverndar- nefnd á Akranesi. Þau voru bæði jafnan ráðagóð og jákvæð en létu vita af því þegar þeim mislíkaði. Þórður var Skagamaður í húð og hár, fæddist í gamla húsinu á Ökrum við Skólabraut en byggði sér hús handan götunnar 1955 þar sem áður stóð bærinn Bergþórshvoll, en þar hafði móðurfólkið hans búið. Eins og títt var á þeim tíma fór hann ungur til sjós, fyrst með föður sínum aðeins 11 ára en fermingarárið fór hann á vetr- arvertíð upp á hálfan hlut. Faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, hafði árið 1896 verið sendur einn síns liðs 10 ára gamall vestur um haf til að létta á heimili sinna foreldra. Ekki var tekið á móti honum eins og til stóð og þurfti Guðjón að bjarga sér upp á eigin spýtur í Bandaríkjunum og Kanada uns hann hafði safnað sér fyrir far- areyri til að komast aftur heim til Ís- lands tólf árum síðar. Segir fátt af því hvernig hann tókst á við sín óblíðu ör- lög sem unglingur vestan hafs, en hitt segir sína sögu um þann efnivið sem í honum bjó, að hann skyldi ná að kom- ast aftur heim, fjölskyldu sinni til mikillar undrunar. Varð hann þekkt- ur sjósóknari á Skaganum. Þeir sem þekkja þessa sögu skilja betur upp- lagið í systkinunum frá Ökrum. Nú hafa bræðurnir þrír allir kvatt en systurnar tvær lifa menn sína. Þórður varð skipstjóri tvítugur, fyrst á bátum annarra en síðan eigin skipum til 1972 er hann fór í land og tók aðeins afleysingatúra eftir það. Hann var fengsæll skipstjóri, oft afla- kóngur, en varkár og yfirfyllti ekki skip sitt. Eftir að hann hætti sjálfur á sjónum gerði hann út skip sitt Sig- urborgu AK í rúman áratug og rak fiskvinnslu fram yfir 1990. Þórður tók minna fiskimannapróf frá Sjómanna- skólanum 1943 og hið meira 1951. Þegar hann var í skólanum í Reykja- vík leigði hann herbergi í kjallaran- um hjá Sveini Benediktssyni á Miklu- braut 52 og urðu þeir góðir kunn- ingjar. Sagði Þórður mér að gaman hefði verið að drekka kvöldkaffi hjá Sveini og Helgu konu hans, ekki síst þegar Bjarni bróðir Sveins kom í heimsókn og þeir bræður tóku tal saman um málefni líðandi stundar. Á þessum tíma leigði ung stúlka úr Ólafsfirði í Barmahlíð 14 þar sem Þórður var kostgangari og felldu þau hugi saman. Marselía var þá byrjuð að vinna fyrir sér í Reykjavík. Það er skemmtileg tilviljun að um tíma var hún í vist hjá Sigurgeiri biskup og frú Guðrúnu, sem þá bjuggu að Öldugötu 14 í húsi afa míns, Vesturhlíð, þar sem móðir mín bjó í allmörg ár áður en hún giftist. Þórður lét smíða fyrstu Sigurborg- ina í Hollandi árið 1965 í félagi við Þráin Sigurðsson og gerðu þeir út saman í nokkur ár. Hollenska skipa- smíðastöðin rambaði á barmi gjald- þrots og munaði minnstu að skipið yrði innlyksa vegna þess máls. Tókst Þórði þó með harðfylgi að koma því heim en hann taldi þetta skip, sem síðan var selt til Vestmannaeyja, besta sjóskip sem hann hefði stjórn- að. Hann lét smíða nýja Sigurborgu í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi 1972. Voru fleiri skip í stöð- inni þegar það slys varð að skipalyft- an brotnaði og Gissur hvíti fór á hlið- ina í slippnum þannig að ekki var hægt að sjósetja önnur skip. Voru þá góð ráð dýr og mikið í húfi að koma skipunum sem fyrst á flot. Varð að ráði að útbúa bráðabirgðaaðstöðu til að hleypa þeim niður í Krossvík norð- an við slippinn og var Þórður fenginn til að marka þar leið út úr skerjagarð- inum. Hafði ekki áður verið farið með svo stór skip á þær slóðir, en Þórður gerþekkti staðhætti og treysti sér til að taka þá áhættu að sigla út bak- dyramegin, ef svo mætti segja. Tókst þetta vonum framar og þótti mikið af- rek. Þegar tengdafaðir minn hóf að sækja sjóinn var bókstaflega allt með öðrum brag en síðar varð, hafnarað- staða lítil og léleg, róið á litlum bát- um, veðurspár takmarkaðar og fjar- skipti bágborin. Hörmuleg sjóslys voru því tíð og höfðu víðtæk áhrif á allt samfélagið. Þórður, sem var trú- aður maður, sagðist telja að yfir sér hefði ævinlega verið sérstök vernd- arhendi á sjónum. Hann var sá gæfu- maður öll sín skipstjórnarár að missa aldrei mann og aðeins einu sinni slas- aðist maður um borð hjá honum. Hins vegar var hann svo lánsamur að bjarga sjálfur mannslífum oftar en einu sinni. Mesta afrek hans í þeim efnum er eflaust björgun 15 manna áhafnar norska flutningaskipsins Bro frá Haugasundi, sem strandaði und- an Mýrum í ofsaveðri 9. október 1947, kvöldið áður en Þórður varð 24 ára. Hann var þá með Sigurfara AK og vel kunnugur skerjagarðinum á Mýrun- um frá því hann byrjaði að róa á þeim slóðum með föður sínum. Til er frá- sögn Þórðar af þessum atburði, en bátur hans var án ljóskastara og með bilaðan dýptarmæli og þurfti í stað- inn að notast við handlóð. Lyktaði þessu máli með því að skipbrots- mönnunum var komið heilum á húfi til Reykjavíkur þar sem norski konsúllinn tók á móti þeim. Á bryggj- unni kvöddu Norðmennirnir og þakk- aði skipstjórinn Þórði lífgjöfina og bað hann heimsækja sig ef hann kæmi einhvern tíma til Noregs. En Þórður sigldi heim á Skaga og hittust þeir ekki eftir það. Þessi björgun þótti frækileg. Reyndar hafði Þórður sjálfur orðið skipreka á þessum slóð- um sumarið 1941 með Gísla Páli mági sínum. Bar þá helkalda að landi í Knarrarnesi eftir tveggja sólar- hringa hrakninga á talstöðvarlausri trillu og voru háttaðir ofan í rúm hjá því góða fólki sem þar bjó. Fyrir tveimur árum sigldum við Inga með Þórði og fleira fólki um þetta svæði úr afmæli Stellu í Knarrarnesi yfir í Straumfjörð. Rifjaði hann þá upp ým- islegt frá þessum tíma og sýndi okkur m.a. skerið Hnokka þar sem Pour- quoi Pas? fórst í september 1936 og síðan staðinn þar sem Bro strandaði. Var þessi för okkur Ingu ógleyman- leg. Já, það er vissulega margs að minnast við leiðarlok og margt að þakka. Þórður var víðsýnn maður og vel lesinn, agaður og orðvar. Tranaði ekki fram skoðunum sínum þótt þær væru oft býsna ákveðnar og miklaði ekki fyrir sér hlutina. Hann var myndarlegur á velli, svipmikill og dökkhærður lengst af, augun brún. Hann gerði ávallt krossmark á úti- dyrnar þegar hann fór að heiman og þótti mér það fallegur siður. Ég kveð hann með mikilli virðingu og þökk í fullvissu þess að hann muni „stýra sínu fari heilu heim í höfn á friðar- landi“. Geir H. Haarde. Það var fyrir þrjátíu og fjórum ár- um að leiðir okkar Þórðar Guðjóns- sonar lágu saman er ég kynntist Her- dísi dóttur hans sem síðar varð konan mín. Ég vissi vel af þessum skipstjóra sem sótti sjóinn og var af Akraætt- inni á Akranesi en allir bræðurnir frá Ökrum voru skipstjórar og annálaðir fiskimenn. Frá fyrstu kynnum var Þórður mér sem besti faðir og hafa samskipti okkar í gegnum tíðina ver- ið náin. Strax á fyrstu árum búskapar okk- ar hjóna hóf ég störf við útgerð Þórð- ar og starfaði hjá honum fram til 1979 en þá eignaðist ég minn fyrsta bát. Hef ég notið þess í ríkum mæli í mínu starfi sem skipstjóri og útgerðarmað- ur að hafa hann mér við hlið, ráðholl- an með sína miklu reynslu að baki. Veðurglöggur var hann með af- brigðum. Hann sagði mér oft til um veður, kom til mín að kvöldi, þá búinn að fara niður að vita og skoða skýja- farið og stjörnur, sem hann byggði sína veðurspá á og lét mig vita að nú væri sjóveður á morgun þó spáin segði annað. Eftir að farsímar komu hringdi hann í mig til að fylgjast með afla- brögðum, en gat jafnframt um hvort hann væri að trufla okkur við vinnu því enginn skildi störf sjómanna bet- ur en hann. Bað hann mig jafnan að hringja þegar lagt væri af stað í land því þá væri tími til að spá í róðurinn og á hvaða miðum fiskað var. Eftir að hann hætti sjálfur í útgerð tók hann virkan þátt í útgerðinni með okkur hjónum og er það okkur dýrmæt reynsla sem við munum búa að um ókomna tíð. Alltaf var hann mættur á bryggjuna þegar Hrólfurinn var að koma að landi því þar var hugurinn og ekki leið sá dagur að hann kæmi ekki í fiskhúsið til okkar. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd og sýndi það sig er við fórum að gera bátinn út frá Arnar- stapa að þá kom reynsla hans sér vel því hann var öllum hnútum kunnugur á miðum undan Jökli frá sínum sjó- mannsferli. Þá var gott að geta stuðst við landmið, sem í dag er á undan- haldi . Hans helsta áhugamál voru lax- veiðar og fótbolti.Við vorum veiði- félagar til margra ára og fór fjöl- skyldan í veiðiferðir vestur í Dali, í Fáskrúð, í Flekku og í Hauku. Þekkti hann þessar ár eins og hendina á sér enda veitt þar frá unga aldri. Betri hvíld frá amstri hversdagsleikans var ekki hægt að hugsa sér en að vera við laxveiðar í fögru umhverfi og njóta náttúrunnar. Fótboltinn var hans líf og yndi enda margir fótboltamenn í ættinni og fylgdist hann með enska boltanum og var hann eindreginn ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.