Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 51
stuðningsmaður Manchester Utd.
Nú er komið að kveðjustund og vil
ég þakka Þórði allt sem hann var
mér, hvatti mig ávallt til dáða og
sýndi mér að allt er mögulegt ef vilj-
inn er fyrir hendi. Einnig vil ég þakka
hvað hann reyndist börnum okkar
góður afi. Að lokum bið ég algóðan
Guð að blessa minningu Þórðar Guð-
jónssonar.
Jóhannes Ólafsson.
Elsku afi. Það er margt sem fer í
gegnum hugann þegar ég hugsa til
baka og rifja upp allar minningarnar
sem ég á um þig, elsku afi minn,
minningar sem ég mun varðveita í
hjarta mínu allt til æviloka. Milli okk-
ar mynduðust náin tengsl og skiln-
ingur sem erfitt er að lýsa eða út-
skýra. Þú varst ávallt til staðar er ég
þurfti að deila sorgum mínum og
sigrum með einhverjum. Þú hvattir
mig áfram er á móti blés og gladdist
yfir sigrum mínum. Það var sama
hvað það var, alltaf gat ég leitað til
þín. Þú varst kletturinn og þú ert og
verður fyrirmyndin.
Heimilið þitt á Skólabrautinni hef-
ur í gegnum tíðina verið mitt annað
heimili. Þar bjó ég mín fyrstu ár, þar
kom ég nánast daglega á mínum upp-
vaxtarárum á Skaganum og þar hóf
ég sambúð mína með Önnu Lilju. Það
að hafa búið með ykkur ömmu hefur
verið blessun fyrir mig og Önnu
Lilju, því sú ást og hlýja sem við fund-
um hjá ykkur hefur fylgt okkur í
gegnum lífið. Þar byggðum við Anna
Lilja grunninn að okkar ástkæra
hjónabandi.
Þó svo að ég hafi flutt frá Íslandi
fyrir um 12 árum, héldust okkar
sterku tengsl. Heimsóknir þínar til
okkar bæði í Þýskalandi og í Belgíu
eru ofarlega í huga og margar góðar
minningar tengdar þeim. En þegar
ég kom til Íslands, eða heim, þá
fannst mér ég ekki vera kominn heim
fyrr en ég hafði komið og heilsað upp
á ykkur á Skólabrautinni. Þá var ég
kominn HEIM aftur.
Lokakafli ævi þinnar, þegar svefn-
inn langi var byrjaður að kalla á þig,
hefur reynst mér erfiður. Að vera
svona langt í burtu og geta ekki
hjálpað þér meir er eitthvað sem erf-
itt er að sætta sig við. En í öllum okk-
ar samtölum þá var samt ekki að
heyra að þú værir orðinn þreyttur,
aldrei var kvartað og ekki til neinn
uppgjafartónn. Svo þegar útséð var
að brátt myndir þú fá hvíldina góðu,
sofna svefninum langa, þá kom ég og
átti með þér tvo daga inná sjúkrahús-
inu á Akranesi. Kveðjuorðin sem þú
hvíslaðir í eyra mér er við kvöddumst
í hinsta sinn, munu fylgja mér allt þar
til við sjáumst aftur. Sofðu rótt, elsku
afi.
Þórður Guðjónsson og fjölskylda.
Mig langar með þessum orðum að
minnast Þórðar Guðjónssonar, en ég
hef verið svo gæfusöm að eiga sam-
leið með Þórði frá því að leiðir okkar
Borgars Þórs, dóttursonar Þórðar,
lágu saman fyrir rúmum átta árum.
Mér varð strax ljóst að Þórður
skipaði mjög sérstakan sess í lífi
Borgars. Samband þeirra var afar
náið og ekki leið sá dagur að þeir
ræddu ekki saman. Á engum tók
Borgar meira mark en afa sínum.
Milli þeirra afafeðga var sönn og kær
vinátta. Þau hjónin, Þórður og Mars-
elía, komu iðulega í heimsókn til okk-
ar á meðan heilsan leyfði og vorum
við jafnframt tíðir gestir á Skóla-
brautinni. Eru allar þær samveru-
stundir bjartar og fallegar í minning-
unni. Á þessum stundum skynjaði
maður mjög vel hversu mikill kær-
leikur og ást ríkti í sambandi þeirra
hjóna. Mér er það einnig mjög minn-
isstætt hversu gaman var að hlusta á
Þórð segja frá. Hann hafði einstakt
lag á að kalla fram liðna atburði svo
það var eins og þeir lifnuðu við á ný.
Þórður átti óskipta virðingu allra
þeirra sem umgengust hann. Sú virð-
ing var ekki síst tilkomin vegna
þeirra eiginleika Þórðar að vera í
senn umhyggjusamur, sanngjarn og
réttlátur, en einnig fastur fyrir ef því
var að skipta. Þó svo að hann væri
ætíð reiðubúinn að rétt hjálparhönd,
þá undi hann því illa ef hans fólk stóð
ekki í stykkinu. Þórður reyndist mér
ákaflega vel og á ég honum mikið að
þakka. Hann stóð þétt við bakið á
okkar litlu fjölskyldu í smáu sem
stóru og í okkar samskiptum öllum
kom umhyggja hans fyrir sínum nán-
ustu vel fram.
Af mínum stuttu en ánægjulegu
kynnum af Þórði Guðjónssyni er
margs að minnast. Ég minnist manns
sem umfram allt vildi njóta þess
besta sem lífið hefur upp á að bjóða
og vissi upp á hár í hverju raunveru-
leg lífsgæði eru falin. Lífsgleði hans
og lífsþróttur urðu í raun meira áber-
andi eftir að heilsu hans fór að hraka.
Þórður Guðjónsson skilur vel við.
Hann, ásamt Marselíu, hefur búið svo
um hnútana að fjölskylda hans stend-
ur sterk og samhent eftir hans dag.
Þórður skilur eftir sig afar góðar
og fallegar minningar í hjörtum okk-
ar allra sem urðum svo gæfusöm að
kynnast honum. Lífshlaup Þórðar, en
kannski einkum lífsviðhorf hans, eru
þeim sem eftir standa mikilsverð
áminning um það sem mestu máli
skiptir – hver hin raunverulegu lífs-
gæði eru.
Blessuð sé minning Þórðar Guð-
jónssonar.
Unnur Svava Jóhannsdóttir.
Nú ertu lagður upp í þína hinstu
för, afi minn. Mikill varstu og ert í
mínum huga.
Þú varst mikill og sterkur persónu-
leiki, hafðir mikla útgeislun og góða
nærveru. Það var ávallt mikil reisn
yfir þér, allt fram til síðasta dags. Þú
varst hornsteinn fjölskyldunnar.
Er einhver síldveiði, Þórður minn?
Þessarar spurningar spurðirðu mig
oft undir það síðasta en sjávarút-
vegur var þitt líf og yndi.
Afi hóf ungur að sækja sjóinn, fyrst
með föður sínum. Aðeins 20 ára gam-
all var hann orðinn skipstjóri. Hann
var fengsæll skipstjóri og aflakóngur
fjölmargra vertíða. Hann gerði út
eigið skip, Sigurborgu AK og rak
fiskverkun í landi. Einn stærsti feng-
ur sem hann bar að landi var á afmæl-
isdaginn hans þegar hann ásamt
áhöfn sinni bjargaði 15 skipbrots-
mönnum af norsku flutningaskipi
sem fórst við Mýrar í Borgarfirði í af-
takaveðri, þá 24 ára gamall. Söguna
af þessu afreki fékk ég þig til að segja
mér ótal sinnum.
Það var gaman fyrir lítinn afa-
dreng að fá að fylgjast með útgerð-
inni og áhuginn var mikill. Alltaf
varstu boðinn og búinn að hafa mig
með þér hvar og hvenær sem var. All-
ir rúntarnir á bryggjuna og um Skag-
ann voru fastur punktur í tilverunni.
Þær voru ófáar stundirnar sem þú
fórst með okkur afastrákana þína
suður á leiki, sumar eftir sumar.
Spennan fyrir þeim ferðum var mikil
enda var alltaf stoppað á leiðinni í
Botnsskála.
Þær voru margar stundirnar sem
við áttum saman tveir á Skólabraut-
inni þar sem við ræddum um sameig-
inleg áhugamál okkar og þú sagðir
sögur. Alltaf var rætt um sjávarút-
veginn sem þér var svo hugleikinn,
laxveiði og einnig um fótboltann.
Laxveiði var þitt helsta áhugamál og
þeir voru ótal veiðitúrarnir sem farn-
ir voru í Fáskrúð og Flekkuna með
alla fjölskylduna. Minnisstætt er mér
þegar þú gekkst með mér hálfa Fá-
skrúð í fyrra þrátt fyrir veikindi þín.
Þú vildir kenna mér á veiðistaðina og
það gerðirðu. Oft hringdirðu í mig og
vildir fá veiðitölur þegar ég var við
laxveiðar, slíkur var áhuginn.
Hin síðari ár fylgdist þú vel með
því sem ég tók mér fyrir hendur og
það voru ávallt heilræði sem þú send-
ir nafna þínum í veganesti. Fyrir það
er ég þakklátur.
Afi var mikill fjölskyldumaður og
þær voru ófáar stundirnar sem fjöl-
skyldan átti á heimili ykkar ömmu
sem var miðpunktur allrar fjölskyld-
unnar. Þar urðu oft líflegar umræður
um málefni líðandi stundar. Um
stórhátíðar var Skólabrautin mið-
punkturinn, allir komu þangað til
ykkar ömmu.
Þú varst mikill áhrifavaldur í lífi
mínu allt frá því að ég man eftir mér.
Þú varst fyrirmyndin mín en nú ertu
farinn og ég veit að þér líður vel þar
sem þú ert nú.
Að leiðarlokum þegar þú elsku afi
minn leggur upp í þína hinstu för vil
ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst
mér og allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. Veganesti þitt sem
þú færðir mér og þín lífsgildi mun ég
geyma og reyna að lifa eftir.
Vertu Guði falinn um alla eilífð og
blessuð sé minning þín.
Þórður Már.
Nú þegar hann Þórður, afi okkar,
hefur lagst til hinstu hvíldar er okkur
systrum efst í huga hugrekki hans,
þrautseigja og hinn mikli lífsvilji sem
einkenndi hann. Við erum þakklátar
fyrir þann tíma sem við fengum með
honum og minnumst með hlýju í
hjarta allra góðu stundanna sem við
áttum með honum og ömmu á Skóla-
brautinni. Þangað var alltaf svo gott
að koma, þar voru allir velkomnir.
Guð veri með þér, elsku afi.
Helga Lára og Hildur María.
Kveðjustundin er komin og leiðir
okkar skiljast um tíma en minningin
um ástkæran og góðan afa stendur
eftir í hjörtum okkar. Á svona stundu
reikar hugurinn á marga staði og
minningarnar eru margar. Það eru
ófáar fjölskyldu- og laxveiðiferðir
sem við fórum saman á sumrin og
haustin með þér og ömmu Mörsu, þú
varðst klókur veiðimaður hvort, sem
það var á sjó eða í laxveiðiám og varst
ætíð tilbúinn að miðla reynslu þinni
og fróðleik til annarra.
Þegar ég var lítil stelpa kom maður
oft til þín og ömmu í fiskhúsið þar
sem keppst var við að pakka saltfiski
og maður fékk að sitja uppi á borði og
fylgjast með þegar verið var að
sauma strigapokana.
Heimilið ykkar var okkur krökk-
unum alltaf opið og þar var alltaf tek-
ið á móti manni með kræsingum,
sama hver var með manni, allir voru
velkomnir.
Áramótin voru ógleymanleg á
Skólabrautinni með allri fjölskyld-
unni og ég man hvað mér þótti alltaf
hátíðlegt að sjá afa kveikja sér í vindli
í þvottahúsinu og nota hann til að
kveikja í flugeldunum.
Elsku afi, þú hafðir margt að gefa,
kærleikurinn og heiðarleikinn sem
þú barst í garð annarra var einstak-
ur. Þið amma áttuð alveg einstakan
kærleik og ást hvort til annars og það
var yndislegt að horfa á ykkur og sjá
hvað þið voruð samrýnd og ástfangin.
Að fylgjast með þér í baráttu þinni
við sjúkdóminn var engu líkt, aldrei
heyrði maður þig kvarta eða leggja
árar í bát, þú barðist fram á síðasta
dag með reisn og dugnaði.
Það verður mér og börnum mínum
ætíð dýrmætt að hafa búið hjá þér í
vetur. Svanhildur hafði unun af því að
fara upp til þín og Hoppu kisu þinnar.
Þið sátuð oft og spjölluðuð um lífið og
tilveruna. Þú sagðir svo oft um hann
Jóhannes Breka litla hvað hann hefði
sérstaka lund, að þú hefðir sjaldan
kynnst svona kátu barni. Að lokum
vil ég þakka þér fyrir það sem þú
varst okkur. Minning um góðan afa
mun lifa. Guð geymi þig.
Lára Jóhannesdóttir, Svan-
hildur og Jóhannes Breki.
Með sorg í hjarta kveð ég elskuleg-
an afa minn. Elsku afi, nú hefur þú
verið leystur frá þrautunum og ert
kominn á góðan stað þar sem algóður
Guð varðveitir þig. Það eru margar
góðar minningar sem koma upp í
huga minn á þessari stundu, þú varst
mér svo góður og kær. Þú hefur
kennt mér mikið og sagt mér margar
sögur sem mér fannst svo gaman að
heyra, ég gat setið hjá þér lengi lengi
og hlustað á hvað þú gerðir þegar þú
varst ungur og hvernig lífið var hér
áður, þú hafðir lent í svo mörgu sem
þú gast frætt mann um. Þú varst svo
fróður maður og vel lesinn að það var
undravert að hlusta á þig.
Ég finn hve dýrmæt samleiðin með
þér hefur verið, elsku afi. Fjölskyld-
an var þér allt og þú tókst svo mikinn
þátt í öllu því sem við barnabörnin
tókum okkur fyrir hendur. Þú varst
svo ákveðinn að við ættum að mennta
okkur, við sem ættum allt lífið fram-
undan, enda varst þú ánægður þegar
ég sagði þér að ég væri byrjuð í há-
skólanámi. Þegar ég var í fjölbrauta-
skólanum þá átti ég að gera sjávarút-
vegsverkefni í sögu og varst þú
verkefnið fyrir minn hóp, að taka við-
tal við þig um það hvernig sjávarút-
vegurinn var hér áður fyrr. Þetta
verkefni er einn af fróðleiksmolunum
sem ég á eftir þig og mun ég geyma
það vel.
Sjórinn var þér svo mikið, þú fórst
á hverjum degi niður á bryggju til að
fylgjast með bátunum og aflanum
sem kom í land, alltaf fylgdist þú með
pabba og varst mættur á bryggjuna
þegar hann kom að landi og tókst
þátt í því sem hann var að gera. Ekki
leið sá dagur að þú kæmir ekki við í
fiskhúsinu hjá mömmu og pabba og
fylgdist þar með gangi mála.
Þú og amma voruð svo náin og
gaman að sjá hve ástfangin þið voruð
allt fram á síðasta dag. Þið áttuð
hvort annað og sást það best þegar
amma hélt í höndina á þér morguninn
sem þú kvaddir þennan heim.
Elsku afi, minning þín lifir í hjört-
um okkar, ég bið góðan Guð að varð-
veita þig.
Ingunn Þóra.
Elsku afi Þórður. Við viljum með
þessu fáu orðum þakka þér fyrir þær
góðu stundir sem við átt höfum með
þér. Þú varst yndislegur maður í alla
staði og við eigum alltaf eftir að sakna
þín.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Okkur þykir vænt um þig.
Þínir langafastrákar,
Ísak Bergmann og Jóel Þór.
Þórður Guðjónsson – Þórður á
Ökrum – hóf ungur að stunda sjóinn
og varð síðar fengsæll skipstjóri, afla-
kóngur og útgerðarmaður á Akra-
nesi. Þórður komst oft í hann krapp-
an á sjómannsferli sínum og átti því
láni að fagna að bjarga mörgum sjó-
mönnum úr sjávarháska. Sjálfur
bjargaðist hann oft þegar öllu virtist
lokið, í fyrsta skipti sex ára gamall,
þegar hann datt í sjóinn af bryggj-
unni í Steinsvör og var næstum
drukknaður. Hann var þess fullviss
að yfir sér hafi vakað verndarhendi
æðri máttarvalda. Nú er starfsdegi
hans lokið eftir stranga baráttu við
erfiðan sjúkdóm.
Kynni okkar Þórðar eru löng. Ég
man fyrst eftir honum, ungum afla-
kóngi á Akranesi, sem litið var til sem
fyrirmyndar um hreysti og dugnað.
Leiðir okkar lágu einnig saman, þeg-
ar börn hans voru í skátastarfi hér á
Akranesi. Þá var gott að leita til
Þórðar þegar margt vantaði, t.d.
trönur og kaðla á skátamót, eða vöru-
bíl til flutninga, reyndar hvaðeina
sem til þurfti. Ávallt var svarið:
,,Vantar ykkur ekkert fleira?“ Þann-
ig var viðhorf hans til unglingastarfs-
ins.
Eftir að ég fór að skrá sögur af
fólki og atburðum frá Akranesi leitaði
ég oft til Þórðar vinar míns, sem hafði
frá mörgu að segja á viðburðaríkum
æviferli. Þessi samtöl okkar leiddu til
þess að snemma á þessu ári skráði ég
minningar hans. Þar sagði hann m.a.:
,,Ég var ellefu ára þegar ég fór
fyrst að róa á trillu með föður mínum,
Guðjóni Þórðarsyni. Þar var strax
krafist mikillar vinnu og ekkert gefið
eftir. Með okkur á bátnum var gamall
maður, sem sat alltaf á þóftunni.
Hann var orðinn svo gamall og
vinnulúinn að hann varð að sitja þar
með færið sitt. Samt veiddi hann allt-
af manna mest. Þetta hvatti mann til
að standa sig og reyna að fiska mikið
eins og sá gamli.
Pabba þótti ekkert tiltökumál að
taka ellefu ára gamlan dreng með sér
á sjóinn á opnum báti. Sjálfur hafði
hann þurft að takast á við lífið á sama
aldri. Skjólfatnaðurinn til sjós hefði
ekki þótt burðugur í dag: olíuborinn
sjóstakkur, sjóhattur, klofstígvél og
ullarvettlingar. Við vorum berhentir
við að slægja fiskinn. Það var oft kal-
samt, en annað var ekki í boði, og
enginn kvartaði.“
Það var mottóið; gefast ekki upp;
halda áfram. Sjórinn tók sinn toll.
Menn fóru í róður og enginn kom til
baka. Þá þurfti að sýna æðruleysi og
kjark. Þá eiginleika hafði Þórður
Guðjónsson.
Á löngum sjómannsferli átti Þórð-
ur því láni að fagna að standa að
björgun skipbrotsmanna í sjávar-
háska í nokkur skipti. Eitt þeirra var
þegar hann, ásamt áhöfn sinni á vél-
bátnum Sigurfara AK bjargaði
áhöfninni á norska flutningaskipinu
BRO, sem var strandað í skerjagarð-
inum við Mýrar. Þórður sagði:
,,Þegar lagt var í þennan björgun-
arleiðangur gerði ég mér grein fyrir
því að þetta var mikil áhætta, en ég
trúði því staðfastlega að okkur myndi
takast að bjarga skipshöfninni á
norska skipinu. Ekkert annað komst
að í huga mínum en að bjarga mönn-
unum, því að ég vissi að ekki var hægt
að bíða til morguns, þá yrði engum
bjargað. Það sem gerði þessa björg-
un hins vegar erfiðari var að útfall
var og þá er grunnt á boðunum. Þetta
er talinn einn hættulegasti strand-
staður við Ísland. Óhætt er því að
segja að þessi björgun hafi verið
kraftaverk.²
Það var hins vegar ekki fyrr en sjó-
slysum fór að fækka í lífi Þórðar og
hann kominn öðru sinni á skólabekk í
Reykjavík, til að taka Meira fiski-
mannaprófið, að hann hitti Marselíu
Guðjónsdóttur, sem átti eftir að
verða eiginkona hans og lífsförunaut-
ur. Um það sagði Þórður:
,,Það var mikið um að vera á okkar
heimili, þar sem ég var langdvölum
burtu á sjónum. Þá kom sér vel að
Marselía var vön að takast á við sér-
hvert mál sem að höndum bar með
röggsemi og myndarskap. Hún þurfti
að verulegu leyti að sjá um uppeldi
barnanna, annast fjármálin og annað
sem gera þarf á stóru heimili. Þegar
ég kom heim var alltaf tekið á móti
mér með fögnuði, eins og hátíð færi í
hönd. Hlakkaði ég því alltaf mikið til
heimkomunnar og endurfundanna.
Það hefur stundum viljað gleymast
að þakka sjómannskonunum þeirra
stóra hlut í velferð fjölskyldunnar,
þær urðu að vera bæði húsmóðir og
húsbóndi langtímum saman í fjar-
veru eiginmanna sinna. Ég tel mig
vera mikinn gæfumann. Ég er viss
um að yfir mér hefur verið vakað.
Alla mína sjómannstíð hef ég aldrei
misst mann, aðeins einu sinni hefur
maður slasast á sjó með mér. Fyrir
það þakka ég skapara mínum.“
Hinn reyndi skipstjóri og útvegs-
maður er kominn í höfn. Hann hefur
átt miklu láni að fagna í lífinu og var
sáttur við starfslok sín.
- - -
Enn frekari vináttuböndum bund-
umst við Þórður þegar hann gekk í
Oddfellowstúkuna Egil hér á Akra-
nesi 19. október 1966. Þar fann hann
sig vel og tók virkan þátt í starfi stúk-
unnar. Hugsjónir og markmið Odd-
fellowreglunnar höfðuðu vel til hans,
og meðal stúkubræðra naut hann sín
í góðra vina hópi. Hann var um tíma í
stjórn stúkunnar og gegndi þar ýms-
um fleiri trúnaðarstörfum. Þórður
var meðal stofnenda Oddfellowbúð-
anna Borg á Akranesi 11. október
2003.
Við Egilsbræður þökkum Þórði
Guðjónssyni samfylgdina og biðjum
honum blessunar í nýjum heimkynn-
um. Fjölskyldu hans vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Kvaddur er góður félagi.
Bragi Þórðarson.
Þegar ég var að alast upp á Akra-
nesi um miðja síðustu öld var höfnin
helsta lífæð bæjarins. Þá lönduðu þar
afla sínum milli 20 og 30 bátar, bæj-
arbúar fylgdust grannt með afla-
brögðum og leið margra lá í fjörið við
höfnina á kvöldin. Á vetrarvertíð var
daglega hengdur upp listi í glugga
vigtarskúrsins yfir heildarafla báta
frá vertíðarbyrjun. Þegar leið á ver-
tíðina kom spenna í keppnina um
aflakóngstitilinn og sagt var að sum-
ar skipstjórafrúrnar flögguðu þann
dag sem karlinn þeirra var á toppn-
um. Það þótti mikill heiður að verða
aflakóngur og um þann titil kepptu
miklir kappar eins og Einar í Sól,
Valdi á Sigurvöllum, Helgi Ibsen,
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 51
MINNINGAR